Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur farið þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að starfsþættir kirkjunnar verði skilgreindir á sama máta og önnur menningar- starfsemi, og lúti þar með sömu sóttvarnatakmörkunum og önnur menningarstarfsemi. „Sé ráðu- neytinu ekki unnt að verða við þeirri beiðni væri gagnlegt að fá rökstuðning fyrir því,“ segir í bréfi sem Þorvaldur Víðisson bisk- upsritari sendi heilbrigðisráðu- neytinu í gær. Athygli vakti þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir voru kynntar í vikunni að tilslakanir ná til útfara, 50 manns, en áfram er miðað við hámark 10 manna í kirkjum. Þetta kemur illa við marga enda fyrir höndum jólahá- tíðin þar sem rík hefð er fyrir því að fólk sæki kirkjur. Biskup kveðst í bréfinu leita staðfestingar á að skilningur kirkj- unnar og sóttvarnalæknis, en sam- ráð hafi verið haft við fulltrúa hans, á reglugerðinni sé í samræmi við skilning ráðherra. „Er það ekki rétt túlkun að sú menningar- og þjónustustarfsemi sem fram fer í kirkjum landsins flokkist með „… öðrum menning- arviðburðum, þar sem heimilt verði að taka á móti 50 gestum sitjandi og þeim skylt að nota grímu, sem og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar“? Í þessu sambandi megi þá að líkindum hafa 30 manns á „… sviði, við æf- ingar og sýningar“, þar sem um kóra og annað listafólk og starfs- fólk sé að ræða,“ segir í bréfinu. „Kóræfingar og tónleikar kirkju- kóra eru sannarlega menningar- viðburðir. Hugtakið trúarsamkoma á ekki við um slíka viðburði og má því segja að fimmta greinin eigi betur við en sú þriðja. Aðventu- kvöld eru gjarnan samspil af upp- byggilegum orðum, tónlist og fleiri menningartengdum atriðum. … Spurningin vaknar síðan hver sé munurinn á jólaguðsþjónustu, þar sem textar eru lesnir og sálmar/ söngvar sungnir, listaverk ber fyr- ir augu og fleira, og síðan annarri menningarstarfsemi. Má ekki líta svo á að öll hin kirkjulega starf- semi heyri undir 5. grein reglu- gerðarinnar?“ er spurt í bréfinu og ennfremur hvort kirkjan þurfi að vera með númeruð sæti og þau skráð á nafn. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu mun mun biskup Ís- lands senda frekari leiðbeiningar til sókna landsins í kjölfarið á svari ráðuneytisins. Vill að tilslak- anir nái einnig til kirkjustarfs  Biskup ritar ráðherra bréf  Guðs- þjónustur og kórastarf fái þrifist um jól Morgunblaðið/Ófeigur Messa Það verður einhver bið á því að fullsetið verði í kirkjum. Mikil gleði ríkir í starfsmannahópi Árbæjarlaugar yfir því að fá líf í laug- ina. Starfsfólk hefur mætt á meðan lokun stóð og sinnt viðhaldsverkefn- um og þrifum en gleðst nú yfir að fá aftur fólk í laugarnar, segir Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Árbæj- arlaugar í samtali við Morgunblaðið. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða opnaðar aftur í dag þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. „Við höfum verið að taka á móti skólasundi og sundæfingum síðustu tvær vikur svo að sundlaugin er alveg klár, það voru bara heitir pottar og eimbað sem þurfti að fíra aftur upp í. Farið var yfir hvort allt virkaði seinni partinn í dag,“ sagði Drífa í gær- kvöldi. Eigendur líkamsræktarstöðva skoða lagalega stöðu sína Þó eru ekki allir á eitt sáttir. Ekki voru heimilaðar opnanir líkamsrækt- arstöðva við tilslakanir sóttvarnaráð- stafana í þetta skiptið. .„Manni sárn- ar þessi mismunun,“ segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi heilsuræktar- stöðvarinnar Hress, um ákvörðun stjórnvalda um að heilsuræktar- stöðvar skyldu halda dyrum sínum lokuðum áfram vegna faraldursins. Linda segir að aldrei hafi komið upp smit hjá Hress og kallar eftir því að landlæknir horfi á lýðheilsu þjóðar- innar með heildrænni hætti en þeim að einblína einungis á möguleg veiru- smit. „Heilsuræktarstöðvar eru ekki bara fyrir einhverja kroppatemjara, það eru ekki allir bara að kroppast þarna í kjörþyngd. Við erum með svo mikið af viðskiptavinum sem er lífs- spursmál að koma til okkar,“ segir Linda. Hress skoðar nú stöðu sína laga- lega vegna lokunarinnar og segir Linda að til greina komi að höfða mál á hendur ríkinu vegna þeirra mánaða sem stöðin hefur þurft að vera lokuð. Þá hefur Björn Leifsson, eigandi World Class heilsuræktar, sent heil- brigðisráðherra álit lögfræðinga sinna sem telja ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðv- um lokuðum, þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi, ekki lögmæta. Lögfræðiálitið var birt á samfélagsmiðlum World Class í gær. Fjár- málaráðherra og for- sætisráðherra fengu afrit. Líkamsrækt- arstöðvar hafa nú verið lokað- ar í fjóra mán- uði. Morgunblaðið/Eggert Árbæjarlaug Jón Ferdinandsson undirbjó laugina í gær fyrir opnun og ryksaug meðal annars lauf úr pottinum. Langþráð opnun sundlauga loks í höfn  Nýjar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda taka gildi í dag Jakob E. Jakobsson, veitinga- maður á Jómfrúnni, segir ákvörðun um að leyfa fimm manns á hverja 10 fermetra í verslunarhúsnæði vera blauta tusku í andlit veitingamanna. Hann spyr á Facebook-síðu sinni hvernig betra sé að fólk gangi á milli fatarekka eða hillna og máti, skoði og snerti í misvel loftræstum rýmum „í stað þess að sitja til borðs á veitingahúsi, í góðri fjarlægð frá öðrum og einungis þjónninn fer um salinn“. Hann segir þetta hrópandi ósamræmi í sóttvarnaaðgerð- um stjórnvalda. „Afar órökstutt að mínu mati og hreinlega ósann- gjarnt.“ Órökstutt ósamræmi BLAUT TUSKA Jakob E. Jakobsson Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir súrt að sömu reglur gildi yfir allt landið þrátt fyrir fá smit utan höfuðborgarsvæðisins. Rauð viðvörun er nú í gildi um land allt samkvæmt nýju litakóðunarkerfi almannavarna. Undanfarið hefur fólk greinst smitað af kórónuveirunni sem ekki er hægt að rekja til annarra smita. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis segir það okkur að smit séu enn úti í samfélaginu. Lítið þurfi til svo faraldurinn blossi upp að nýju og það sé ástæðan fyrir rauðri við- vörun um land allt. Rautt stig merki alvarlegt ástand. Sama viðvörunarstig um land allt í nýju litakóðunarkerfi almannavarna ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.