Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 70
70 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2020 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA Alda Norðfjörð Guðmundsdóttir fæddist á Norðfirði 10.12. 1930, en telur sig alltaf vera Ísfirðing. Í dag eru afkomendur hennar orðnir 78, það eru níu börn, 23 barnabörn og 46 barnabarnabörn, samkvæmt Öldu- bók sem uppfærð er árlega af afkom- endum. Alda gekk í barnaskóla á Norðfirði og fermdist þar. Þegar hún er 14 ára flytja afi og amma hennar, Guðjón Símonarson og Sigurveig Sigurðar- dóttir, til Reykjavíkur og hún fer með þeim. Foreldrar Öldu, þau Guð- mundur Eyjólfsson og Sigríður Guð- jónsdóttir, koma fljótlega eftir það til Reykjavíkur. Erfitt var fyrir utan- bæjarfólk að fá húsnæði í Reykjavík. Ekki var um aðra möguleika að ræða en að leigja húsnæði í bragga. Það var í Laugarneskampi sem Alda sá verðandi eiginmann sinn, Leif Jónas- son, í fyrsta sinn. Hún var þá 17 ára, en hann 23 ára fráskilinn tveggja barna faðir. Þrátt fyrir mikil mót- mæli ættingja varð ekki aftur snúið. Fyrsta barn Öldu og Leifs, Sigurður, fæddist snemma árs 1950, síðan fæddist Kolbrún 1951 og Svanhvít 1952. Þegar fósturfaðir Leifs, Har- aldur Guðmundsson, kemur suður og sér aðstæður ungu hjónanna, býður hann þeim að koma vestur á Ísafjörð. Þar eignast þau sitt fyrsta húsnæði, Fjarðarstræti 35 sem var 65 fermetr- ar, en með óinnréttuðu lofti. Börnin héldu áfram að fæðast: Bryndís (Brynja) 1953, d. 1980, Ómar 1954 og Sigurrós 1955, en hún var ættleidd og því fylgdi mikill tregi og eftirsjá. En lífið hélt áfram og Haraldur fæddist 1958, Hulda 1960 og Ágúst 1961, níu börn á 11 árum. Þegar elstu börnin fara að heiman flytja Alda og Leifur með tvö yngstu börnin í Fjarðarstræti 4. Alda verður ekkja 4. maí 1976 þegar Leifur ferst á sjó að- eins 52 ára og flytur til Reykjavíkur eftir 28 ára búsetu á Ísafirði og vann á Borgarspítalanum til 1989. Alda er ein af alþýðuhetjum lands- ins sem þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst að koma börnum sínum á legg og lét þau aldrei líða skort. Börnin hennar eru öll mjög samrýnd og hafa spjarað sig vel í lífinu. Þau þakka móður sinni þann góða grunn sem þau fengu og leitast nú við að láta arf- leifðina ganga fram til komandi kyn- slóða. Alda Norðfjörð Guðmundsdóttir – 90 ára Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það virðist vera sama hvað fólk ger- ir þér, þú bregst við á þroskaðan hátt. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauður að þeim. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eitt og annað í þínum eigin garði sem þarfnast athugunar og úrbóta. Mundu að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að reyna að hvíla þig eitt- hvað í dag, því þú hefur satt að segja geng- ið ansi nærri þér. Taktu vandamálin í þínar hendur og leystu þau sjálfur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert skapandi og skemmtilegur og átt auðvelt með að kenna öðrum. Temdu þér virðingu fyrir sjónarmiðum annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert enn að ákveða hversu nálægt vissri manneskju þú átt að hætta þér. Gættu þess að þú vanrækir ekki skyldur þínar og taktu málin föstum tökum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hvert augnablik dagsins þarf ekki að vera skipulagt. Þótt gott sé að hafa reynsl- una bak við eyrað er nauðsynlegt að ganga fordómalaus til móts við nýja tíma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Komdu öllu í verk sem þú hefur látið reka á reiðanum að undanförnu. Þú hefur margt til málanna að leggja. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur ekki ætlast til þess að aðrir trúi á málstað þinn ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samræður gegna þýðingar- miklu hlutverki í fjölskyldunni í dag. Tíminn hefur unnið með þér svo allt reynist þetta auðveldara en þú bjóst við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú getir sett mál þitt fram með skemmtilegum hætti er ekki þar með sagt að allir gleypi við skoðunum þínum. Flestar breytingar verða vegna hversdags- legra hluta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og láttu ann- að sitja á hakanum á meðan. Slík tilbreyting mun aðeins hafa gott í för með sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér ganga allt í haginn á næstunni. Reyndu að halda aftur af löngun þinni til að kaupa eitthvað um leið og þér sérð það. hópi sem heitir „Göngusystur“ frá 1997. Við erum búnar að ganga þvers og kruss um landið og höf- um tvisvar farið til