Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 55
Elsku litli frændi okkar, það er svo sárt og erfitt að þurfa að kveðja þig langt um aldur fram. Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn. Hvernig á maður að útskýra það fyrir öllum frænd- systkinum þínum að það fá ekki allir að verða gamlir? Á þessum erfiðu tímum reynir maður að hugsa um minningarnar og tímann sem við höfðum með þér. Þú varst fyrsta systkinabarn- ið í fjölskyldunni og okkur fannst við eiga svo mikið í þér. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og nú síðast þegar við fengum að fagna fermingar- deginum með þér og sjá hvað þú ljómaðir með daginn þinn og fékkst að hafa hann alveg eins og þú vildir. Þú varst svo einstaklega blíður og barngóður, það var svo fallegt að horfa á hvað þér þótti vænt um öll litlu frændsystkinin þín og naust þess að vera innan um þau. Mikið tómarúm hefur skapast við fráfall þitt, elsku Helgi okkar, og það er erfitt að ímynda sér lífið án þín. Við munum varðveita minningarnar um þig í hjörtum okkar um alla tíð. Þín Hulda Hrund, Guðlaug Dagmar og Helgi Hörður. Elsku blíði og dásamlegi vinur okkar Helgi Jóhannesson hefur nú kvatt. Í gegnum áratuga vináttu við Mörtu Maríu, móður Helga, og seinna Pál, vorum við svo heppin að vera hluti af lífi hans. Helgi var mjög sérstök mann- eskja. Kringum hann var alltaf bjart ljós hlýju og kærleika. Hann var naskur á smáatriði, gríðarleg- ur húmoristi og elskaði góðar sög- ur og trúnó, eins og hann á kyn til. Helgi hafði enga þörf fyrir að láta á sér bera en fékk þeim mun meira út úr því að fylgjast með sínum nánustu njóta. Helgi hafði mannbætandi nærveru. Elsku Helgi okkar. Það er leit- un að ljúfari dreng en þér. Takk fyrir að leyfa okkur að vera hluti af þinni tilveru. Þú sýndir okkur nýjar og dýpri hliðar lífsins. Þú kenndir okkur mikilvægi húmors og gleði, þú kenndir okkur hvern- ig við lifum í æðruleysi og þú kenndir okkur mikilvægi þess að vera þakklát. Þú gerðir okkur að betri manneskjum og fyrir það er- um við þakklát. Minningarnar lifa með okkur. Ein sú allra besta ert þú með þitt hlýja bros, nýfermdur hjá Sið- mennt, stjarna dagsins í hvítum pólóbol eins og klipptur út úr sumarleyfisparadís í sænska skerjagarðinum. Þú verður áfram með okkur í huga og hjarta þar sem fólkið þitt er nú, okkar kæru vinir, Marta María, Páll, Kolbeinn Ari, Guðný Kristín og Katrín Pála. Þínir vinir, Ástríður, Björg og Greipur. Mikið voru það sorglegar frétt- ir að Helgi, elsti sonur Mörtu Maríu vinkonu minnar, væri fall- inn frá. Upp í hugann koma minn- ingar er tengjast ljúfum stundum sem við vinkonurnar áttum saman með börnunum okkar þegar þau voru yngri, en þá vorum við dug- legar við að sameina afþreyingu fyrir þau og okkur sjálfar. Ekki þurfti að nauða mikið í dætrum mínum til að koma með á þessa fundi enda var elsta dóttir mín á tímabili bálskotin í Helga. Sú hrifning var reyndar ekki gagn- kvæm en kræsingarnar sem Marta galdraði oftast fram slógu aðeins á ástsýkina. Þessir fundir okkar með krakkana gengu oftast vel. Synir Mörtu voru yfirleitt skapgóðir og meðfærilegir en Helgi átti þó alveg til skap, þó svo hann hafi verið sannkallaður ljúf- lingur. Í því sambandi er minn- isstæð ferð á Snæfellsnesið þar sem Helgi, þá líklega fimm ára gamall, heimtaði að ganga heim enda búinn að fá sig fullsaddan á náttúruskoðun og