Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég hef unnið að þessari sýningu allt síðasta ár, í samstarfi við sýningar- stjórann Markús Þór Andrésson. Í upphafi gerði ég mér alls ekki grein fyrir í hverju vinnan væri fólgin enda hef ég aldrei unnið að yfirlits- sýningu áður,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður. Við ræðum saman þar sem við göngum á milli verka á sýningu hans ÓraVídd sem loksins mátti opna í vestursal Kjarvalsstaða eftir að opnunin hafði dregist í nokkrar vikur vegna veiru- faraldursins. En nú loksins eru allir velkomnir, með grímu, og sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Enda Sigurður Árni einn athyglisverðasti listamaður sinnar kynslóðar hér og þetta er, eins og hann segir, fyrsta yfirlitssýningin sem sett er saman með verkum hans; það elsta er frá árinu 1990 en hluti sýningarinnar er splunkuný og áður ósýnd verk. Sigurður Árni sótti framhaldsnám í Frakklandi og hefur starfað mikið þar í landi, unnið með galleríi þar og kennt við listaháskóla. Hann „hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils“, eins og segir í tilkynningu frá safn- inu. „Segja má að verk hans fjalli um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurn- ingar um eðli og takmörk sjónsviðs- ins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar.“ Þá segir að til- raunir „Sigurðar Árna hafa leitt hann á brautir fjarvíddar og rýmis, hvort heldur með nokkurs konar sjónhverfingum á tvívíðum fleti eða með því að skapa þrívíð verk. Þar kemur samspil ljóss og skugga iðu- lega við sögu og hann er kunnur af verkum sem sýna skuggavarp með ýmsum hætti“. Í tengslum við sýninguna gefur Listasafn Reykjavíkur út veglega sýningarskrá með ljósmyndum af sýningunni, myndum af verkum og textum um listamanninn og við- fangsefni hans. Þar skrifar Michel Gauthier, sýningarstjóri við Centre Pompidou í París, ítarlega fræði- grein um Sigurð Árna og list hans, Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur ræðir við hann um ferilinn og Mark- ús Þór Andrésson skrifar um þró- unina. Unnið fram og til baka „Við undirbúning sýningarinnar fór ég að gramsa í mörgu sem ég hef ekki skoðað lengi og fannst það áhugavert,“ segir Sigurður. „Það er hægt að setja yfirlitssýningar upp á ýmsa vegu. Elsta verkið hér er frá 1990 en þessi tvö þarna, frá 1993 og 1996“ – hann bendir á stór málverk – „hef ég aldrei sýnt á Íslandi fyrr. Og mér hefði aldrei dottið í hug að setja annað þeirra í þetta samhengi en Markús sá ljósmynd af því og vildi endilega að ég græfi það upp. Það er gott dæmi um þær vangaveltur og samtöl sem við áttum um verkin mín og ferilinn.“ Sigurður bjó til módel af salnum á Kjarvalsstöðum á vinnustofunni og fór að skipuleggja uppsetninguna. Reyndi hann að velja verk sem sýndu öll helstu viðfangsefni hans frá þessum tíma? „Ekki að það væru hér endilega verk frá öllum tímabilum en ég hafði strax ákveðin verk í huga og við sýn- ingarstjórinn vorum sammála um þau,“ segir hann. „Okkur finnst þau gefa góða mynd af því sem ég var að gera á þeim tíma þegar þau urðu til en vísa líka til þess sem ég gerði í framhaldinu. Hér eru því ákveðin verk sem mér finnst skipta miklu máli.Við vildum ekki setja verkin upp í tímaröð og ástæðan er sú að ég hef alltaf unnið svolítið fram og til baka. Ég vinn gjarnan í klösum, er með nokkur verk í einu í vinnslu, og þau eru iðulega í samtali við verk sem ég hafði ýmist gert áður eða átti eftir að gera. Og vonandi er ég alltaf að horfa áfram.“ Eins og fyrr segir eru nokkur ný verk á sýningunni og Sigurður segir þau vera gott dæmi um það samtal sem myndast hér á milli verka. Hann tekur „Sökkla“ sem dæmi, ný verk úr plexígleri í nokkrum litum sem sótt eru í form blindramma sem strigar málverka eru strekktir á. „Ég var byrjaður að fikra mig áfram með þau verk fyrir nokkrum árum en þessi sýning ýtti mér í að klára þau. Þau eru í markvissu sam- tali við eldri verk hér.