Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Færeyska uppsjávarskipið Christi- an í Grótinum hefur verið selt til Grænlands og fær nafnið Tasiilaq. Kaupandi er fyrirtækið Pelagic Greenland, sem er dótturfyrirtæki Royal Greenland. Fram kemur á vef færeyska útvarpsins að kaup- verðið sé 123,7 milljónir danskra króna eða sem nemur um 2,5 millj- örðum íslenskra króna. Christian í Grótinum er 17 ára gamalt skip, byggt í Noregi 2003 og keypt til Færeyja 2013. Ísfélagið í Vestmannaeyjum á þriðjung í Pelagic Greenland. Ís- félagið seldi frystiskipið Guðmund VE og fjölveiðiskipið Þorstein ÞH til Grænlands 2014. Fyrrnefnda skipið bar nafnið Tasiilaq og var selt í sumar, en síðarnefnda skipið ber nafnið Tuneq í Grænlandi. Á vegum útgerðar Christian í Grótinum er nú verið að byggja nýtt uppsjávarskip hjá Karstens- ens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku og er kostnaðurinn við smíðina 6,1 milljarður íslenskra króna að sögn Kringvarpsins. Nýja skipið er væntanlegt til Færeyja í byrjun árs 2022. Í Skagen er einnig verið að smíða nýjan Vilhelm Þorsteinsson fyrir Samherja á Akureyri og nýjan Börk fyrir Síldarvinnsluna í Nes- kaupstað. Vilhelm er væntanlegur til landsins í byrjun næsta árs og Börkur um mitt næsta ár. aij@mbl.is Ljósmynd/cig.fo Christian í Grótinum Nýtt og fullkomið skip kemur til Færeyja eftir ár. Christian í Grótin- um til Grænlands  Láta smíða nýtt skip í Skagen Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt að nokkrar götur í Kvosinni verði gerðar að vistgötum. Á slíkum götum hefur umferð gangandi vegfarenda og hægfara farartækja forgang fram yfir umferð bíla. Hámarkshraði bíla er 10 km/klst. á vistgötum eða litlu meiri en gönguhraði fólks. Göturnar eru eftirfarandi: Aðal- stræti, Grófin, Naustin norðan Tryggvagötu, Tryggvagata milli Lækjargötu og Grófarinnar og Vest- urgata milli Grófarinnar og Mjó- strætis. Einnig var samþykkt að bílastæði við Aðalstræti 9 verði sér- staklega merkt hreyfihömluðum. Það var skrifstofua samgöngustjóra og borgarhönnunar sem lagði þetta til. Nú þegar eru vistgötur í Kvos- inni eftirtaldar: Vesturgata, Tryggvagata, Pósthússtræti auk gatna Grjótaþorpsins. Málið fer nú til lokaafgreiðslu í borgarráði. Í tilefni af þessari samþykkt voru gerðar fjórar bókanir. Í þremur þeirra var samþykktinni fagnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu einnig benda á að mikilvægt væri að áfram verði tryggt gott aðgengi með aðföng og aðgengi leigubifreiða væri ekki raskað. Við annan tón kvað í bókun Vig- dísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem sagði að enn væri verið að þrengja að bílaumferð í Reykjavík með því að loka allri Kvosinni. Þetta væri löngu komið yfir eitthvert þráhyggjustig hjá borgarstjóra og meirihlutanum. „Þetta er hrein ögrun gagnvart Reykvíkingum og landsmönnum öll- um. Það er bæði sorglegt og óhuggulegt hvernig búið er að skemma miðbæinn undanfarinn rúman áratug undir stjórn vinstri- manna í borgarstjórn. Einnig er það ábyrgðarleysi að verið er að loka að- gengi að opinberum stofnunum rík- isins. Borgin ber skyldu gagnvart ríkinu. Sú skylda er hunsuð í þessu máli – enda mega að sjálfsögðu eng- ir bílar vera fyrir góða fólkinu þeg- ar verið er að flýta sér úr ráðhúsinu yfir á Vinnustofu Kjarvals,“ bókaði Vigdís. Ný umferðarlög tóku gildi um síðustu áramót. 9. grein laganna fjallar um vistgötur. Samkvæmt þeim var hámarkshraði lækkaður úr 15 í 10 km/klst. „Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Ökumaður skal sýna gangandi veg- faranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum,“ segir þar. Hámarkshraði lækkar á götum í Kvosinni  Vistgötur samþykktar  Ögrun gagnvart Reykvíkingum og landsmönnum öllum, segir borgarfulltrúi Miðflokksins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðalstræti Framvegis er vissara fyrir ökumenn að gæta vel að hraðanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.