Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 21
síðar í Borgarnes. Í mörg ár voru þau virk í félagi húsbílaeigenda og fóru í margar ferðir á ári með þeim félagsskap og nutu sín þar í hópi sinna góðu vina sem þau eignuðust þar. En þau ferðuðust ekki bara innanlands – utan- landsferðir voru tíðar – og þar sem þau hjónin unnu bæði fyrir Flugleiðir þá voru tækifærin fjöl- mörg. Verslunarferðir til Glas- gow og fleiri staða, þaðan sem komu margar góðar gjafir til okkar hjóna og barna okkar sem ævinlega vöktu tilhlökkun og gleði. Einn var þó sá staður í ver- öldinni sem þau heimsóttu oftast og þótti afar vænt um, var það Gran Canarý. Ferðirnar þangað urðu alls 40 og á Ensku strönd- inni voru þau eins og á heima- velli, því kynntumst við hjónin þegar við fórum að leggja leið okkar þangað og áttum með þeim dýrmæta viku síðustu tvö skiptin sem þau fóru þangað. Söngstundir hjá Harry og mæt- ing á Mannabar á kvöldin var skylda enda áttu þau þar sitt sæti og gaf það þeim mikið að vera í fjörugum félagsskap sem skemmti sér í söng við harmon- ikkuleik og gítarspil. Þykir mér vænt um að hafa fengið tækifæri til að upplifa það með þeim. Það var Deddu erfitt þegar tengda- pabbi þurfti að fara á hjúkrunar- heimili en þegar hann komst að í Sléttunni nú í vor, í næsta ná- grenni við heimili þeirra á Sléttuveginum, sá hún fram á betri tækifæri til samvista við hann en því miður gekk það ekki eftir. Að leiðarlokum þakka ég minni kæru tengdamóður ástríki, vináttu og umhyggjusemi liðinna áratuga. Börnin okkar hjóna syrgja ömmu sína og barnabörn- in langömmu og þakka henni allt sem hún var þeim. Minningin lif- ir. Kristján Gíslason. Amma mín. Alltaf sýndir þú manni athygli og stuðning. Alltaf hlustaðir þú á mig, þrátt fyrir að ég þyrfti að segja það fimm sinnum, því þú heyrðir svo illa. Alltaf var til ís og súkkulaðisósa sem harðnaði. Alltaf knúsaðirðu mig og kreistir örlítið. Alltaf styttirðu buxurnar mínar ef þess þurfti. Alltaf fann ég fyrir að þú elskaðir mig. Húsbílaferðirnar voru magn- aðar, við elskuðum að hlusta á menn spila á sög og harmonikku í þessum ferðum. Þú sagðir svo góðar sögur af ferðaævintýrum hjá þér og afa og vonandi ertu komin í nýtt ferðaævintýri á góð- um stað. „Góðir hlutir gerast hægt“ finnst mér einkenna þig og þitt líf. Þú þurftir ekki að vera fyr- irferðarmikil eða segja mikið því alltaf fann ég fyrir ást frá þér! Takk fyrir samveruna amma mín. Elska þig! Oliver Sigurjónsson. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku amma mín. Amma í Kefló, amma á Sléttuveginum. Það er mér ólýsanlega erfitt að hugsa þá hugsun til enda að ég eigi aldrei eftir að hitta hana á ný. Við hittumst síðast í Þýska- landi þegar stórfjölskyldan hitt- ist í brúðkaupi og aldrei hefði mig grunað að það væri í síðasta skiptið sem ég fengi að knúsa elsku ömmu. Við töluðum saman á facetime á afmælisdaginn minn og svo aftur nokkrum dögum síð- ar. Þá var hún orðin mjög veik og við vorum farin að skilja í hvað stefndi. Á svona stundum er mjög erfitt að vera búsett er- lendis og komast hvorki lönd né strönd eins og staðan er í dag. Ég hugsa með hlýju til ömmu og afa og er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á með þeim. Amma Ingibjörg (Dedda) var ljúf og yndisleg kona, sem dekraði við okkur barnabörnin. Það var alltaf yndislegt að koma í Heiðarbakkann, í fallega húsið á horninu. Ég naut þess að fara í bað í ævintýralegu stóru baðkari, spila pílu með afa í bílskúrnum og að fara í heita pottinn. Ég elskaði að máta alla gömlu