Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020
Flest bendir til þess að tvær
landsliðsþjálfarastöður séu á
lausu í íslenska fótboltanum.
Í nóvember lá fyrir að Erik
Hamrén myndi hætta með karla-
landslið Íslands eftir að því mis-
tókst að komast á EM 2021.
Kvennalandsliðið tryggði
sér sæti á EM 2022 síðasta
þriðjudag en atburðarásin í kjöl-
farið virðist nú hafa leitt til þess
að KSÍ sé farið að svipast um eftir
eftirmanni Jóns Þórs Haukssonar.
Á sama tíma er Íslandsvinurinn
Lars Lagerbäck skyndilega á
lausu eftir að Norðmenn þurftu
ekki lengur á kröftum hans að
halda. Hann hefur strax verið orð-
aður við sitt gamla starf sem
hann sinnti frá 2012 til 2016 með
frábærum árangri.
Þegar málin voru rædd við
eldhúsborðið heima lagði betri
helmingurinn til að Lars yrði ráð-
inn aftur til KSÍ en núna sem
þjálfari kvennalandsliðsins.
Hann væri búinn að sjá allt og
gera allt en þarna fengi hann
skemmtilega áskorun.
Ég fór með kvennalandsliðinu á
EM 2013 í Svíþjóð þar sem Lars
mætti óvænt á svæðið og fór að
bera töskur, stilla upp keilum og
aðstoða Sigga Ragga, þáverandi
þjálfara, á æfingum.
Reynsla og skipulag Svíans
myndi svo sannarlega koma að
notum á ný og heyrst hefur að
„gamla gengið“ í karlaliðinu hafi
þegar kallað eftir því að fá Lars
aftur til Íslands.
Því ekki að freista þess að ráða
hann aftur til tveggja ára, nú sem
yfirþjálfara beggja landsliðanna?
Með framtíðarþjálfara beggja liða
sér við hlið í tvö ár? Við höfum
ágætisreynslu af slíku fyr-
irkomulagi.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
NOREGUR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta er ansi nálægt því að vera
besta vika sem ég hef upplifað síðan
ég byrjaði að æfa og spila fótbolta,“
sagði kát Ingibjörg Sigurðardóttir,
landsliðskona í fótbolta, í samtali við
Morgunblaðið. Ingibjörg varð á
sunnudag norskur meistari með
Vålerenga, fimm dögum eftir að hún
lék allan leikinn í 1:0-sigri íslenska
landsliðsins á Ungverjalandi sem
tryggði liðinu sæti á lokamóti EM á
Englandi 2022.
Vålerenga nægði að vinna Arna-
Bjørnar, sem sat í áttunda sæti af
tíu liðum fyrir leikinn, í lokaumferð-
inni til að verða norskur meistari.
Lokatölur urðu 4:0 og var sigur
Vålerenga afar sannfærandi. Hol-
lenska landsliðskonan Sherida
Spitse skoraði fyrsta markið strax á
fjórðu mínútu, beint úr aukaspyrnu.
Ingibjörg skoraði annað markið sjálf
með skalla eftir horn á 17. mínútu og
þær Celin Ildusöy og Catherine
Bott bættu við mörkum í seinni hálf-
leik.
„Maður var að reyna að halda
spennunni niðri og undirbúa sig eins
og fyrir alla aðra leiki. Við skoruðum
snemma, sem var mikill léttir, og
mótspyrnan var ekki mikil í þessum
leik. Það voru nokkrar farnar heim
úr þeirra liði og því voru þær ekki
með sitt sterkasta lið og það var
auðvelt að brjóta þær niður. Ég var
svo auðvitað mjög ánægð þegar það
var flautað til leiksloka,“ sagði Ingi-
björg. Vålerenga endaði með 38 stig
eftir 18 leiki, eins og Rosenborg en
með mun betri markatölu.
Titillinn var ekki markmiðið
„Við vissum að við gætum verið í
toppbaráttu og við stefndum á það.
Það var þó ekki beint markmið að
vinna deildina. Við vildum púsla
saman liðinu núna þar sem það eru
margar nýjar, en þegar leið á tíma-
bilið var þetta eitthvað sem við
stefndum að,“ sagði miðvörðurinn.
Vålerenga fékk tækifæri til að
vinna deildina á útivelli á móti Lyn
7. nóvember í næstsíðustu umferð-
inni en tapaði óvænt, 2:3. Hlé var
gert á norsku deildinni vegna kór-
ónuveirunnar í kjölfarið og var loka-
umferðin því ekki leikin fyrr en rétt
tæplega mánuði síðar og viður-
kennir Ingibjörg að það hafi verið
erfið bið.
„Já þetta var mjög erfitt og ég var
stressuð þegar ég frétti af því að það
kom upp smit hjá danska landsliðinu
því við erum með þrjár danskar í
okkar liði. Ég hélt því í einhvern
Ljósmynd/Vålerenga
Noregsmeistari Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar norska meistaratitlinum af mikilli innlifun með samherjum sínum í Óslóarliðinu.
tíma að okkar leik yrði frestað aftur,
þannig að þetta er búið að vera al-
gjör rússíbani. Það er gott að klára
þetta.“
Ingibjörg skoraði sitt fimmta
mark í deildinni á leiktíðinni í loka-
umferðinni, en hún hefur aldrei
skorað eins mikið áður á einu tíma-
bili. Markið kom með fallegum
skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu.
