Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Um þessar mundir eykststraumur nýrra sann-sögulegra kvikmyndasem skarta stórleikurum í aðalhlutverki og gefur það vísbend- ingu um að Óskarsverðlaunaafhend- ing sé á næsta leiti. Nú er þessi vísir að hefðbundnum gangi árstíðanna nokkuð kærkominn en kvikmynda- árið hefur vitanlega verið afar óvenjulegt. Fá viðfangsefni eru aka- demíunni jafn kær og kvikmyndir sem fjalla um sögu miðilsins. Nýjasta útspil bandaríska stórleikstjórans Davids Finchers ætti því að teljast nokkuð burðugt hross í kappreiðum rauða dregilsins. Mank fjallar nefni- lega um tilurð Borgara Kane (1941, Orson Welles) frá sjónarhorni ann- ars handritshöfundar hennar, Her- mans Mankiewicz. Kane hefur í gegnum tíðina verið hampað sem bestu kvikmynd allra tíma og því er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Frásögnin hefst í hröðum takti og er áhorfanda fleygt í miðja hringiðu Hollywood fjórða áratugarins. Nöfn stjarna og valdastólpa líðandi stund- ar hrynja af vörum persónanna – og fyrirframgefin þekking á þeim virkar sem menningarlegur aðgangseyrir. Svarthvít og lipur kvikmyndataka reynir að fanga áferð og aðdráttarafl gullaldar klassísku Hollywood. Nost- algísk stafræn áran, og meðfylgjandi tilbúin för og blettir í „ræmunni“, er þó eilítið truflandi í tilgerðinni. Handritshöfundurinn Mankiewicz, kallaður Mank, er minni háttar spá- maður í veröld draumaverksmiðj- unnar og hefur verið hluti af hand- ritsteymi MGM-stúdíósins. Í raun er hann nokkuð hefðbundin amerísk hetja – drykkfelldur einfari, sem fer sínar eigin leiðir innan kerfisins. Þykkur skrápur hnyttinna tilsvara dylur aðeins að takmörkuðu leyti eðli réttláta riddarans. Bransinn hefur leikið karlinn grátt en hann liggur fótbrotinn á sjúkrabeði eftir bílslys. 24 ára að aldri hefur undrabarnið Or- son Welles lagt útvarp og leikhús- heiminn að fótum sér og fengið frjálsar hendur til að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd alfarið eftir eigin höfði. Welles býður Mank að skrifa handritið og er sjúklingnum komið á sveitasveitur þar sem ætlunin er að halda honum frá víni og aðstæður til að skrifa kjörnar. Stiklað er á stóru um tveggja mánaða skriftarferlið en á milli þess bregður frásögnin sér reglulega aftur í tímann til atburða í lífi Manks (en á afar sjálfmeðvitaðan hátt eru þessir kaflar auðkenndir sem „endurlit“ með skjátitlum líkt og mætti finna í kvikmyndahandriti) sem eiga að skýra innblástur og sköpunarsögu að handriti Mankie- wicz. Fjölmiðlajöfurinn William Rand- olph Hearst var ein valdamesta per- sóna bandarísks samfélags þess tíma og var að miklu leyti fyrirmynd Charles Foster Kane í Borgara Kane. Í endurlitum frásagnarinnar hýsir Hearst ásamt leikkonunni Marion Davies glæsilegar veislur í höllinni San Simian (fyrirmynd Xan- adu í Kane) fyrir fína fólkið en téður Mank er meðal gesta. Louis B. Mayer, höfuðpaur MGM-stúdíósins, er hollvinur Hearsts og yfirmaður Manks og ein þeirra fjölmörgu frægu persóna sem koma við sögu. Pólitísk flétta um ríkisstjórakosningu í Kali- forníu árið 1934 á milli rithöfund- arins og sósíalistans Uptons Sin- clairs og repúblikanans Franks Merriams – og afskipti MGM- stúdíósins og Hearst af þeim – er fyrirferðarmikil og speglar á athygl- isverðan máta samband fjölmiðla og stjórnmála í samtímanum. Frásögnin rekur kveikju handritsskrifanna til réttlátrar reiði Manks út af pólitískri spillingu stórkarlanna og meist- araverkið Borgari Kane er þar með fært í einfalt orsakasamhengi við lífs- hlaup annars handritshöfundar síns. Á kaldhæðnislegan máta er hand- rit Mank (en það er eftir Jack Finch- er heitinn, blaðamann og föður leik- stjórans) hennar veikasti punktur. Höfuðsynd þess er að byggja á og viðhalda þeirri alröngu meiningu að Herman Mankiewicz hafi nánast óstuddur staðið að handriti Kane og að Welles hafi viljað snuða hann um viðurkenningu. Þessi hugmynd er reist á