Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 10,1% fretta- bladid.is 14,2% Fréttablaðið 8,9% visir.is 9,9% ruv.is 5,0% RÚV 2,4% vb.is 4,3% DV 6,5% dv.is 38,8% 38,8% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 19,2% Morgun- blaðið 19,6% mbl.is Umræðan Vatnajökuls- þjóðgarður er tólf ára gömul stofnun í stöð- ugri þróun. Þar starfa um 35 manns á heils- árgrundvelli, lang- flestir á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Að sumarlagi bætast við um 70 starfsmenn sem sinna landvörslu, fræðslu og öðrum til- fallandi verkefnum. Þjóðgarðurinn nær til Vatnajökuls og stórra svæða í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðanna sem fyr- ir voru í Skaftafelli og Jökulsár- gljúfrum. Sumarið 2019 var stigið mikilvægt skref í þróun þjóðgarðs- ins þegar hann var samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO sem staðfestir að hann er einstakur á heimsvísu. Vatnajökulsþjóðgarði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í ná- grenni hans, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar svæðanna. Vatnajökulsþjóðgarður er því vett- vangur umfangsmikillar atvinnu- starfsemi sem er ein forsenda þess að þjóðgarðurinn nái tilgangi sín- um. Til þess að skýra leikreglur vegna atvinnutengdr- ar starfsemi í Vatna- jökulsþjóðgarði sam- þykkti stjórn hans atvinnustefnu í júní 2019. Í aðdraganda þess að stefnan var samþykkt átti sér stað víðtækt samráð við fyrirtæki og samtök í ferðaþjónustunni og voru haldnir opnir fundir á öllum svæðum þjóðgarðsins og í Reykjavík auk raf- rænnar könnunar. Stefnan útfærir leiðarljós um nátt- úruvernd og sjálfbærni, samvinnu, virðingu og gæði. Í reglugerð umhverfis- og auð- lindaráðherra frá 20. mars 2020 er atvinnutengd starfsemi í Vatnajök- ulsþjóðgarði skilgreind sem „þjón- usta sem aðrir en þjóðgarðurinn bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins“. Í reglugerðinni er atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins skipt í tvennt með eft- irfarandi hætti: a. Starfsemi sem er þess eðlis að ekki er þörf á að setja sér- stakar takmarkanir varðandi umfang eða fjölda rekstrar- aðila sem sinna sambærilegri starfsemi innan þjóðgarðsins eða einstakra svæða hans. b. Starfsemi sem er þess eðlis að þörf er á að takmarka umfang eða fjölda þeirra rekstraraðila sem sinna sambærilegri starf- semi innan þjóðgarðsins eða tiltekinna svæða hans. Hefðbundin landnýting og starf- semi henni tengd telst ekki at- vinnutengd starfsemi samkvæmt reglugerðinni, s.s. búfjárbeit, fugla- veiði, hreindýraveiði, veiði í ám og vötnum og nýting rekaviðar. Í flestum tilfellum geta gestir og ferðaþjónustufyrirtæki heimsótt Vatnajökulsþjóðgarðs án takmark- ana. Það er þó áskilið í lögum að fyrirtæki sem stunda atvinnu- starfsemi innan þjóðgarðsins þurfi að gera samninga við Vatnajökuls- þjóðgarð um þá starfsemi. Vegna ólíkra forsendna þeirra sem þegar veita þjónustu með fastri aðstöðu innan þjóðgarðsins verða samn- ingar gerðir í skrefum og leyfis- veitingar innleiddar með góðum fyrirvara og skýrum leiðbeiningum. Í undantekningartilvikum þarf að skilgreina fjölda gesta eða fjölda fyrirtækja á ákveðnum svæðum, t.d. vegna öryggis ferðamanna. Dæmi um þetta er þróunarverkefni á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs sem er unnið í samvinnu við fyrir- tæki sem hafa kallað eftir skýrum leikreglum, m.a. við að takmarka fjölda ferðamanna í íshellaferðir og jöklagöngur. Þegar hefur orðið til mikilvæg reynsla og þekking sem ekki var fyrir hendi áður en verk- efnið hófst. Á þessari reynslu og áframhaldandi samtali við ferða- þjónustufyrirtækin verður haldið áfram að þróa aðferðir þar sem meginmarkmiðið er sjálfbær upp- bygging atvinnustarfsemi í þjóð- garðinum í sátt við samfélagið og náttúruna. Atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs Eftir Magnús Guðmundsson » Vatnajökulsþjóð- garði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans. Magnús Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Nú líður að jólum og margir fara að huga að skreytingum á leiði. Það er hugljúf stund að fara með skreytta grenigrein í kirkjugarðinn á aðfangadag. Þeir sem það gera upplifa ein- staka stemningu í garðinum. Fólk kemur með greinarnar sínar og tendrar ljós á leiði ástvina sem farnir eru yfir móðuna miklu. Þetta er fal- legur siður. Fyrir nokkrum árum fór ég að hugsa hvort það væri mögulegt að hafa skreytinguna lífræna. Það er hægt að kaupa ýmislegt lit- skrúðugt í grænmetis- og ávaxtahornum búðanna sem jafnframt er ætilegt. Aum- ingja þrestirnir í kirkjugarð- inum verða alveg ruglaðir þegar þeir sjá allar þessar lit- skrúðugu greinar sem skreyttar eru með gervieplum og alls konar plast- eða málmskrauti, ásamt slaufu. Þetta dót eyðileggst seint í náttúrunni. Þá datt mér í hug að slá tvær flugur í einu höggi og vera með ætilega skreytingu. Fyrsta árið sem ég setti grein með epli og vínberjum litu þrestirnir ekki við góðgætinu. Þeir héldu að þetta væri allt í plati. En viti menn. Síðustu tvö árin var skreytingin á greininni uppétin í byrjun janúar þegar ég kom til að taka til á mínum leiðum. Þá má í leiðinni huga að mat- arsóun. Á mínu heimili fer lítið í moltutunnuna á veturna, en allt æti- legt, svo sem kartöflur, kjötbollur, grófrifið brauð, kjöt, fiskur, rús- ínur og epli, er skorið í litla bita og gefið smáfugl- unum úti í garði. Gott er einnig að bæta við feiti. Unnur Skúladóttir fv. fiskifræðingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ekki gabba þrestina í kirkjugarðinum Glaðningur smáfuglanna Greinin, skreytt með lífrænu skrauti, gleður fuglana. Gjarn- an má bæta við könglum. Ljósmynd/Unnur Skúladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.