Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
landi, og alltaf var tilhlökkun þeg-
ar von var á Ágústu til Hafnar.
Ágústa var trúuð kona og safn-
aðarstarf við Dómkirkjuna var
henni mikils virði. Þar eignaðist
hún marga góða vini. Samstarfs-
fólk hennar í Seðlabankanum var
líka upp til hópa vinir hennar.
Ágústa var bara dáð og elskuð af
þeim sem kynntust henni.
Hún var mikill dýravinur og
voru kettir í sérstöku uppáhaldi.
Þá naut hún þess að skoða landið
sitt og var þá gjarnan sjálf undir
stýri.
Eftir að ég flutti aftur á höf-
uðborgarsvæðið styrktist vinátta
okkar Ágústu enn frekar og héld-
um við nær daglegu sambandi
upp frá því. Það breyttist allt
þennan laugardagsmorgun og
símtölin við Ágústu verða því mið-
ur ekki fleiri.
Ég, börnin mín og barnabörn
hugsum hlýlega til Ágústu og
þökkum henni samfylgdina.
Kristni sendum við samúðar-
kveðjur, hans missir er mestur.
Edda Flygenring.
Kveðja frá Dómkirkjunni
Í dag er til moldar borin hin
mæta og kirkjurækna kona,
Ágústa K. Johnson, sem um langa
hríð hefur verið virk í safnaðar-
starfi Dómkirkjunnar.
Við fráfall hennar leita þessi
orð svo sterkt á hugann: Kærleik-
ur, trúfesti, umhyggjusemi, gjaf-
mildi, fórnfýsi, heiðarleiki og fé-
lagslyndi. Öllum þessum
hæfileikum var Ágústa ríkulega
búin.
Þetta vita allir sem þekktu
hana og störfuðu með henni í öll
þessi ár, ekki síst við sem nutum
vináttu hennar. Í öllum hennar
störfum er enn einn hæfileikinn
ótalinn en hann er hve létt hún
átti með að vinna með öðrum og
laða fram það besta í þeim.
Eftir erfið veikindi þar sem tví-
sýnt var um líf hennar náði hún
heilsunni á ný. Vaknaði því sú von
að fram undan biði áhyggjulaust
ævikvöld þar sem hún sjálf væri í
fyrirrúmi. Sú von brást. Kallið
kom skyndilega og Ágústa hélt til
móts við skapara sinn sátt við líf
sitt, reiðubúin til að ganga inn í
hið eilífa líf.
Á kveðjustund er okkur hugs-
að til Kristins, en missir hans er
mikill. Megi góður Guð blessa
hann og styrkja.
Í brjóstum okkar sem eftir lif-
um ríkir söknuður og eftirsjá. En
þar inni býr líka minningin um
góða og trúaða konu sem helgaði
líf sitt kirkjunni sinni og með-
borgurum og tókst að gera um-
hverfi sitt betra en það var fyrir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Marinó Þorsteinsson,
formaður sóknarnefndar.
Ágústa Johnson var samstarfs-
kona föður okkar, Jóhannesar
Nordals, í meira en þrjá áratugi
og vinkona okkar allra í sextíu ár.
Hún réðst ung til starfa í Lands-
banka Íslands að afloknu stúd-
entsprófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands og flutti sig síðan í
nýstofnaðan Seðlabanka Íslands
árið 1961. Þar starfaði hún óslitið í
tæp fimmtíu ár. Ágústa varð rit-
ari föður okkar þegar hann var
skipaður seðlabankastjóri árið
1961 og var í mörgum skilningi
hans nánasti samstarfsmaður þar
til hann lauk störfum í bankanum
árið 1993.
Það var einstök gæfa hans að
fá svo trausta, vandaða og glað-
lynda manneskju sér við hlið.
Hún gerði allt óaðfinnanlega sem
hún tók sér fyrir hendur. Hélt ut-
an um alla þræði á skrifstofu
bankastjóra og leysti fumlaust öll
verkefni. Stoð hans og stytta í
vandasömu starfi. Aldrei bar
nokkurn skugga á samstarf
þeirra og vináttu sem varði allt til
loka.
Það varð ekki hjá því komist að
Ágústa yrði vinkona okkar systra
og ein af fjölskyldunni. Hún
fylgdist með okkur vaxa úr grasi
og sýndi öllum áföngum í lífi okk-
ar einlægan áhuga. Alltaf tók hún
fagnandi á móti okkur þegar við
komum smástelpur til funda við
pabba á skrifstofu hans eða þegar
við litum til hennar á Flókagöt-
unni. Alltaf glöð með opinn faðm-
inn og sitt einstaka hlýja bros og
tindrandi augu, þó að lífið væri
kannski ekki alltaf dans á rósum.
