Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur önnur og hægt er að fylgast með ferðum varðskipanna á netinu. Nú er líka hægt að hringja um borð og blaðamaður slóð á þráðinn til Halldórs í gærmorgun þegar Þór var staddur á Faxaflóa á leið til hafnar í Reykjavík. Aðspurður kvaðst Hall- dór ekki hafa hugmynd um það hve VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tímamót urðu í sögu Landhelgis- gæslunnar þegar varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Þessi þriggja vikna gæslutúr Þórs við Ísland var lokatúr skipherrans Halldórs Benónýs Nellett, sem nú lætur af störfum eftir 48 ára þjón- ustu í þágu Gæslunnar. Halldóri var fagnað með púður- skotum eins og venja er. Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, ávarpaði Halldór og fjölskyldu en vegna heimsfaraldurs kórunuveirunnar var móttakan lág- stemmdari en en annars hefði verið. „Ferill Halldórs hjá Landhelgis- gæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár,“ sagði í frétt á heimasíðu Gæslunnar þegar Halldór lagði upp í síðustu ferðina á Þór 19. nóvember sl. Halldór hóf störf sem messi á varðskipinu Ægi árið 1972 og tók þátt í tveimur þorskastríðum á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hef- ur hann starfað sem stýrimaður til fjölda ára á skipum og loftförum Landhelgisgæslunnar. Hann fór í jómfrúarferð sína sem skipherra árið 1992 en hefur verið fastráðinn skip- herra frá árinu 1996. Áhöfnin á Þór hélt litlu jólin úti á sjó á mánudaginn. Þetta var jafn- framt kveðjuveisla. Áhöfnin færði Halldóri gjöf, þakkaði samstarfið og óskaði honum velfarnaðar í nýjum verkefnum í landi Sú var tíðin að mikil leynd hvíldi yfir ferðum varðskipanna við landið og blaðamenn fengu ekki að hafa samband um borð. Þetta var einkar bagalegt á dögum þorskastríðanna þegar hver fréttadagurinn rak annan og mikilvægt að fá nákvæmar frá- sagnir af atburðum. En nú er öldin margar sjómílur hann hafi siglt á varðskipunum, „en þær eru orðnar ansi margar“. - Hvað er þér efst í huga þegar þú siglir síðustu sjómílurnar í þjónustu Gæslunnar? „Góð tilfinning, ánægjutilfinning, þetta er orðið alveg gott. Það er til- hlökkun að á næstu árum geti maður hugsað um eitthvað annað en Gæsl- una.“ - Hvað stendur upp úr á þínum langa ferli hjá Gæslunni? „Það sem stendur algjörlega upp úr eru mjög margar vel heppnaðar bjarganir, bæði hér við land og í Mið- jarðarhafinu. Svo hefur maður lent í erfiðum slysum sem tóku vissulega á. Þorskastríðin eru auðvitað eftir- minnileg. Þau voru mikil reynsla fyr- ir ungan mann, 16-20 ára.“ - Hvað tekur nú við hjá Halldóri Nellett? „Það er margt sem nú tekur við, vonandi. Fyrst er að klára sumarbú- staðinn í Grímsnesinu, sem er verið að stækka. Síðan taka vonandi við ferðalög hér heima og erlendis. Það er margt sem ég á eftir að skoða, píramídana, Vesúvíus, Kínamúrinn og margt, margt fleira.“ Halldór hlakkar líka til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni nú þeg- ar sjómennskunni lýkur. Eiginkona hans er Hafdís Hrönn Garðarsdóttir og eiga þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. „Svo eigum við sex barnabörn og ég fékk þær fréttir út á sjó að það sjöunda væri á leiðinni. Það var besta fréttin í lokatúrnum.“ Nú þegar Halldór Nellett hefur látið af störfum er aðeins einn starfs- maður eftir hjá Gæslunni sem tók þátt í þorskastríðunum. Það er Haukur D. Grímsson smyrjari á varðskipinu Tý. Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður lét af störfum 2. júlí sl., á 70 ára afmælisdaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kominn í land Halldóri vel fagnað við heimkomuna. Hann fékk koss frá eiginkonunni Hafdísi Hrönn Garðarsdóttur. Þorskastríðin voru mikil reynsla  Halldór B. Nellett skipherra kom úr sinni síðustu ferð á varðskipi í gærmorgun  Hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tæpa hálfa öld  Hefur tekið þátt í björgunarstörfum á skipum og þyrlum Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa tek- ið vel í ábendingu frá íbúa í Garða- bæ varðandi frágang á hringtorgi á móts við Bessastaði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka upp við- ræður við Vegagerðina vegna málsins. Í ábendingunni kemur fram að hringtorgið fyrir framan for- setabústaðinn sé malarhringtorg og lágkúrulegt að mati bréfritara. „Er ekki mögulegt að veita því smá andlitslyftingu? Leyfa ungum hönnuðum eða listamönnum að spreyta sig í hönnunarkeppni um áhugaverða útkomu á þessu hring- torgi? Margt spennandi kemur til greina, eitthvað tengt sjónum og sjómennsku en lengi vel var sjó- mennska ein aðalatvinnugrein Álft- nesinga. Eða stytta af hesti eða hestum, en margir íbúar Álftaness eru miklir hestamenn. Eitthvað tengt Bessastöðum, t.d stytta af Sveinbirni Egilssyni, rektor Bessa- staðaskóla,“ segir m.a. í bréfinu. „En fyrst og fremst þarf að gera bragarbót á þessu malartorgi. Það er eiginlega bara sorglegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Álftanes Hringtorgið fyrir framan afleggjarann til Bessastaða er farið að valda nágrönnum ama og áhyggjum, og ábendingu komið til bæjaryfirvalda í Garðabæ um að gera það snyrtilegra, m.a. með því að setja þar upp listaverk. Segir malartorg við Bessastaði vera sorglegt  Vel tekið í ábendingar um úrbætur á nýju hringtorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.