Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 ✝ GunnhildurJúlía Júl- íusdóttir fæddist 11. júní 1951. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 27. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Hans Júlíus Þórðarson, f. 11. mars 1909, dáinn 28. október 1998, og Ásdís Ásmunds- dóttir, f. 18. ágúst 1912, dáin 21. júní 1985. Systkini Gunnhildar eru: Guðrún Edda, f. 1938, Ragn- heiður, f. 1940, d. 2019, Emilía er Ásdís Elín Pryiani, f. 29. mars 1985. Sambýlismaður hennar er Birgir Örn Hansen, f. 29. september 1985. Barn þeirra er Gunnhildur Pryiani Hansen, f. 21. febrúar 2015. Gunnhildur ólst upp á Akra- nesi og hlaut þar hefðbundna skólagöngu. Hún lauk sjúkra- liðanámi bæði í Svíþjóð og á Ís- landi og starfaði á Heilsugæsl- unni á Akranesi við heimahjúkrun. Gunnhildur lauk einnig námi sem fótaað- gerðafræðingur og vann við það á Akranesi í mörg ár. Útför Gunnhildar fer fram frá Akraneskirkju þann 10. desember 2020 og hefst klukk- an 13. Streymt verður frá út- förinni á vef Akraneskirkju, https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á streymi má nalgast á https://www.mbl.is/ andlat Ásta, f. 1942, Þórður Ásmunds- son, f. 1944, d. 2020, Ásdís Elín, f. 1946. Gunnhildur gift- ist eftirlifandi maka sínum Smára Hann- essyni, f. 1948, þann 9. ágúst 1969. Foreldrar hans voru Hannes Ágúst Hjartarson, f. 8. júní 1924, d. 2. mars 2004, og Þor- gerður Bergsdóttir, f. 24. maí 1928, d. 6. október 2008. Barn Gunnhildar og Smára Í dag kveðjum við Gunnhildi Júlíu systur okkar sem féll frá 27. nóvember síðastliðinn eftir hetju- lega baráttu við krabbamein síð- ustu mánuði. Við vorum sex systkinin sem ólumst upp á Vesturgötu 43 á Akranesi en við misstum Ragn- heiði systur okkar sumarið 2019 og Þórð bróður í september síð- astliðnum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími og mikill missir fyrir okkur öll. Gulla var yngst af okkur systkinum og var einstak- lega glaðvært barn, alltaf kát og sísyngjandi. Hún var dugleg og vinnusöm og sem unglingur vann hún við þjónustu bæði á Hvann- eyri og Þingvöllum. Hún var ung þegar hún kynntist Smára sínum og voru þau sem eitt alla tíð, sam- stiga í öllu sem viðkom lífi þeirra og áhugamálum. Hún átti mjög auðvelt með að koma fram bæði syngjandi og við leik með Skaga- leikflokknum þar sem þau voru bæði þátttakendur. Gulla hafði fallega rödd og naut þess að syngja enda mikið sungið í okkar fjölskyldu. Gulla var lærður sjúkraliði og fótaaðgerðarfræðingur og átti það vel við hana því hún var ein- staklega umhyggjusöm og hafði góða og hlýja nærveru. Hún starfaði á sjúkrahúsum, við heimahjúkrun og mikið með aldr- aða bæði hér á landi og í Svíþjóð. Fólkið sem hún annaðist elskaði hana því hún gaf svo mikið af sér. Eftir að þau Smári komu heim frá Svíþjóð stofnaði Gulla fótaað- gerðarstofu sem var í húsinu þeirra við Vesturgötu 43 og þang- að sóttu margir því hún kunni sitt fag en auk þess fengu hennar við- skiptavinir hlýju og gott viðmót. Gulla var mikill fagurkeri og stílisti, hún kunni svo sannarlega að gera fallegt í kringum sig. Heimili þeirra Smára var unun á að líta enda voru þau samhent í því að gera