Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 54
✝ Helgi Jóhann-esson fæddist í
Reykjavík 20.
október 2006.
Hann varð bráð-
kvaddur 27. nóv-
ember 2020.
Foreldrar hans
eru Jóhannes Ingi-
mundarson, fædd-
ur 14. febrúar
1967, og Marta
María Jónasdóttir,
fædd 23. mars 1977. Leiðir
þeirra skildi. Jóhannes er í
sambúð með Silviu Bök, fædd
10. september 1976. Marta
María er í sambúð með Páli
Winkel, fæddur 10. júlí 1973.
Bróðir Helga er Kolbeinn Ari,
fæddur 13. júlí 2009. Hálf-
systir Helga samfeðra er
Fanney Jóhannesdóttir, fædd
26. nóvember 1992. Hún er í
sambúð með Hreini Bergs,
fæddur 24. júní 1991. Þau eiga
dóttur sem fædd-
ist 1. desember
2020. Stjúpsystur
Helga eru Guðný
Kristín Winkel,
fædd 27. febrúar
2002, og Katrín
Pála Winkel, fædd
11. desember
2003.
Helgi ólst upp í
Fossvogi. Helgi
var á leikskóla á
Kvistaborg. Hann hóf svo
skólagöngu í Háaleitisskóla
haustið 2012. Árið 2019 hóf
hann skólagöngu í Réttar-
holtsskóla.
Helgi var listfengur og
hafði næmt auga fyrir um-
hverfi sínu. Hann lagði mikla
áherslu á gott og náið fjöl-
skyldulíf og hans bestu stund-
ir voru í faðmi fjölskyldunnar.
Útför Helga fór fram frá
Neskirkju 8. desember 2020.
Elsku Helgi minn eða Moli 1
eins og ég kallaði þig okkar á milli.
Áður en þú fæddist hélt ég að
börn væru krúttlegir fylgihlutir
sem mæður klæddu í sitt fínasta
púss og montuðu sig af. Ef þú
hefðir ákveðið að koma í heiminn
20. október árið 1906 hefðum við
líklega bæði kvatt þessa jarðvist í
fæðingunni. 100 árum síðar voru
læknavísindin hins vegar orðin
það háþróuð að móður þinni var
bara trillað inn á skurðstofu þar
sem málinu var reddað.
Það að fá þig í fangið var engu
líkt. Ég upplifði mikinn vanmátt
því ég vissi ekki að foreldrar gætu
elskað börnin sín jafnheitt og ég
elskaði þig. Frá fyrstu mínútu
ákvað ég að gefa þér allt sem ég
átti til þess að þú myndir feta lífs-
ins veg glaður.
Þegar þú varst fimm ára
greindist þú með vöðvarýrnunar-
sjúkdóminn Duchenne. Það var
mikið áfall fyrir okkur foreldrana
þína og alla sem þótti vænt um
þig. Við ákváðum að setja fókus-
inn á að þú myndir lifa venjulegu
lífi. Duchenne var þarna með okk-
ur og við vissum alltaf af honum,
en ákváðum að láta lífið ekki snú-
ast um hann. Lífið snerist um þig,
elsku Helgi okkar.
Á stund sem þessari þar sem
það er óhugsandi að við eigum ein-
hvern tímann eftir að líta glaðan
dag þá græt ég af þakklæti. Þakk-
læti fyrir að hafa fengið þessi 14
góðu ár þar sem þú varst kenn-
arinn. Þú kenndir mömmu hvað
skiptir mestu máli í lífinu. Þú
kenndir mömmu að það skiptir
máli að eiga alltaf góðar hvers-
dagslegar stundir og voru okkar
bestu stundir þegar við spjölluð-
um saman fyrir svefninn. Þegar
ég lagðist upp í rúm hjá þér og við
ræddum um vonir og væntingar.
Þig dreymdi um að eignast bíl
þegar þú yrðir 17 ára og engan
venjulegan bíl. Þú vildir Læðu
eins og Ólafur Ragnar í Nætur-
vaktinni keyrði um á og Helgi
stóri frændi. Það hvarflaði ekki að
mér að segja að Læðan væri
kannski ekki sérlega hjólastóla-
væn heldur naut þess að hlusta á
framtíðarpælingar. Ég sá þetta
líka ljóslifandi fyrir mér við þínar
leiftrandi frásagnir.