útlanda í göng- ur. Þar eru nokkrar reglur í há- vegum hafðar: enginn sími nema á kvöldin, en þá þarf að læðast; eng- ir starfstitlar virkir nema vaktir í mötuneyti hópsins og svo göngum Stundum voru útköllin mjög löng og börn ekki að spyrja hvað klukkan sé þegar þau vilja koma í heiminn. Ég hafði yndi af þessu starfi, en vaktirnar voru farnar að taka toll eftir rúm tuttugu ár. Á þessum tíma var undantekning ef barnshafandi kona fæddi „uppi á landi“ og þá var það yfirleitt vegna þess að þeim var vísað vegna sérstakrar áhættu, t.d. veikinda móður eða barns. Það eru mikil forréttindi að hafa feng- ið að starfa í faginu á landsbyggð- inni og hafa fullbúna skurðstofu og fagfólk ef grípa þyrfti inn í fæðingarferlið.“ Guðný starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík á árunum 2009-2011, en var kennari á sjúkraliðabraut við Framhaldsskólann í Eyjum 2011 til starfsloka 2017. Hún var for- maður Vesturlandsdeildar Hjúkr- unarfélags Íslands í eitt ár, vara- bæjarfulltrúi í Eyjum í tvö kjörtímabil 1990-1998 og var aðal- fulltrúi í félagsmálanefnd þau skeið. Guðný er mikil útivistarkona og segir göngur helsta áhugamálið fyrir utan heimili og starf. „Ég hef verið í skemmtilegum göngu- G uðný Bjarnadóttir fæddist 10.12. 1950 á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. „Móðir mín eignaðist fimm börn á sex árum og við vorum öll fædd heima, en Guðý fæddist sama ár og Ásdís systir hennar lést.“ Mannmargt var á heimilinu og afi Guðnýjar bjó þar og yfir- leitt eitthvert vinnufólk og svo börn ættingja á sumrin. Guðný gekk í barnaskóla á Kleppjárnsreykjum, fór síðan í Reykholtsskóla og útskrifaðist vorið 1967. Um haustið hóf hún störf á Landsspítalanum sem gangastúlka. Þá tók við Hjúkr- unarskóli Íslands og þaðan út- skrifaðist hún um vorið 1972, en starfsárin í heilbrigðiskerfinu urðu 48 samanlagt. Guðný var alltaf að bæta við sig og árið 1979 varð hún svæfingahjúkrunarfræðingur frá Nýja hjúkrunarskólanum og ljós- móðir frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1988. Síðar lauk hún sjö ein- ingum til meistaraprófs í sál- gæslufræðum við HÍ og djákna- námi við guðfræðideild HÍ 2007 og vígðist ári síðar. Eftir að hjúkrunarnámi lauk starfaði Guðný á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akranesi, en frá 1979 við Sjúkrahúsið í Eyjum, fyrst sem hjúkrunarfræðingur, en frá 1988- 2010 sem ljósmóðir. „Ég flyt til Vestmannaeyja í desember 1979 og bý í 39 ár, þar til í febrúar 2018. Þá flytjum við hjónin í Borgarnes, nálægt mínum æskuslóðum. Í Vestmannaeyjum starfaði ég á hand- og lyflæknis- deild og auk þess á skurðstofu. Ég starfa frá 1988 eingöngu sem ljós- móðir, en þá voru stöðugildi ljós- móður tvö og maður var á sólar- hringsvöktum. Þetta var mjög skemmtilegt – algjört draumastarf – þar sem maður fylgdi konum og þeirra fjölskyldum allt ferlið. Oft var mikið að gera, en góð hlé á milli, en með vaktsímann var mað- ur ekki frjáls. Mér er minnisstætt að eitt sinn tók ég á móti fjórum börnum á fjórtán tímum, en allar þær fæðingar gengu vel fyrir sig. allar í röð og engin fer hraðar en sú sem fer hægast. Eftir því sem líður á ævina sé ég hvað ræktar- semi við fjölskyldu, vini, skóla- félaga og samstarfsfólk í gegnum tíðina er mikilvæg. Samskipti við náungann eru hin raunverulegu verðmæti í lífinu.“ Guðný og eiginmaður hennar, Kristján, eru með ferðabíl og hjól- hýsi og skreppa oft með litlum fyrirvara út á land þegar andinn grípur þau. Síðan eiga þau papil- lion-tíkina Lóu, sem er tólf ára gömul. „Hennar velferð og ham- ingja er samofin okkar lífsgöngu. Hún er mikil prinsessa og hefur veitt okkur ómælda gleði og ánægju, en við hjónin erum barn- laus og það er út af fyrir sig sér- stakt lífsferðalag.“ Árið 2020 stofnaði Guðný, ásamt Grétu Björgvinsdóttur, Borg út- fararþjónustu í Borgarnesi. „Ég hef alltaf haft gaman af að vinna og að vera virk í samfélaginu og mér fannst að það sem ég hef lært af bókum og lífinu sjálfu gæti komið vel að gagni við útfarar- þjónustu. Útfararþjónusta er þjón- usta við lífið, því um leið og fyrsti andardrátturinn er tekinn eftir Guðný Bjarnadóttir ljósmóðir, djákni og útfararstjóri – 70 ára Þjóðhátíð 2017 Guðný og Kristján með Emblu Tókedótt- ur, dóttur vinkonu þeirra, Önnu Kristínar Magnúsdóttur. Alla tíð í þjónustu við lífið Ljósmóðirin Hér er Guðný með fjögur nýfædd börn sem hún tók á móti á 14 tímum í Vestmannaeyjum. Þórsmörk 2014 Guðný er búin að vera í gönguhópn- um Göngusystur frá 1997 sem er góður félagsskapur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.