Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 ✝ Erlendur Þórð-arson fæddist á Bollastöðum í Flóa í Árnessýslu 29. apríl 1922. Hann and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 28. nóvember 2020. Hann var sonur hjónanna Þórðar Helgasonar bónda á Hallanda og á Bolla- stöðum í Árnes- sýslu, f. 17. júní 1870, d. 11. apríl 1951, og Gróu Erlendsdóttur, f. 4. júní 1877, d. 28. febrúar 1960. Erlendur ólst upp á Bollastöð- um í Hraungerðishreppi í stórum systkinahópi. Hann var yngstur systkinanna sem öll eru látin. Þau voru: Sigurður, f. 6.1. 1886 samfeðra, d. 12.12. 1967, og al- systkini Helgi, f. 2.10. 1901, d. 22.6. 1991, Magnús, f. 5.3. 1903, d. 11.4. 1982, Oddný, f. 14.8. 1904, d. 21.4. 2002, Katrín, f. 26.9. 1905, d. 8.10. 1991, Guð- mundur, f. 22.4. 1908, d. 14.10. 1985, Guðbjörg, f. 27.9. 1909, d. steinsson, f. 30.12. 1960. Börn þeirra eru: Elín Anna Bald- ursdóttir, f. 16.10. 1988. Hún er gift Ásgeiri Gunnarssyni. Börn þeirra eru Agla Rún, f. 6.12. 2017, og Baldur Erik, f. 8.4. 2020. Þórður Hans Baldursson, f. 15.1. 1992. Sambýliskona hans er Salka Rósinkranz, f. 8.10. 1995. Uppeldissonur Elínar af fyrra hjónabandi er Hrafn Björnsson, f. 22.1. 1944. Eiginkona hans er Guðrún Biering, f. 13.11. 1945. Synir þeirra eru: Arnar, f. 25.12. 1971, börn hans eru Franklín, f. 25.11. 2004, Bjarki f. 9.6. 2009, og Arnar, f. 28.5. 2012. Þröstur, f. 28.12. 1973. Erlendur fór ungur að aldri í vinnumennsku. Hann lærði til mjólkurfræðings í Danmörku á árunum 1945-46. Erlendur starf- aði um skeið í Mjólkurbúi Flóa- manna þar til hann hóf að keyra sendibíl á Nýju sendibílastöðinni. Seinustu árin á vinnumarkaði starfaði hann sem verkstjóri. Síð- ustu æviárin bjó Erlendur á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Erlends fer fram í Ás- kirkju í dag kl. 13. Streymt verð- ur frá athöfninni á: https://promynd.is/erlendur Virkan hlekk á streymi má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 28.4. 1939, Kristín, f. 31.1. 1911, d. 11.4. 1990, Jórunn, f. 16.6. 1912, d. 23.6. 2003, Elín Þórð- ardóttir, f. 18.12. 1914, d. 26.1. 2003, Guðlaug, f. 23.5. 1916, d. 3.12. 1918, Sigurður Árni, f. 13.1. 1918, d. 30.11. 1918. Guðlaugur, f. 11.1. 1921, d. 24.12.1993. Erlendur kvæntist Guðbjörgu Þorvaldsdóttur frá Sauðárkróki árið 1952, f. 15.3. 1925, d. 15.12. 1992. Þau skildu. Uppeldisdóttir hans af fyrra hjónabandi var Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir, f. 10.5. 1947, d. 20.2. 1998. Erlendur kvæntist Elínu Krist- ínu Þórðardóttur frá Ólafsvík ár- ið 1971, f. 19.12. 1917, d. 26.6. 2006. Uppeldisdóttir þeirra er Guðbjörg Linda Udengård, f. 31.7. 1966, dóttir Ingibjargar Salóme Sveinsdóttur. Eigin- maður hennar er Baldur Þor- Lítil stelpa situr á tröppum fyrir utan Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Út kemur brosandi maður, grípur í litla hönd og leiðir stelpuskottið burtu. Traust hönd sem aldrei sleppti takinu. Þannig hefur afi verið hluti af lífi mínu, hvatt og stutt, tekið þátt í gleði og sorg en fyrst og fremst alltaf verið til staðar. Stress og hamagangur voru fjarri orðabók afa. Að vera í núinu, njóta augnabliksins og leyfa lífinu að koma eins og því leggst til. Verkefnin