Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Framkvæmdir eru í fullum gangi
við stígagerð í norðvesturhlíð
Öskjuhlíðar. Stígurinn mun tengj-
ast stígakerfi umhverfis Perluna,
sem fengið hefur heitið Perlufesti.
Tímasetning framkvæmda við
hringstíginn, hina eiginlegu perlu-
festi, liggur ekki fyrir.
Fimm tilboð bárust í stígagerð-
ina. Urð og grjót ehf. bauð lægst,
krónur 74.270.120. Var það
82,81% af kostnaðaráætlun, sem
var 89,6 milljónir. Ákvað Reykja-
víkurborg að ganga til samninga
við lægstbjóðanda að vinna verk-
ið.
Stígurinn sem um ræðir er upp-
lýstur stígur sem liggja mun frá
gatnamótum Bústaðavegar og
Flugvallarvegar að núverandi
göngustíg norðan við Perluna.
Stígurinn verður malbikaður og
með snjóbræðslu. Trjágróður
verður fjarlægður úr stígstæði, en
grjóti og svarðlagi haldið til haga
og notað á síðari stigum verksins.
Tillaga Landslags ehf. hlaut
fyrstu verðlaun í hugmynda-
samkeppni um skipulag Öskjuhlíð-
ar en úrslitin voru tilkynnt í októ-
ber 2013. Tillagan var unnin af
Þráni Haukssyni landslagsarkitekt
FÍLA, Sif Hjaltdal Pálsdóttur
landslagsarkitekt FÍLA og Svövu
Þorleifsdóttur landslagsarkitekt
FÍLA. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öskjuhlíð Hinn nýi stígur að Perlufesti mun liggja langleiðina upp að Perlunni. Hér er unnið að stígagerðinni.
Urð og grjót leggur
stíg í Öskjuhlíðinni
Mun liggja að fyrirhugaðri Perlufesti efst í hlíðinni
Stígagerð Hinn nýi stígur mun liggja innan um trjágróðurinn í Öskjuhlíð.
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ
í Danmörku
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200
Fabilous dúnkoddi
Fylltur með 20% andadún
og 80% smáfiðri
Þyngd 850 gr.
Nordkap dúnsæng*
Fyllt með 90% andadún og 10% smáfiðri
Þyngd 950 gr.
Night & Day sæng*
Fyllt með sílíkonhúðuðum dúntrefjum
Þyngd 1700 gr.
Anylett sæng*
Fyllt með Holofiber trefjum
Þyngd 1000 gr.
Thule dúnsæng*
Fyllt með 90% andadún og 10% smáfiðri
Þyngd 650 gr.
*Ath allar
sængurnar
koma í töskum
Frí sending
á næsta pósthús
Tilvalin
jólagjöf
Sængur og koddar
á hátíðarverði
25%
afsláttur
Verð 22.493 m. afsl.
Verð 14.993 m. afsl.
Verð 5.993 m. afsl.
Verð 4.493 m. afsl.
Verð 2.293 m. afsl.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Svæðið er síður en svo til fyrirmynd-
ar en ég heyrði í framkvæmdastjór-
anum nýlega og hann vill gera þarna
mikla bragarbót. Ég hef hugsað mér
að skoða svæðið og kynna mér starf-
semina,“ segir Líf Magneudóttir, for-
maður heilbrigðisnefndar Reykjavík-
urborgar.
Morgunblaðið greindi í gær frá
óánægju íbúa í Laugarnesi með starf-
semi Vöku við Héðinsgötu. Hafa þeir
kvartað undan hávaða- og sjónmeng-
un og auk þess viðrað áhyggjur af
mögulegri olíumengun á svæðinu.
Fyrirtækið hefur sótt um tímabundið
starfsleyfi.
Á mánudaginn kemur Líf á fund
Íbúaráðs Laugardals og upplýsir
hvar mál Vöku er statt í kerfinu. „Það
verður forvitnilegt að heyra sjónar-
mið fólks í íbúaráðinu og ræða mögu-
legar lausnir á þessu millibils-
ástandi,“ segir hún.
„Mín persónulega skoðun, og hún
er kannski óvinsæl, er að neyslusam-
félagi okkar fylgir úrgangur, endur-
vinnslufyrirtæki og annað. Það er
ekkert umhverfisvænna að fara með
þetta langt í burtu frá byggð,“ segir
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgar-
fulltrúi og íbúi í Laugarnesi, um af-
stöðu sína til starfsemi Vöku á núver-
andi stað.
Hún segist vissulega geta fallist á
að starfsemi Vöku sé ekki falleg en
hið sama eigi ekki við um röksemdir
þess efnis að hún eigi ekki heima í
Laugarnesinu. „Ég get hins vegar
tekið undir það að bæta megi ásýnd
svæðisins og fyrirtækið eigi að vinna
innan sinna starfsheimilda.“
Katrín Atladótt-
ir borgarfulltrúi
situr í íbúaráðinu
eins og Kristín
Soffía. Hún kveðst
hafa orðið vör við
óánægju íbúa með
starfsemi Vöku en
segir að málið hafi
ekki komið inn á
sitt borð. Það sé
því fagnaðarefni
að fá kynningu á því á íbúaráðsfundi á
mánudag. „Almennt finnst mér svona
starfsemi ekki eiga að vera í miðri
borginni. Hún á frekar heima á jaðri
borgarinnar. Það er eðlilegt að íbúar í
hverfinu hafi áhyggjur af stöðunni í
ljósi reynslunnar af brunum hjá
Hringrás.“
Áhyggjur íbúa eðlilegar
Málefni Vöku í Laugarnesi rædd á íbúaráðsfundi í kjölfar
kvartana og óánægju Borgarfulltrúi heimsækir Vöku
Líf
Magneudóttir
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Katrín
Atladóttir
Vaka Íbúar hafa kvartað undan hávaða- og sjónmengun frá fyrirtækinu.
Samkomulag náðist í gær milli
þingflokksformanna stjórnar og
stjórnarandstöðu á Alþingi um
þinglok fyrir jól. Verður þingi
frestað næstu helgi.
Önnur umræða um fjárlög hefst í
dag, en í samningunum var lögð
áhersla á svonefnd dagsetning-
armál, mál sem brýnt er að af-
greiða fyrir tilteknar dagsetningar,
m.a. ráðstafanir vegna baráttunnar
við kórónuveirufaraldurinn. Mælt
verður fyrir frumvarpi fjár-
málaráðherra til breytinga á
skattalögum vegna fjárframlaga til
almannaheilla og frumvarpi barna-
málaráðherra um farsæld barna.
Þá verða nokkur mál úr nefnd af-
greidd. Hins vegar verður frum-
varp menningarmálaráðherra um
styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla
ekki rætt fyrr en á nýju ári og eins
verður rammaáætlun ekki á dag-
skrá fyrr en í janúar.
Þinglokasamningar frágengnir