Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Gangi fyrirætlanir fjárfestahóps und-
ir hatti eignarhaldsfélagsins Strengs
eftir er fyrirséð að miklar breytingar
verði á starfsemi og umfangi Skelj-
ungs, eins rótgrónasta smásölufyrir-
tækis landsins. Yfirtökutilboð sem
hópurinn hefur gert rennur út þann 4.
janúar næstkomandi og byggir á því
að greiddar verði 8,315 kr. fyrir hvern
hlut en sem stendur er gengi bréfa
þess um 4% hærra eða 8,65 kr. Í op-
inberu tilboðsyfirliti er dregin upp sú
mynd fyrir hluthafa að gríðarlegar
breytingar standi fyrir dyrum á
markaðnum, ekki síst vegna orku-
skipta í samgöngum en u.þ.b. 80%
tekna Skeljungs koma frá eldsneyt-
issölu.
Fjölga þarf tekjustofnum
Segja tilboðsgjafar að breyttar að-
stæður kalli á áframhaldandi hagræð-
ingu og breytingar á kjarnastarfsemi
Skeljungs. Þá þurfi að fjölga tekju-
stofnum og kaupa rekstrareiningar
sem skapi aukna samlegð. Hins vegar
sé stefnt á að minnka félagið með sölu
lóða, fasteigna og rekstrareininga
ásamt hagræðingu starfsstöðva sem
ekki falli undir framtíðarkjarnastarf-
semi þess. Þá ítrekar tilboðsgjafinn
að lítil samlegð sé milli Skeljungs á Ís-
landi og í Færeyjum og að það kunni
að leiða til þess að einstaka rekstr-
areiningar í öðru landinu eða báðum
verði seldar út úr samstæðunni.
Þá benda tilboðsgjafar á að þessar
„nauðsynlegu“ hagræðingaraðgerðir
kunni að leiða til sveiflna í afkomu til
millilangs tíma og að óhagræði felist í
skráningu félagsins á skipulegum
verðbréfamarkaði. Beinn kostnaður
af henni sé um 8% af hagnaði félags-
ins. Þá er öðrum hluthöfum félagsins
bent á að dýpt markaðarins með bréf
félagsins fari minnkandi með auknum
kaupum tilboðsgjafa á hlutum í félag-
inu. „Komi til þess að hlutafé í félag-
inu safnist á enn færri hendur er það
líklegt til að hafa neikvæð áhrif á selj-
anleika bréfanna.“
Niðurstaða fjárfestahópsins er sú
að félaginu sé betur borgið utan
skipulegs verðbréfamarkaðar og að
„framtíðarsýn Skeljungs á tímum
sem þessum sé best borgið í höndum
samstillts hluthafahóps sem getur
tekið skjótar ákvarðanir“.
Af tilboðsyfirlitinu má hins vegar
lítið ráða af því í hverju fyrirhuguð
eignasala kunni að felast eða hvar fé-
lagið telji samlegðaráhrif geta mynd-
ast af kaupum annarra rekstrarein-
inga. Hins vegar er ljóst að Skelj-
ungur hefur fyrir nokkru síðan keypt
hluti í Brauði & co. og Gló. Þá hefur
Viðskiptablaðið greint frá því að
Skeljungur komi að tilboði í Domino’s
á Íslandi í samfloti við Birgi Bieltvedt,
sem seldi fyrirtækinu hlutina í fyrir-
tækjunum fyrrnefndu. Þá keypti
Skeljungur nýverið fimm bensín-
stöðvar Dælunnar af Einari Erni
Ólafssyni, fyrrum forstjóra Skeljungs,
sem hann hafði keypt á grundvelli
sáttar sem N1 gerði við Samkeppn-
iseftirlitið í kjölfar samruna við Festi.
Fjölbreytt starfsemi
Dótturfélög Skeljungs eru sjö tals-
ins. Basko, Tollvörugeymsla Skelj-
ungs ehf., Barkur ehf., Íslenska vetn-
isfélagið ehf. og Bensínorkan ehf.,
ásamt P/F Magn og P/F Demich í
Færeyjum. Basko rekur 14 Kvikk-
verslanir við bensínstöðar Orkunnar
auk þriggja 10-11 verslana, sem stað-
settar eru á Barónstíg, Akureyri og
Keflavík.
Eignasala í farvatninu
Starfsstöðvar Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu
10-11
Extra
Kvikk
Dælan
Orkan
R E Y K J AV Í K
K Ó PAV O G U R
G A R Ð A B Æ R
H A F N A R FJ Ö R Ð U R
Fjárfestar sem vilja taka yfir Skeljung segja hagræðingu óumflýjanlega
Möguleikar til innri vaxtar takmarkaðir Vilja kaupa rekstur með samlegð
í október. Samtímis hafa borist já-
kvæðar fréttir af fjárfestingu er-
lendra aðila í innlendum fyrir-
tækjum, á borð við dk hugbúnað og
Sensa. Það skiptir ekki öllu máli
þótt ekki sé búið að gera upp við-
skiptin, tilkynningin sem slík hefur
áhrif á væntingar um gjaldeyris-
flæði og það eru fyrst og fremst
væntingar sem stjórna markaðnum
á þessari stundu,“ segir hún.