það fallegt. Þegar þau fluttu heim frá Svíþjóð keyptu þau hluta af æskuheimilinu okkar og bjuggu þar með mömmu og pabba. Þau voru einstaklega nat- in við þau bæði og erum við systkinin mjög þakklát fyrir það. Síðar kom svo Dísella litla og var hún augasteinn þeirra allra en einstakt samband varð á milli hennar og pabba okkar. Gulla var mikið jólabarn og hafði gaman af því að gera heim- ilið jólalegt. Hún var snemma í því að skreyta og var jafnvel búin að dekka upp jólaborðið nokkrum dögum fyrir jól. Örlögin eru stundum skrýtin en svo vildi til að pabbi okkar orti sönglag um hana þegar hún var lítil þar sem jólin koma við sögu og hefur það oft verið sungið í gegnum tíðina. Svona er fyrsta versið: Gunnhildur Júlía jólarós, étur súkkulaði, hún er eins og engjarós, útsprungin í hlaði (Júlíus Þórðarson) Gulla og Smári áttu svo því láni að fagna að eignast yndislegt barnabarn sem ber nafn ömmu sinnar. Stórt skarð hefur nú myndast í okkar systkinahóp og við munum sakna Gullu systur mikið sem fór allt of fljótt. Við kveðjum þig elsku systir, minn- ingarnar munu lifa, hvíl þú í friði. Þínar systur, Edda, Emilía og Dísella. Elsku Gulla móðursystir mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Ég leit alltaf á þig sem vinkonu mína alveg frá því ég var barn, þó það væru 15 ár á milli okkar. Þú varst einstök frænka og í mínum huga áttuð þið Smári heima í æv- intýrahúsi, risinu á Höfðabraut- inni. Að vera heima hjá þér í dekri var það besta sem ég vissi en þú varst einstaklega natin við okkur litlu frænkur þínar eins og öll systkinabörn þín. Það voru all- ir svo velkomnir til þín og þú gerðir allt svo skemmtilegt. Akranes á sumrin var skemmti- legur tími en heimsóknirnar til þín voru eftirminnilegar og æv- intýralegar, minningarnar eru hlýjar. Minningarnar frá Svíþjóð vekja líka hlýju og yl, bæði til ykkar Smára og Raddýjar og fjölskyldu. Eitt sumarið fékk ég að fara ein til þín sem var ferm- ingargjöfin mín. Ég var 14 ára að fara í fyrsta skipti til útlanda ein, þvílíkt ævintýri og mér fannst ég vera fullorðin. Þið Smári tókuð svo vel á móti mér og þú varst bú- in að undirbúa þetta vel. Verið var að opna nýja öldulaug í Lundi sem við urðum að prófa, við hjól- uðum, skokkuðum og versluðum og svo ótal margt fleira. Þetta var svo eftirminnileg ferð í marga staði. Sumir töldu okkur vera systur en einhverjir mæðgur, annað fannst þér skemmtilegra en hitt en þessu höfum við oft hlegið að í gegnum tíðina. Ég fór heim stíliseruð af þér í nýjum skólafötum og með jogging-galla á alla fjölskylduna svo við værum öll í stíl. Þú hefur alltaf verið einstök í mínum huga en þegar ég varð fullorðin gerði ég mér betur grein fyrir því hvað þú varst ein- staklega natin, hvernig þú hugs- aðir um ömmu og afa, hvað þið Smári gerðuð mikið fyrir Vest- urgötuna og hvað þú varst sér- staklega smekkleg og úthugsaðir hvert einasta smáatriði. Þú varst sko fagurkeri og stílisti af lífi og sál og stundum furðaði ég mig á því hvar þú fyndir alla þessa fal- legu hluti og þessar samsetning- ar. Þú tókst þetta alla leið enda var öll fallega fjölskyldan þín höfð í stíl við sérstök tilefni og jafnvel afi líka. Við náðum svo nýjum tengingum í gegnum börnin okkar, fallegu fötin sem þú keyptir á Dísellu þína fékk Freyja mín svo seinna að njóta. Þú bjóst til svo fallega umgjörð utan um fæturna, þitt fag, ávallt með Smára þér við hlið. Á þess- um tíma sýndir þú mér svæða- nuddspunktana sem ég hef pælt í síðan. Síðustu mánuðir hafa tekið á, óréttlát barátta en þú sýndir bara seiglu og jákvæðni allt fram á síðasta dag sem hafði áhrif á svo marga. