Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11 Það var um tíma óljós staða og óheppileg. DV 22. JANÚAR 2021 heim vildi hún vinna áfram með þessum hópi en það var ekki auðvelt og enginn sál­ fræðingur að vinna mark­ visst með krabbameins­ veikum. Hún fékk loks inni á krabbameinsdeild á Sjúkra­ húsi Reykjavíkur, þar sem Landspítalinn í Fossvogi er nú. Sigurður Björnsson krabbameinslæknir var þar yfirlæknir en hann var enn fremur formaður Krabba­ meinsfélagsins. Hann fékk Höllu fyrst inn í hlutastarf en stöðugildið stækkaði hratt. Sigurður gerði Höllu ljóst að það væri sjálfsögð skylda hjá nýjum starfsmanni í þessum geira að sinna sjálfboðaliða­ starfi hjá Krabbameinsfélag­ inu svo hún kynntist starfi fé­ lagsins og aðildarfélaga fyrst og fremst með fræðsluerind­ um. Eftir níu ára starf á spítal­ anum réð Halla sig sem framkvæmdastjóra Sálfræð­ ingafélags Íslands en tók svo við sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins 2017. Reykingar, drykkja og ofþyngd Í huga margra hefur starf Krabbameinsfélagsins aðal­ lega snúist um starf Leitar­ stöðvarinnar sem var lögð niður um áramótin en Halla bendir á að hlutverk félagsins sé mun víðtækara. Yfirlýst markmið Krabbameinsfé­ lagsins eru að fækka nýjum tilfellum krabbameins, fækka dauðsföllum af völdum sjúk­ dómsins og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með sjúk­ dóminn. „Þegar krabbamein eru annars vegar látum við okkur allt varða. Í framkvæmd lýsir það sér þannig að við sinnum fræðslu og forvörnum, rann­ sóknum, ráðgjöf og hags­ munagæslu. Félagið heldur úti öflugu fræðslustarfi, við förum víða með fræðsluerindi og fram­ leiðum ýmiss konar fræðslu­ efni. Hér er líka heilmikið rannsóknastarf, bæði rann­ sóknir sem félagið stendur sjálft fyrir og rannsóknir sem unnar eru í samstarfi við aðra, svo sem norrænar og evrópskar rannsóknir. Við rekum stóran vísinda­ sjóð sem var stofnaður árið 2015. Frá árinu 2017 hefur um 230 milljónum verið úthlutað úr honum. Vísindamenn hafa lýst þessu sem byltingu í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Hér vinna reyndir hjúkr­ unarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem veita ráðgjöf og stuðning, og bjóða einnig upp á ýmiss konar nám­ skeið, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Í COVID hefur þetta þróast mikið út í fjar­ þjónustu og aðgengi þeirra sem búa úti á landi því orðið enn meira. Starfsfólk félags­ ins fer enn fremur reglulega út á land og um allt land er fjöldi öflugra aðildarfélaga,“ segir Halla. Það er aldrei langt í næsta krabbameins­ félag. „Þá sinnum við hagsmuna­ gæslu, fylgjumst til að mynda með hvað er að gerast á þingi í þessum málaflokki og beitum okkur fyrir stórum verkefn­ um eins og að koma á lagg­ irnar krabba meins áætlun. Fyrsta íslenska krabbameins­ áætlunin var samþykkt árið 2019 en þetta er áætlun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofn­ unin lagði til árið 2002 að þjóðir kæmu sér upp enda mætti búast við auknum fjölda krabbameinstilvika á næstu árum. Krabbamein er ein af stóru heilbrigðisógnum okkar tíma, fyrst og fremst því þjóðir eru að eldast en lífsstíll nú­ tímafólks gerir það einnig að verkum að við fáum frekar krabbamein en áður. Danir voru lengi eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða varðandi greiningu og meðferð krabba­ meina, auk þess sem þeir reykja mikið, drekka frekar mikið og eru að þyngjast eins og margar þjóðir. Þeir hins vegar tóku sig á, komu sér upp áætlun og fylgja nú skil­ greindum og fjármögnuðum markmiðum, og hafa náð betri árangri í mörgu tilliti. Það voru mikil tímamót þegar krabbameinsáætlunin