Það skildum við síðar.
Orð Opinberunarbókarinnar
koma okkur í hug þegar við minn-
umst Ágústu á kveðjustundu,
vertu trúr allt til dauða og ég mun
gefa þér lífsins kórónu. Eðlislæg
trúmennska var henni í blóð borin
og rann eins og rauður þráður í
gegnum líf hennar. Hjartahlý og
bænheit trúkona, akkeri fjöl-
skyldu sinnar og sannur vinur
vina sinna. Við kveðjum kæra vin-
konu með djúpu þakklæti.
Bera, Guðrún, Salvör
og Marta.
Foreldra mína hefur örugglega
ekki órað fyrir því, þegar þau
festu kaup á sinni fyrstu íbúð,
hversu einstakir nágrannar
fylgdu með í kaupunum. Þrátt
fyrir að þau hefðu einungis stutta
viðdvöl á Hringbrautinni skipuðu
þau Sigríður, Ágústa og Kristinn
sérstakan sess í okkar huga, ekki
síst okkar systkinanna. Ég var
ekki fæddur þegar foreldrar mín-
ir fluttust af Hringbrautinni, en
naut samt góðs af þessari vináttu
sem varð til á þessum árum, á svo
ótrúlega margan hátt. Þegar ég
hugsa til baka finnst mér eins og
það hafi alltaf verið sunnudagur
þegar ég hitti þau og gott ef það
var ekki alltaf sól líka. Að minnsta
kosti er óvenjubjart yfir þessum
minningum, hvort sem Ágústa
var að fara með okkur á jólaböllin
sem voru engu lík í Seðlabankan-
um, skrúðgöngu 17. júní eða við
komum í heimsókn fyrst á Hring-
brautina og síðan á Flókagötuna.
Móttökurnar voru þvílíkar að ég
sagði oft seinni árin við Ágústu að
mér liði eins og þjóðhöfðingja
þegar ég kæmi í heimsókn til
þeirra. Þessar minningar eru líka
vel varðveittar því að Ágústa var
sérstakur hirðljósmyndari fjöl-
skyldunnar, sem kom sér vel því
að skilningur og áhugi á ljós-
myndun í fjölskyldu minni var
enginn og varla til fjölskyldu-
myndir aðrar en þær sem Ágústa
hefur tekið. Það kom þó ekki að
sök því það var enginn fjölskyldu-
viðburður haldinn án þess að
Ágústa væri viðstödd. Það var
t.d. föst venja hjá okkur í fjöl-
skyldunni að hitta þau á jóladag
og mikilvægur þáttur í okkar
jólahaldi. Í þeim jólaboðum var
fastur liður að taka skák við
Kristin, sem hafði kennt mér
mannganginn. Markmiðið var
alltaf að reyna að vinna hann,
sem tókst nánast aldrei, enda
Kristinn góður skákmaður.
Ágústa fylgdist vel með mér
alla tíð og mér fannst mikilvægt
að standa mig í skólanum, ekki
síst biblíusögunum, og sýndi
henni stoltur einkunnir mínar
þegar svo bar undir. Hún hvatti
mig áfram og veitti mér ýmsar
ráðleggingar sem ég tók mark á.
Ég var afkastamikill blaðberi á
þessum árum og velti því fyrir
mér hvort ég ætti ekki að hætta
því og auka tekjurnar með því að
gerast blaðasali. Ég bar þetta
upp við Ágústu en hún benti mér
á að með því að vera blaðberi
hefði ég fastar tekjur en blaðasal-
an væri óviss og ekki alltaf víst að
ég myndi nenna að selja blöðin
auk þess sem salan gæti brugðist.
Það væri því ekki víst að tekjurn-
ar myndu aukast þegar upp væri
staðið. Þessari fyrstu viðskipta-
ráðgjöf tók ég mark á, enda vissi
ég að hún var, eins og annað sem
frá Ágústu kom, vel ígrunduð.
Ágústa var minnug, örlát, fróð og
traustur vinur sem vildi veg minn
sem bestan. Í raun var ég alltaf
barnið í þessum samskiptum,
sem hún þreyttist aldrei á að
dekra við, alveg fram í andlátið.
Þegar ég hringdi í Ágústu
seinni hluta októbermánaðar til
að segja henni frá því að ég væri
orðinn afi hafði ég enga hugmynd
um að hún hafði nokkrum dögum
áður verið flutt á Landakot. Hún
kom til baka á Flókagötuna og
virtist vera að aukast kraftur
þegar hún féll óvænt frá. Við fjöl-
skyldan sendum Kristni og öðr-
um aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Helgi Sigurðsson.
