Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 ✝ Ingibjörg JónaGilsdóttir fæddist 15. maí 1940 í Reykjavík, hún lést á Landa- koti 30. nóvember 2020 eftir langvar- andi veikindi. Foreldrar henn- ar voru Rannveig Lárusdóttir, fædd 1914, dáin 1998, og Gils Jónsson, fædd- ur 1906, dáinn 1967. Systkini hennar: Anna Auðunsdóttir, fædd 1935, dáin 2017, Hafsteinn Gilsson, fæddur 1941, og Matthías Gilsson, fæddur 1949, dáinn 2001. Ingibjörg giftist Finni Valdi- marssyni 27. september 1957, fæddum 1936 að Hlíð í Álfta- firði í Ísafjarðardjúpi, hans for- eldrar voru Guðrún Kristjáns- dóttir, fædd 1902, dáin 1986, og Valdimar Veturliðason, fæddur 1909, dáinn 1992. Systkini Finns voru 10 og eru fjögur þeirra á lífi. Ingibjörg og Finnur eign- uðust þrjár dætur, Rannveigu Finnsdóttur, fædda 1956, eiginmaður hennar er Kristján Þormar Gíslason, fæddur 1955, og eiga þau fjög- Ingibjörg ólst upp í miðbæ Reykjavíkur fyrstu árin og síð- an flutti fjölskyldan í Bústaða- hverfið, hennar skólaganga var Miðbæjarbarnaskólinn og Austurbæjarskólinn og var hún virk í starfi KFUM/ KFUK. Ingibjörg og Finnur byrjuðu sinn búskap í Reykja- vík og fluttu 1958 til Keflavík- ur þar sem Finnur vann á Keflavíkurflugvelli og bjuggu þau þar í rúm 40 ár. Ingibjörg vann við veitingasölu þegar hún bjó í Reykjavík, en í Keflavík fór hún að vinna við búðarstörf þegar dætur henn- ar voru orðnar nógu gamlar að passa þá yngstu. Síðan starfaði hún í kaffiteríunni í gömlu flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli og þegar nýja flug- stöðin var opnuð vann hún í flugeldhúsinu hjá Flugleiðum. Þau flytja til Reykjavíkur 1998 og vann hún á Vitatorgi/ Dagdeild aldraða í 9 ár. . Ingi- björg og Finnur ferðuðust mikið, bæði innanlands í úti- legum og á húsbílnum, og ut- anlandsferðirnar voru fjöl- margar. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 8. desember 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu verður aðeins nánasta fjöl- skylda viðstödd útförina. https://youtu.be/Ns8eeQq7548 Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat ur börn. Finnur, eig- inkona hans er Lena Johanna Rei- her og eiga þau þrjú börn, Svanhildur, sam- býlismaður hennar er Claus Henrik Holm og á hann tvö börn frá fyrra sambandi. Ívar Orri, eig- inkona hans er Harpa Jóns- dóttir og eiga þau tvö börn. Fjóla Finnsdóttir, fædd 1959, eiginmaður hennar er Sigurjón Sveinn Rannversson, fæddur 1958, og eiga þau þrjá syni, Rannver, sambýliskona hans er Rakel Orra Amin og eiga þau fjögur börn. Viktor, sambýliskona hans er Thelma Björg Kristinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Oliver, sambýliskona hans er Halla Björg Ólafsdóttir og eiga þau eina dóttur. Áslaug Finnsdóttir, fædd 1963, eiginmaður hennar er Jónas Guðjónsson, fæddur 1959, og eiga þau eina dóttur. Ingibjörg, sambýlismaður hennar er Víðir Jónasson og eiga þau tvö börn. Yndislega mamma mín er lát- in og þeir sem þekktu hana vita hversu góð og ljúf hún var, við elskuðum hana. Fjölskyldan var henni allt og ekkert var betra en að hafa fólk- ið sitt hjá sér, söknuðurinn er mikill. Hún var tilbúin að fara í Sumarlandið laus við allar þraut- ir, spókar sig þar í sólinni eins og hún gerði á Kanarí, góða ferð elskuleg. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Guð geymi þig móðir mín kær Rannveig. Yndislega mamma mín sem ég elska svo mikið er flutt í Sól- arlandið fagra og þar finnast engar þrautir. Ég veit að vel verður tekið á móti henni af ætt- ingjum og vinum sem kvöddu allt of snemma. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Ó, hún var ambáttin hljóð hún var ástkonan rjóð hún var amma svo fróð. Ó, athvarf umrenningsins inntak hjálpræðisins líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn. Ó, hún er ást, hrein og tær Hún er alvaldi kær. Eins og Guðsmóðir skær. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Minningarnar af lífshlaupi okkar saman geymi ég í hjarta mínu, elsku mamma, þú kenndir mér svo margt og ég sakna þín endalaust, hafðu þökk fyrir allt og allt. Áslaug Finnsdóttir. Þá hefur ástkær tengdamóðir mín, Ingibjörg Jóna Gilsdóttir, oftast kölluð Dedda, kvatt þessa jarðvist eftir veikindi á erfiðum tímum sem þetta ár hefur verið. Það hefur verið erfitt fyrir ást- vini að hugsa til hennar á sjúkra- húsi og geta ekki heimsótt hana og ekki síður að geta ekki fengið tækifæri til að kveðja á dánar- stundu. En minningar síðustu 47 ára vináttu og umhyggjusemi birtast í hugskoti og ylja á stundu sem þessari, en 1973 kynntist ég henni Ranný, elstu dóttur þeirra hjóna. Heimsóknir til Keflavíkur og síðar til Reykja- víkur þar sem okkur fjölskyld- unni var alltaf tekið opnum örm- um af henni og Finna tengdapabba, samvera um jól og áramót, sumarferðalög með þeim en þau hjónin voru afar dugleg að ferðast um landið – fyrst með tjald, svo tjaldvagn en síðar á húsbíl. Voru þau einnig dugleg að koma í heimsókn til okkar austur á Hellu, vestur í Dali og Ingibjörg Jóna Gilsdóttir ✝ Sigrún VigdísViggósdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1948. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 28. nóvember 2020. Foreldrar Sig- rúnar voru Viggó Einar Gíslason, f. 14. júlí 1905, d. 21. mars 1985, vélstjóri á togurum frá Reykjavík, og Ása Sigríður Björnsdóttir, f. 24. maí 1905, d. 17. febrúar 1951, hús- freyja. Fósturmóðir María Bene- diktsdóttir, f. 25. maí 1910, d. 3. maí 1999, húsfreyja. Bræður Sigrúnar eru: Hilmar, f. 14. febr- úar 1939, fv. útibússtjóri Lands- banka Íslands, Gísli, f. 3. maí 1943, verkfræðingur, og Björn, f. 29. júlí 1946, tæknifræðingur. Árið 1980 giftist Sigrún Inga Eiginmaður Maríu er Helgi Þór Harðarson, f. 16. júlí 1975. Börn: Sunna Gló, f. 16. nóvember 2005, Sóley Kría, f. 31. desember 2008, og Dagur Nói, f. 4. nóvember 2013. Sigrún ólst upp í foreldra- húsum í Mávahlíð 24 í Reykja- vík, gekk í Barnaskóla Austur- bæjar og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún stundaði ýmsa vinnu eins og þá var til siðs, var í sveit hjá frænku sinni á Öxl í Þingi, síðar á Egilsá í Skagafirði og um tíma sem barn- fóstra sendiherrahjóna Íslands í Kaupmannahöfn. Hún lauk prófi frá Fósturskóla Íslands 1974, starfaði um tíma á Akureyri, Engjaborg, Jöklaborg, Háls- aborg og Heiðarborg og var um tíma forstöðukona í Efrihlíð. Útför Sigrúnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 8. des- ember 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna geta aðeins nánir að- standendur og vinir verið við- staddir. Athöfninni verður streymt: https://youtu.be/ oKosvfFuVAU og má nálgast virkan hlekk á https://www.mbl.is/andlat Karli Guðmunds- syni húsasmið, f. 7. febrúar 1952, þau skildu. Börn þeirra: 1) Guðmundur Lár, f. 9. desember 1980. Eiginkona Nanna Björk Bjarnadóttir, f. 29. mars 1982. Börn: Daníel Þór, f. 18. október 2015, og Ásgeir Ísak, f. 2. júlí 2018. 2) Ása Sigríður, f. 24. maí 1982. Sam- býlismaður Svavar Páll Pálsson, f. 29. apríl 1981. Börn: Svala Vigdís, f. 29. desember 2009, Hjalti Valur, f. 13. febrúar 2012, og Matthías Ingi, f. 7. febrúar 2018. 3) Viggó Már, f. 30. desem- ber 1983. Sambýliskona Ásta Björk Guðmundsdóttir, f. 9. jan- úar 1991. Fyrir átti Sigrún dótt- urina Maríu Ingibjörgu, f. 5. júlí 1976, með Ragnari Gunnarssyni. Það er komið að kveðjustund. Hvernig fáum við best lýst bestu mömmu í heimi um leið og við reynum að segja frá hennar góðu eiginleikum í einni stuttri minningargrein þegar svo margs er að minnast. Mamma var einstök kona og yndisleg móðir. Hún var hlý og ljúf með stóran faðm sem rúm- aði okkur öll systkinin. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Mamma hlúði vel að okkur systkinum og nærði okkur með ást sinni og umhyggju. Hugurinn reikar aftur til æskuáranna og upp koma dýr- mætar minningar af ferðarlög- um fjölskyldunnar. Farið var í tjaldútilegur, sumarbústaði úti á landi ásamt hringferðum. Þá var gula A-tjaldinu pakkað niður ásamt prímus, potti fyrir pyls- urnar og skottið fyllt af dóti á litlu brúnu Mözdunni og svo brunuðum við sex manna fjöl- skyldan af stað. Við erum óskap- lega þakklát fyrir þessar ferðir og öll viljum við að börnin okkar upplifi fallega landið okkar á sama hátt og við gerðum. Öll munum við sakna matar- boðanna hjá mömmu. Þó svo að það væri farið að þrengja að fjöl- skyldunni í stofunni þá skipti það ekki máli því samvera okkar og nærvera var dýrmætari en allt annað. Mamma lifði fyrir barnabörn- in sín sem gáfu henni svo mikið og einstök bönd mynduðust á milli hennar og allra barna- barnanna. Öll barnabörnin fundu fyrir hlýju og kærleika ömmu sinnar og fannst fátt skemmti- legra en að vera hjá henni að spila, leika og spjalla. Heima í Breiðuvík var mamma með heilt leikherbergi fyrir barnabörnin með öllum þeim spilum, púslum, kubbum sem þau gat dreymt um ásamt heilu bókasafni af barna- bókum. Mamma var leikskóla- kennari af guðs náð og var alltaf að hugsa um hvað væri best fyr- ir börnin. Hvort sem það voru börnin sem hún kenndi, við systkinin eða barnabörnin henn- ar. Þrátt fyrir langa baráttu við geðsjúkdóma lét hún aldrei deig- an síga og kenndi okkur úthald, seiglu og að gefast aldrei upp. Hún greindist með krabbamein fyrir þremur árum og þá komu þessir sömu eiginleikar í ljós í hetjulegri baráttu hennar við krabbameinið. Hún var krafta- verkakona og náði því mun lengri tíma en búist var við í upphafi greiningar. Þessi tími var okkur systkinunum dýrmæt- ur og nýttum við hann vel. Við systkinin buðum mömmu í afmælisferð til Barcelona árið 2019 og er sú ferð sérstaklega minnisstæð. Við nýttum tímann vel við að rifja upp gamlar og góðar stundir og um leið búa til nýjar. Við rifjuðum m.a. upp lúðrasveitarferð sem við fórum saman í til Austurríkis árið 1994. Það var stórkostleg ferð því við systkinin vorum öll að spila á blásturshljóðfæri á sama tíma í lúðrasveitinni, pabba til mikillar gleði. Við þessi tímamót er mikil- vægt að staldra aðeins við og muna að njóta þess sem maður hefur, vera saman og halda minningu mömmu á lofti. Við vit- um að heimurinn er ekki samur án mömmu. Á sama tíma og við kveðjum með söknuð í hjarta þá gleðjumst við yfir því að við náð- um að láta mömmu vita að það væri von á tveimur litlum stelp- um í fjölskylduna okkar í apríl. Við elskum þig, mamma. Hvíl í friði og safnaðu kröftum þang- að til við sameinumst aftur á ný þegar okkar tími kemur. María Ingibjörg, Guðmundur Lár, Ása Sigríður og Viggó Már. Amma Sigrún var besta manneskja í heimi. Þegar við komum í heimsókn var alltaf hægt að gera eitthvað skemmti- legt eins og að spila, lita, púsla eða fara í Lego. Það var alltaf gaman að leika við hana og rosa notalegt að spjalla við hana. Það var alltaf gott að fá hlýtt knús frá henni og koma í ömmudekur. Hún var svo skemmtileg og blíð við okkur. Við eigum svo margar góðar minningar sem við munum aldrei gleyma, öll góðu ferðalög- in, bústaðarferðirnar og allar góðu stundirnar. Hún var besta amma í heimi. Við vorum svo leið þegar við heyrðum að amma Sigrún væri dáin og við söknum hennar mik- ið. Nú er hún komin á betri stað, megi guð passa hana vel. Þín