Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Það er runninn upp svartastimánuður ársins, og hvað erþá meira við hæfi en aðhlusta á svolítinn svart-
málm til að ylja sér um hjartaræt-
urnar? Margir gera þau mistök að
halda að svartmálmur eða blakk-
metall sé fráhrindandi og reið tónlist
og eru jafnvel hræddir við að kanna
þá tegund rokktónlistar. Ég kalla
það mistök, því margir sem hlusta á
framúrstefnurokk (proggrokk) og
eldri rokkbönd frá áttunda og níunda
áratugunum gætu haft verulegt
gaman af því að víkka út sjóndeildar-
hringinn. Sannleikurinn er sá að
svartmálmur er alls konar, og innan
þeirrar tegundar tónlistar flokkast
bæði tilraunamennska, proggskotið
rokk, gítarhávaðarokk og við-
kvæmnisleg og hæg melódísk tónlist.
Auðn hefur skapað sér þá sérstöðu
innan íslensku senunnar að vera
næstum hlý og ljóðræn í nálgun sinni
á þetta vandmeðfarna form metals-
ins, og gefa þó hvorki afslátt af
þyngslum né útsetningum. Þetta er
semsagt alls ekki poppuð tónlist, en
samt er hún grípandi, hún grípur
mann bara öðruvísi. Hún grípur
mann eiginlega heljartökum, rétt
eins og veðrið og myrkrið á Íslandi
gerir. Þess vegna er ný plata Auðnar
verulega kærkomin hlustun í desem-
ber, þegar veðrið getur farið í alls
kyns öfgar og myrkrið hægir á
manni. Jóla-
lögin eru ein-
faldlega ekki
allra, og „Ég
kemst í
hátíðar-
skap“-ið kem-
ur mér alls
ekki í hátíðarskap. Ég skelli frekar
einhverju háværu í græjurnar og
reyni að hrista alla skanka til að
koma blóðinu á hreyfingu.
Lagasmíðar Auðnar virðast hafa
beina tengingu við veðuröflin og hið
ófyrirsjáanlega og á þessari þriðju
plötu sveitarinnar er eins og þetta
hafi styrkst til muna. Gítarveggurinn
er orðinn nær óyfirklífanlegur, enda
bættist þriðji gítarleikarinn við og
hljómsveitin því orðin sextett. Við þá
viðbót mæðir vissulega enn meira á
rytmapari sveitarinnar og söngvara,
en þeir hafa allir vaxið við þessa
breytingu. Sérstaklega er gaman að
heyra hve söngvarinn Hjalti Sveins-
son hefur breikkað og bætt við sig í
söngstíl sínum og tækni. Hann getur
rumið eins og þurs, og vælt og
skrækt og kallað örvæntingarfullt
upp texta sína. Minnir mig á stöku
stað á söngvara úr annarri sveit sem
á ættir að rekja á Suðurlandið, Karl
Óttar Pétursson, sem syngur með
sveitinni Saktmóðigur. Það er pönk-
aðri tónn í því, en jafnframt fullt af
reiði og sársauka. Sú blanda kallast
einstaklega vel á við beljandi
trommuleik og gítarklettana. Ekki
veit ég hvað hefur gerst hjá hljóm-
sveitinni síðan fyrsta plata þeirra,
samnefnd sveitinni, kom út árið
2014. Líklega má að minnsta kosti
gera ráð fyrir því að mikil spila-
mennska hafi styrkt bandið til muna,
og sú ákvörðun að taka nýjustu plöt-
una upp í lifandi flutningi var líklega
sú besta sem þeir hafa tekið. Einnig
hefur verið splæst í framúrskarandi
hljóðblöndun og hljómjöfnun og
þannig er platan orðin mjög „sam-
keppnishæf“ á hinum erlenda mark-
aði (en hver keppir svo sem í tón-
list?). Hljómurinn á plötunni er í öllu
falli afbragð og hún þolir bæði lág-
væra hlustun sem og blastandi há-
vaða svo rúðurnar nötra. Hvort ná-
grannar mínir þola það jafnvel er
önnur saga.
Síðasta plata Auðnar, Farvegir
fyrndar, kom út árið 2017, og var
virkilega góð, en eitthvað hefur gerst
síðan þá. Ef náttúruöflin og vind-
hviður sem væla og veina væru í
hljómsveit, þá væru þau í Auðn og
lékju á gítar, svo mikið er víst. Þarna
er ekki veikan blett að finna.
Auðn „Þarna er ekki veikan blett að finna,“ segir um plötu sveitarinnar.
Svartmálmur
Auðn – Vökudraumsins fangi
bbbbb
Þriðja breiðskífa Auðnar. Aðalsteinn
Magnússon, Andri Björn Birgisson og
Hjálmar Gylfason leika á gítara, Matt-
hías Hlífar Mogensen leikur á bassa,
Hjalti Sveinsson syngur og Sigurður
Kjartan Pálsson leikur á trommur. Einn-
ig koma Magnús Jóhann og Arnaldur
Ingi Jónsson við sögu á plötunni en þeir
spila á hammondorgel og píanó. Platan
er hljóðrituð í lifandi flutningi í Sund-
lauginni og upptökum stjórnaði Steph-
en Lockhart. Um hljóðblöndun og hljóm-
jöfnun sá Jens Bogren.