voru stund- um stór en með yfirvegaðri hugsun og staðfestu tókst afi á við þau og alltaf af virðingu við fólk. Mismunun og óréttlæti þótti honum lítt góðir kostir. Börnin mín elska Ella afa sinn enda varð hann þeirra einkadag- foreldri ásamt Ellu ömmu. Svo stofnaði hann sína einkafrístund fyrir barnabörnin þegar þess þurfti með. Þar voru gæðastund- ir í boði, ólsen ólsen, langavit- leysa, smurt brauð, kakó, ást og umhyggja. Afa þótti vænt um fólk og bar virðingu fyrir skoðunum annarra þótt hann væri ekki alltaf sam- mála síðasta ræðumanni. Hann rökræddi af festu og setti svo upp kankvíst bros yfir öllu sam- an. Afi kenndi mér að elska landið mitt, ferðast, spá í veðrið og njóta öræfanna. Á hverju sumri var stelpunni, ömmunni, dýnun- um, heimasmíðuðu fatakistunum og gamla sófaborðinu komið fyr- ir í sendibílnum. Svo var brunað af stað á vit ævintýranna svo vikum skipti. Bíllinn varð íveru- staður litlu fjölskyldunnar og alltaf var köttur með í för. Fjöll- in, ströndin, vötnin og öll þorpin voru hluti af ógleymanlegum sumrum. Kaupfélögin vítt og breitt um landið draumaveraldir þar sem allt var til. Öll eigum við okkar vernd- arengil og afi minn er sá sem vakir yfir mér og minni fjöl- skyldu. Hann er nú farinn í Sum- arlandið sitt að hitta þá sem hann unni. Elsku afi, það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð þig en er samt svo óendanlega þakklát fyrir tilveru þína og ljósið sem þú barst inn í líf mitt. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Linda Udengård. Það er erfitt þegar einhver sem hefur alltaf verið til er það ekki lengur. Það er sérstaklega erfitt þegar maður hefur ekki tök á því að kveðja. Þegar við systkinin setjumst niður, annars vegar í Danmörku og hins vegar í Hollandi, til þess að skrifa minningarorð um afa erum við sammála um það að afi var ofar öllu einstaklega góður maður. Afi var fæddur í torfbæ skammt frá Selfossi árið 1922. Hann lifði ótrúlega tíma. Hann lifði í næstum 100 ár og okkur finnst hann hafa nýtt þau vel. Hann keyrði mótorhjól yfir snjó- breiður til að heimsækja systur sína á Siglufirði, braust til náms í Danmörku á eftirstríðsárunum, byggði hús, reykti pípu, hætti að reykja pípu, þroskaði banana, bjó til smjör, ferðaðist um landið með konu, barni og ketti, fór einn til útlanda á gamals aldri, lærði að synda um sjötugt, fór að æfa golf áttræður, kynntist ömmu, ættleiddi mömmu, pass- aði barnabörnin, hætti aldrei að vera forvitinn og jákvæður. Hann var alltaf glaður, alltaf góður. Svona munum við eftir afa. Án góðmennsku hans værum við systkinin ekki hér. Við verð- um honum ævinlega þakklát fyr- ir að halda verndarhendi yfir móður okkar sem litlu barni og taka hana síðan að sér og ala upp sem sína eigin dóttur. Þegar við töluðum við afa þurftum við aldrei að búa okkur undir afturhaldssamar skoðanir eða veigra okkur við að ræða heiminn eins og hann blasti við okkur. Afi var réttsýnn og góð- ur. Hann var einstaklega já- kvæður en gat einstaka sinnum reiðst ef honum fannst brotið á sér eða þeim sem minna máttu sín. Hann hafði góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfum sér. Við erum sammála um það að við getum lært margt af afa. Hann eltist