Lögmannablaðið - 2020, Page 17

Lögmannablaðið - 2020, Page 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 17 beint eða óbeint hafa opinberað viðskiptasamband eða falið í sér persónuupplýsingar, viðskiptaleyndarmál eða aðrar upplýsingar sem lögmaður hefur fengið í starfi sínu. • Ákvæði um auglýsingar lögmanna, sbr. 42. gr. • Ákvæði um að lögmaður skuli sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu, sbr. 19. gr. • Ákvæði um að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu, sbr. 25. gr. Farið varlega á samfélagsmiðlum Það er mikilvægt að hafa í huga að sá sem setur efni á samfélagsmiðla stjórnar því ekki í hvaða samhengi efnið er lesið, af hverjum það er lesið og hvað margir sjá umrædda færslu. Í ljósi þess er full ástæða til að fara sérstaklega varlega og hafa í huga að einhver getur lesið innleggið löngu eftir að það er birt í allt öðru samhengi og með öðrum augum en ætlunin var í upphafi. Þá er aldrei of oft bent á mikilvægi þagnarskyldunnar og að afla samþykkis umbjóðanda áður en settar eru upplýsingar á samfélagsmiðla um mál sem viðkomandi lögmaður hefur komið að. Af niðurstöðum í málum frá Norðurlöndunum má ráða að þó að lögmenn eigi sér að sjálfsögðu einkalíf þá teljist þeir lögmenn allan sólarhringinn á samfélagsmiðlum. Þannig virðist það ekki skipta máli hvort þú tjáir þig á þínum einkareikningi á samfélagsmiðlum heldur skipti meira máli hvernig aðrir upplifa færsluna og hvort að þeir tengja hana við lögmannsstörf þín. Því er gott að hafa eftirfarandi í huga áður en lögmenn pósta á samfélagsmiðlum: • Hvað mundi umbjóðanda mínum finnast um þessa færslu? • Hvað mundi gagnaðila/brotaþola finnast um færsluna? • Hvað mundi almenningi finnast um færsluna? Áslaug Árnadóttir lögmaður Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkjur og skjalaþýðandi, EU-ACI Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Daníel Teague skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, 108 Reykjavík sími: 897 2717 » netfang: ellening@simnet.is Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á hinu liðna.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.