Horft til bóluefna
Erna Björg segir væntingar um
bólusetningu gegn kórónuveirunni
líka kunna að hafa hreyft við aðilum
sem áttu gjaldeyri en höfðu ekki
hvata til að selja hann fyrr. Að sama
skapi gæti verið að skapast aukin
spurn eftir gengisvörnum sem einn-
ig hafi áhrif á markaðinn.
Enn fremur vísar hún til ummæla
fulltrúa Seðlabankans en úr orðum
þeirra hafi mátt lesa að krónan hafi
verið orðin of veik á haustmánuðum
og að bankinn myndi varna frekari
veikingu. Þau skilaboð hafi líka haft
áhrif á væntingar um gengið.
Út frá tímasetningum þeirra um-
mæla megi ætla að Seðlabankinn
vilji ekki að evran fari mikið upp
fyrir 165 krónur.
Varðandi möguleg áhrif ferða-
þjónustu á gengið, ef bólusetning
gengur eftir, segir Erna Björg að ef
greinin kemst í gang vegna bólu-
efna geti skapast þrýstingur á geng-
ið til hækkunar. Þá kunni Seðla-
bankinn að vera á hinni hliðinni og
þurfa að selja krónur til að varna
frekari styrkingu. baldura@mbl.is
Erna Björg Sverrisdóttir, aðal-
hagfræðingur Arion banka, segir
ýmsa þætti skýra styrkingu krón-
unnar að undan-
förnu. Það hafi
komið á óvart
hversu mikið
krónan hafi
styrkst en í
hagspá Arion
banka frá 28.
október hafi ver-
ið gert ráð fyrir
að áfram yrði
þrýstingur til
veikingar krónu.
„Dregið hefur úr þrýstingi á
krónuna vegna verðbréfasölu er-
lendra aðila en salan þrýsti á gengið
Gengisstyrkingin kemur á óvart
Aðalhagfræðingur Arion banka segir ýmsa þætti eiga þátt í styrkingu krónu
Meðalgengi evru
frá byrjun október
170
165
160
155
150
Heimild: Landsbankinn.is
2. október 7. desember
EUR/ISK
162,2
165,2
152,7
Erna Björg
Sverrisdóttir
8. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.11
Sterlingspund 168.48
Kanadadalur 97.3
Dönsk króna 20.436
Norsk króna 14.271
Sænsk króna 14.829
Svissn. franki 140.57
Japanskt jen 1.2032
SDR 179.98
Evra 152.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.248
Hrávöruverð
Gull 1839.3 ($/únsa)
Ál 2027.5 ($/tonn) LME
Hráolía 48.96 ($/fatið) Brent
STUTT
● Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu
um tæp 7% í viðskiptum gærdagsins og
nam velta með bréfin tæplega 741 millj-
ón króna. Stendur gengi bréfa félagsins
nú í 1,64 og eru því 64% hærri en
úboðsgengið í hlutafjárútboði félagsins
sem fram fór í september síðastliðnum.
Er markaðsvirði félagsins nú 48 millj-
arðar króna.
Samkvæmt flutningatölum félagsins,
sem birtar voru eftir lokun markaða í
gær voru farþegar þess í millilandaflugi
7.000 talsins í nóvember og jafngildir
það 97% samdrætti miðað við sama
mánuð í fyrra. Sætaframboð félagsins
var 95% minna nú í nóvember en fyrir
ári. Litlu færri farþegar tóku sér far
með Air Iceland Connect í mánuðinum
eða 6.000. Framboð í innanlandsflugi
dróst saman um 65% milli ára en fjöldi
farþega um 72%.
7 þúsund farþegar og
7% hækkun Icelandair
Icelandair Flutti fáa farþega.
Morgunblaðið/Eggert
● Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
hefur veitt þremur félögum starfsleyfi
sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða.
Tók ákvörðunin gildi 2. desember síð-
astliðinn. Þetta eru félögin Summa
Rekstrarfélag hf., Akta sjóðir hf. og
GAMMA Capital Management hf.
Félögin þrjú hafa fyrir starfsleyfi sem
rekstrarfélög verðbréfasjóða.
Að auki skráði fjármálaeftirlitið Al-
gildi GP ehf. sem rekstraraðila sér-
hæfðra sjóða og tók sú ákvörðung gildi
sama dag og hin starfsleyfin.
Eru nú rekstraraðilar
sérhæfðra sjóða