ástleitinni dótt- ur minni, sem sá ekki sólina fyrir honum. Það var skondin sjón þeg- ar hann arkaði af stað eftir mal- arvegi á Öndverðarnesi íklæddur tígramynstraðri úlpu af móður sinni. Hann sinnti engum köllum um að koma upp í bílinn en að lok- um náðu foreldrar hans að telja honum hughvarf svo ekki gekk hann heim til Reykjavíkur. Í seinni tíð hef ég dáðst að styrk vinkonu minnar og æðruleysi varðandi sjúkdóm Helga. Sömu- leiðis hef ég dáðst að því hvernig hún hefur haft drengina sína í fyr- irrúmi og verið meðvituð um hversu dýrmætt það var að eiga góðar stundir með þeim. Þannig kom hún til dæmis ekki við hjá mér á Akureyri í sumar þegar hún átti leið í gegnum bæinn á húsbíl með synina. Ég varð hálfmóðguð en hún sagði mér í síma að það væri ekkert gaman fyrir þá að hún væri alltaf að kjafta við eitthvert fólk. Forgangsröðunin var að sjálfsögðu hárrétt enda tíminn með Helga takmarkaður, þó ekki hafi þá verið vitað að hann yrði svona stuttur. Kæra vinkona, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessari sáru stundu. Palli, Jói, Kolbeinn, Fanney, Guðný og Katrín, ykkur votta ég einnig samúð mína sem og öðrum ástvinum. Snæfríður Ingadóttir. Ég kynntist Helga þegar við byrjuðum í Réttó. Helgi var einn af mínum bestu vinum og við höf- um átt margar góðar stundir sam- an. Eitt af því sem lét hann skera sig úr var að hann var alltaf kátur og glaður þrátt fyrir veikindin. Helgi mætti líka alltaf í skólann brosandi. Eitt af því sem Helgi kenndi mér var að horfa á björtu hliðarnar í lífinu og ganga í gegn um það brosandi eins og hann. Hvíldu í friði. Mikael Orri Baldursson. Elsku Helgi bekkjarbróðir okkar er farinn í sumarlandið fagra, það er mjög sárt og hræði- lega erfitt að hugsa til þess að Helgi sé ekki lengur meðal okkar. Minningin um einlægan og góðan bekkjarbróður mun áfram lifa með okkur. Við erum mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast Helga því hann var góður vinur sem nánast allir gátu leitað til. Það er stundum erfitt að hugsa til þess hvað lífið getur verið óréttlátt að taka í burtu góðan dreng en við er- um öll mjög þakklát fyrir tímann sem við fengum með Helga og að hafa fengið að kalla hann vin okk- ar því að Helgi var sannur vinur. Helgi var strákur sem allir höfðu gaman með, Helgi gat alltaf fengið fólk til að hlæja og hann lét öðrum í kringum sig líða vel. Dagurinn sem við fréttum af andláti Helga var okkur þungbær. Hvíldu í friði elsku Helgi. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig (Leifur Eiríksson) Fyrir hönd bekkjarfélaga 9. JKG, Víkingur og Bergþór. Síðustu helgina í nóvember fengum við þær sorgarfréttir að Helgi, nemandi hjá okkur í Rétt- arholtsskóla, hefði orðið bráð- kvaddur. Mikil sorg hefur ríkt síð- an en allir í skólanum þekktu Helga enda var hann einstakur á svo margan hátt og snerti við hjörtum okkar allra. Hlédrægur dugnaðarforkur sem vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér. Helgi komi til okkar í Réttó haustið 2019 ásamt bekkjarfélög- um sínum úr Hvassaleitisskóla sem allir voru að byrja í unglinga- deildinni stóru. Fjörugur hópur góðra vina og Helgi þar á meðal sem settu glaðlegan svip á skólann okkar og skólabraginn. Við erum ríkari eftir að hafa fengið að hafa Helga hjá okkur í Réttó og svo ótal margt sem við getum lært af honum. Hugrekki, æðruleysi og dugnaður