Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Pottormur Árbæjarlaug og aðrar sundlaugar opna að nýju í dag. Einhver virðist þó hafa skellt sér í pottinn í gær. Árni Torfason Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir skrifar um skuldir Reykjavík- urborgar og telur þær vera minni en nágrannasveitarfélag- anna. Til er einföld aðferð til að kanna hvort slíkt sé rétt. Hún er sú að bera saman skuldir á íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga birtir þessar tölur á vef sínum. Þar kemur fram að skuldir samstæðu borgarinnar voru 2,6 milljónir á hvert mannsbarn. Sambærileg tala nágrannasveit- arfélaganna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Seltjarness og Mosfellsbæjar er innan við helmingur af því eða 1,2 milljónir á mann. Þessi samanburður er sláandi og segir sína sögu. Nú gerir Þórdís Lóa ráð fyrir að taka 52 milljarða að láni á næsta ári. Skuldir Reykjavíkur vaxa því áfram og er borgin í al- gerri forystu á höf- uðborgarsvæðinu. Hvað þetta varð- ar. Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Skulda tvöfalt - 500,000 1,000,000 1,500,000 2,000,000 2,500,000 3,000,000 RVK Hafnarf Kópav Mos Selt Garðabær Skuldir á íbúa 2019 Ný markmið Íslands í loftslagsmálum verða kynnt á leiðtogafundi sem Sameinuðu þjóð- irnar, Bretland og Frakkland standa að á laugardag. Í Parísar- sáttmálanum er kveðið á um að ríki heims eigi að uppfæra landsmark- mið sín á fimm ára fresti og nú er komið að fyrstu uppfærslu. Á fundinum á laug- ardaginn koma saman leiðtogar þeirra ríkja sem eru reiðubúin að kynna uppfærð og enn metn- aðarfyllri markmið en áður um sam- drátt í losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnishlutleysi og framlög til loftslagstengdra verkefna í þróunar- löndum. Á undanförnum árum hefur Ísland markað sér stöðu sem ríki sem stend- ur að mörgu leyti framarlega í lofts- lagsmálum. Á leiðtogafundinum á laugardag höldum við áfram á þeirri braut og kynnum þrjú ný metnaðar- full markmið; a) Aukinn samdráttur í losun gróður- húsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030 en það markmið tengist sam- floti Íslands með ESB og Noregi. b) Efldar aðgerðir einkum í land- notkun, sem munu auðvelda Ís- landi að ná settu markmiði um kol- efnishlutleysi fyrir 2040 og að auki áfangamarkmiði um kolefnishlut- leysi losunar á beinni ábyrgð ís- lenskra stjórnvalda í kringum árið 2030. c) Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni einkum á sviði sjálfbærrar orku. Þó að heimsfaraldur kórónuveiru hafi yfirskyggt flest önnur verkefni und- anfarna mánuði þá hefur loftslags- váin síður en svo horfið á meðan. Í upphafi þessa kjörtímabils ákvað rík- isstjórnin að forgangsraða loftslags- málunum og kynnti fyrstu aðgerða- áætlun Íslands í loftslagsmálum strax haustið 2018. Flaggskip að- gerðaáætlunar eru samdráttur í los- un frá samgöngum með orkuskiptum og landgræðsla, skóg- rækt og endurheimt votlendis. Þar settum við okkur það markmið að verða kolefn- ishlutlaus ekki seinna en árið 2040. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Í sumar kynntum við svo uppfærða aðgerða- áætlun í loftslagsmálum þar sem staðfest var að með þeim verkefnum sem fóru af stað í fyrri áætlun hefði þegar náðst sá árangur að hægt væri að gera ráð fyrir meiri samdrætti í losun en krafa er gerð um í núverandi samkomulagi Íslands og Noregs við ESB. Ísland er því vel undirbúið að takast á hendur ný metnaðarfyllri markmið í loftslagsmálum. Með aðgerðaáætluninni er komið öflugt stjórntæki í loftslagsmálum með mælanlegum markmiðum og fjármögnuðum aðgerðum sem skila nú þegar árangri. Fjárframlög til umhverfismála hafa aukist um 47% í tíð þessarar ríkisstjórnar og þar af hafa bein framlög til loftslagsmála ríflega áttfaldast auk verulegrar aukningar á ívilnunum til vistvænna ökutækja, virkra ferðamáta og hleðslustöðva