Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við höfum aldrei áður séð annað eins magn af sendingum og nú. Við vorum að keyra út alla helgina og náðum að afhenda nánast allt. Svo í morgun komu fjórfalt fleiri send- ingar en á venjulegum degi,“ sagði Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL Express, í gær. Flutningarnir hafa aukist stöð- ugt frá því að far- aldurinn byrjaði. „Við búum svo vel að vera með okkar eigin flug- vél sem flýgur alla virka daga milli Englands og Keflavíkur og lendir hér snemma morg- uns. Þess vegna eru margar erlend- ar netverslanir farnar að senda með okkur,“ sagði Björn Viðar. Enn eru að koma vörur eftir útsölur svarta föstudags og netmánudags. Þá er mikið keypt vegna jólanna. Send- ingum frá flutningsneti DHL, sem er það stærsta í heimi og nær til meira en 220 landa, er safnað saman á Englandi. Svo koma þær hingað með Boeing-757-þotu DHL Ex- press. Aukninguna má fyrst og fremst þakka aukinni netverslun og bættist hún við þá flutninga sem fyrir voru. Sendingarnar nema þús- undum hvern dag. DHL Express hefur einnig þjónað fyrirtækjum og helstu stofnunum landsins um ára- bil. „Það er líka gríðarlega mikil aukning í útflutningi. Bæði er mikil aukning hjá íslenskum netversl- unum í sölu til útlanda og svo flytj- um við ferskan fisk. Vélin fer venju- lega full héðan,“ sagði Björn Viðar. DHL Express hefur fjölgað starfsmönnum um meira en þriðj- ung á einu ári. Fjölgunin nær til allra deilda fyrirtækisins, sem er með starfsstöðvar í Reykjavík, Garðabæ og Keflavík. Veðrið getur valdið truflunum „Venjulega erum við í útkeyrslu frá mánudegi til föstudags. Nú keyrðum við út alla helgina og jafn- vel langt fram á kvöld. Starfsfólk á öllum deildum hjálpar til við út- keyrsluna,“ sagði Björn Viðar. DHL Express hefur árum saman verið í samstarfi við Íslandspóst og verk- taka um að keyra sendingar heim til viðtakenda þegar álagið er mest. Af- hendingartími hefur eitthvað lengst miðað við þegar flutningsmagn er með venjulegum hætti. Veðrið setur stundum strik í reikninginn. Þótt flugvélin hafi get- að lent hér hefur afgreiðslan stund- um beðið þar til hægt er að opna flugvélina. Um daginn sneri vélin frá landinu vegna óveðurs og í öðru tilfelli lagði hún ekki af stað vegna óveðurs. „Okkar starfsfólk í Kefla- vík, sem sér um að afgreiða vélina, hefur unnið ótrúlegt þrekvirki. Við reynum að fá vélina alltaf til lands- ins, þó ekki sé nema til að taka vör- urnar frá landinu. Auk þess að flytja fisk og vörur frá netverslunum er- um við að fara með sýni fyrir Land- spítalann og annað,“ sagði Björn Viðar. DHL Express hefur fjárfest mik- ið í innviðum á þessu ári. Bæði bíla- flota til útkeyrslu, tölvukerfi og tækjum til að skanna sendingar. „Við gerum okkar besta til að koma sendingunum út sem fyrst. Send- ingar sem koma til landsins fyrir jól- in verða afhentar fyrir jól. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Björn Viðar. Jólatilboðið slær í gegn DHL Express er eins og undan- farin ár með sérstakt jólatilboð fyrir fólk sem vill senda jólapakka til út- landa. Björn Viðar sagði að það hefði slegið í gegn. Afgreiðslutíminn í móttökustöðinni í Miðhrauni 2 í Garðabæ hefur verið lengdur til klukkan 19.00 virka daga til jóla til að dreifa álaginu. Brjálað að gera í pakkaflutningunum  Mikil aukning hjá DHL Express  Starfsfólki fjölgað Ljósmynd/DHL DHL Vélin flaug um alla Evrópu merkt „Thank You“ og regnboga til að þakka heilbrigðisstarfsfólki og starfsfólki DHL fyrir fórnfýsi í faraldrinum. Björn Viðar Ásbjörnsson „Frummat hefur farið fram á áætl- uðum kostnaði vegna bóta vegna riðuveiki í Skagafirði. Er áætlað að heildarbætur muni nema um 200 millj. kr. sem fyrirhugað er að verði mætt með sérstöku viðbótarframlagi úr ríkissjóði,“ segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, á Alþingi í gær. Ráðherrann bendir