Yndisleg kona er fallin frá. Við
Ágústa kynntumst fyrir um 30
árum þegar Már sneri aftur til
starfa við Seðlabanka Íslands eft-
ir nokkur ár í fjármálaráðuneyt-
inu. Hún kynnti sig fyrir mér og
rakti tengsl sinnar fjölskyldu við
mína. Hún sagði mér að móður-
amma mín, Ingiríður Kristín
Helgadóttir, hefði reynst móður
hennar svo einstaklega vel um
miðja öldina. Amma sem þá var
orðin ekkja og flutt til Reykjavík-
ur hafi stutt móður hennar sem
var einstæð móðir með tvö ung
börn. Hún talaði svo fallega um
ömmu og minntist sérstaklega
kjóls sem amma færði henni. Það
var ekki daglegt brauð þá eins og
nú að fá nýja flík. Það var gaman
og upplýsandi að sjá hana ömmu
mína í öðru ljósi. Okkur Ágústu
varð vel til vina og alla tíð sýndi
hún okkur Má vinskap og hlýju.
Ég bjó erlendis þegar Ágústa
lét af störfum í Seðlabankanum
snemma árs 2009 og voru sam-
skiptin þá og árin á undan tak-
mörkuð. En eftir að Már tók við
embætti seðlabankastjóra síðla
sumars það ár hófust samskipti
okkar á ný. Formlegur kvöld-
verður fyrir Ágústu með fyrrver-
andi seðlabankastjórum og mök-
um þeirra í byrjun árs 2010 og
ýmsir viðburðir í bankanum sem
hún var dugleg að mæta á koma
upp í hugann. Ætíð var einstak-
lega ánægjulegt að hitta hana.
Ég minnist einnig áttræðisaf-
mælis hennar fyrir tæpum tveim-
ur árum, haldið í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar, en kirkjan skip-
aði stóran sess í lífi Ágústu. Þar
var hún umvafin þeim sem voru
henni kærastir, ættingjum, vin-
um, samstarfsfólki frá sínum
gamla vinnustað og frá kirkjunni.
Mikið var hún glöð þessi hægláta
kona.
Við hittumst síðast í febrúar
sl. við jarðarför mömmu. Þrátt
fyrir kulda, snjó og erfiða færð
kom hún í Kópavoginn til að
kveðja. Veiran var þá þegar farin
að láta á sér kræla en engar sam-
félagslegar takmarkanir höfðu
verið settar. Það var því gott að
geta faðmað hana enn á ný,
fregnað af henni og sagt henni
fréttir af okkur Má í Malasíu. Ég
kveð einstaka konu með hlýju og
þakklæti í huga. Við Már sendum
Kristni, bróður hennar, og öðr-
um ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Ágústu K. Johnson.
Elsa S. Þorkelsdóttir.
Það hefur líklegast verið í maí-
mánuði 1959 að ég hitti Kristin
bróður Ágústu á kaffihúsi og ég
sagði honum að ég ætlaði að taka
stúdentspróf utan skóla í Verzl-
unarskólanum þá um vorið, að
Kristinn sagði við mig: Af hverju
talarðu ekki við hana Gústu syst-
ur en hún var í skólanum og ætl-
aði líka að taka þetta próf.
Ágústa tók mér tveim höndum
og var reiðubúin að veita mér alla
þá hjálp sem hún gæti. Eftir
þetta kom ég oft heim til Ágústu
og þáði alltaf góðar veitingar hjá
mömmu hennar og Ágústa brást
mér ekki. Hún var mér stoð og
stytta allan tímann þar til próf-
unum var lokið.
Þakklæti mitt er það blóm sem
aldrei fölnar né fellir blöðin.
Bestu þakkir fyrir allt.
Eyþór Heiðberg.
Farsæld og góðmennska eru
þau tvö orð sem fyrst koma upp í
hugann þegar hugsað er til
Ágústu K. Johnson, samstarfs-
konu okkar og vinkonu til ára-
tuga.
Ágústa var í hópi fyrstu
starfsmanna Seðlabanka Íslands
og naut mikillar farsældar sem
deildarstjóri í bankanum í hálfa
öld. Að frátöldum núverandi
seðlabankastjóra vann hún með
öllum hinum, þar til hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir fyrir
rúmum áratug eftir glæsilegan
feril þar sem hún veitti stjórn-
endum bankans ómetanlega að-
stoð. Ágústa sinnti starfi sínu af
einstakri fag- og trúmennsku og
samstarfið við hana var einstakt.