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið þennan tíma með þér en hefði gjarnan viljað hafa hann lengri. Minningin um einstaklega hlýja, gefandi og umhyggjusama frænku lifir og ég veit að þú ert komin í hlýjan faðm ömmu og afa og systkina þinna. Ég óska þess að góður guð gefi ykkur styrk, elsku Smári, Dísella, Birgir og Gunn- hildur, missir ykkar er mikill. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Nú fagna þeir englarnir aðrir þeim engli sem burt héðan fór á jólum er fannhvítar fjaðrir falla til jarðar sem snjór. Svo eyðast öll erfiðu sárin. Hann yfir þig breiðir sinn væng, með þíðu svo þerrar hann tárin í þögn undir dúnmjúkri sæng. (Kristján Hreinsson) Guð geymi þig ávallt, elsku- leg. Þín frænka, Lára Hagalín. Í dag kveðjum við yndislegu móðursystur mína, Gunnhildi Júlíu Júlíusdóttur. Gulla var létt í lund, jákvæð og mjög skemmtileg. Hún var mikill húmoristi, sá það spaugi- lega í öllum hlutum, alltaf gam- an og mikið hlegið. Hún hafði þægilega nærveru og átti auðvelt með að nálgast og tala við fólk. Sjálf man ég sem krakki hvað hún átti auð- velt með að ná sambandi við okkur smáfólkið, sagði henni öll heimsins leyndarmál. Seinna á lífsleiðinni gat maður leitað til hennar, ávallt fengið skilning og góð ráð. Gulla gat verið skemmtilega sniðug, einu sinni fékk hún okk- ur yngstu frænkur til að fara í klóra á bak-keppni. Kom sér makindalega fyrir og lét okkur klóra sér og nudda sig á bakinu, gaf okkur öllum einkunn, síðan fengu allir kók og kúlur. Það var varla til meiri fagur- keri en Gulla, alveg sama hvort um var að ræða heimilið eða föt. Allt útpælt og allt í stíl. Þau fjöl- skyldan tónuðu oft saman í klæðaburði. Þegar kom að borðskreyting- um var Gulla alger meistari, bjó vel að veru sinni á Hótel Þing- völlum. Hún kenndi mér hvern- ig ætti að leggja rétt og glæsi- lega á borð og hvernig ætti að brjóta saman allskonar servíett- ubrot. Þegar ég fer í sumarbú- stað eða hótel tek ég alltaf með dúk, blómvönd og kertastjaka eins og Gulla gerði alltaf. Gulla var rösk og mjög skipu- lögð, ef hægt var að gera eitt- hvað fram í tímann þá var það gert. Öfundsvert hvernig hún var alltaf búin að leggja fagur- lega á borð og skreyta allt viku fyrir jól. Gulla gat verið mjög ákveðin og vissi hvað hún vildi. Þegar Smári kom til skjalanna, þá var ekki verið að tvínóna við hlutina, þurftu að fá forsetaleyfi til að giftast. Þau gengu ung í hjóna- band, en það var fallegt og far- sælt band. Alla tíð ríkti mikil ást og umhyggja, kærleikur og virð- ing. Þau voru samtaka í öllu, voru eitt. Gulla átti auðvelt með leik og söng, hún hafði gullfallega söng- rödd. Ég á yndislegar minningar frá því þegar þau systkin komu saman ásamt