Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 57
Við vorum allar í Menntaskól- anum í Reykjavík nema Ágústa sem útskrifaðist úr Verslunar- skólanum. Hún var hins vegar æskuvinkona sumra okkar úr barnaskóla. Fyrstu árin eftir stúdentspróf dvöldust margar okkar erlendis og á þeim tíma bættist Ágústa í hópinn, þrátt fyr- ir hina djúpu gjá, sem í þá daga skildi að stúdenta úr Menntaskól- anum og Verslunarskólanum. Ágústa missti föður sinn þriggja mánaða gömul og ólst upp hjá móður sinni. Þegar á leið féll það í hlut Ágústu að halda heimili fyrir móður sína og bróður og dáðumst við oft að því hversu vel það fórst henni úr hendi, með fullu krefjandi starfi, þar til móðir hennar dó yfir hundrað ára göm- ul. Ágústa hóf ung störf í Lands- bankanum og vann þar með Jó- hannesi Nordal þegar hann undirbjó stofnun Seðlabanka Ís- lands og starfaði svo þar síðan. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hversu vel henni lá orð til samstarfsfólks síns í bankanum. Samverustundirnar eru orðnar býsna margar en nú er skarð fyrir skildi. Ágústa er horfin úr hópn- um. Hlýtt fas, fallegt bros og hnyttin tilsvör einkenndu Ágústu. Hún hafði góða nærveru, var um- burðarlynd og alltaf tilbúin að rétta okkur og öllum öðrum hjálp- arhönd. Um leið og við minnumst Ágústu með þakklæti vottum við Kristni, bróður hennar, öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Albína Thordarson, Edda Benjamínsson, Elín Ólafsdóttir, Fríða Björnsdóttir, Gerður Björnsdóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Sigríður Pálmadóttir og Unnur Skúladóttir. Mér er í minni sem einn af mín- um heilladögum, þegar Björn Tryggvason, skrifstofustjóri hins nýstofnaða Seðlabanka, sagðist hafa ráðið til reynslu unga stúlku sem hann taldi að gæti orðið góð- ur einkaritari minn. Þetta var Ágústa K. Johnson, þá nýútskrif- aður stúdent frá Verslunarskól- anum. Er skemmst frá því að segja að hún var ráðin í starfið og okkur samdist svo vel allt frá fyrsta degi að hún átti eftir að verða minn nánasti samverka- maður og hjálparhella þangað til ég lét af störfum, eða í rúma þrjá áratugi. Ágústa var afbragðsstarfsmað- ur, örugg og vel skipulögð í verki, og jafnvíg á íslensku og þau er- lendu mál sem helst á reyndi. En hún var meira. Með ljúfmennsku sinni og framkomu hafði hún góð áhrif á starfsandann innan bank- ans og eignaðist góða vini bæði meðal innlendra og erlendra við- skiptavina bankans. Hún var stoð og stytta bróður síns og móður sinnar, sem varð ung ekkja, og hún starfaði einnig alla tíð ötullega á vegum hjálp- arsamtaka og Dómkirkjusafnað- arins. Öllu öðru fremur var Ágústa kærleiksrík og sannkrist- in kona sem lét gott af sér leiða hvar sem leið hennar lá. Jóhannes Nordal. Ágústa Johnson starfaði í hálfa öld í Seðlabanka Íslands. Segja má að hún hafi staðið í brúnni í bankanum allan þann tíma. Hún sinnti starfi sínu af fá- gætri samviskusemi, færni og trúmennsku. Hún var glaðsinna og fundvís á spaugilegar hliðar á ýmsu sem á daga hennar dreif í bankanum og á samskiptum við aðra. Ég átti við hana einstak- lega gott og ánægjulegt samstarf í mörg ár. Alltaf var gott að leita til hennar og njóta aðstoðar hennar og leiðsagnar þegar á þurft að halda. Hún var sannur vinur, fylgdist af áhuga með börnum mínum og sýndi mér og fjölskyldu minni mikla ræktar- semi sem við erum þakklát fyrir. Við minnumst Ágústu af hlýhug og virðingu og vottum bróður, frændfólki