Hún var vakin og sofin yfir öllum
málefnum Seðlabankans og
hagsmunum hans.
Hún var stofnanaminnið holdi
klætt, en um leið alltaf að huga að
nýjustu tækni til að þróa starfið.
Vinnuframlag og viðhorf Ágústu
til vinnunnar var einstakt, sem
þó rímaði vel við einstakan per-
sónuleikann. Hún elskaði starfið
sitt og sá ekki sólina fyrir sam-
starfsfólkinu. Ágústa varð fjöl-
skylduvinur samstarfsfólksins,
mætti í barnaafmælin og fylgdist
með fjölskyldumeðlimum. Í góð-
mennsku sinni og hlýju prjónaði
hún bæði peysur og vettlinga til
að halda hlýju á fólkinu sínu.
Ágústa var trúuð manneskja
og tók mikinn þátt í kristilegu
starfi um árabil. Hún lifði sam-
kvæmt þeim boðskap, sýndi öðr-
um mikla umhyggju og góð-
mennska einkenndi allt hennar
fas. Hún kom jafn vel fram við
alla, vildi öllum vel og samferða-
fólk hennar naut gæsku hennar í
hvívetna.
Ævi Ágústu var farsæl. Hún
naut trausts og mótaði sannar-
lega menningu Seðlabanka Ís-
lands. Sú menning einkennist af
trausti, heiðarleika og fag-
mennsku. Hennar verður sárt
saknað en minning um einstaka
samstarfskonu lifir.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
og menningarmálaráð-
herra, og Jón Sigur-
geirsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Ágústa K. Johnson
Okkar innilegustu þakkir fyrir allar þær
kveðjur og samúðaróskir sem okkur
hafa borist við fráfall föður okkar, afa
og langafa,
JÓNS ÞÓRS JÓHANNSSONAR,
fv. framkvæmdastjóra,
sem andaðist 2. nóvember.
Minning hans mun lifa.
Þorleifur Þór Jónsson Þórdís H. Pálsdóttir
Stefanía Gyða Jónsdóttir
Jóhann Þór Jónsson Þórunn Marinósdóttir
Bergrún Svava Jónsdóttir Ragnar Baldursson
barnabörn og barnabarnabarn
Þótt móðir mín
sé nú bara minning ein
mun ég ávallt minnast
hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju
fyrir allt og allt
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku besta mamma mín, nú
ert þú komin í sumarlandið og
veit ég að það hefur verið tekið
vel á móti þér. Nú hleypur þú á
tánum í grænu grasi og horfir á
falleg blóm allt í kringum þig.
Þú verður örugglega fljót að
finna lítinn búgarð til að dunda
þér við að setja niður kartöflur og
annað.
Mikið á ég eftir að sakna þín
og að heyra ekki röddina þína í
símanum.
Veit að þú heldur áfram að
fylgjast með okkur og vernda.
Hvíldu í friði elsku mamma
mín og takk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Alda Björg (Bogga).
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar Dísu í Árgerði í ör-
fáum orðum. Ég var ekki gamall
þegar ég kom fyrst í Árgerði til
Magna og Dísu, eða um 15 ára
gamall. Mér var alltaf vel tekið og
þær voru ófáar stundirnar sem
við áttum saman í ýmsum rök-
ræðum sem snerust nú oftar en
ekki um hrossaræktina. Þú varst
mér miklu meira en einungis
tengdamóðir, við urðum sam-
starfsfélagar í hrossaræktinni og
ég var svo einstaklega lánsamur
að fá að taka við ykkar frábæra
ræktunarstarfi. Árið 2002 kaup-
um við Herdís Litla-Garð og urðu
þá tengslin enn meiri þar sem
einungis einn kílómetri skildi
bæina að. Varð stöðugur sam-
gangur og hjálpsemi á báða bóga,
við pössuðum hvert upp á annað.
Það var mikil hvatning hversu
áhugasöm þú varst um allt sem
við vorum að gera, við áttum löng
símtöl um framgang hrossarækt-
arinnar og ef vel gekk á hesta-
mannamótum samgladdist eng-
inn meira en þú. Þú varst okkar
fremsti stuðningsmaður og verð
ég þér ætíð þakklátur fyrir það.
Þú varst frábær amma, þú hélst
utan um hópinn þinn og passaðir
vel upp á hann. Mikið á ég eftir að
sakna þín en ég veit að þú hefur
það gott með Magna í sumarland-
inu og heldur ræktunarstarfinu
ótrauð áfram þar á nýrri grund.
