Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, LÍNEY INGVARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. nóvember. Bálför hennar fór fram miðvikudaginn 2. desember. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við útför Líneyjar. Ingvar Á. Guðmundsson Kristín Andersen Sóley Margrét Ingvarsdóttir Ólafur B. Ólafsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR TÓMASDÓTTUR menntaskólakennara, Grenimel 41, Reykjavík. Guðbjartur Kristófersson Tómas Guðbjartsson Dagný Heiðdal Hákon Guðbjartsson Magnea Árnadóttir Ingibjörg Guðbjartsdóttir Brynjólfur Þór Gylfason barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ólafur Har-aldsson fædd- ist í Hafnarfirði 30. janúar 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 1. des- ember 2020. Foreldrar hans voru Haraldur Björnsson frá Jaðri, fæddur 30. maí 1911, dáinn 29. september 1961, verkstjóri Hraðfrystihúss Gerðabátanna, og kona hans Kristín Viktoría Gísladóttir, fædd 6. nóvember 1917, dáin 20. september 1981, verkakona og húsmóðir. Systkini: Þórdís Haralds- dóttir (1940-2016), Margrét Haraldsdóttir (1944-1996), Be- noný Haraldsson (1947), Þor- björg Hulda Haraldsdóttir (1958). Börn: Kristinn Ólafsson (1957), Gunnar Ólafsson (1958), Ólafur Ólafsson (1963), Sturla Ólafsson (1971), Vigdís Ólafsdóttir (1975),Hlynur Ólafsson (1980). Menntun og störf: Ólafur lauk unglingaprófi frá Gerðaskóla í Garði og síðar 1. stigi skipstjórnar frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1960. Hann var stýrimaður og skipstjóri á Suðurnesjum í um tvo áratugi og lauk þá meiraprófsrétt- indum og starfaði sem vöru- bifreiðarstjóri allt til loka starfsævi sinnar. Ólafur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 10. desem- ber kl. 13. Streymt verður frá athöfn- inni, stytt slóð: https://tinyurl.com/y4bdjzvo Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Við sjáumst elsku pabbi minn. Nú getur þú loksins tek- ið rúntinn á æðislegum kagga með ótakmörkuðum hestöflum eftir allt of langa inniveru og veikindi. Þú setur Stones á fyrir okk- ur. Ég er endalaust þakklát fyrir að við náðum að kynnast upp á nýtt og fyrir tímann sem við þó náðum saman og upp- götvuðum hversu mikið við áttum sameiginlegt. Fyrir löngu samtölin okkar yfir kaffi eða rauðvínsglasi um allt og ekkert, um það sem þér lá á hjarta og gjarna það sem bet- ur hefði mátt gera eða segja í gegnum lífið sem var þér ekki alltaf ljúft – og ég ekki alltaf ljúfur – hefðir þú nú bætt við. En hver er það svo sem? Afastrákarnir þínir senda saknaðarkveðju, ég sé í þeim svipinn þinn og taktana, skondið þetta líf. Mjög svo, meira að segja – hefðir þú núna sagt. Vigdís og afastrákar. Ég hitti Óla fyrst suður með sjó. Hann var skapstór og ákveðinn, ögrandi og oft fynd- inn. Ég var nítján ára, hann kominn yfir þrítugt. Við spurð- um ekki skynsemina né hvað öðrum fannst. Tilfinningar réðu ferð og fljótlega var rugl- að saman reytum. Ýmsir erf- iðleikar og uppákomur urðu á leið okkar. Við bæði tilfinn- ingarík og viðkvæm, byrjuð- um að búa austur á Seyðisfirði eitt sumar en innilokun fór ekki vel í Óla. Hann þoldi ekki þær hindranir sem honum fannst fjöllin og lokaður fjörð- urinn vera. Hann vildi vera á hreyfingu og aka góðum kraftmiklum bílum. Við