Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 11 FEBRÚAR: ÁSA OG SANDRA SETTAR Í LANDSRÉTT Skömmu fyrir jól 2019 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til setningar tvö embætti dómara við Landsrétt vegna leyfa tveggja dómara. Átta umsóknir bárust frá þeim Ásu Ólafsdóttur prófessor, Birni L. Bergssyni skrifstofustjóra og héraðsdómurunum Ástráði Haraldssyni, Boga Hjálmtýssyni, Hildi Briem, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Snorradóttur og Söndru Baldvinsdóttur. Þann 17. febrúar lá niðurstaða dómnefndar fyrir þar sem hún taldi Ásu Ólafsdóttur hæfasta og þau Ástráð Haraldsson og Söndru Baldvinsdóttur næst á eftir henni, jafnsett. Í kjölfarið var Ása sett frá 25. febrúar til 30. júní og Sandra frá 2. mars til 30. júní. APRÍL: ÁSMUNDUR SKIPAÐUR Í LANDSRÉTT Í byrjun árs var embætti dómara við Landsrétt auglýst laust til umsóknar og bárust alls fjórar umsóknir; frá landsréttardómurunum Ásmundi Helgasyni og Ragnheiði Bragadóttur og héraðsdómurunum Ástráði Haraldssyni og Söndru Baldvinsdóttur. Niðurstaða dómnefndar var að Ásmundur væri hæfastur og í framhaldinu var hann skipaður dómari við Landsrétt frá 17. apríl. Þar sem Ásmundur var skipaður dómari við réttinn fyrir þá losnaði eitt sæti við dóminn. MAÍ: SIGURÐUR TÓMAS SKIPAÐUR Í HÆSTARÉTT Þann 28. febrúar var embætti hæstaréttardómara auglýst til umsóknar og sóttu fimm um embættið: Landsréttar dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson, Jóhannes Sigurðsson og Sigurður Tómas Magnússon og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Þeir Davíð Þór og Jóhannes drógu síðan umsóknir sínar til baka en dómnefnd skilaði umsögn til setts dómsmálaráðherra 6. maí þar sem Sigurður Tómas var metinn hæfastur og var hann skipaður dómari við réttinn frá 18. maí. Þar með losnaði um eitt embætti dómara í Landsrétti sem dómnefnd fékk nú á sitt borð. DAGATAL DÓMNEFNDAR UM HÆFI UMSÆKJENDA UM EMBÆTTI DÓMARA FYRIR ÁRIÐ 2020 ÁRIÐ 2020 HEFUR VERIÐ ANNASAMT HJÁ DÓMNEFND UM HÆFNI UMSÆKJENDA UM EMBÆTTI DÓMARA OG SEGJA MÁ AÐ HÚN HAFI VERIÐ ÖNNUM KAFIN VIÐ AÐ META HÆFI UMSÆKJENDA UM DÓMARASTÖÐUR Á ÖLLUM ÞREMUR DÓMSTIGUNUM. EKKI SÉR FYRIR ENDANN Á ÞVÍ ÞAR SEM FRAMUNDAN ER AÐ META HÆFI UMSÆKJENDA UM TVÆR DÓMARASTÖÐUR VIÐ HINN NÝJA ENDURUPPTÖKUDÓMSTÓL, EINA STÖÐU DÓMARA VIÐ LANDSRÉTT, SEM VAR AUGLÝST Í NÓVEMBER, OG BIRTA NIÐURSTÖÐUR ÚR MATI Á 26 UMSÆKJENDUM UM FJÓRAR HÉRAÐSDÓMARASTÖÐUR. LÖGMANNABLAÐIÐ ÚTBJÓ DAGATAL DÓMNEFNDAR FYRIR ÁRIÐ 2020.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.