er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar við minn- umst Helga og nemendur skólans nefna líka margir góðmennsku og hjartahlýju. Þessir eiginleikar sem Helgi bjó yfir eru einmitt þeir sem við öll ættum að tileinka okkur og læra af. Lífið færir okk- ur nefnilega öllum misjöfn verk- efni en verkefni Helga var stórt sem hann tókst á við á aðdáun- arverðan hátt. Glaðlegur ungling- ur sem mætti í skólann upp á hvern einasta dag og sinnti sínu vel og af vandvirkni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Helga sem var stór partur af skólasamfélagi Réttarholtsskóla og hans verður sárt saknað. Við sendum fjöl- skyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur og varð- veitum áfram dýrmætar minning- ar um Helga. Fyrir hönd nemenda og starfs- fólks Réttarholtsskóla, Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri. Helgi kom til okkar í JKG- bekkinn í Réttarholtsskóla haust- ið 2019, fallegur drengur og kurt- eis en svolítið feiminn. Honum fylgdu góðir félagar úr Hvassa- leitisskóla og jafnvel úr leikskóla. Ekki var liðinn langur tími uns allir í skólanum þekktu Helga; strákinn sem brunaði um allt á stólnum sínum, oftar en ekki með tvo til þrjá stráka hangandi utan á að sníkja sér far með grallarasvip og gleðiblik í auga. Helgi var hvers manns hugljúfi, með sitt fal- lega, stundum sposka, bros og góða skap. Hann var okkur góð fyrirmynd þar sem hann sýndi fá- dæma þrautseigju í leik og starfi, innan skóla sem utan. Verkefnin voru ekki alltaf létt en Helgi leysti þau eitt af öðru með vandvirkni og seiglu að leiðarljósi. Veggur í and- dyri skólans ber þess merki þessa dagana að Helgi snart líf nem- enda í skólanum, veggurinn er þakinn litlum post-it-miðum sem nemendur í 9. bekk festu með fal- legum orðum um Helga. Einn miðinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir Helga: „Sá hann aldrei ekki brosandi og hann gerði dagana mína betri án þess að hann vissi það.“ Blessuð sé minning Helga, hvíli hann í friði. Fjölskyldu Helga votta ég mína dýpstu samúð, minningin um góðan dreng lifir. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, umsjónarkennari í 9.JKG. Í hjarta mér er sorg en jafn- framt þakklæti. Ég var svo hepp- in að fá að vera kennari þinn í fjögur ár, þar af þrjú ár sem um- sjónarkennari. Saman áttum við og bekkjarfélagar þínir margar skemmtilegar stundir sem munu lifa áfram í hjörtum okkar og ylja okkar þegar sorgin sækir að. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð í Nauthólsvík á síðustu vordögun- um okkar saman. Þar sem ég kaus að líta hjá þegar þú þeystist um á bílnum þínum í fyrsta skipti með vinum þínum, úr andliti þínu skein þvílík gleði að ég hafði ekki hjarta í mér að stoppa ykkur fé- lagana af. Þú hafðir virkilega gaman af lífinu og naust þess í botn að taka þátt og fylgjast með prakkara- skap og lenda í ævintýrum með bekkjarfélögum þínum. Þú áttir vísan stuðning vina þinna en ástæða þess varst þú sjálfur, alltaf glaður, þakklátur og jákvæður. Ég mun sakna þess að hitta þig í skólanum og í hverfinu. Dýpstu samúð til fjölskyldu og vina. Ásta Björg Guðmundsdóttir. Hann var sá fyrsti sem kallaði mig ömmu þó að ég væri afasystir hans svo þá var að reyna að standa undir þeim heiðri. Hér heima var hann meira en ömmu- strákur, hann var fjölskyldunni vinur, „litli bróðir“, frændi, ná- granni og ferðafélagi. Honum