Sá sem á von á svo margt. Í
sorginni fer hraðlest af stað í
hausnum á mömmu sem minnir á
öll ferðalögin okkar til Kaliforníu,
Króatíu og Kanarí, Ítalíu, Kaup-
mannahafnar, Krítar og Parísar
svo einhverjir staðir séu nefndir. Í
Parísarferðinni 2019 neitaðir þú
til dæmis að taka litla hjólastólinn
með og þegar ég var búin að bera
þig um stræti borgarinnar í heilan
dag keyptum við barnakerru svo
við gætum haldið fjörinu áfram. Í
þínum huga var nefnilega ekkert
að. Þú kvartaðir aldrei og varst
harður af þér fram á síðasta dag.
Þú bannaðir mömmu að leggja í P-
stæði og minntir á að þú gætir al-
veg labbað. Í gegnum lífið sýndir
þú hvað þú ert mikið hörkutól.
Við sem eftir sitjum með sorg í
hjarta huggum okkur við góðar
minningar og vitum að við verðum
að halda áfram. Mamma mun
reyna að lifa eftir öllum góðu gild-
unum sem þú kenndir henni enda
varstu regluvörðurinn í fjölskyld-
unni. Minningin um dásamlegan
dreng mun lifa. Elska þig enda-
laust.
Mamma.
Fyrir rúmum fimm árum lágu
leiðir okkar Helga saman í fyrsta
sinn þegar ég og móðir hans vor-
um að taka okkar fyrstu skref í
heillaríku sambandi. Ég áttaði
mig fljótt á að samband mæðgin-
anna Mörtu, Helga og Kolbeins
var einstakt. Sérstök hjartahlýja,
ástúð og gagnkvæm virðing ein-
kenndi samband þeirra og ég fann
fljótt að til þess að eiga von um að
verða hluti þessarar einingar
ásamt dætrum mínum þurfti ég að
leggja mig fram. Það reyndist mér
einfalt verkefni enda eru þau öll
hvert öðru yndislegra. Helgi tók
mér með fyrirvara enda setti hann
hagsmuni sinna nánustu í fyrsta
forgang og ætlaði að tryggja að
enginn kæmi illa fram í garð ást-
vina hans. Fljótlega tókst þó með
okkur góður kunningsskapur sem
síðar þróaðist í náinn vinskap og
kærleika. Helgi var dulur en hafði
leiftrandi skopskyn og einstaka
hjartahlýju auk þess sem ekki var
hægt annað en fyllast aðdáun á af
hve mikilli þrautseigju hann tókst
á við alvarlegan sjúkdóm sem
hann glímdi við. Öll vissum við að
baráttan yrði erfið en skyndilegt
andlát hans er okkur öllum óbæri-
legt áfall og tilvera fjölskyldunnar
verður aldrei söm.
Ég er þakklátur fyrir dásam-
legar minningar í formi samveru-
stunda og fjölskyldugleði en lífs-
viðhorf móður hans um að lifa
lífinu hamingjusöm og til fulls
gerði okkur öllum kleift að lifa
góðu og innihaldsríku lífi. Ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið
Helga og Kolbein bróður hans inn
í líf okkar. Helgi gerði líf okkar
betra og okkur að betri manneskj-
um.
Blessuð sé minning Helga Jó-
hannessonar. Öðrum fjölskyldu-
meðlimum og ástvinum bið ég
allrar blessunar.
Páll Winkel, stjúpfaðir.
Elsku góði og fallegi bróðir
minn. Mikið ofboðslega er erfitt að
kveðja þig svona snemma. Þú hef-
ur kennt mér margt þó svo að þú
hafir ekki endilega vitað það, eins
og til dæmis að vera þakklát fyrir
það sem ég hef, njóta stundarinn-
ar og ekki að pæla í smáhlutum
sem skipta engu máli. Þú varst
alltaf svo jákvæður og kátur þeg-
ar við hittumst og stutt í húmorinn
hjá þér. Ég heyrði þig aldrei
kvarta og þú lifðir lífinu til fulls
sem er svo gott að hugsa til á þess-
um stundum. Þú varst mikill húm-
oristi og ég er svo rosalega þakk-
lát fyrir þær stundir sem sem við
áttum saman. Eins og þegar við
hlógum saman að fyndnum you-
tube-myndskeiðum eða þegar þú
flissaðir að furðulegum samræð-
um milli mín og foreldra okkar.
