Lögmannablaðið - 2020, Síða 15

Lögmannablaðið - 2020, Síða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 15 lengi og að færslur geti verið túlkaðar á annan hátt síðar. Einnig er bent á að það sem lögmenn setja á samfélagsmiðla geti verið túlkað sem lögfræðilegar ráðleggingar. 4. Trúnaður Mikilvægt er að lögmenn gæti trúnaðar um upplýsingar sem þeir fá í starfi sínu. Þurfa lögmenn að gæta þess sérstaklega við notkun samfélagsmiðla að þeir miðli ekki trúnaðarupplýsingum um umbjóðendur sína, t.d. getur færsla um það hvar lögmaður er staddur gefið í skyn tengsl hans við umbjóðanda sem vill ekki að aðrir viti að viðkomandi er að leita lögmannsaðstoðar. Þá ættu lögmenn að gæta þess að myndir sem þeir setja á samfélagsmiðla brjóti ekki trúnað gegn umbjóðendum þeirra. 5. Traust Lögmenn eru hvattir til að nota sömu viðmið fyrir hegðun á samfélagsmiðlum og annars staðar og að hafa í huga að óábyrg hegðun á samfélagsmiðlum getur dregið mjög úr trausti á viðkomandi sem lögmanni. Er sérstaklega bent á að erfitt getur verið að greina á milli þess hvort að viðkomandi er að tjá sig á samfélagsmiðlum sem einkaaðili eða lögmaður. 6. Stefna Þegar lögmannsstofur nota samfélagsmiðla þá er mikilvægt að starfsmenn fái skýrar leiðbeiningar um hver stefna stofunnar sé varðandi notkun og að starfsmenn geri skýran mun á því hvort að þeir séu að nota samfélagsmiðla í nafni stofunnar eða persónulega. Er þörf á sérstökum reglum um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum? Undanfarin ár hefur verið mikil umræða á Norðurlöndunum um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum. Þannig setti sænska lögmannafélagið sérstakar reglur um hegðun lögmanna á slíkum miðlum árið 2015 og í desember 2019 setti félagið reglur um markaðssetningu lögmanna á samfélagsmiðlum. Norska lögmannafélagið hefur nú tekið ákvörðun um að setja sérstakar reglur um hegðun á samfélagsmiðlum og lagði siðanefnd félagsins fram tillögur að þeim í október síðastliðnum. Bæði sænsku og norsku reglurnar taka mið af viðmiðunarreglum International Bar Association. Þá kemur spurningin: Er þörf á að setja sérstakar reglur um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum á Íslandi? Lögmenn hafa ólíkar skoðanir á því og margir telja að ákvæði siðareglna lögmanna dugi sem leiðbeiningar til lögmanna. Rökin fyrir því að setja sérstakar reglur um efnið snúa yfirleitt að því að nauðsynlegt sé að vekja athygli lögmanna á því að mörkin á milli þess sem þeir setja fram sem einstaklingar og þess sem þeir setja fram sem lögmenn á samfélagsmiðlum séu óskýr og að það geti verið erfitt fyrir almenning að gera greinarmun á því. Fjölmörg mál vegna notkunar lögmanna á samfélagsmiðlum hafa verið til meðferðar hjá úrskurðarnefndum lögmanna og dómstólum í nágrannalöndum okkar. Þegar málin eru skoðuð virðist rauði þráðurinn vera að erfitt er greina hvort að viðkomandi er að tjá sig sem lögmaður eða einstaklingur og eru fjölmörg dæmi um að lögmenn hafi verið beittir viðurlögum fyrir að tjá sig á sínum persónulegu síðum á samfélagsmiðlum. Niðurstöður í nokkrum norrænum málum Engin íslensk dæmi eru um að viðurlögum hafi verið beitt vegna hegðunar lögmanna á samfélagsmiðlum. Hins vegar liggja fyrir þó nokkur mál frá nágrannalöndum okkar sem gefa hugmynd um hvar línan liggur – hvað er í lagi og hvað ekki. I Í ákvörðun í sænsku máli frá því í september 2019 var fjallað um færslur kvenlögmanns á Instagram. Um var að ræða reikning á samfélagsmiðlinum sem bar nafn viðkomandi

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.