svo mjúkum, blíðum og fríðum fékk ég að hossa á hand- legg svo ótal sinnum og gæta. Hann svo lágróma, orðvaran og hugsandi að hlýða á segja ítar- lega sögu. Hann svo nákvæman, viljugan og stoltan að hlusta á stauta orð og sjá draga til stafs. Hann svo léttan, spakan og at- hugulan að bera á baki í okkar borg og annarra landa. Honum svo sælum, öruggum og ratvísum að fylgja í skógar- túrum og sjá taka áralagið. Þar sem hlutverkið sem mér var úthlutað í lífi hans var veg- legt er tómið við fráfallið grimmt. Með þakklæti fyrir samfylgdina, Valgerður Garðars- dóttir (amma Valla). Hugur okkur mömmuvin- kvenna Helga er hjá drengnum fallega sem leit heiminn fyrir fjórtán árum. Helga fylgdi sér- stök hlýja, jákvæðni og svo, þeg- ar reyna þurfti, dæmafár vilja- styrkur og seigla. Helgi sem var svo blíður virtist samt vera gerð- ur úr harðasta efni náttúrunnar. Við höfum dáðst að Helga og fjölskyldunni allri taka á móti þeim áskorunum sem fyrir þau hafa verið lagðar. Æðruleysi og þrautseigja einkenndu þá veg- ferð en það aðdáunarverðasta var að gleðin var aldrei lögð til hliðar. Þau nýttu spil sín og tíma til hins ýtrasta þar sem venjuleg- ir vikudagar og sumarfrí voru gerð að ævintýri. Og hafa kennt okkur svo margt með viðhorfi sínu. Elsku Marta María og fjöl- skylda, minning Helga mun lifa í hjörtum okkar og minna okkur á að lifa hvern dag líkt og hann væri sá síðasti. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Aldís H., Aldís M., Elín, Erla, Jórunn, Júlía og Sigrún. MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RUT PETERSEN SIGURHANNESDÓTTIR, lést á heimili sínu í Kópavogi miðvikudaginn 2. desember. Sigr. Nanna Jónsdóttir William Wright Birna Björk Sigurðardóttir Guðmundur Rúnar Heiðarsson Bjarni Þór Sigurðsson Kristjana Arnarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Victor Kiernan Ásdís Sigurðardóttir Björn Már Bollason og ömmubörn Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, PERLA KOLKA, sem lést fimmtudaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 14. desember. Aðeins nánustu ættingar verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt á slóðinni https://www.mbl.is/andlat/ Björg Kolka Robin Melkun Margrét Kolka Þórhallur Þorvaldsson Ása Kolka Sverrir Tynes Elín Perla Kolka Valur Arnarson Heiður Óttarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR frá Kollsvík, síðast Brúnavegi 9, Reykjavík, lést að kvöldi 6. desember á Hrafnistu í Reykjavík. Elín G. Guðmundsdóttir Anna Helgadóttir Egon Marcher Sigrún Sjöfn Helgadóttir Óli M. Lúðvíksson Hafdís Helgadóttir Björgvin R. Andersen Kjartan Hrafn Helgason Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir Helgi Helgason María Baldursdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, ÞÓRGUNNUR RÖGNVALDSDÓTTIR, Ægisgötu 1, Ólafsfirði, lést sunnudaginn 6. desember á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Siglufirði. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 12. desember klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni einnig streymt á slóðinni https://www.facebook.com/groups/419746082730446. Ármann Þórðarson Rögnvaldur Ingólfsson Jörgína Ólafsdóttir Auður Guðrún Ármannsd. Sveinn Eyfjörð Jakobsson Þórður Ármannsson Ester Jónasdóttir Sigrún Eva Ármannsdóttir Andri Dan Róbertsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.