mökum, var sungið og spilað fram eftir nóttu. Oftar en ekki tók Gulla einsöng með Smára á gítarnum, sannkallað músíkalskt par. Það var frábært að fá þau Gullu og Smára til Svíþjóðar þeg- ar við fjölskyldan bjuggum þar. Þar kynntist maður þeim enn bet- ur þar sem þau bjuggu hjá okkur fyrstu mánuðina og ávallt mikill samgangur á milli eftir það. Þetta voru yndisleg ár og mikið brallað, jól, áramót, páskar, „midsomm- ar“, „kraftskivor“ og sól & sæla. Eftir heimkomu þeirra Gullu og Smára til Íslands urðu þau svo gæfusöm að eignast sólargeisla frá Ceylon, hana Dísellu, gullmol- ann í lífi þeirra. Lífið var full- komnað með hennar tilkomu. Seinna á lífsleiðinni kom yndis- legi Birgir inn í líf Dísellu og ann- ar gullmoli kom í heiminn, Gunn- hildur Pryani, augasteinn þeirra allra. Erfitt er að kveðja hana Gullu, kall hennar kom allt of snemma. Hún tók veikindum sínum með miklu æðruleysi, heyrði hana aldrei kveinka sér, var með já- kvæðnina ávallt að leiðarljósi. Hvíli þú í friði, elsku Gulla mín, veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, ert í faðmi ömmu, afa, mömmu og Þórðar. Kveðja, Melkorka. Um leið og við minnumst Gullu er gott að ylja sér við minningar á þessari sameiginlegu göngu okk- ar í gegnum lífið. Sagan byrjar haustið 1958 þeg- ar við urðum skólasystur í Barna- skóla Akraness og allar götur síð- an höfum við verið í sambandi og ekki bara í skóla heldur unnum við á sama vinnustað. Minningin um Gullu er lituð gleði og ýmsum uppátækjum ungdómsáranna sem verða ekki tíunduð hér. Hún var bara svo skemmtileg og mikill gleðigjafi og munu þær minningar fylgja okkur um ókom- in ár. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu, vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Innilegar samúðarkveðjur sendum við Smára og Dísellu og allri fjölskyldunni. Jóhanna Jónsdóttir (Hanna) og Rún Elfa Oddsdóttir (Lella). Sorgin situr í brjósti mér hún hvíslar hægt og mjúkt. Tárin finna sér leið. Hringurinn að lokast. Þú byrjar aftur á nýjum stað. Ekki fleiri gyðjuferðir í kaffihús og fatabúðir að skoða skart og máta. Ný peysa nýr kjóll festi og kápa. Við svo smart eftir þessar borgarferðir. Mikið talað og leyndarmál sögð það fannst okkur gaman. Nú ertu farin samt ekki langt. Takk fyrir samfylgdina elsku Gulla. Þínir vinir. Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir. Bjarni Þór Bjarnason. Elsku Gulla okkar hefur kvatt allt of snemma eftir skammvinn veikindi. Gunnhildur (Gulla) starfaði í þrjá áratugi á Heilsugæslustöð- inni á Akranesi við heimahjúkr- un. Hún sinnti starfi sínu af fag- mennsku, alúð og mikilli hlýju. Öllum þótti vænt um Gullu og tóku ástfóstri við hana, jafnt skjólstæðingum sem samstarfs- fólki. Gulla var líka einstaklega skemmtileg og alltaf var líflegt í kringum hana. Að hlusta á hana segja frá eða hlæja að sjálfri sér fékk okkur samstarfsfólk hennar oft til að grenja úr hlátri, hún var leikari af guðsnáð. Hún var alltaf ein af stelpuhópnum í heima- hjúkrun; þó að síðustu árin hafi aldursmunurinn verið nokkur var ekki hægt að merkja það. Gulla var mikill fagurkeri og hafði gam- an af að kaupa fallega hluti enda var hún stórglæsileg dama alla tíð. Mesta gleðin í lífi Gullu var þó fjölskyldan, Smári hennar, sólar- geislinn Dísella og blómarósin og nafna Gunnhildur Priyani. Elsku Smári, Dísella og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi guð og fallegar minningar styrkja ykkur í sorg- inni. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrir hönd starfsmanna heilsugæslunnar, Barbró S. Glad, Ragn- heiður B. Björnsdóttir, Ragnheiður Helgadóttir og Þuríður E. Geirsdóttir. Elsku Gulla frænka, nú ertu farin frá okkur og það allt of snemma. Upp koma margar góð- ar minningar um þig. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Alltaf til í að gera allt með okkur og húmorinn ekki langt undan. Ég á margar góðar minningar um þig og Smára frá því í Svíþjóð þegar ég var lítil stelpa. Þið feng- uð stundum að passa okkur Úlla bróður þegar mamma og pabbi þurftu að skreppa af bæ. Þá var nú brallað ýmislegt og þið létuð margt eftir okkur. Það var alltaf gott að heim- sækja ykkur á Vesturgötu 43. Heimilið sem þið Smári höfðuð nostrað við á síðustu árum. Það var einmitt þar sem við Úlli bróð- ir hittum þig síðast. Það var nota- leg stund sem mun ylja mér um hjartarætur. Ég mun sakna þín, elsku Gulla, og takk fyrir allar góðu stundirn- ar. Hvíl í friði, elsku frænka. Þín systurdóttir, Þóra Katrín Gunnarsdóttir Með miklum söknuði kveð ég þig, Gulla mín. Það er margt sem um huga minn fer. Efst í huga eru stundirnar sem fjölskyldan kom saman. Þú hreifst alla með þér með þinni frásagnargleði, við bókstaflega lágum úr hlátri. Þú varst líka mjög söngelsk og hafð- ir næma tilfinningu fyrir tónlist. Þvílíkur fagurkeri sem þú varst eins og heimili ykkar Smári bar sterkt vitni um. Svo ég tali nú ekki um tertur og borð í afmæli Dísellu ykkar, sem var skreytt af mikilli list. Alltaf man ég þegar þú sagðir mér frá að þið færuð til Srí Lanka að sækja Dísellu ykk- ar, þá grétum við báðar gleðitár- um. Fyrir fimm árum þegar Birgir og Dísella eignuðust Gunnhildi litlu þá kom svo sannarlega ann- ar gleðigjafi í líf ykkar. Þið Smári báruð gæfa til að standa saman í einu og öllu sem eitt í þau 54 ár sem þið áttuð. Ferðin sem þið fóruð saman fjölskyldan til Tenerife fyrir tveim árum gaf ykkur fjölskyld- unni mikið. Gulla mín, þú vissir að sjúkdómurinn myndi sigra. Þú háðir þessa baráttu með miklu æðruleysi og hugsaðir mest um þá sem eftir urðu, þannig varst þú. Elsku Smári, Dísella, Birgir og Gunnhildur, systur Gullu, þær Edda, Emilía og Dísella. Mikill harmur er kveðinn að ykkur nú. Allar fallegu minningarnar um Gullu munu með tímanum lina sorgina. Megi Guð vaka yfir ykk- ur öllum. Elsku Gulla, nú ferð þú í sumarlandið þar sem margir taka á móti þér. Megi Guð og allir englar umvefja þig. Takk fyrir allt og allt, þín mág- kona og vinkona, Ólöf. Gunnhildur Júlía Júlíusdóttir Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Anna Lóa Marinósdóttir ✝ Anna Lóa Mar-inósdóttir fædd- ist 24. nóvember 1945. Hún lést 13. nóvember 2020. Útför Önnu Lóu fór fram 24. nóv- ember 2020. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt. Jóhanna Þorbergsdóttir. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.