Það sem ég er líka þakklát fyrir
eru samfélagsmiðlarnir. Þar áttu
okkar helstu samskipti sér stað
þar sem við bjuggum hvort í sínu
landinu. Þú sparaðir það ekki að
senda mér hjörtu og kveðjur sem
mér þykir svo dýrmætt, elsku
Helgi minn.
Þú áttir gott líf, góða vini og
tvær yndislegar fjölskyldur sem
hugsuðu svo vel um þig og vildu
allt fyrir þig gera. Þú fékkst að
ferðast um heiminn og gera það
sem þér þótti skemmtilegt. Fyrir
það er ég líka þakklát.
Ég mun sakna þín verulega og
það verður skrítið að koma heim
til Íslands um jólin með nýfæddu
dóttur mína og geta ekki sýnt þér
hana. Ég vissi að þú varst spennt-
ur að fá það nýja hlutverk að
verða móðurbróðir. Í staðinn ætla
ég að sýna henni myndir og segja
henni fallegar sögur af þér þegar
hún verður eldri. Þú verður alltaf
móðurbróðir hennar þótt þú sért
ekki hjá okkur. Ég veit að þú fylg-
ist með okkur einhvers staðar.
Elsku Helgi minn, hvíldu í friði.
Ég elska þig.
Þín stóra systir,
Fanney.
Þau komu inn í líf mitt þegar
sonur minn kynntist Mörtu Mar-
íu. Það var þegar þau komu í
heimsókn til mín að ég sá þau
fyrst. Yfir þeim var eitthvert sér-
stakt yfirbragð, yfirbragð lífs-
gleði, styrks og samheldni. Greini-
legt var að þessi þrjú, þ.e. Marta,
Helgi og Kolbeinn synir hennar,
ætluðu að tækla þetta líf með
trompi. Öll voru þau hvert öðru
glæsilegra en ég tók eftir að Helgi
hafði aðeins öðruvísi göngulag en
hin en ekkert meira en það. Síðan
fékk ég að vita að helti Helga væri
vegna sjúkdómsins Duchenne
sem hann var greindur með þegar
hann var fimm ára. Enginn bar-
lómur var þarna á ferðinni heldur
bara ísköld staðreynd sem þurfti
að læra að lifa með. Á þeim fimm
árum sem ég fékk að vera með í
hans lífi heyrði ég Helga aldrei
kvarta á nokkurn hátt, þvert á
móti var hann mjög kátur og létt-
ur þótt hann væri ekkert að trana
sér fram og þakklátur var hann
fyrir allt sem lífið færði honum.
Raunverulega lifði hann mjög
innihaldsríku lífi, ekki síst vegna
frábærra aðstandenda sem gerðu
sér grein fyrir að mikilvægt væri
að hann fengi að upplifa sem mest
á meðan heilsan leyfði. Ég leyfi
mér að vitna í orð móður hans sem
komu fram í blaðaviðtali við hana
árið 2015, fjórum árum eftir að
sjúkdómsgreining Helga varð
ljós. Þar segir hún m.a. að við
svona fréttir breytist allt og mað-
ur spyr sig hvað sé hægt að gera
til að gera lífið skárra og eitt af því
sé að gæta þess að aldrei sé vond
stemning og togstreita, vera
þakklát fyrir hvern dag, tala við
börnin og segja þeim nákvæmlega
hvernig hlutirnir eru. Gæta þurfi
þess að rækta samband við vinina
til að forðast einangrun og leyfa
Helga að gera allt sem hann er
fær um að gera til þess að taka
þátt í lífinu eins mikið til fulls og
hægt er og hlífa honum ekki. Við
þessi orð hefur hún staðið svo vel
að þegar ég sá þau þrjú fyrst
leyndi sér ekki ákafur lífsþróttur-
inn. Þarna var ekki nein beygð
fjölskylda á ferðinni. Marta gætti
þess að Helgi fengi að upplifa sem
mest á meðan hann hefði heilsu til,
ferðast til og um Bandaríkin tvisv-
ar, um þvera og endilanga Evr-
ópu, þar á meðal Kanarí, og einnig
hér innanlands, t.d. fóru þau á
húsbíl um Ísland sl. sumar eins
lengi og Helga langaði. Aldrei
misstu þau af tækifæri til þess að
gera sér glaðan dag svo sem á af-
mælisdögum og á hátíðum, heim-
ilið skreytt og gerður góður og
skemmtilegur matur og sæta-
brauð. Helgi var svo lánsamur að
eiga að góðan bróður, hann Kol-
bein, sem er þremur árum yngri,
en stór og sterkur eftir aldri og
var hann betri en enginn þegar
rétta þurfti stóra bróður hjálpar-
hönd við ýmis tækifæri, einkum
þegar á leið, því smám saman
ruddi sjúkdómurinn sér meira og
meira til rúms eftir því sem tímar
liðu.