fallega. Hann var kærleiksríkur, jákvæður og mætti fólki með skilningi og virðingu. Takk fyrir allt, afi. Elín Anna Baldursdóttir og Þórður Hans Baldursson. Fregnin um andlát Erlendar Þórðarsonar kom okkur, sem sátum með honum á matartím- um, ekki alveg á óvart. Hann var svo brosmildur og brosti stund- um þegar ég snerti hendurnar hans. Blessuð sé minning Erlendar Þórðarsonar. Öllum aðstandend- um votta ég dýpstu samúð. Ingrid María Paulsen. Erlendur Þórðarson ✝ Margrét BjörgSigurðardóttir fæddist í Reykjavík þann 14. febrúar 1958. Hún lést á heimili sínu 26. nóvember 2020. Foreldrar hennar eru Sigurður Guð- mundsson vörubíl- stjóri, f. 30. ágúst 1918, d 19. maí 1997, og Helga Baldursdóttir húsmóðir, f. 6. ágúst 1937, búsett í Hveragerði. Systkini Margrétar eru: Hálf- bróðir samfeðra Halldór Már Sigurðsson, f. 26. maí 1942, d ríksson verkstjóri, f. 16. sept- ember 1932, d. 14. júlí 2011, eft- irlifandi eiginkona hans og stjúpmóðir Ingvars er Sigríður Sumarliðadóttir, f. 21. sept- ember 1931, og móðir er Krist- björg Ingvarsdóttir ljósmóðir, f. 13. maí 1936. Börn Margrétar og Ingvars eru: 1) Sigurbjörn Elvar Ingv- arsson, f. 18. febrúar 1982, sam- býliskona hans er Silja Embla Þórisdóttir, f. 2. nóvember 1994, börn þeirra eru Salka Sjöfn, f. 2015, og Styrmir Þór, f. 2020. Fyrir átti Sigurbjörn með Val- dísi Kristjánsdóttur Emmu Rut, f. 2011. 2) Kristbjörg Helga Ingvars- dóttir, f. 23. febrúar 1985, sam- býlismaður hennar er Ellert Jó- steinsson, f. 22. maí 1983, barn þeirra er Hulda Margrét, f. 2018. 3) Hjörtur Már Ingvarsson, f. 24. október 1995. Margrét ólst upp í Hvera- gerði og eftir hefðbundna skólagöngu hóf hún störf hjá Kjörís og tók meirapróf. 22 ára flutti hún til Þorlákshafnar og keypt hún þar sína fyrstu íbúð og hófu þau Ingvar Geir fljót- lega sambúð sína þar. Margrét starfaði sem bílstjóri og fisk- verkakona hjá Guðna Stur- laugssyni fyrstu árin í Höfninni og seinna meir sem verkakona hjá fleiri fyrirtækjum í Þorláks- höfn ásamt því að vera alla tíð húsmóðir. Útför fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 8. desem- ber 2020,klukkan 13. Í ljósi að- stæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfnin verður í streymt: https://youtu.be/4-mHrphQ8so Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlát 14. október 1993. Alsystkini Mar- grétar eru Baldur Sigurðsson, f. 10. febrúar 1959, Guð- rún Sigurðardóttir, f. 14. desember 1961, d. 29. júní 2006, Guðmundur Sigurðsson, f. 18. janúar 1963, Hulda Sigurðardóttir, f. 26. apríl 1974. Margrét giftist 31. desember 1983 eftirlifandi eiginmanni sín- um Ingvari Geir Guðbjörnssyni, f. 28. október 1958, foreldrar hans eru Guðbjörn Eiríkur Ei- Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Kær kveðja, þinn sonur, Hjörtur Már. Ein úr okkar árgangi 1958, Margrét Björg Sigurðardóttir, er fallin frá eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Við minnumst Möggu eins og við kölluðum hana með þakklæti og sorg í hjarta. Hún var góður félagi sem hafði mikla réttlætis- kennd og stóð alltaf föst á sínu. Réttlætiskenndin hennar Möggu var einlæg og hún var fylgin sér, sanngjörn og stóð með sjálfri sér og öðrum, já hún stóð með öllum sem ranglæti