og vinum einlæga samúð. Minningin lifir. Ingimundur Friðriksson. Það er lán Seðlabanka Íslands að hafa eignast trúa og trausta starfsmenn í gegnum tíðina - sem hafa vakað yfir velferð hans og helgað bankanum líf sitt. Svo var með Ágústu Johnson sem var ráð- in til Seðlabankans í júní árið 1959 - þegar hann var enn hluti af Landsbankanum. Hún starfaði síðan hjá bankanum í hálfa öld - eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir í mars 2009. Ágústa hafði titilinn ritari og deildarstjóri á skrifstofu bankastjóra. Ég held þó að fátt í starfsemi bankans hafi verið henni óviðkomandi. Hún var ein af þeim ómissandi manneskj- um sem eru ávallt á bak við tjöld- in og sjá um að allt gangi upp. Ágústa gegndi ábyrgðarmiklum störfum fyrir Seðlabanka Íslands - sem hún axlaði af miklu öryggi. Fólk úr öllum starfssviðum Seðla- bankans þurfti að leita aðstoðar hennar við úrlausn margvíslegra mála. Fullyrða má að flestir ef ekki allir hafi horfið ánægðir af þeim fundum. Ágústa rækti störf sín af ein- stakri samviskusemi, alúð og vandvirkni svo eftir var tekið. Hún var því öðrum góð fyrir- mynd. Þá var hún sérstaklega greiðvikin og hjálpfús og jákvæð og áhugasöm um velferð sam- starfsmanna sinna og fjölskyldna þeirra - og prjónaði gjarnan flík- ur fyrir börn þeirra. Ég var einn í þessum hópi fólks sem reiddi sig á Ágústu þegar ég var sumarmaður í bank- anum árið 1999. Og æ síðan tók hún mig tali á fundum og sam- komum bankans - alltaf jafn glöð í bragði og spurði frétta af mér og mínum nánustu. Tryggð Ágústu við bankann var mikil og henni var mjög annt um orðspor hans. Hún lagði sig fram um að halda sambandi við bankann og fyrrverandi sam- starfsfólk eftir að hún lét af störf- um og kom reglulega í heimsókn, enda aufúsugestur og raunar ómissandi á opinberum viðburð- um bankans. Það var lán Seðlabankans að fá að njóta starfskrafta Ágústu í hálfa öld. Fyrrverandi samstarfs- fólk í bankanum minnist hennar af virðingu og hlýju. Fyrir hönd Seðlabanka Íslands votta ég fjöl- skyldu og vinum Ágústu innilega samúð. Við munum nú sakna hennar frá samkomum bankans. Ásgeir Jónsson. Það var ósköp venjulegur laugardagsmorgunn þegar sím- inn hringdi og mér var tjáð að Ágústa vinkona mín væri látin. Hvernig gat þetta gerst? Ég hafði talað við hana í síma daginn áður, eins og flesta aðra daga. Vinátta okkar Ágústu hófst þegar við vorum sjö ára gamlar og bjuggum í gamla Vesturbæn- um í Reykjavík. Þetta var vinátta sem aldrei bar neinn skugga á og hélst þótt ég byggi fjarri æsku- stöðvunum í 30 ár. Þau voru fjögur í heimili, systkinin tvö, mamman og amm- an þar sem faðirinn lést þegar Ágústa var kornabarn. Mamman vann úti og amman hugsaði um heimilið og börnin. Það var ekki hlaupið að því á þessum tíma að fá leigt húsnæði í Reykjavík en ein- hvern veginn tókst þetta. Þau keyptu síðan sína fyrstu íbúð við Hringbrautina og seinna hæð við Flókagötu. Þar bjuggu þau þrjú, sem eftir lifðu, þar til Sigríður, mamma systkinanna, lést rúm- lega 100 ára gömul. Ágústa þurfti snemma að axla ábyrgð og stóð sig alla tíð með stakri prýði. Eftir lát mömmu sinnar hefur hún verið stoð Krist- ins bróður síns, sem nú syrgir sinn nánasta ættingja. Ágústa var vinmörg og heim- ilið við Flókagötuna alltaf opið gestum. Ég og mitt fólk nutum gestrisninnar þar þegar við kom- um í höfuðborgina, austan af MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Ágústa Johnson var