ömmubörn, Svala Vigdís og Hjalti Valur. Sigrún hét amma mín hún alltaf klæddist rosa fín. Hún átti heima í stórri blokk og alltaf flokkaðist í góðan flokk. Hún hittir núna minn afa þar sem þau eru að drekka safa. Þetta er mamma mömmu minnar, þannig tár komu niður á hennar kinnar. Í fyrradag hún fór burt og ég vil að ekkert sé spurt. Barnabörnum hún átti mikið af og einu sinni í viku hún fer í kaf. Ég vona að hún hafi það alltaf gott því það er sagt að uppi sé allt flott. Hún var með mjög ljóst hár og ég held hún hafi lifað í 72 ár. Hún átti rosalega falleg augu blá og á andlitinu hún hafði hrukkur smá. Afmæli 2. október hún ætti og allir héldu hún byggi yfir mætti. Hún var góð við alla í kringum sig og alveg rosalega sérstaklega þig. Hún þurfti á gleraugum að halda og ég veit hún elskar að tjalda. Hún elskaði þegar ég var að ríma og líka í karate þegar ég var að glíma. Þetta fór pínu yfir strikið en ég elskaði hana rosa mikið. Þín, Sóley Kría. Sigrún greindist með krabba- mein í brisi fyrir þremur árum og þá var talið að stutt væri eft- ir. Með hjálp læknavísindanna lifði hún í þrjú góð ár þar sem andlegur styrkur hennar jókst við hverja raun, vel studd af börnum sínum og barnabörnum. Sigrún var yngst okkar systk- ina. Fjölskyldan fluttist í Máva- hlíð 24 sama ár og hún fæddist. Gatan var leikvöllur okkar og var leikið úti frá morgni til kvölds. Skugga bar á þegar Sig- rún var rúmlega tveggja ára gömul því þá dó móðir okkar. Pabbi var vélstjóri og alltaf á sjónum. Sem betur fer eignuð- umst við góða stjúpu sem reynd- ist okkur afskaplega vel. Hjarta- hlýrri og yndislegri konu var vart hægt að hugsa sér og var það mikið gæfuspor fyrir okkur systkinin þegar þau pabbi gengu í hjónaband 1956. Sigrún var kraftmikil og var ekki alltaf tilbúin að hlýða þegar kallað var á hana. Þá var brugð- ið á það ráð að segja henni að pabbi væri kominn heim af sjón- um og þá kom hún strax inn. Sigrún var einstaklega barngóð og því ekki að undra þó hún lærði að verða leikskólakennari. Sigrún eignaðist fjölda tryggra vinkvenna í barnæsku og ber þar helst að nefna Sigrúnu Karlsdóttur en þær nöfnur hafa ávallt verið nánar. Þegar Sigrún óx úr grasi varð hún há og myndarleg með ljóst hár. Hún bar sterk einkenni móðurfólksins síns, var hæglát og prúð í framkomu og yfir henni var jafnan mikil ró. Þessu kynntumst við bræður hennar þegar við vorum send í sveit norður í Húnaþing til frændfólks okkar. Til að rifja upp þennan tíma fórum við systkinin norður í þriggja daga ferð í ágúst 2013 og áttum þar saman ógleyman- legar stundir með ættfólki okk- ar. Það hefur verið hefð hjá okk- ur systkinunum að fara saman í Fossvogskirkjugarð dagana fyr- ir jól og minnast foreldra okkar og ástvina. Nú förum við þrír bræðurnir og verður elskulegrar Sigrúnar systur okkar sárt sakn- að. Blessuð sé minning hennar. Hilmar, Gísli og Björn Viggóssynir. Það voru sorgarfréttir að heyra að Sigrún frænka mín hefði látið í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi og væri nú öll. Hún átti svo margt að gefa og lengi blundaði sú von að henni tækist að yfirvinna sjúkdóminn og eiga fleiri góðar stundir með sínu fólki. Við Sigrún vorum systkina- dætur. Systkinabarnahópurinn í móðurfjölskyldu minni og föður- fjölskyldu hennar er stór. Í þeim góða hópi erum við nöfnur. Á barnsaldri leit ég upp til frænkna minna sem eldri voru en hafði minni áhuga á þeim sem yngri voru, sem Sigrún var þótt Sigrún Vigdís Viggósdóttir HINSTA KVEÐJA Kveðja til ömmu. Amma var mjög góð kona og átti flotta íbúð og lifði góðu lífi. Hún gaf mér epli og við vorum rosalega góð saman. Ég elska þig. Þinn Dagur Nói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.