Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur önnur og hægt er að fylgast með ferðum varðskipanna á netinu. Nú er líka hægt að hringja um borð og blaðamaður slóð á þráðinn til Halldórs í gærmorgun þegar Þór var staddur á Faxaflóa á leið til hafnar í Reykjavík. Aðspurður kvaðst Hall- dór ekki hafa hugmynd um það hve VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tímamót urðu í sögu Landhelgis- gæslunnar þegar varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Þessi þriggja vikna gæslutúr Þórs við Ísland var lokatúr skipherrans Halldórs Benónýs Nellett, sem nú lætur af störfum eftir 48 ára þjón- ustu í þágu Gæslunnar. Halldóri var fagnað með púður- skotum eins og venja er. Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, ávarpaði Halldór og fjölskyldu en vegna heimsfaraldurs kórunuveirunnar var móttakan lág- stemmdari en en annars hefði verið. „Ferill Halldórs hjá Landhelgis- gæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár,“ sagði í frétt á heimasíðu Gæslunnar þegar Halldór lagði upp í síðustu ferðina á Þór 19. nóvember sl. Halldór hóf störf sem messi á varðskipinu Ægi árið 1972 og tók þátt í tveimur þorskastríðum á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hef- ur hann starfað sem stýrimaður til fjölda ára á skipum og loftförum Landhelgisgæslunnar. Hann fór í jómfrúarferð sína sem skipherra árið 1992 en hefur verið fastráðinn skip- herra frá árinu 1996. Áhöfnin á Þór hélt litlu jólin úti á sjó á mánudaginn. Þetta var jafn- framt kveðjuveisla. Áhöfnin færði Halldóri gjöf, þakkaði samstarfið og óskaði honum velfarnaðar í nýjum verkefnum í landi Sú var tíðin að mikil leynd hvíldi yfir ferðum varðskipanna við landið og blaðamenn fengu ekki að hafa samband um borð. Þetta var einkar bagalegt á dögum þorskastríðanna þegar hver fréttadagurinn rak annan og mikilvægt að fá nákvæmar frá- sagnir af atburðum. En nú er öldin margar sjómílur hann hafi siglt á varðskipunum, „en þær eru orðnar ansi margar“. - Hvað er þér efst í huga þegar þú siglir síðustu sjómílurnar í þjónustu Gæslunnar? „Góð tilfinning, ánægjutilfinning, þetta er orðið alveg gott. Það er til- hlökkun að á næstu árum geti maður hugsað um eitthvað annað en Gæsl- una.“ - Hvað stendur upp úr á þínum langa ferli hjá Gæslunni? „Það sem stendur algjörlega upp úr eru mjög margar vel heppnaðar bjarganir, bæði hér við land og í Mið- jarðarhafinu. Svo hefur maður lent í erfiðum slysum sem tóku vissulega á. Þorskastríðin eru auðvitað eftir- minnileg. Þau voru mikil reynsla fyr- ir ungan mann, 16-20 ára.“ - Hvað tekur nú við hjá Halldóri Nellett? „Það er margt sem nú tekur við, vonandi. Fyrst er að klára sumarbú- staðinn í Grímsnesinu, sem er verið að stækka. Síðan taka vonandi við ferðalög hér heima og erlendis. Það er margt sem ég á eftir að skoða, píramídana, Vesúvíus, Kínamúrinn og margt, margt fleira.“ Halldór hlakkar líka til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni nú þeg- ar sjómennskunni lýkur. Eiginkona hans er Hafdís Hrönn Garðarsdóttir og eiga þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. „Svo eigum við sex barnabörn og ég fékk þær fréttir út á sjó að það sjöunda væri á leiðinni. Það var besta fréttin í lokatúrnum.“ Nú þegar Halldór Nellett hefur látið af störfum er aðeins einn starfs- maður eftir hjá Gæslunni sem tók þátt í þorskastríðunum. Það er Haukur D. Grímsson smyrjari á varðskipinu Tý. Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður lét af störfum 2. júlí sl., á 70 ára afmælisdaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kominn í land Halldóri vel fagnað við heimkomuna. Hann fékk koss frá eiginkonunni Hafdísi Hrönn Garðarsdóttur. Þorskastríðin voru mikil reynsla  Halldór B. Nellett skipherra kom úr sinni síðustu ferð á varðskipi í gærmorgun  Hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tæpa hálfa öld  Hefur tekið þátt í björgunarstörfum á skipum og þyrlum Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa tek- ið vel í ábendingu frá íbúa í Garða- bæ varðandi frágang á hringtorgi á móts við Bessastaði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka upp við- ræður við Vegagerðina vegna málsins. Í ábendingunni kemur fram að hringtorgið fyrir framan for- setabústaðinn sé malarhringtorg og lágkúrulegt að mati bréfritara. „Er ekki mögulegt að veita því smá andlitslyftingu? Leyfa ungum hönnuðum eða listamönnum að spreyta sig í hönnunarkeppni um áhugaverða útkomu á þessu hring- torgi? Margt spennandi kemur til greina, eitthvað tengt sjónum og sjómennsku en lengi vel var sjó- mennska ein aðalatvinnugrein Álft- nesinga. Eða stytta af hesti eða hestum, en margir íbúar Álftaness eru miklir hestamenn. Eitthvað tengt Bessastöðum, t.d stytta af Sveinbirni Egilssyni, rektor Bessa- staðaskóla,“ segir m.a. í bréfinu. „En fyrst og fremst þarf að gera bragarbót á þessu malartorgi. Það er eiginlega bara sorglegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álftanes Hringtorgið fyrir framan afleggjarann til Bessastaða er farið að valda nágrönnum ama og áhyggjum, og ábendingu komið til bæjaryfirvalda í Garðabæ um að gera það snyrtilegra, m.a. með því að setja þar upp listaverk. Segir malartorg við Bessastaði vera sorglegt  Vel tekið í ábendingar um úrbætur á nýju hringtorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.