ballk- jólana hennar ömmu og gramsa aðeins i skúffum og skápum. Hún átti alltaf svo mikið af alls konar framandi hlutum, frá ferðalögum og fríhöfnum, gull og glingur. Amma og afi ferðuðust mikið á sínum tíma og þau komu alltaf heim með gjafir, okkur til mik- illar ánægju. Amma var alltaf brún og sæl eftir nokkrar vikur á Kanarí, þar sem hún og afi dvöldu ótalmörgum sinnum. Við fengum að sjá myndir og heyra sögur af lífinu þar, og það var auðvelt að sjá að þessar ferðir voru þeim mikils virði. Við gerð- um oft góðlátlegt grín að ís- lensku fiskibollunum sem fengu stundum að fara með í töskunni til Kanarí, en amma lét það ekki á sig fá og hélt sínu striki. Við unnum saman eitt sumar i flugeldhúsinu og það var gaman að sjá hana að störfum, í vinnu þar sem hún var vel liðin sam- starfsfélagi. Ég bjó hjá þeim í Keflavík það sumar og við áttum góða tíma saman. Þegar ég bjó svo síðar í Reykjavík var alltaf gott að koma við á Sléttuvegin- um og fá nýjustu fréttir af stór- fjölskyldunni og fá eitthvað gott að borða. Eftir að ég flutti til Noregs hef ég alltaf heimsótt þau á leið heim frá flugvellinum. Það verður skrítið að keyra fram hjá næst þegar ég kem heim. Elsku amma, ég mun sakna þín. Takk fyrir allt. Svanhildur Kristjánsdóttir. Elsku amma Nú er djúpt sár í hjarta okkar fjölskyldunnar, það er erfitt að taka þessu. Á yngri árum voru minning- arnar úr höllinni í Keflavík eft- irminnilegastar. Þar var mikið líf og þar mátti róta í öllum skúff- um. Það var líka alltaf til ís í frystinum og þér var alveg sama hversu mikla íssósu við settum á ísinn, allt mátti. Þú stóðst ávallt við bakið á okkur og fylgdist með hverju skrefi. Það sem ég mun sakna mest er hversu lengi við knús- uðumst alltaf. Seinasta samtalið okkar á spítalanum var ofboðs- lega gott og þá minningu mun ég eiga í hjarta mínu. Þú tókst öllum svo vel, bauðst alla velkomna í fjölskylduna og varst manna fyrst að mæta á staðinn í öllum áfangafögnuðum. Þú lést þig ekki vanta neins stað- ar og varst alltaf mætt til að klappa okkur upp. Þín verður sárt saknað. Viktor Sigurjónsson og fjölskylda. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 aðeins munaði tveimur árum á okkur, en það átti eftir að breyt- ast. Samheldni og mikill sam- gangur einkenndi þau systkini frá Hverfisgötu 96, sem faðir Sigrúnar og móðir mín voru hluti af. Heimboð og jafnvel dag- legir hittingar voru sjálfsagðir. Skemmtilegt var að koma í Mávahlíðina þar sem Sigrún ólst upp, ekki síst í jólaboðin sem haldin voru þar og eru mér eft- irminnileg þótt langt sé um liðið. En örlögin höguðu því svo að eftir að við urðum fullorðnar og komnar með eigin heimili flutt- um við báðar með fjölskyldur okkar í sömu götu í Seljahverfi. Og það sem betra var að börnin okkar beggja voru á sama reki og urðu vinir og bekkjafélagar. Og nú urðu kynnin meiri og vin- skapur betri og nánari. Ég dáð- ist að Sigrúnu, hversu vel hún hélt utan um barnahópinn sinn og hve myndarleg húsmóðir hún var. Einnig náðu eiginmenn okk- ar vel saman og deildu sameig- inlegu áhugamáli, að eignast jarðarskika og gera út á hvers kyns veiðar. Fóru þeir í margar skoðunarferðir um landið til að líta á jarðir sem voru til sölu og kölluðum við þau ferðalög gjarn- an jarðarfarir. Ekkert varð þó úr þeim plönum. En við fórum líka í sannkallaðar fjölskyldu- ferðir um landið með allan krakkaskarann, gistum í tjöldum og skoðuðum fáfarnar slóðir. Það er gott að eiga slíka vini og granna sem Sigrún og Ingi voru. Sigrún menntaði sig sem leik- skólakennara, sem