Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngvaskáldið Sváfnir Sigurðarson sendi í liðinni viku frá sér sína aðra sólóplötu, Jæja gott fólk. Tíu lög eru á skífunni sem telst því breið og komu 20 tónlistarmenn að gerð hennar með einum eða öðrum hætti, að sögn Sváfnis. Nokkur laga henn- ar hafa notið vinsælda hin síðustu misseri, m.a. lagið „Fólk breytist“ og spanna lögin tíu þriggja ára tímabil. Hefur verið lengi að En hver er eiginlega Sváfnir Sig- urðarson? „Ég hef verið nokkuð lengi að í tónlist en það er fyrst núna hin síðari ár sem ég kýs að koma úr skápnum sem sólólistamaður. Ég er auk þess meðlimur í hljóm- sveitinni Menn ársins sem gaf út samnefndan geisladisk árið 2008 og svo hef ég samið talsvert af tónlist fyrir áhugaleikhús og stutt- myndir svo dæmi séu nefnd. En síð- ustu fjögur árin hef ég verið mest í að spila, semja og gefa út mitt eigið efni,“ svarar Sváfnir. – Þetta er önnur sólóplatan þín, að hvaða leyti er hún ólík þeirri fyrri, fyrir utan hið augljósa að á henni eru önnur lög? „Jæja gott fólk er önnur sólóplata mín en sú fyrri, Loforð um nýjan dag, kom út árið 2016. Sú plata var nokkuð ólík þessari en ég einsetti mér í upphafi árs 2016 að semja, æfa, hljóðrita og gefa út heila plötu á einu ári og það hafðist. Jæja gott fólk hefur verið lengur í smíðum, eða tvö til þrjú ár og það hefur verið nostrað meira við hana. Það er ekki endilega betra að hanga svona yfir hlutunum, en maður verður alltaf að prófa að nálgast hluti á annan hátt en síðast. Annars staðnar maður bara.“ Ávarp til tónleikagesta – Titill plötunnar, Jæja gott fólk, virðist vera einhvers konar inn- gangur að stöðufundi eða hvernig myndir þú lýsa honum og nafngift- inni? „Titil plötunnar sótti ég í þennan frasa, sem mér skilst að sé eitthvað sem ég segi gjarnan, ekki síst þegar ég ávarpa tónleikagesti,“ svarar Sváfnir og minnist þess tíma trega- fullur þegar halda mátti tónleika og engin var farsóttin. „Merkingin er kannski líka sú að á tímum aukinnar dómhörku og þverrandi umburðar- lyndis væri okkur kannski hollt að taka stundum eitt skref til baka áður en við bregðumst við. Í titlinum felst því líka hvatning til okkar allra að anda aðeins með nefinu áður en við rjúkum í skotgrafirnar og býsnumst yfir einhverju sem við erum örugg- lega öll búin að gleyma sólarhring síðar.“ – Þú hefur náð nokkrum lögum inn á vinsældalista á undanförnum misserum, það virðist hafa komið einhver listrænn kippur í þig, eða hvað? „Ég leyfði mér að sleppa þremur lögum plötunnar lausum undanfarið ár og það er ánægjulegt að segja frá því að þau hafa öll fengið frábærar viðtökur. Lögin „Fólk breytist“, „Fer sem fer“ og „Líttu aftur“ sátu t.a.m. öll í margar vikur á vinsælda- lista Rásar 2. Svo eru sjö lög í viðbót á plötunni sem hafa ekkert heyrst og eru því ný upplifun fyrir hlust- endur.“ Lög við texta frekar en öfugt – Um hvað ertu að syngja, get- urðu nefnt mér dæmi? „Yrkisefnið sæki ég hingað og þangað. Ég verð alltaf að hafa ein- hvern þráð í textum sem ég elti. Stundum ýkir maður eigin upplif- anir og stundum reynir maður bara að taka sér skáldaleyfi og vera bara sögumaður. Mér fellur betur að setja lög við texta en texta við lög,“ svarar Sváfnir. – Hvernig tónlist er þetta? „Ef ég ætti að skilgreina þessa tónlist, sem mér er yfirleitt meinilla við að gera, þá er þetta líklegast in- die-folk-popp … æ ég veit það ekki. Má þetta ekki bara vera tónlist?