samofin Seðlabankanum frá fyrstu tíð hans. Hann var annar þá en síðar varð. Má segja að hann hafi eins og guðsríki verið í fyrstunni smár, „en frjóvgaðist óðum og þrosk- aðist brátt“. Bæði bankinn og guðsríki, sem var- lega skal þó farið í að tvinna fastar saman en þetta, áttu traustan stað í hjarta og huga Ágústu alla tíð. Hún var frá fyrstu stundu mikilvægur starfsmað- ur í lykilstöðu, og svo alla sína starfstíð helsti trún- aðarmaður æðstu stjórnenda bankans um áratuga skeið. Margir eru enn til staðar sem geta sagt þá sögu alla svo miklu betur en ég get gert. En þótt ég hafi staðið stutt við þar, verður því ekki haldið fram að sá tími hafi verið viðburðasnauður í sögu bankans. Lengi vel og kannski að nokkru enn voru seðla- bankar um allan heim ímynd dulúðar og kyrrðar, sem ættu að eiga prýðilega saman. Þá var ekki frítt við að ýmsir sameinuðust um þá niðurstöðu, án atkvæðagreiðslu, að innan seðlabanka væri vitneskju að finna sem væri hvergi annas staðar til. Og þar sem æðstu menn þeirra segðu stundum fátt um afstöðu sína og bankans út í frá og teldu sér jafnvel bæði rétt og skylt að tala með þoku- kenndum hætti um viðhorf beggja, þá óx átrún- aðurinn fremur en hitt. En sú tilhneiging að opna sig lítt utan dyra bankans gat átt gildar ástæður. Þættust áhuga- menn um viðskipti og peningamál getað túlkað orð bankans rétt eða farið nærri um næstu skref hans eða hugsanlegar ákvarðanir næstu mánuði eða misseri, væri ekki útilokað að sverar fjárhæðir færðust til og yrðu menn missárir eftir slíkan darraðardans. En fyrrgreind upphafning er nú önnur en var og nú miklu nær raunveruleikanum. Ágústa Johnson, sem hafði svo vinsamlega og bjarta ásýnd varð sú seinasta sem missti nokkurn hlut út fyrir sínar varir, en allir voru samt æv- inlega þakklátir henni fyrir það sem hún sagði þeim ekki. Þegar ég hvarf inn fyrir öflugar dyr SÍ spurðu ýmsir hvort andrúmsloft seðlabanka, þar sem fátt gerðist og huliðshjúpur yfir því sem þó gerðist, hentaði mér ekki illa, eftir áratugi í atinu. Mætti ég ekki ætla að þetta yrði eins og ein samfelld kyrrðarstund í Skálholti? Mér hafði reyndar liðið vel hvar sem ég hafði starfað fram að þessu og einnig síðar. Og á daginn kom furðu fljótt að atburðaskortur myndi ekki hrjá menn í Seðlabankanum í þetta sinn. Minn- isblað um samtal okkar Jóhannesar Nordal í bank- anum fáum vikum eftir komu mína þangað sýnir að sá nýkomni taldi að sú efnahagslega kyrrð sem stjórnvöld töldu umlykja tilveru sína, baðaða í stjörnubirtu frá kraftaverkum íslenska banka- heimsins, væri sennilega á brauðfótum reist en ekki á tígulegum marmarasúlum. Virtist full ástæða til að hafa af því öllu verulega áhyggjur. Jóhannes taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þetta mat, sem væri þó enn þá fremur reist á tilfinningu en rækilegum athug- unum, sem væri ekki auðvelt að framkvæma án þess að valda verulegum og jafnvel hættulegum óróleika. Og vandinn væri að auki sá að þótt rétt yfirvöld (fjármálaeftirlit) reyndu að grípa inn í væri ekki einsýnt að tækin væru til eða að slíkar aðgerðir myndu hrífa eða hvort þau kynnu að geta gert illt verra. Ágústa okkar færði okkur te og síðdegismeð- læti og það birti yfir og önnur umræða tók við. Fyrsta morguninn í bankanum hafði Ágústa fært mér ilmandi kaffibolla á kontórinn. Ég sagðist hafa vanið mig á það í ráuneytunum og á borg- arstjóraskrifstofunni að ná í mitt kaffi sjálfur, nema