“ Sigurður þagnar og horfir yfir salinn með fjöl- breytilegum verkunum, málverkum, teikningum og álskúlptúrum sem voru á sýningunni þegar hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum árið 1999. Segir svo: „Í þessu ferli hefur það komið mér svo- lítið á óvart hvað ég á í miklu samtali við sjálfan mig. Sýningin spannar þessi 30 ár og mér finnst ég ekkert vera endilega búinn að leysa ennþá ákveðin próblem sem ég var að velta fyrir mér strax við gerð elstu verk- anna hér. Þótt mér hafi miðað eitt- hvað áfram þá held ég að þau séu ekkert endilega alveg leyst,“ segir hann og brosir. Jafnvægið í náttúrunni Eitt af stærstu verkum Sigurðar Árna er Sólalda frá 2000 sem er á Sultartangavirkjun. Á sýningunni er fimm mínútna myndbandsverk sem sýnir verkið á tólf klukkustundum við sumarsólstöður en þá myndast samhverft og heillandi skuggavarp af lágmyndinni. „Það er gaman að sjá Sólölduna svona, hvernig hún virkar og hér við hlið hinna verkanna,“ segir Sig- urður. „Hugmyndin að Sólöldu er í beinu samtali við garðamálverkin og módelið í hinum enda salarins. Þar vann ég út frá ljósi og hvar skuggar af trjám ættu að lenda. Í staðinn fyr- ir kúlutrén eru í Sólöldu stálbitar sem varpa skuggum á ákveðna staði á ákveðnum tíma. Þar býr sólin til eða undirstrikar jafnvægið í sjálfri náttúrunni.“ Og við förum að tala um skugga- spilið sem lengi hefur verið mikil- vægur þáttur í verkum Sigurðar, bæði í tvívíðum verkum og þrívíðum. Hann segir að á sýningunni megi sjá ákveðna þróunarsögu í þeirri úr- vinnslu og hún tengist elsta verkinu, „Ský og vatn“ frá 1990, þar sem við- fangsefnið sé tenging við einhvers konar fullkomnun í náttúrunni og hringrásina innan hennar. Og þar hafi hann verið farinn að vinna úr hugmyndum um yfirborð og það sem sé undir því, sem hafi orðið langtímaviðfangsefni. „Þessar hugmyndir urðu sífellt skýrari í málverkunum, tengjast sögulegu samhengi málverksins sem fyrirbæris og líka hugsunum mínum um forgrunn, miðrými og bakgrunn. Strax um 1990 var bakgrunnur í málverki farinn að trufla mig. Mér fannst ég lítið komast áfram með það en svo þegar ég fór fyrir nokkr- um árum að gera álverk eins og eru hér, lágmyndir, sá ég að þar var mögulega komin lausnin sem ég hafði leitað tuttugu árum fyrr. Svona er ég lengi að hugsa!“ segir hann og hlær. Úrvinnsla hugmyndanna birtist þannig með margvíslegum og heillandi hætti í verkunum. Göt í og skuggavarp frá lituðu gleri er til að mynda með öðrum hætti en sömu fyrirbæri á máluðum striga. Og þeg- ar horft er yfir feril Sigurðar má sjá að fyrir aldamót vann hann oft með það sem má kalla þekkjanlegt land en sneri sér svo meira að formrænni glímu um verkin sjálf. „Já, það er bókstaflegra landslag sem birtist í upphafi og verður smám saman abstrakt, og hug- myndafræðilegt. Það sést hvergi betur en í Sólöldu en þar fáum við svo góða tilfinningu fyrir sólinni en líka skugganum. Það má líka segja að persónur og hlutir verði hvergi greinanlegri en í skugganum af sjálfum sér,“ segir hann þar sem við stöndum við eina málverkið af fólki á sýningunni, en það eru bara skuggar af fólki. „Kannski er persónan ein- mitt skýrust svona,“ segir Sigurður Árni. „Bara skugginn.“ „Á í miklu samtali við sjálfan mig“  ÓraVídd, yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, hefur verið opnuð á Kjarvalsstöðum Ljósmynd/Vigfús Birgisson ÓraVídd Á Kjarvalsstöðum – elsta verkið Ský og vatn (1990) fyrir miðju, eitt það nýjasta, Valerie (2020,) til vinstri. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Það má líka segja að persónur og hlutir verði hvergi greinanlegri en í skugganum af sjálfum sér,“ segir Sigurður Árni. Sökklar Hluti eins nýju verkanna sem vísar til blindramma. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Gefðu notalega jólagjöf NÁTTFÖT FRÁ VANILLA Drauma mjúkt viscose, fallegarblúndur og klæðileg snið. Náttsett 17.950,- Keyrum út frítt samdægurs á höfuðborgarsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.