flutt- um suður, ég nýbúin að missa fóstur, sem var erfitt og sér- staklega fyrir mig sem þráði sem ung kona að gefa honum barn og sanna mig. Ég vissi að hann saknaði þriggja sona sinna suður í Garði. Skömmu eftir að suður var komið fór Óli að keyra steypubíl og þar með má segja að lögð hafi ver- ið línan að þeirri vinnu sem hann stundaði mest framan af atvinnuævi sinni, að aka stórum og kraftmiklum trukk- um af ýmsu tagi. Elsta barnið, sonur, kom í heiminn seint um sumarið 1971 og vakti mikla gleði. Desember sama ár gengum við í hjónaband. Tvö börn bættust við á næstu níu árum, stúlka og drengur. Systkinin kveðja nú föður sinn sem elsk- aði þau afar mikið og var mjög stoltur af þeim. Við slitum samvistum tuttugu árum síðar og má segja að það hafi mark- að djúp spor í sál okkar beggja og verið sorgarferli fyrir alla fjölskylduna. Allir skilnaðir eru sárir og sama má segja um þann skilnað sem dauðinn hefur í för með sér, hann er svo endanlegur. En síðan leiðir okkar Óla skildi hefur okkur í gegnum árin auðnast að verða vinir og láta ekki gömul sárindi skyggja á það góða sem út úr þessu kom; börnin okkar þrjú, hóp af barnabörnum og ská- barnabörnum. Allt ríkidæmi sem enginn verðleggur. Ég kynntist líka sonum Óla frá fyrra hjónabandi og eru það allt duglegir og myndarlegir menn ásamt afkomendum sín- um. Ég þakka fyrir góðu stundirnar og það að marga dýrmæta reynslu má draga af þessum tíma sem við áttum saman sem og síðar. Að fyr- irgefa og finna samúð er eig- inleiki sem allir þurfa að eiga í hjarta sínu. Óli átti erfitt með að ræða tilfinningalega hluti og var í raun mjög viðkvæm sál. Þegar á móti blés vissi hann ekki allt- af hvernig átti að vinna sig út úr erfiðleikum og þetta varð til þess að stundum varð vandinn meiri, þyngri og sárari. Hann elskaði öll börnin sín en skorti orð og rétta nálgun til að tjá sig um erfiða hluti. Ég trúi því að þegar Frelsari okkar allra sameinar ástvini og þerrar hvert tár muni einnig birta kærleikssólar yfirskyggja öll okkar mannlegu vandamál og gefa okkur sátt og huggun. Ég kveð Óla, fyrrverandi maka og fjölskylduföður, með virðingu og þakklæti. Við ger- um okkar besta á þann hátt sem við kunnum hvert sinn og lærum að horfa á góðu stund- irnar og gleðjast. Ég horfði á yngri son okkar fara í gegnum myndir og sá gleði sem finna má í liðnum samverustundum fjölskyldu. Það er sú gjöf sem lífið færir okkur; að eiga líka góðar minningar. Börnum hans öllum bið ég blessunar Guðs. Þórdís Ragnheiður Malmquist. Ólafur Haraldsson Þegar mér barst sú fregn að Er- lendur Haraldsson væri látinn, kom mér í hug eftirfarandi erindi úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Við Erlendur kynntumst á sjöunda áratugnum vegna sam- eiginlegs áhuga okkar á mál- efnum Kúrdistan og baráttu Kúrda fyrir eigin ríki. Á náms- árum sínum í Berlín hafði Er- lendur kynnst kúrdískum stúd- entum sem sögðu honum frá uppreisn Kúrda í Írak. Á sama tíma hafði ég kynnst kúrdísku Erlendur Haraldsson ✝ Erlendur Har-aldsson fæddist 3. nóvember 1931. Hann lést 22. nóv- ember 2020. Útför Erlendar fór fram 9. desem- ber 2020. flóttafólki í Svíþjóð og tekið þátt í frelsisbaráttu þeirra. Erlendur kynnt- ist ágætlega þeim hrífandi leiðtoga Kúrda, Mustafa Barzani, á ferða- lagi sínu