þegar ég hefði gesti og rölta svo með kaffið og taka hús á samstarfsfólki mínu við misgóðar undirtektir. Ágústa sagðist gjarnan vilja fá að halda sínum takti um fyrsta bolla dagsins, eins og tískast hefði frá upphafi. Sú varð auðvitað nið- urstaðan. Ég tók eftir því að fyrsti bollinn minn var ólíkur hefðbundnum og virðulegum seðla- bankabollum, enda krús með snotrum kattamynd- um. Ágústa sagðist vita fyrir víst að nýi banka- stjórinn væri veikur fyrir köttum, eins og hún sjálf og hefði því ákveðið að byrja daginn jafnan með þessum bolla, nema annað yrði ákveðið. Krúsin kom á morgnana eftir það. Þegar leið á síðasta daginn í bankanum færði Ágústa mér bollann inn- pakkaðan og sagði hann eiga heima hjá mér. Ég var ekki viss um að vel færi á því þar sem bollinn væri eign bankans. Ágústa hélt nú ekki. Hún hefði keypt hann sjálf úr sinni buddu og réði því hvað af honum yrði. Sjálf gæti hún ekki hugsað sér að vera áfram þennan mánuð sem hún ætti eftir af sinni starfsævi, eftir hina ódrengilegu aðför og myndi fylgja okkur bankastjórunum úr bankanum. Það- an ætti hún margar góðar minningar og marga vini sem hún myndi rækta áfram, hvað sem öðrum hlutum liði. Drjúgan hluta starfstíðar minnar hjá ríki og borg voru samskiptin við seðlabanka veruleg og ekki síst eftir að bankinn færðist skipulega undir forsætisráðherra. Þess utan hafði ég átti gott sam- starf við Jóhannes Nordal á meðan báðir sátu í stjórn Landsvirkjunnar en þar var hann mestur áhrifamaður um langa hríð og hélt Ágústa að nokkru einnig utan um þau samskipti, að því leyti sem þau féllu ekki í hlut öflugrar skrifstofu LV. Ég hafði því átt góð kynni við Ágústu Johnson í áratugi áður en ég hvarf til bankans. Og þau tengsl héldust styrk og góð þótt bankinn væri að baki. Þegar við fyrrum bankastjórar áttuðum okkur á því að ekkert hafði verið gert með brotthvarf Ágústu úr bankanum, þrátt fyrir einstæðan feril hennar, þá slógum við í fámennt hóf henni til heið- urs. Alllöngu síðar fréttum við að bankinn hefði einnig bætt úr, hvað þetta snerti. Síðasta áratug sinnti Ágústa vel sínum helstu hugðarefnum og ræktaði vel vinahópinn sinn. Það var jafnnotalegt og áður að hitta hana enda geisl- aði af henni til síðustu stundar. Hún varð fyrir óvæntu heilsuáfalli heima við og lá á sjúkrahúsi um hríð. Í veirutíð var umhendis að vitja hennar. Þegar hún var komin heim áttum við elskulegt og gott samtal. Það var gleðiefni hve hún var þá orðin sjálfri sér lík og hugsaði, eins brött og hún gat, til framtíðar og sagðist smám saman finna fyrir auknum styrk og honum fylgdi aukin bjartsýni. Fáum dögum síðar skall á annað áfall og það af- gerandi. Ágústa var blíð og trygglynd kona, en föst fyrir þegar það átti við, og ekki síst ef hún taldi að heið- ur bankans hennar væri undir. Ég get vottað að hún gætti vel að bankastjórunum sínum og mat þá alla mikils, en eins og nærri má geta engan þó eins og Jóhannes Nordal. Munaði þar miklu, en þó var fjarri því að við hinir þyrftum að kvarta. Hún var vel gerð og mannbætandi að fá að eiga vináttu hennar. Við Ástríður hugsum til hennar með hlýju og þakklæti og biðjum þeim blessunar sem henni voru nánastir. Davíð Oddsson. Lykilkona seðlabankastjóranna Már Guðmundsson, Ágústa, Jóhannes Nordal og Davíð Oddsson. Myndin er tekin í áttræðisafmæli Ágústu í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. SJÁ SÍÐU 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.