auk stuðnings við breyttar ferðavenjur. Nauðsynlegt er þó að efla valdar aðgerðir á því sviði í tengslum við metnaðarfyllra mark- mið um samdrátt í losun og það er hægt að gera m.a. með því að flýta aðgerðum í orkuskiptum og auka stuðning við loftslagsvæna nýsköpun. Til þessa verður horft við gerð næstu fjármálaáætlunar á vordögum. Til að ná markmiði um kolefnis- hlutlaust Ísland fyrir árið 2040 er kol- efnisbinding með skógrækt og land- græðslu lykilaðgerð til að ná árangri, auk annarra aðgerða í landnotkun, s.s. endurheimt votlendis. Efla þarf slíkar aðgerðir sem geta samhliða frumkvöðlastarfi við bindingu kol- efnis í berglögum markað Íslandi sérstöðu meðal fremstu ríkja varð- andi upptöku kolefnis úr andrúms- lofti, sem er ein megináhersla í Par- ísarsamningnum. Þær eru einnig til þess fallnar að auka samkeppn- ishæfni Íslands, skapa störf og styrkja byggðir, auk þess að vera „náttúrulegar loftslagslausnir“, sem stuðla að vernd og endurheimt vist- kerfa og landgæða. Með auknum að- gerðum á þessu sviði getur Ísland náð þeim áfanga að verða kolefnis- hlutlaust varðandi losun á beinni ábyrgð Íslands í kringum árið 2030. Framlög Íslands til loftslags- tengdra verkefna í þróunarsamvinnu munu aukast um 45% á næsta ári í samanburði við yfirstandandi ár. Þar er sérstaklega horft til verkefna á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til ís- lenskrar sérþekkingar, aðallega jarð- hitanýtingar í Austur-Afríku. Okkar stærsta áskorun Loftslagsváin hefur skapað neyð- arástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Okk- ar stærsta verkefni er að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu. Því að mannkynið á ekki eft- ir að fá annað tækifæri á annarri plánetu heldur aðeins það tækifæri sem við höfum hér og nú. Í slíku ástandi skiptir máli að nýta lærdóma fortíðar en lykilatriðið er samt núið: það sem við ætlum að gera núna. Það er mikilvægt að finna fyrir aukinni vitund hjá almenningi um mikilvægi þess að við leggjum öll okkar lóð á vogarskálarnar. Það veit- ir okkur öllum aukið hugrekki til að- gerða. En baráttan verður ekki ein- göngu lögð á almenning. Samstarf ríkis, sveitarfélaga, fjárfesta, at- vinnurekenda, samtaka launafólks og umhverfis- og náttúruvernd- arsamtaka og margra fleiri er nauð- synlegt til að draga vagninn. Sam- stillt átak er forsenda þess að við náum raunverulegum árangri. Þó að heimsfaraldurinn hafi tekið mesta okkar athygli undanfarna mánuði þá er það líka svo að við höf- um tækifæri til að gera hlutina öðru- vísi að lokinni kreppu. Við leggjum áherslu á að viðspyrnan verði græn. Meðal annars með því að tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur einka- fjárfestingar styðji við græna um- breytingu, kolefnishlutleysi og sam- drátt gróðurhúsalofttegunda. Það gerum við líka með því að halda áfram að auka stuðning okkar við grænar fjárfestingar hins opinbera. Við erum á réttri leið. Við settum okkur skýr markmið í upphafi kjör- tímabils og höfum fylgt þeim eftir af festu og ákveðni. Til að ná raunveru- legum árangri í baráttunni við lofts- lagsvána skiptir nefnilega öllu að láta verkin tala. Ísland á að skipa sér í fremstu röð í þessum málum; börnin okkar eiga að geta litið um öxl og sagt: Hér var gripið í tauma og ráðist í aðgerðir fyrir framtíðina. Það er ekki eingöngu okkar ábyrgð – heldur líka tækifæri fyrir Ísland til fram- tíðar. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Við erum á réttri leið. Við settum okk- ur skýr markmið í upp- hafi kjörtímabils og höf- um fylgt þeim eftir af festu og ákveðni. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er forsætisráðherra. Metnaður fyrir framtíðina Morgunblaðið/Golli Fljótaá í Fljótum Ísland hefur markað sér stöðu sem ríki sem stendur að mörgu leyti framarlega í loftslagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.