Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 SPARAÐU 15-30% NÚNA Gefðu fullkomna jólagjöf Tilboðspakkarnir eru jólagjöfin í ár! Gleðjið einhvern kæranmeð tilboðspakka fráHÚÐFEGRUN Taka þarf framnafn viðtakanda við greiðslu Bókin inniheldur ógnarfjölda ómót- stæðilegra rétta sem kenndir eru við saumaklúbba og almenna mannfögn- uði en henta allt eins þegar verið er að gera kósí heima. Berglind, sem sendi í fyrra frá sér Veislubókina, heldur áfram á svipaðri braut enda flinkari en flestir í að halda veislur. Hún segir að kúnstin á bak við vel heppnaðan saumaklúbb sé fyrst og fremst maturinn. „Góður matur getur síðan verið alls konar, allt frá því að vera eitthvað sem þú hefur nostrað við í nokkra daga að því að panta dýrindis- veitingar. Allir eru glaðir þegar þeir fá gott að borða og mér finnst mik- ilvægt að hafa smá fjölbreytni svo all- ir finni eitthvað við sitt hæfi. Síðan er „desrétturinn“ eins og Inga vinkona mín myndi segja eitthvað sem má ekki gleyma, það er svo gott að fá sér smá sætan bita eftir góða máltíð. Kósí stemning, kertaljós og tónlist setja síðan punktinn yfir i-ið á svona kvöld- um, segir Berglind sem vílar ekki fyr- ir sér að blanda saman aðkeyptum veitingum og heimatilbúnum. En hvað skal til bragðs taka ef fyr- irvarinn er enginn? „Gera einfaldan rétt, til dæmis pastarétt og gott brauð og hafa síðan fallega namm- iskál með alls konar gúmelaði eða ís í eftirmat … já og eitthvað gott að drekka. Vinkonur mínar í bókinni setja einmitt saman nokkra sniðuga saumaklúbba og þar eru sannarlega hugmyndir fyrir saumaklúbb á kort- éri,“ segir Berglind sem deilir því jafnframt að besta trixið sé ávallt að vinna sér í haginn. „Það er gott að ákveða veitingar með fyrirvara og vinna sér eins og hægt er í haginn. Gera allt kvöldinu áður sem hægt er, leggja á borð, gera fínt og undirbúa allt matarkyns sem mögulegt er að undirbúa þá. Til dæmis má útbúa súpugrunn nokkrum dögum áður og geyma í kæli, síðan bara hita upp og bæta saman við því sem fer út í í lokin og hita gott brauð með.“ Berglind segir gott að eiga einn rétt sem klikki aldrei. Hjá henni er það uppskriftin að kjúklingasúpu vin- konu hennar sem hún segir að sé afburðauppskrift. Hún smellpassi fyr- ir flest tilefni og að sjálfsögðu sé upp- skriftina að henni að finna í bókinni. Hægt er að panta bókina beint frá Berglindi á vefsíðu hennar Gotteri.is en þar er að finna urmul uppskrifta, góð ráð og margt bráðsniðugt í vef- versluninni. thora@mbl.is Veisludrottningin klikkar ekki Matarbloggarinn og eldhúsgyðjan Berglind Hreiðarsdóttir gaf á dögunum út bókina Saumaklúbburinn. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Gotterí Berglind er þekkt fyrir fallegar framsetningar má mat og fyrirmyndar eldamennsku. Bakaður ostur 1 Dala Auður 1 lúka af Til hamingju-pek- anhnetum 4 msk. hlynsíróp 1 lúka af granateplafræjum  Setjið ostinn í lítið eldfast mót og bakið í 180° heitum ofni í um 15 mínútur.  Saxið pekanhneturnar gróft niður, setjið yfir ostinn ásamt sír- ópinu og bakið áfram í um 5 mín- útur.  Takið úr ofninum, stráið vel af granateplafræjum yfir og njótið með góðu brauði eða kexi. Annað gott meðlæti Casale Prosciutto di parmaskinka Ólífur Ristað snittubrauð Bláber Til hamingju blandaðar rúsínur Bakaður ostur og meðlæti Athugið að gott er að setja pappa- form ofan í álform til þess að kök- urnar haldi fallegri lögun og auðveld- ara sé að fylla formin. Í þessari uppskrift má fylla um ¾ af forminu þar sem kremið er mikið og gott að hafa kökuna eins stóra og mögulegt er. Bollakökur 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix 4 egg 125 ml matarolía 250 ml vatn 3 msk. bökunarkakó 100 g brætt suðusúkkulaði  Hitið ofninn í 160°C og takið til bollakökuform.  Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.  Bætið kökudufti og bökunarkakó saman við og hrærið í nokkrar mín- útur.  Að lokum fer brædda súkkulaðið í blönduna og henni síðan skipt niður í um 20 bollakökuform.  Kælið kökurnar og útbúið síðan kremið. Kókosbollukrem 6 eggjahvítur 500 g sykur 100 ml vatn 1 tsk. Cream of tartar 1 msk. vanilludropar  Pískið saman eggjahvítur, sykur, vatn og Cream of tartar í skál.  Setjið skálina yfir pott með sjóð- andi vatni og hrærið í þar til þið finn- ið að sykurinn er orðinn uppleystur og blandan orðin volg, færið hana þá yfir í hrærivélarskálina (eða þeytið með handþeytara).  Þeytið á hæsta hraða þar til stífir toppar myndast (um 10-12 mínútur í hrærivél).  Bætið vanilludropunum saman við í lokin og þeytið í um eina mínútu til viðbótar.  Setjið kremið í stóran hringlaga sprautustút og sprautið eins ís- munstri ofan á hverja köku (um 3 hringir).  Stingið kökunum í frysti í 15-30 mínútur og dýfið þeim síðan í súkku- laði. Hjúpur 500 g suðusúkkulaði 3 msk. ljós matarolía  Bræðið súkkulaði og hrærið mat- arolíu síðan vel saman við til að þynna aðeins.  Setjið súkkulaðiblönduna í grannt og djúpt ílát (þó þannig að höndin ykkar og kakan komist að).  Sækið eina og eina köku í frystinn og dýfið eins og þið séuð að setja ídýfu á ís.  Haldið á hvolfi á meðan súkku- laðið lekur af og snúið síðan upprétt og leggið á disk.  Mikilvægt er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru borðaðar. Kókosbollubollakökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.