hét reyndar fóstra þá, og starfaði við það ár- um saman. Við höfðum báðar brennandi áhuga á kennslu- og uppeldismálum og ræddum þau oft. Við vorum ekkert endilega alltaf sammála en það gerði ekk- ert til. Við tókum bara upp þráð- inn aftur síðar og héldum áfram að rökræða stefnur og leiðir í kennslumálum. Svo kom að því að þau Ingi og Sigrún fluttu sig um set, úr Seljahverfinu yfir í Grafarvog í nýtt hús þar. Þangað var líka gott og notalegt að koma. Að endingu vil ég þakka frænku minni og vinkonu kær- lega fyrir allar góðu stundirnar okkar, tryggð hennar við fólkið sitt og þrautseigju á hverju sem gekk. Ég votta börnunum henn- ar, Maríu, Guðmundi, Ásu og Viggó, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð. Sigrún Sighvatsdóttir. Það sem mér kemur fyrst í hug þegar ég minnist minnar kæru vinkonu er gleðin sem fylgdi henni. Alltaf gátum við látið eins og stelpukjánar, þrátt fyrir að vera komnar á þennan virðulega aldur. Minnist allra gönguferðanna okkar. Fórum oft saman niður á Vitatorg eftir að við gerðumst virðulegir eldri borgarar og fengum okkur að borða eða kaffi um miðjan dag- inn. Skildum bílana oft eftir hjá Kjarvalsstöðum eða bílakjallara Vitatorgs og fengum okkur síðan góðan hring um bæinn. Svo öll skiptin í kaffi heima hjá henni og góða gönguferð ýmist á undan eða á eftir. Við kynntumst fyrst þegar ég fjögurra ára flutti í Mávahlíðina þar sem hún bjó fyrir með sinni fjölskyldu í Mávahlíð 24. Þau systkinin, Hilmar, Gísli og Björn, misstu móður sína þegar Sigrún var aðeins tveggja ára. Það var mikil gæfa systkinanna þegar María kom inn í þeirra líf og seinna gengu þau Viggó pabbi þeirra í hjónaband. Í Mávahlíð var gaman að alast upp, mikið fjör og margir krakk- ar í hverju húsi. Við vorum margar stelpurnar á svipuðum aldri og urðum margar góðar vinkonur. Við erum tvær úr Mávahlíðinni sem söknum okkar góðu vinkonu – Guðbjörg Helga- dóttir úr Mávahlíð 20 og ég úr Mávahlíð 19. Síðan bættust við aðrar sem kynntust henni í barna- og unglingaskólanum og bættust í okkar vinahóp, Ólöf Vilhelmsdóttir og Ósk Davíðs- dóttir. Svo tók lífið við hjá Sigrúnu – fór einn vetur í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. Fór í Fóstru- skólann og gerðist fóstra – sem núna heitir leikskólakennari og vann við það í mörg ár. Hún eignaðist fjögur frábær börn og hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hversu mikil samheldni og gleði hefur verið hjá þeim systkinum og mikil um- hyggja í öllum veikindum Sig- rúnar. Stóran hóp af barnabörn- um átti hún sem hún elskaði og naut þess að vera með og fleiri á leiðinni. Þakka frábæra vináttu. Sigrún Karlsdóttir. Við í Hugaraflinu kveðjum í dag góða vinkonu. Sigrún Vigdís starfaði með Hugarafli um ára- bil. Hún vann í bataferli sínu af svo mikilli jákvæðni og seiglu sem við uppgötvuðum með tím- anum að einkenndi hennar per- sónuleika. Hún Sigrún Vigdís lét erfiðleika ekki buga sig, hún bretti upp ermarnar og lagði sig alla fram. Sigrún Vigdís leitaði bjargáða og nýtti sér þau og kenndi öðrum. Hún var okkur góð fyrirmynd í að huga að mat- aræðinu og hreyfingunni. Hún var svo skemmtileg og hlátur- mild og tók þátt í öllu starfinu með gleði. Sigrún Vigdís tók að sér ýmis verkefni hjá Hugarafli á bataleið sinni. Henni var það mikilvægt að gefa til baka og styðja samferðafólk sitt. Hún tók á móti nýliðum og leiddi þá inn í starfið og lét sér annt um að ferlið gengi vel. Sigrún Vigdís var fús að miðla reynslu sinni af andlegum áskorunum og gefa öðrum von. Hún tók meðal ann- ars