voru beittir. Hún var vinur vina sinna með stórt hjarta. Alltaf var líka stutt í hlát- urinn og gleðina, hún hafði líka svo fallegt bros sem náði til augn- anna og hjartans. Við áttum saman 10 ár í Grunnskóla Hveragerðis og brölluðum margt saman, vorum samheldinn hópur. Síðustu minn- ingar okkar saman sem hópur eru frá árinu 2018 þegar árgang- urinn hittist og átti ánægjulega kvöldstund í fallegu hóteli Eld- hesta, þá var hún orðin veik en eins og henni var lagið bar hún sig vel og skemmti sér vel með okkur. Eftir skólagöngu í Hveragerði skildi leiðir, allir fóru að takast á við lífið sem fullorðið fólk. Magga hitti sinn góða mann hann Ingvar Geir og eignuðust þau þrjú börn sem nú syrgja trausta eiginkonu og móður og barnabörnin hafa misst mikið. Magga var stolt af börnunum sínum og bar hag þeirra fyrir brjósti, stóð með þeim af heilum hug og kærleika, hún var traust og sannur vinur vina sinna eins og fjölskyldunnar. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og vottum fjölskyldunni samúð og biðjum þess að allar góðar vættir vaki yf- ir þeim á erfiðum tímum. Minning um trausta og góða bekkjarsystur lifir í hjörtum okk- ar. F.h. bekkjarsystkina úr Grunnskóla Hveragerðis. Júlíana Hilmisdóttir. Margrét Björg Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN HJALTALÍN STEFÁNSSON eðlisverkfræðingur, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju 10. desember klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd athöfnina. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MS-félag Íslands. Birna Kjartansdóttir Kjartan Jónsson Guðrún Jónsdóttir Pooya Esfandiar Snorri Brynjar Sölvason Sara Birna Esfandiar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÓA GUÐJÓNSDÓTTIR myndlistarmaður, Aflagranda 40, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. desember á Seltjörn hjúkrunarheimili. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskyldan viðstödd. Streymt verður frá útförinni á slóðinni streyma.is/utfor. Aðstandendur vija þakka starfsfólki á Seltjörn fyrir einstaka umhyggju og alúð. Guðmundur Pétur Davíðsson Kristjana Ólafsdóttir Guðjón Ómar Davíðsson Sigurlín Baldursdóttir Kristín Davíðsdóttir Ólafur Jón Kristjánsson Úlfar Þór Davíðsson Þórdís Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR PÁLSSON, viðskiptafræðingur og leiðsögumaður, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 13. Vegna sóttvarnareglna verður jarðarförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur en streymt verður frá athöfninni á slóðinni http://www.sonik.is/valur Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag. Erna Maríusdóttir Páll Valsson Nanna Hlíf Ingvadóttir Karl Steinar Valsson Erla Dögg Guðmundsdóttir Hermann Valsson Þóra Magnea Magnúsdóttir Sigurður Valur Valsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BJÖRNSSON, Þórukoti, lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/utforstefansbjornssonar Einnig hægt að sjá streymi á vef mbl.is. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Jóhanna Kristín Árnadóttir Árni Ingi Stefánsson Halldóra Húnbogadóttir Björn Stefánsson Gunnar Stefánsson Guðlaug Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.