Minningin um góðan og yndis-
legan dreng lifir í hjörtum allra
sem til þekktu og er það mikil arf-
leifð eftir ekki lengra líf en 14 ár.
Bið ég nú allar góðar vættir að
vaka yfir eftirlifandi aðstandend-
um og blessuð veri minning hans.
Guðný Jónsdóttir
stjúpamma.
Í dag kveðjum við Helga, elsta
barnabarnið okkar, aðeins 14 ára
gamlan, hann varð bráðkvaddur
27. nóvember sl. stuttu eftir heim-
komu úr skólanum, þar sem hann
kenndi sér slappleika.
Helgi var hlédrægur og blíður
drengur, það má kannski ráða að
hlédrægnin hafi stafað af Duch-
enne-sjúkdómnum sem hann
greindist með ungur að árum.
Hann var heldur ræðnari við
okkur afa og ömmu upp á síðkast-
ið þegar unglingsárin gengu í
garð, þar sem áhuginn á ýmsum
málum fullorðna fólksins jókst.
Sjúkdómurinn skerti hreyfi-
hæfni hans en hann lét það ekki
stoppa sig.
Helgi ferðaðist hér heima og
töluvert til útlanda ýmist með
pabba sínum eða mömmu. Hann
fékk að upplifa meira en margur,
foreldrarnir sáu til þess hvort með
sínum fjölskyldum.
Helgi og Kolbeinn bróðir hans
fóru í sumar með móður sinni
hringinn um landið á húsbíl, þar
sem þau þrjú nutu sín, skoðuðu
landið og spiluðu á kvöldin.
Þeir bræður fóru í stutta sjó-
ferð með afa í sumar og höfðum
við allir gaman af.
Helgi þurfti að notast við raf-
skutlu sem við kölluðum „trylli-
tækið“ og fór hann sjálfur akandi
á rafskutlunni í skólann.
Tryllitækið var vinsælt meðal
skólasystkinanna sem alla tíð
studdu Helga með ráðum og dáð.
Aðdáunarvert hefur verið að
fylgjast með þeim bræðrum
Helga og Kolbeini sem studdu
hvor annan án þess að mikið færi
fyrir því.
Helgi sýndi frændsystkinum
sínum mikla alúð og blíðu, það var
aðdáunarvert að sjá hann með
tvíburafrænkur sínar í fanginu.
Þá fór kisa ekki á mis við blíðu
Helga.
Elsku Helgi okkar, takk fyrir
allar góðu stundirnar með þér,
þótt tíminn hafi verið alltof stutt-
ur, megi englar Guðs umvefja þig
elsku ljósið okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Jónas afi og Harpa
amma í Vesturási.
Elsku Helgi minn.
Deginum sem þú fæddist man
ég eftir líkt og hann hafi verið í
gær. Spenningurinn var í há-
marki. Beint af ballettæfingu
fékk ég þig í fangið og klæddi litlu
tólf klukkustunda gömlu tærnar í
nýprjónaða rauð-hvítröndótta
sokka. Erfiðlega gekk mér að
klæða spriklandi tærnar í þá.
Sokkarnir voru eilítið misstórir
og prjónaðir af tíu ára gömlu
stoltu frænku sem eignaðist
þarna fyrsta litla frænda sinn.
Ég naut þess að fá að fylgja
þér næstu fjórtán árin, glaða,
góða og hógværa frænda mínum.
Af þér stafaði ró og friður, geð-
góður varstu mjög og ljúfur. Ég
fékk að leika við þig og passa líkt
og þú værir minn eigin bróðir og
fyrir það er ég ævinlega þakklát.