í Kúrdist- an yfir landamæri Írans 1964. Sama ár gaf hann út bók- ina „Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan“ um frelsisbaráttu Kúrda og upplifun sína á þess- um svæðum. Sem vinur Erlends og fulltrúi í sænsku Kúrdanefnd- inni varð ég iðulega þeirrar gleði aðnjótandi að eiga margar góðar samverustundir með honum á heimili okkar hjóna í Stokkhólmi þegar hann var í Svíþjóð. Fjölskyldu Erlends sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Friður fylgi minningu Er- lends Haraldssonar. Olof G. Tandberg, Stokkhólmi, Svíþjóð. svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Helga Sigríður Magnúsdóttir Róbert Hannesson Bertha Marín Róberts. „Klukkan er að verða sjö hjá mér og ég er að drekka morg- unkaffið (instant með nýmjólk). Það rigndi í nótt þannig að ég þarf ekki að vökva matjurta- garðinn í dag. Ég get einbeitt mér að smíðavinnu og prjóni og hekli. En það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði var: Hildur er dýrmætasta vinkona sem maður/kona gæti óskað sér.“ Svona hljómuðu síðustu skila- boðin frá Gunna vini mínum. Nú er Gunni vinur minn dáinn og heimurinn er fátækari. Gunni sem vildi gefa en ekki þiggja. Gunni sem vildi aldrei tala um hvað honum leið illa, vildi bara tala um réttlæti og fegurð. Við vorum vinir á unglingsár- unum, stundum dálítið skotin hvort í öðru en alltaf með óvenjulega sterka tengingu. Við héldum litlu sambandi inn í full- orðinsárin þótt okkur þætti allt- af gaman að hittast, en fyrir tveimur árum hringdi hann í mig upp úr þurru og við töluðum óra- lengi saman, rifjuðum upp sögur úr Breiðholtinu í gamla daga og dustuðum rykið af vináttunni. Síðan þá höfum við reglulega hringst á til að spjalla um lífið, dauðann, fegurðina og réttlætið, og að hverju símtali loknu fannst mér hjarta mitt hafa stækkað. Af því að þannig var Gunni. Gunni vinur minn var einstak- ur og við erum öll fátækari. Nú hefur hann fundið frið en eftir situr föðurlaus dóttir, elskandi systir og foreldrar sem þurfa að grafa barnið sitt. Hugur minn er hjá þeim öllum, ég óska þess að þau finni styrk í minningunum. Hildur Lilliendahl. Gunnar Örn Heimisson hefur kvatt þennan heim. Við erum mörg sem unnum með Gunnari á vettvangi Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs en þar var hann ávallt kallaður Gunni flokksmaður. Hann var stoltur vinstrimaður og var tilbúinn að gefa tíma sinn og orku í nánast hvaða verkefni sem er á vegum hreyfingarinn- ar. Hann brann fyrir félagslegu réttlæti og hlutskipti þeirra sem höllum fæti standa; hann vissi að það er verkefni samfélagsins að tryggja að við öll fáum þroskað hæfileika okkar og elt drauma okkar og þrár; að það verður ekki lagt eingöngu á herðar hvers og eins. Sem sagt gegn- heill vinstrimaður sem vildi gera samfélaginu gagn. Gunni vann með mér í mjög viðburðaríkri kosningabaráttu 2003 sem var pólitísk eldskírn okkar beggja. Við opnuðum kosningaskrifstofu snemma árs 2003 og stóðum fyrir nánast stanslausri dagskrá allt til kosn- inga sem voru um mánaðamótin apríl/maí. Það voru málstofur, grænar smiðjur, opnir fundir, gönguferðir og skemmtanir. Við gáfum út frambjóðendabæklinga og málefnabæklinga, sendum markpósta á ýmsa hópa og prentuðum dreifildi. Við Gunni bárum út bæklinga af því að