“ spyr Sváfnir á móti og svarið við því er vitaskuld „jú“. Tónlist er tónlist, eins og doktorinn segir gjarnan. Þarf að kaupa plötuspilara En hvað er fram undan hjá Sváfni í kófinu? „Það er alltaf stór áfangi að senda frá sér heila plötu en nú er annar áfangasigur á sjóndeildarhringnum þar sem ég kaus að gefa þessa músík líka út á vínyl. Því miður þá næst vínylplatan ekki í hús fyrr en eftir áramót. En það verður skemmtilegt að handleika gripinn þegar hann kemur. Vínyllinn er á hraðri uppleið. Já vel á minnst, ég þarf að drífa í því að fara að kaupa mér plötuspilara. En endilega rennið þessari plötu í gegn á tónlistarveitunum þangað til vínyllinn kemur. Hún bíður eftir ykkur þar.“ Ljósmynd/Olga Helgadóttir Söngvaskáld Sváfnir Sigurðarson hefur gefið út tvær sólóplötur og nefnist sú seinni Jæja gott fólk. Hvatning til að anda með nefinu  Sváfnir Sigurðarson gefur út Jæja gott fólk  Frasi sem honum er tamur  „Stundum ýkir maður eigin upplifanir og stundum reynir maður bara að taka sér skáldaleyfi,“ segir Sváfnir Sýning á verkum danska listmálarans Ole Ahlberg hefur verið opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Ahlberg hefur sýnt verk sín nokkrum sinnum hér á landi og er einna þekktastur fyrir verk sín af teiknimyndahetjunni Tinna og félögum hans. Ahlberg sýnir persónur úr Tinna- bókunum í ýmsum óvenjulegum, óvænt- um og stundum erfiðum aðstæðum. „Stundum eru verk hans dökk eða erótísk en í öðrum ríkir gleði og leikur en þau bjóða áhorfandanum alltaf upp á óvænta upplifun og vísa gjarna út fyrir sig,“ segir í tilkynningu. Á sýningunni eru prent í takmörkuðu upplagi auk þriggja olíu- verka en þetta er í fyrsta sinn sem olíu- verk eftir Ole eru sýnd hér á landi. Verk Ole Ahlberg í Galleríi Fold Tinni Hluti verks eftir Ahlberg. Um langan veg heitir barnabók eftir Gunnar Bender, sem þekktastur er fyrir bækur og umfjöllun um veiði og veiðimenn. Bókin segir frá lítilli stúlku á kínversku munaðarleys- ingjahæli sem er svo ættleidd til Ís- lands. Gunnar segist byggja bókina á eig- in upplifun, því hann og þáverandi eiginkona hans ættleiddu einmitt stúlku frá Kína fyrir sextán árum. „Við vorum í níu manna hópi, fjórar fjölskyldur, sem fórum til Kína og heimsóttum barnaheimili fyrir mun- aðarlaus börn í Hunan-héraði. Þetta var frábær hópur sem heldur sam- bandi enn þann dag í dag,“ segir Gunnar og bætir við að þó vel hafi verið hugsað um börnin hafi aðbún- aður verið fátæklegur og börnin til að mynda bundin í rúmið á næturnar. „Það voru svo mörg börn þarna, næstum allt stelpur, en hver for- stöðukona passaði sinn hóp og gerði það ágætlega. Þetta var mikil lífs- reynsla.“ Gunnar segir að Kínaheimsóknin hafi setið í sér og síðustu ár hafi hann langað að skrifa bók sem hann kom sér svo loks í og fékk Guðna Björns- son til að myndskreyta hana. Honum og eiginkonu hans fyrrverandi bregð- ur fyrir í bókinni, en hann segir þó að hún sé skáldskapur að miklu leyti. – Hvað finnst dóttur þinni um það að vera orðin sögupersóna? „Henni finnst það bara gaman að sjá sjálfa sig í bók. Hún fékk að fylgj- ast með bókinni og skoða hana áður en hún fór í prentun.“ arnim@mbl.is Áritun Gunnar Bender sést hér árita nýja barnabók sína, Um langan veg. Mikil lífsreynsla  Gunnar Bender skrifar sína fyrstu barnabók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.