Það var svo indælt að fá að hafa
þig í hverfinu, einkum þegar þú
bjóst í sömu götu og í þeirri
næstu. Minningarnar eru af ýms-
um toga líkt og ferðir okkar til
Danmerkur þegar við þeyttumst
um landið í leit að öllum rússíbön-
um landsins. Þau voru ófá spilin,
hjólatúrarnir, lærdómsstundirn-
ar, bátsferðirnar og sögustund-
irnar sem við áttum saman.
Minnugur varstu með eindæmum
þannig að frásagnir af gömlum
gleði- og grínstundum voru afar
nákvæmar. Gleðistundirnar voru
ófáar í þínu lífi enda áttir þú
heimsins besta litla bróður sem
alltaf er svo glaður, fyndinn og
hress. Þið tveir voruð eins og
hugur hvor annars og gátuð aldr-
ei verið lengi aðskildir. Fallegra
bræðrasamband er vart hægt að
hugsa sér.
Ég var svo lánsöm að starfa í
sama grunnskóla og þú gekkst í
fyrstu sjö grunnskólaárin. Lítil
hlý bros og stutt hnitmiðuð vink
mættu manni oft hér og hvar á
göngunum. Vænst þykir mér um
veturinn þegar þú varst í 6. bekk
og ég var stuðningsfulltrúi í
bekknum þínum. Vinirnir voru
margir í bekknum, góðir, hressir
og stuðningsríkir, og ég minnist
oft ferðarinnar til Nauthólsvíkur
þegar þú mættir í fyrsta sinn á
bílnum þínum, skælbrosandi,
með þrjá vini hangandi á trylli-
tækinu. Þetta var ekki í síðasta
sinn sem vinirnir fengu far með
þér. Úr frímínútum í Réttó
skruppuð þið stundum í gamla
grunnskólann ykkar og köstuðuð
háværum kveðjum á gamla fé-
laga.
Stoltið sem ríkti hjá tíu ára
gömlu frænkunni daginn sem þú
fæddist hefur aukist dag frá degi
en sokkarnir eru fyrir löngu
orðnir of litlir. Minning þín lifir
alla tíð, björt og hlý.
Elsku Helgi minn. Þín er sárt
saknað. Við sjáumst síðar,
Marta frænka.
Litli frændi minn hefur frá
fyrstu tíð verið ofarlega í huga
mér og staðið nálægt hjartanu og
í raun horfði ég á hann á margan
hátt meira eins og bróður.
Hann sagði ekki margt en mér
fannst hann ekki þurfa þess því
mér fannst ég skilja hann. Mér
fannst hann jafnvel vera líkur
mér. Það var ekki boltinn sem
heillaði heldur bílar og tækni. Að
skrúfa og komast að því hvað væri
fyrir innan og sjá hvernig hlut-
irnir voru settir saman, heillast af
snúningi hjóls og krafti í bíl.
Hann birtist á sinn hægláta
hátt kannski með hjólabrettið eða
á hjóli, kom upp að hlið manns og
fylgdist athugull með einu og öðru
sem maður hafði fyrir stafni svo
sem bílaviðgerðum og tölvustússi.
Þrátt fyrir að hann væri hlédræg-
ur skein eftirtekt hans í gegn. Það
kom líka á daginn að hann hafði
tekið eftir því hann kunni og gat.
Hann tók vel í það þegar maður
bauð honum með í það sem maður
var að fást við í frítímanum og
áreynslulaust var það að finna
handa honum gjafir, en áhugasvið
okkar reyndust vera á sömu mið-
um. Hvort sem um var að ræða að
draga vélarvana bíl, fara á bíla-
sýningu, í skógarferð, fylgjast
með dýrum eða skjóta upp flug-
eldum, þá var gott að hafa glaðan
og áhugasaman frænda með.
Minnist ég þess nú fyrir stuttu
að þegar við vorum að velja sam-
an aðgangsorð þá stakk ég upp á
því í gamni að aðgangsorðið væri
um það að hann væri bestur en
eftir umhugsun þá vildi hann
frekar að það snerist um það að
hinir væru jafn góðir og hann.
Svona var hann frændi minn hlýr
og hjartagóður, vildi öllum vel og
sá aðeins það góða.