það átti að spara sendingarkostnað, sátum heila nótt með fleiri fé- lögum og límdum límmiða á póstkort (tíu þúsund póstkort sem á var prentað Næst á dag- skrá: Rættlæti) til að leiðrétta prentvillur að ógleymdum ævin- týraleiðangri Gunna niður á höfn þar sem ég bað hann að bjarga mér um lifandi þorsk – sem hann auðvitað gerði eins og allt annað. Það var margt sem gekk á og alltaf var Gunni ljúfur og bón- góður. Hann hafði alltaf húmor fyrir aðstæðum en þær voru oft krefjandi því að eins og við munum þá gengu þessar kosn- ingar ekkert sérlega vel þó að við virkilega reyndum okkar besta. Síðast en ekki síst var gaman að vinna með honum fyr- ir utan að hann var óþreytandi að taka að sér verkefni í þágu málstaðarins. Gunni bjó í Danmörku síð- ustu ár og helst fylgdist ég með honum á samfélagsmiðlum. Ég veit að tilveran fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann en hann á alltaf stað í hjörtum okk- ar sem kynntumst honum í flokksstarfinu. Blessuð sé minn- ing hans. Katrín Jakobsdóttir. Hæ Gunnar minn. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Þess vegna ætla ég að halda áfram að tala við þig þó að ég viti að ég sjái þig aldrei aftur. Ég ætla að söngla með þér og rifja upp sögur frá því við vor- um lítil, og sérstaklega allar stundirnar heima hjá ömmu Jónu, því þannig veit ég að þú hefðir viljað hafa það. Ég ætla líka að segja þér öll mín leynd- armál því það var svo létt að segja þér leyndarmál, þú dæmdir aldrei og sagðir alltaf sannleikann. Líf okkar tvinnuðust óhjá- kvæmilega saman þegar ég fæddist. Þú varst stóri frændi minn sem ég leit alltaf upp til og síðar urðum við „gúmmísystk- in“ eins og þú kallaðir okkur alltaf. Sem gúmmísystir þín fékk ég að sjá þig í þínu besta ljósi og einnig á þínum erfiðu tímum. Það er ótrúlegt að ein- hver geti skinið svo skært og svo sokkið niður þess á milli, þetta varð ein af þínum þraut- um í lífinu. Ég held nú samt að svona fólk eins og þú sé mestu snillingar mannkyns og sjái oft hlutina í öðru ljósi en við hin. Þú varst fluggáfaður og hefðir get- að gert svo margt og náð svo langt. En kannski náðir þú ein- mitt langt í lífinu með þinni ein- stöku manngæsku. Þú varst alltaf hrifinn af fólki, alls konar fólki, og dæmdir fólk aldrei út frá kyni, kynþætti eða stöðu í þjóðfélaginu. Þú varst einstak- lega góð manneskja og snertir við flestum sem þú hittir. Þú varst alltaf tilbúinn til að hlusta og gefa samtalinu alla þína at- hygli. Þú varst oftast að hugsa um að hjálpa öðrum þótt þú hefðir það kannski ekkert endi- lega svo gott sjálfur. Þú varst stríðinn, gullfallegur, með heillandi bros og smitandi hlát- ur. Kostir þínir munu vonandi lifa áfram í öðru fólki sem tekur þig sér til fyrirmyndar. Þú elskaðir fjölskyldu þína meira en allt og ég vona að dótt- ir þín fái að vita hvað þú elsk- aðir hana mikið og varst henni góður faðir. Þú varst nefnilega besti pabbi sem ég veit um. Þú tókst föðurhlutverkið mjög al- varlega og gafst því alla þína orku. Elsku Gunnar minn, ég gæti talað við þig endalaust, enda gátu samtöl við þig varað í marga klukkutíma, en ég ætla að kveðja í bili og enda á orð- unum sem við enduðum alltaf okkar samtöl á: Ég elska þig. Thelma Dögg Róberts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.