Season of Mist gaf út 30. okt. 2020.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Svört lög fyrir myrkrið
Barnaræninginn eftir Gunn-ar Helgason er gífurlegaspennandi og spreng-hlægileg bók en ein-
hverjum lesendum gæti ofboðið allt
ofbeldið sem þar er að finna.
Barnaræninginn er framhald af
fyrri sögu Gunnars um rotturnar í
Hafnarlandi, Draumaþjófinum, og
er best að byrja á því að mæla með
að lesa Draumaþjófinn áður en
lengra er haldið. Söguþráður
Barnaræningjans er nefnilega
nokkuð flókinn og ef lesandinn vill
forðast að koma af fjöllum í upphafi
Barnaræningjans er líklega best
fyrir hann að undirbúa sig með
Draumaþjófinum.
Barnaræninginn segir frá Eyrdísi
og félögum hennar, rottum í
Hafnarlandi, sem neyðast til að
leggja upp í hættuför til þess að
bjarga rottunum á Matarfjallinu frá
móður Eyrdísar og Barnaræningj-
anum. Ástandið er í raun Eyrdísi að
kenna en hún hefði ekki getað séð
fyrir þann ófögnuð sem myndi eiga
sér stað á Matarfjallinu eftir að hún
sendi móður sína og Barnaræningj-
ann þangað í síðustu bók. Sam-
viskubitið nagar Eyrdísi og hún og
vinir hennar gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að bjarga matar-
fjallsrottunum. Á vegi þeirra verða
ótal ógnir, minkar, mávar, mann-
eskjur, villirottur, reiðar matar-
fjallsrottur og svo auðvitað barna-
ræninginn og sjálfar tilrauna-
rotturnar.
Ógnirnar eru raunverulegar.
Hver og ein þeirra ógnar lífi
Hafnarfjalls-
rottanna og
það nægir ekki
að flýja eða
leysa málin svo
allir gangi
sáttir frá borði.
Þá er gripið til
ofbeldis.
Grimmdin í
rottuheimi
Gunnars er
mikil og er alveg líklegt að hún geti
orðið einhverjum ungum lesendum
um megn. Rotturnar slást, ganga
hver af annarri dauðri og leggja sér
jafnvel rottukjöt til munns.
Annað sem gæti ofboðið les-
endum eru gamaldags hugmyndir
um tengsl stríðni og ástar, rottu-
stelpa stríðir mun yngri rottustrák í
sífellu og er sögð gera það vegna
þess að hún sé skotin í honum. Slík
hugmynd er nokkuð gamaldags og
á varla við í nútímasamfélagi.
Hið þriðja er kannski erfiðara að
bera kennsl á en í bókinni má finna
fitufordóma. Því er lýst í smá-
atriðum hversu feit Skögultönn,
móðir Eyrdísar, er og sannarlega
er ekki dregin upp jákvæð mynd af
þess konar líkamsgerð þar sem
dóttirin fyllist viðbjóði yfir feitum
líkamanum.
Að því sögðu þá er söguþráðurinn
í Barnaræningjanum upp á tíu.
Hvert einasta atriði hans er úthugs-
að og bókin heldur lesandanum
rækilega við efnið. Söguþráðurinn
er vissulega flókinn en Draumaþjóf-
urinn undirbýr lesandann fyrir það
sem koma skal.
Höfundi tekst að gera rotturnar
hæfilega mannlegar og hæfilega
dýrslegar. Þannig verður bókin ein-
hvers konar hliðarveruleiki við
mannlegan veruleika, en í Barna-
ræningjanum birtast t.a.m. hug-
myndir um misskiptingu auðs og
valds í einfaldaðri mynd. Þannig er
Barnaræninginn ein af þeim bókum
sem hjálpa lesandanum að læra á
samfélagið, jafnvel þótt hann geri
sér ekki grein fyrir því.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gunnar Söguþráðurinn í Barnaræningjanum er „upp á tíu. Hvert einasta at-
riði hans er úthugsað og bókin heldur lesandanum rækilega við efnið“.
Hrífandi
rottuslagur
Skáldsaga
Barnaræninginn
bbbnn
Eftir Gunnar Helgason.
Mál og menning, 2020. Innb., 224 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Hugar, þeir Bergur Þórisson og
Pétur Jónsson, eru tilnefndir af
hálfu Íslands til Norrænu kvik-
myndatónskáldaverðlaunanna fyrir
tónlist sína við heimildarmyndina
The Vasulka Effect í leikstjórn
Hrafnhildar Gunnarsdóttur sem
fjallar um líf og starf Vasulka-
hjónanna, Steinu og Woodys, sem
voru í hringiðu framúrstefnulistar
og grasrótarmenningar New York-
borgar í kringum 1970 og voru þar
að auki frumkvöðlar í vídeólist.
Tónlistin úr myndinni var nýver-
ið gefin út á plötu hjá Sony Class-
ical-útgáfunni um heim allan og ber
platan titilinn The Vasulka Effect:
Music for the Motion Picture. Tón-
listinni hefur verið streymt yfir
milljón sinnum á streymisveitunni
Spotify og upplagið af plötunni á ví-
nil er nánast uppselt, að því er fram
kemur í tilkynningu.
Hugar tilnefndir til Norrænu kvik-
myndatónskáldaverðlaunanna
Tilnefndir Bergur og Pétur eru Hugar.
Ljósmynd/Anna Maggý
HVÍTANES
merino buxur Kr. 11.990.-
Hlýjar Icewear gjafir
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
HVÍTANES merino bolur
Kr. 13.990.-