Kankvísi frændi minn hefur
ávallt verið og mun áfram vera
mér ofarlega í huga þegar ég fæst
við það sem ég veit að hann myndi
hafa gaman af.
Garðar Arnarsson.
Elsku Helgi.
Ég á erfitt með að trúa því að
ég sé að skrifa þessi orð. Ef allt
væri eðlilegt þá værir það þú sem
myndir skrifa um mig eftir mörg
ár en lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt. Mér verður hugsað til
þess hversu þakklátur ég er fyrir
að hafa kynnst þér og þann tíma
sem ég fékk með þér. Það er
ómetanlegt en ekki sjálfsagt að
hafa kynnst litlum frænda sínum
svona náið enda leit ég frekar á
þig sem lítinn bróður.
Okkar samband hófst snemma
eða strax á fæðingardeildinni þar
sem ég sá þig fyrst. Þegar leiðin lá
í leikskóla hófust bíltúrarnir hjá
okkur en þangað sótti ég þig með
æfingaakstursleyfinu. Í seinni tíð
voru bíltúrarnir nokkrir þar sem
við prófuðum hina ýmsu bíla, bár-
um þá saman, skoðuðum borgar-
lífið og þá bíla sem urðu á vegi
okkar. Með þér sannaðist það að
bílaáhuginn er meðfæddur. Strax
sem lítið barn í kerru varst þú far-
inn að þekkja helstu bíla í sundur
eftir tegundum. Eitt sinn þegar
ég gekk með þig um hverfið í
vagni til að svæfa þig þurfti ég að
breiða sérstaklega vel yfir vagn-
inn til að þú sæir ekki út því þú
taldir upp alla þá bíla sem við
gengum fram hjá í stað þess að
sofna.
Við náðum að gera margt sam-
an á þeim stutta tíma sem við
fengum. Bæði heima í Brekku-
gerði og í fríum. Þessa dagana er
ferð okkar í Tívolí í Kaupmanna-
höfn mér ofarlega í huga. Sú ferð
var mikið ævintýri og tókst ykkur
bræðrum að plata mig í mikið
svakalegri tæki en ég hefði alla
jafna lagt í. Þið vilduð prófa öll
tækin, bentuð bara á næsta og
næsta þótt ég lýsti þeim sem rosa-
legum til að fæla ykkur frá þeim
mín vegna enda var ég stóri
frændinn í ferðinni og gat ekki
sagt að ég þyrði ekki. Þar hafði ég
ekki erindi sem erfiði og fórum
við í nánast öll tækin í Tívolíinu
þar sem þið skemmtuð ykkur vel
en ég lokaði bara augunum á með-
an rússíbaninn fór á hvolf.
Núna verða bíltúrarnir okkar
ekki fleiri en þú getur reitt þig á
það að ég verð alltaf til staðar fyr-
ir litla bróður þinn og okkar besta
vin. Vonandi hittumst við svo aft-
ur síðar þar sem þú getur rakið
fyrir mig í smáatriðum það sem á
daga okkar hefur drifið líkt og þú
gerðir þegar vel lá á þér.
Jónas Arnarsson.
Helgi Jóhannesson HINSTA KVEÐJA
Elsku Helgi, drauma-
drengurinn hennar frænku.
Takk fyrir spjallið.
Takk fyrir sms-in.
Takk fyrir búðarferðirnar.
Takk fyrir ísbúðarferðirnar.
Takk fyrir rúntinn.
Takk fyrir að lúlla í sófanum mínum.
Afi veit að amma tekur á
móti Helga sínum í
draumalandinu.
Elska þig.
Ragna frænka.
Elsku Helgi.
Með fatastílinn á hreinu
og jákvæðni í framsætinu
stýrðir þú lífinu á fallegan
veg. Upprennandi og efni-
legur tónlistarmaður, löngu
orðinn björt stjarna okkar
bræðra.
Ingimundur Óskar og
Jón Kristján.
Aldrei tími góður gleymist,
gott er ætíð hann að muna.
Minning Helga í hugum geymist,
honum þökkum samveruna.
Við þökkum Helga fyrir
dýrmætar og góðar stundir
öll árin okkar saman í
Hvassaleitisskóla. Kær-
leiks- og samúðarkveðja frá
okkur öllum.
Fyrir hönd samnemenda
og foreldra úr árgangi
2006, Hvassó,
Rósa Jóhannesdóttir.
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020