„Þetta hefur allt verið eftir horn-
eða aukaspyrnur. Þetta er nokkuð
sem ég vildi bæta því ég skoraði
ekki mikið hjá Djurgården. Þetta
var eitt af þeim markmiðum sem ég
setti mér fyrir tímabilið; að skora
meira.“
Fleiri stórleikir fram undan
Tímabilið er ekki búið hjá Våler-
enga því liðið mætir danska liðinu
Brøndby í 32-liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu og fer fyrri leik-
urinn fram 10. desember í Ósló. Þá
mætast Vålerenga og Lillestrøm í
úrslitaleik norska bikarsins þremur
dögum síðar og þremur dögum eftir
hann er síðari leikurinn við Brøndby
í Danmörku. „Það eru spennandi
vikur fram undan og búið að vera
núna í lok nóvember og í desember,
þetta er búið að vera skemmtilegt og
maður hafði hlakkað til allt árið. Við
vissum alveg eftir leik að næsti stór-
leikur væri eftir fjóra daga og svo er
ekkert mikið hægt að gera þar sem
það er eiginlega allt lokað. Við fögn-
uðum samt sem áður og borðuðum
góðan mat. Þetta var mjög fínt
kvöld,“ sagði Ingibjörg.
Finnst ég eiga meira í þessum
Ingibjörg gekk í raðir norska fé-
lagsins frá Djurgården í Svíþjóð fyr-
ir tímabilið og lék 16 af 18 leikjum
liðsins í deildinni á leiktíðinni og var
í lykilhlutverki. Hún hefur einu sinni
áður orðið landsmeistari, en hún var
í liði Breiðabliks sem varð Íslands-
meistari sumarið 2015. Þá lék hún
hins vegar aðeins fjóra deildarleiki
vegna meiðsla. „Þetta er gjörólíkt og
mjög gaman að vera svona stór hluti
af liðinu. Mér finnst ég eiga miklu
meira í þessum titli en mér fannst
með Breiðabliki. Það var skemmti-
legt, en þetta er sérstakara,“ sagði
Ingibjörg, en hún átti erfitt með að
ákveða hvort væri sætara; að kom-
ast á EM með Íslandi eða vinna
norska meistaratitilinn. „Það er ekki
hægt, þetta var svolítið öðruvísi, en
hvort tveggja æðislegt,“ sagði Ingi-
björg. Hún vildi ekki tjá sig um
landsliðsþjálfaramál Íslands, en afar
ólíklegt þykir að Jón Þór Hauksson
verði áfram landsliðsþjálfari eftir at-
vikin sem komu upp eftir sigurinn á
Ungverjum í byrjun mánaðar og
fjallað hefur verið um síðustu daga.
Ein besta vika ferilsins
Ingibjörg varð norskur meistari fimm dögum eftir að EM-sætið var tryggt
Þurfti að bíða í mánuð eftir síðasta leiknum Aldrei skorað eins mikið
Knattspyrnumaðurinn Ísak Berg-
mann Jóhannesson var í gær til-
nefndur sem besti ungi leikmaður
sænsku úrvalsdeildarinnar sem
lauk í gær. Er Ísak einn þriggja
sem eru tilnefndir. Ísak lagði upp
níu mörk á tímabilinu og skoraði
auk þess þrjú mörk. Þrátt fyrir að
vera aðeins 17 ára gamall lék Ísak
28 af 30 leikjum Norrköping. Hann
lék sinn fyrsta A-landsleik gegn
Englendingum í Þjóðadeildinni í
síðasta mánuði og er í stóru hlut-
verki í U21 árs landsliðinu sem er
komið í lokakeppni EM.
Fékk tilnefningu
í Svíþjóð
Ljósmynd/Norrköping
Efnilegur Ísak Bergmann Jóhann-
esson lék vel með Norrköping.
Niðurstaða í máli Jóns Þórs Hauks-
sonar, þjálfara íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, fæst
væntanlega í dag. Stjórn KSÍ, eða
fulltrúar hennar, ræða þá við Jón
um atburðarásina eftir sigurinn á
Ungverjum í Búdapest síðasta
þriðjudag, sem fjallað hefur verið
ítarlega um síðustu daga, og reikn-
að er með að KSÍ sendi út tilkynn-
ingu um niðurstöðuna í kjölfarið.
Fótbolti.net og RÚV sögðu bæði í
gær að samkvæmt þeirra heim-
ildum væri þegar búið að ákveða að
segja Jóni upp störfum.
Niðurstaða hjá
KSÍ í dag?
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfari Jón Þór Hauksson hefur
verið með íslenska liðið í tvö ár.
Handknattleiks-
þjálfarinn Rúnar
Sigtryggsson
hefur gert
skammtíma-
samning við
þýska B-
deildarfélagið
Aue og mun
stýra liðinu gegn
Eisenach annað
kvöld.
Rúnar verður við stjórnvölinn á
meðan þjálfari liðsins Stephan
Swat jafnar sig á kórónuveirunni
en hann var lagður inn á spítala á
dögunum vegna veikindanna. Óvíst
er hvenær Swat snýr aftur.
Rúnar þekkir vel til hjá Aue þar
sem hann þjálfaði liðið frá 2012 til
2016. Rúnar sneri síðan heim og
stýrði Stjörnunni þangað til Pat-
rekur Jóhannesson tók við af hon-
um eftir síðustu leiktíð.
„Ég er glaður að Rúnar svaraði
kallinu. Hann þekkir félagið og
honum gekk vel þegar hann starf-
aði hér. Hann verður okkur til
halds og traust þangað til Stephan
kemur aftur,“ sagði O-Ton Rüdiger
Jurke stjórnarformaður félagsins
við heimasíðu þess.
Arnar Birkir Hálfdánsson og
markvörðurinn Sveinbjörn Pét-
ursson leika með Aue sem er í 14.
sæti af 19 liðum í deildinni.
Rúnar hjálpar
sínum gömlu
félögum í Aue
Rúnar
Sigtryggsson