þátt í verkefni sem byggði á að heimsækja geðdeildir til að kynna Hugarafl og hvetja fólk sem var að fara að útskrifast til að leita sér aðstoðar. Við Sigrún Vigdís tengdumst nánum böndum og ég mun sakna hennar og vináttu okkar um ókomna tíð. Við ræddum mikið saman og hún kynnti mig fyrir börnum sínum og barna- börnum sem hún elskaði heitar en allt annað. Ég fékk reglulega að heyra um nýja meðlimi og hún var alltaf full tilhlökkunar þegar nýr erfingi var á leiðinni. Hún var svo þakklát fyrir fjöl- skyldu sína og hún fann alltaf fyrir góðum stuðningi barna sinna og mat svo djúpt gleðina sem barnabörnin gáfu henni. Þegar gengið er í gegnum van- líðan er ekkert betra en fjöl- skylda sem styður og lætur sig varða í öllum aðstæðum. Það að eiga stórt hlutverk innan fjöl- skyldu eins og Sigrún Vigdís átti er ómetanlegt. Þegar krabbameinið kom til sögunnar var aðdáunarvert hvernig Sigrún Vigdís tók á því. Hún leit á þetta eins og hvert annað verkefni sem hún ætlaði að takast á við. Hennar viðhorf var aðdáunarvert, hún bretti aft- ur upp ermarnar og leitaði allra leiða með opnum huga. Við sáum hana minna síðustu tvö ár þegar hún leitaði sér hjálpar annars staðar, en hún hélt alltaf tengsl- unum og leyfði okkur að fylgjast með. Alltaf þegar hún kom í hús kom með henni gleðin og sam- verustundirnar voru góðar. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera samferða Sigrúnu Vigdísi um stund og munum geyma minningarnar með hlýju í hjartanu. Við vottum aðstandendum og vinum innilega samúð. Fyrir hönd Hugarafls, Auður Axelsdóttir Auður Axelsdóttir Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku vinkona.Inni- legar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, barnabarna og systkina. Þín vinkona Ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR PÁLSDÓTTUR, Dúu, Laugatúni 11, Sauðárkróki, sem lést 22. nóvember á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks á HSN á Sauðárkróki og lyflækningadeild SAK, Akureyri, fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Guðrún Sighvatsdóttir Ásgrímur Sigurbjörnsson Páll Sighvatsson Margrét Grétarsdóttir Gunnlaugur Sighvatsson Elín Gróa Karlsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, ÓLAFS K. EIRÍKSSONAR, Hlíðarhvammi 12, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs og Hrafnistu í Laugarási. Erik Bo Eiríksson Tove Andersen Alex Eiríksson Racel Eiríksson Oddur Garðarsson Svava Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, MARÍA OLGEIRSDÓTTIR Tangabryggju 13, Reykjavík lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 4. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd útförina. Hreiðar S. Albertsson Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir Davíð Kr. Hreiðarsson Guðrún Petra Árnadóttir og barnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, mágs okkar og frænda, BALDURS H. ASPAR prentara, Sólheimum 25, Reykjavík. Þóra Guðnadóttir systkini og frændfólk Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður og afa, RAGNARS HARALDSSONAR, Skálagerði 5, Akureyri. Áslaug Magnúsdóttir Gunnar Pálsson Giti Chandra Arshia Eyrún Gunnarsdóttir Ashali Ásrún Gunnarsdóttir Sigurlaug Björnsdóttir Jóhannes Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞÓR JÓHANN VIGFÚSSON leigubílstjóri, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 4. desember. Jarðarför auglýst síðar. Mai Yodchan Vigfús Jóhann Þórsson Ásdís Kristjánsdóttir Freyr Vigfússon Tara Ósk Markúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.