Þú hafðir áhuga á öllu sem
varðaði búskapinn og vissir alltaf
allt. Minnugri manneskju hef ég
heldur ekki kynnst.
Elsku Dísa mín, ég vil þakka
þér fyrir allar ánægjustundirnar,
dugnaðinn og ævistarfið sem þú
skilaðir með glæsibrag. Lopa-
peysurnar sem þú prjónaðir á
mig og ullarsokkana, betri flíkur
hef ég aldrei eignast. Ég geri
mitt besta til að halda ræktuninni
á lofti og halda áfram með ykkar
frábæra ræktunarstarf. Ég veit
að þið Magni munuð fylgjast með
og halda verndarhendi yfir okk-
ur.
Sæl að sinni og við sjáumst
þegar minn tími kemur.
Þinn tengdasonur,
Stefán Birgir.
Elsku amman mín. Alla tíð hef
ég vitað hve stór hluti af mínu lífi
þú hefur alltaf verið en það er
ekki fyrr en þú ert farin sem ég
Þórdís
Sigurðardóttir
✝ Þórdís Sigurð-ardóttir fædd-
ist 21. september
1941. Hún lést 20.
nóvember 2020.
Útförin fór fram
30. nóvember 2020.
átta mig á hversu
stór hluti það raun-
verulega var. Þetta
skarð sem þú skilur
eftir þig verður
aldrei fyllt en ég
hugga mig við að
hafa átt þig að hing-
að til og að eiga
margar góðar minn-
ingar. Mikið sem ég
sakna þess að heyra
í þér og fá alls konar
lífsins ráðleggingar, hvort sem
þær ráðleggingar voru velkomn-
ar eða ekki þá sakna ég þeirra
allra. Þú varst ekki bara amma
mín heldur góð vinkona alla tíð og
varst partur af öllu og inni í öllu
ávallt. Hugur þinn var allar
stundir með okkur öllum í fjöl-
skyldunni þinni og þú hafðir hug-
ann ávallt við sveitina og öll þau
sveitastörf sem til falla hverju
sinni. Það verður virkilega skrýt-
ið í vor að fá ekki símtal og
áminningu um að kaupa kartöflu-
útsæði eða geta ekki hringt í þig
með þær gleðifréttir þegar
hryssurnar kasta og svo mætti
lengi telja. Svo margt sem ég
mun sakna. En ég veit að þú ert
komin á betri stað elsku amma
mín og loksins frjáls á ný. Ég
elska þig af öllu hjarta og mun
alltaf sakna þín. Góða ferð amma
mín.
Ég vaknaði af djúpum dvala
við dýrlegan hörpuóm.
Sál mína dreymir síðan
sólskin og undarleg blóm.
Ég fann hvernig foldin lyftist
og fagnandi tíminn rann,
með morgna, sem klettana klifu,
og kvöld, sem í laufinu brann.
Nú veit ég, að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
unz sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
(Tómas Guðmundsson)
Þín
Ásdís Helga.
Elsku duglega amma mín er
dáin. Það er svo óraunverulegt
því fyrir tveimur vikum varstu að
hvetja mig til að fara í vélstjórn.
Þú varst alltaf með ráð við öllu,
t.d. vildirðu að andalæknar lög-
uðu mitt brákaða hné, „já það
gerir alla vega ekkert til að prufa
það“, sagðir þú og hlóst. Það var
alltaf stutt í grínið hjá þér amma
mín og þú vildir fylgjast með öllu
sem ég tók mér fyrir hendur. Ég
man þegar ég fór með þér í fjósið
að mjólka kúna, gefa kindunum
og ná í eggin til hænsnanna.
Þetta gerðum við saman í hverri
viku og hjóluðum saman út í hús.
Þegar mikið lá við áttirðu það til
að segja við mig að ég yrði að
drífa mig, „sko núna eða strax“,
amma mín var ekkert fyrir
hangs.
Ég veit að það er nóg að gera
hjá þér núna. Ég sé þig fyrir mér
fríska og létta í spori á grænum
túnum með blóm í haga.
Þú varst mér góð og kær
amma og ég mun alltaf taka þig
til fyrirmyndar því umhyggju-
samari og duglegri konu hef ég
aldrei kynnst.
Takk fyrir allar okkar stundir,
elsku amma mín, óteljandi minn-
ingar á ég með þér sem ég mun
aldrei gleyma.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ég elska þig að eilífu!
Þinn
Sindri.