Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 líka verið að rækta skóginn sinn, ekki í Eyjum, heldur í Vaðnesi í Grímsnesi þar sem þau hjónin eiga bústað sem hefur stækkað með þeim og fjölskyldunni í gegnum tíðina. „Ég hef mjög gaman af skógrækt- inni og núna er ég farinn að höggva tré og setja önnur fallegri í þeirra stað. En fallegustu og dýrustu trén deyja alltaf fyrst. Þau eru viðkvæm- ust og því erfiðast að rækta þau. En bústaðurinn er okkar sælureitur og hér viljum við helst vera.“ Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Sigríður Þóroddsdóttir, f. 8.9. 1943, skrif- stofustarfsmaður og húsmóðir. For- eldrar hennar eru Þóroddur Ólafs- son, f. 1.6. 1900, d. 16.6. 1989, vélstjóri, og Bjargey Steingríms- dóttir, f. 13.8.1909, d. 29.10. 1986, saumakona og húsfreyja. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Börn Ragnars og Sigríðar eru: 1) Helga, f. 9.4. 1963, hársnyrtir í Reykjavík, gift Hjálmari Krist- mannssyni, fjármála- og fram- kvæmdastjóra. Synir þeirra eru Kristmann, f. 1985, og Ragnar Örn, f. 1989. 2) Viktor, f. 26.8. 1972, hár- skeri í Vestmannaeyjum, kvæntur Valgerði Jónu Jónsdóttur, snyrti- og fótaaðgerðafræðingi. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1998, Jón Valgarð, f. 2006, og Helga Dís, f. 2012. Börn Ragnars og Maríu Óladóttur eru: 1) Berglind, f. 15.5. 1960, sjúkraliði í Svíþjóð. Börn hennar eru Ólafur Sveinn, f. 1979, og Jökull Freyr, f. 1995. 2) Guðmundur Óli, f. 10.9. 1961, blikksmiður í Vest- mannaeyjum. Synir hans eru Andri Lars, f. 1992, og Sindri John, f. 1996. Systkini Ragnars eru Sigurður, f. 20.9. 1944, vélvirki í Vestmanna- eyjum; Sólveig, f. 23.3. 1948, mat- ráður í Reykjavík, og Herbert, f. 15.12. 1953, tónlistarmaður í Reykja- vík. Foreldrar Ragnars voru hjónin Hólmfríður Magdalena Bergmann Carlsson, f. 23.6. 1923, húsfreyja og verkakona í Reykjavík, og Guð- mundur Ragnarsson, f. 19.6. 1920, d. 1981, bílstjóri og bakari í Reykjavík. Guðmundur Ragnar Guðmundsson Halldóra Guðrún Sýrusdóttir ljósmóðir og húsfreyja í Mosfelli, Ólafsvík Sigurður Daníel Bergmann sjómaður í Nýjabæ, Snæfellsnesi Sólveig Bergmann Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Ferdinand Hermann Carlsson bílstjóri í Reykjavík Hólmfríður Magdalena Bergmann Carlsson verkakona og húsmóðir í Rvík. Guðríður Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ingifríður Petrína Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórarinn Jónsson sjómaður og verkam. í Rvík. Petrína Sigríður Þórarinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Ragnar Guðmundsson trésmiður í Reykjavík Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Syðstabæ í Rvík. Guðmundur Guðmundsson snikkari í Syðstabæ og síðar trésmiður í Rvík. Úr frændgarði G. Ragnars Guðmundssonar Guðmundur Ragnarsson bakari og bílstjóri í Reykjavík „HANN HATAR AÐ VERA NIÐURNJÖRVAÐUR.” „Ö, HALLÓ! TENGDASONUR ÞINN HEFUR VERIÐ SENDUR Í ÞRIGGJA MÁNAÐA LANGA VIÐSKIPTAFERÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem gerir heiminn dásamlegan. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EKKI ABBAST UPP Á MIG, ODDI… ÉG ER MEÐ MATINN ÞINN SKÁK OG MÁT FÉLAGAR, EFTIR NÆSTU RÁNSFERÐ MUNUM VIÐ LIFA EINS OG KONUNGAR! FÁUM VIÐ ÞÁ EINHVERN TIL AÐ SMAKKA MATINN FYRIR OKKUR? HEYRÐU! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF Í síðasta mánuði kom út bókinGervilimrur Gísla Rúnars, glæsileg og skemmtileg. Hjálmar Jónsson yrkir: Góður er Gísli Rúnar með gríntaugar ekki fúnar. Húmorinn léttur, lúmskur og nettur og limrurnar fagurbúnar. Þessa limru kallar Gísli Rúnar „Matreiðslumaður – þessi elska“: Í viðskiptum mínum með veislumat á viðskiptavini legg neyslumat en ég greiði þeim fyrst uns grípur þá lyst og allir fá öndvegis greiðslumat. Þá er „Wuthering Heights“: Um ævistaf Orms lék oft næðingur og endalaus þoka og slæðingur með skafhríð og sköflum og skúrum á köflum því Ormur var óveðurfræðingur. Og hér er þriðja limran eftir Gísla Rúnar; „Hvert öðru lík“: Ef beinið til mergjar er brotið í búk, sem að lát hefur hlotið, fá krufningalæknar og kirkjugarðstæknar í hvívetna góðs af því notið. Ingólfur Ómar Ármannsson orti á Boðnarmiði á föstudag: Hulin snjá er móðurmold mjöllin gljáir bjarta. Héluð strá og freðin fold frera gráum skarta. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir svaraði og sagði: „Gránar í geði, Ingólfur minn“: Æi, móður okkar mjög svo köld minnkar hiti á foldu: Svona líður öld af öld, undir grárri moldu. Hér kveður við gamlan tón hjá Reyr Frá Drangsnesi: Marga grillar Grýla krakka grenjandi á teini. Ekki fá þau annan pakka afhentan frá jólasveini. Eins og veðrið hefur verið rifjast upp fyrir mér tvær stökur eftir þingeysk skáld. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni orti: Þegar reyndi á þrekið mest þjóðar stæltist vilji þá hefur stofninn sterki best staðist alla bylji. Og Heiðrekur Guðmundsson kvað: Þegar vindar þyrla snjá þagna og blindast álar, það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af snjó og auðum lindum sálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.