á að í fjárlaga- frumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir 123 milljóna kr. fjárveitingu vegna varna gegn dýrasjúkdómum en hugsanlega þurfi að endurskoða þá fjárhæð þegar fyrir liggur hvernig bótagreiðslur skiptast milli ára. Í svarinu segir að hafin sé vinna í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu í samráði við Matvælastofn- un við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðuveiki, varnarlínu búfjár, bótafyr- irkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar o.fl. „Í vinnunni verður sérstaklega tekið til skoðunar hvort til staðar séu aðrar aðgerðir sem fela í sér minna inngrip, röskun og kostnað en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi ef riðuveiki greinist í fé,“ segir í svarinu. Fram kemur að vegna þess hversu umfangsmikið riðusmitið í Skaga- firði sé hafi magn úrgangs verið meira en tiltækur brennsluofn réð við og því ákveðið að urða það magn sem ekki var unnt að brenna. „Sú staða sem skapaðist vegna riðuveiki í Skagafirði kallar á skoðun á því hvort nauðsynlegt sé að tryggja að fyrir hendi séu innviðir sem gera þar til bærum yfirvöldum kleift að fara að reglum við eyðingu á úrgangi sem þessum. Þyrfti í því skyni að kanna hvort auka þyrfti afkastagetu þeirra staða þar sem úrgangi er brennt með fullnægjandi hætti,“ segir í svarinu. Áætlaðar bætur 200 milljónir kr.  Endurskoða reglur vegna riðuveiki, um varnarlínur og bætur Morgunblaðið/RAX Sauðfé Endurskoða á reglur og stjórnsýslu vegna riðuveiki. Allir sem greindust með kórónu- veiruna í fyrradag voru í sóttkví. Smitin voru sjö talsins, en alls voru tekin um 450 sýni innanlands. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir gladdist yfir fregnunum á fundi al- mannavarna í gær. Þá sagði hann að það ætti að styttist mjög í bólusetn- ingu gegn veirunni hér á landi. Að því er fram hefur komið í frétt- um erlendis er óvíst hversu margir munu láta bólusetja sig gegn veir- unni. Á Spáni er helmingur þjóð- arinnar mótfallinn bólusetningu og um þriðjungur í Svíþjóð. Nú síðast greindi formaður lyfjanefndar þýsku læknasamtakanna frá því að ekki liggi fyrir nægar rannsóknarnið- urstöður um bóluefnin til að hægt sé að treysta þeim fyllilega. Sjálfur kvaðst hann ófús til að láta bólusetja sig. Að sögn Þórólfs verður enginn Íslendingur skyldaður í bólusetningu, en hún verði þó gjaldfrjáls. Til að hjarðónæmi náist þarf þátt- töku allt að 70% landsmanna í bólu- setningunni. Algjört lykilatriði er að sem flestir taki þátt í ferlinu til að það virki sem skyldi. Að sögn Þórólfs er undirbúningur nú í fullum gangi. Þó er enn óljóst hversu margir skammt- ar munu berast hingað til lands. Á fundi almannavarna var jafn- framt greint frá upptöku nýs viðvör- unarkerfis fyrir kórónuveiruna, en það byggir á litakóðunarkerfi Veð- urstofu Íslands. Því er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma hvað aðgerðir stjórnvalda gegn veirunni varðar. Þannig eru vonir bundnar við að hægt verði að lágmarka heild- arskaða samfélagsins vegna sam- komutakmarkana og annarra að- gerða. Heimild: covid.is Óstaðsett 2 2 Austurland 0 0 Norðurland vestra 0 3 Suðurland 9 22 Vestfirðir 1 17 Vesturland 7 92 Einangrun (virk smit) Sóttkví Einangrun og sóttkví eftir landshlutum Viðvörunarkerfi: Nýgengi innanlands: 46,4 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 100 80 60 40 20 0 Fjöldi inn an lands smita frá 30. júní 7 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 75 7 16 86 99 21 júlí ágúst september október nóvember des. Rautt ástand – mikil fjöldatakmörkun Grátt ástand – sóttvarnir í fyrirrúmi Appelsínugult ástand – mikil fjöldatakmörkun Gult ástand – hertar sóttvarnir Höfuðborgarsvæði 160 299 Suðurnes 15 25 Norðurland eystra 3 0 Fólki ekki skylt að fá bóluefni  Efasemdir um ágæti bóluefnisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.