frægri grein frá upphafi átt- unda áratugarins eftir kvikmynda- rýninn Pauline Kael en hún gekk með skrifunum vísvitandi gegn ríkjandi viðhorfi um leikstjórann sem höfund kvikmynda. Síðan þá hefur handrit Borgara Kane verið birt á mörgum mismunandi vinnslustigum þess og þær rannsóknir hafa sýnt fram á með afdrifaríkum hætti að handrit þess var unnið í samstarfi Mankiewicz og Welles með aðkomu Johns Housemans. Mank fer á þenn- an hátt ranglega með staðreyndir (sem er auðvitað engin nýlunda í bíói) og bætir í safn skáldverka sem sýna persónu Welles í annarlegu ljósi. Framvindan fer um víðan völl en verkið skortir þungamiðju og fellur í gryfju langþreyttrar tuggu um vínhneigða, misskilda snillinginn (Hemingway stæl). Gary Oldman á fína spretti en Mank er einfaldlega of flöt fígúra. Kringumstæðurnar á sveitasetrinu, þar sem Mank dvelur með tveimur aðstoðarkonum, eru einum of sniðnar til þess að laða fram ölvuð sniðugheit og andagift skálds- ins og kvenpersónurnar gegna ein- ungis frásagnarlegu hlutverki, sem er miður. Mank spyr eiginkonu sína þrálátt: „Af hverju ertu með mér?“ og svarið sem hún gefur að lokum er jafnósannfærandi og sambandið í heild sinni. Því kemur á óvart að áhugaverðasta persóna myndarinnar er leikkonan Marion Davies en hún er frábærlega leikin af Amöndu Sey- fried sem stendur langfremst meðal jafningja. Óumflýjanlegt er fyrir aðdáendur klassísku Hollywood að skemmta sér yfir Mank og söguheimi hennar en útgangspunktur handritsins gagnvart tilurð Borgara Kane lætur gamanið kárna umtalsvert. Kaldhæðnislegt Handrit Mank, skrifað af Jack Fincher heitnum, er veikasti hlekkur kvikmyndarinnar. Netflix Mank bbmnn Leikstjórn: David Fincher. Handrit: Jack Fincher. Kvikmyndataka: Eric Messer- schmidt. Aðalleikarar: Gary Oldman, Amanda Seyfried, Lily Collins, Tom Pelphrey, Arliss Howard, Tuppence Middleton, Tom Burke, Charles Dance, Ferdinand Kingsley. Bandaríkin, 2020. 113 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Stafrænar rispur Vetrarhátíð RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hefst í dag og er hún haldin til heið- urs Evrópsku kvikmyndaverðlaun- unum (EFA) sem veitt verða í vik- unni. Verða bestu kvikmyndir EFA í ár, að mati RIFF, sýndar á streym- isveitu riff.is til og með 20. desem- ber. Sýndar verða sex kvikmyndir af ólíku tagi, þar af ein teiknimynd. Aðalverðlaun EFA verða afhent á laugardag í Berlín. Myndirnar sem RIFF sýnir eru eftirfarandi: Un triomphe (Stóri smellurinn) eftir Emmanuel Courcol. Tilnefnd sem besta grínmyndin. Leikari sem rekur leiklistarsmiðju í fangelsi set- ur á svið Beðið eftir Godot. Cala- mity, une enfance de Martha Jane Cannary (Ógæfa) eftir Rémi Chayé er tilnefnd í flokki hreyfimynda (e. animation) og segir af 12 ára stúlku í Bandaríkjunum árið 1863. Hún heldur vestur á bóginn með fjöl- skyldu sinni í leit að betra lífi. Collective eftir Alexander Nanau er heimildarmynd um rannsóknar- blaðamann sem afhjúpar stóra svikamylllu í rúmenska heilbrigðis- kerfinu. Bergmál eftir Rúnar Rún- arsson komst á langlista yfir til- nefningar til bestu kvikmyndar EFA en ekki á lokalistann. Í henni eru 56 senur af nútímalífi Íslend- inga á aðventu. Instinct (Eðlishvöt) eftir Halinu Reijn er tilnefnd í flokknum Uppgötvun ársins á EFA og segir af sálfræðingi sem verður ástfanginn af skjólstæðingi sínum sem er kynferðisafbrotamaður. Martin Eden eftir Pietro Marcello er tilnefnd sem besta evrópska myndin og fyrir besta karlleikara og besta handrit. Í henni segir af Martin sem verður ástfanginn af efnaðri konu, Elenu, og dreymir um að verða rithöfundur sem berst fyrir félagslegu réttlæti. Hann átt- ar sig á því að það muni ganga erfiðlega ef hann kvænist henni. Valdar myndir EFA á vetrarhátíð RIFF Eðlishvöt Úr kvikmyndinni Instinct. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA FRÁROBERT ZEMECKIS. SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.