var samþykkt af heilbrigðis­ ráðherra en við höfum raunar lítið heyrt af henni síðan en félagið átti stóran hlut í því að hún var gerð. Upphaflega átti hún að gilda frá 2017­2020 en þar sem hún varð ekki opinber fyrr en 2019 ákvað ráðherra að hún gilti til 2030 í staðinn. Það er hins vegar ekki nóg að samþykkja fínar áætlanir, það þarf að fylgja þeim eftir og þeim þarf að fylgja fjár­ magn,“ segir hún. Rosaleg breyting Mikið hefur verið fjallað um þær breytingar sem urðu á skimun vegna leg­ háls­ og brjóstakrabbameins um áramótin þegar Leitar­ stöð Krabbameinsfélagsins var lögð niður samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Skimun fyrir krabbameini í leghálsi fluttist þá til heilsu­ gæslunnar en Landspítali tók við skimunum fyrir krabba­ Halla segir það hafa verið hræðilegt þegar upp kom í haust að leghálssýni hafði verið ranglega greint. MYND/STEFÁN meini í brjóstum, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Húsnæði Landspítalans er ekki tilbúið og hann leigir því aðstöðu og búnað af Krabba­ meinsfélagi Íslands í Skógar­ hlíð fyrir skimanir vegna brjóstakrabbameins fram á vormánuði þegar þjónustan flyst á Eiríksgötu. „Þetta er auðvitað rosaleg breyting. Á meðan Leitar­ stöðin var starfandi komu í hús um 2.000­2.500 konur í hverjum mánuði. Fram á vor koma konur áfram hingað í brjóstaskimun en þær eru þá í raun að koma til Landspítal­ ans. Það hafa reyndar ekki margar konur komið síðan um áramótin og ég held að Land­ spítalinn sé ekki farinn að bjóða konum í brjóstaskimun. Mér skilst að þær konur sem hafa verið að koma séu konur sem voru búnar að panta tíma fyrir áramót,“ segir Halla. Hún bendir á að þegar félag­ ið rak Leitarstöðina hafi það verið byggt á þjónustusamn­ ingi við hið opinbera. „Við lögðum Leitarstöðinni síðan til viðbótarfé því peningarnir sem við fengum frá Sjúkra­ tryggingum dugðu ekki til.“ Halla segir að lengi hafi verið uppi hugmyndir um að færa skimunina frá Leitar­ stöðinni en langtímaskipulag hafi skort. „Frá árinu 2013 hafa allir samningar um leit­ arstarfið verið lengst til eins og hálfs árs í einu og má segja að þetta hafi haldið þessum rekstri í heljargreipum. Það er afskaplega vont fyrirkomulag að gera ekki lengri samninga því með þessum hætti var starfsfólki haldið í óvissu. Það var líka erfitt fyrir okkur að þróa starfið en það tókst þó að gera ýmsar breytingar til batnaðar. Á miðju ári 2017 kemur síðan bréf frá heilbrigðis­ ráðuneytinu þar sem tilkynnt er að það eigi að ganga frá samningi um leitarstarfið til þriggja til fimm ára. Þá átti líka loksins að hefja viðræður um að koma í gang skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, verkefni sem Krabbameinsfélagið og ráðu­ neytið höfðu lagt mikið fjár­ magn í. Það er hins vegar ekki enn orðið að veruleika. Af þessum lengri samningi varð ekki, meðal annars þar sem kemur í ljós andstaða af hálfu Sjúkratrygginga sem töldu að bjóða ætti starfsem­ ina út. Það var um tíma óljós staða og óheppileg. Það er síðan 2019 sem heil­ brigðisráðherra tilkynnir að skimunin eigi að færast til opinberra stofnana. Óskað var eftir því við Krabbameins­ félagið að félagið sinnti skimuninni áfram meðan framtíðarfyrirkomulag væri skipulagt og kæmi með til­ lögur að samkomulagi um það. Félagið lagði fram tillögur að þriggja ára samkomulagi þannig að hægt væri að vinna að flutningnum þannig að hann gengi sem best og sem minnst truflun yrði fyrir þær konur sem koma í skimun. Ekki varð heldur af því sam­ alltaf val. Það er það sem mér finnst svo merkilegt við fólk, að sjá að því eru eiginlega engin takmörk sett hvað fólk ræður við.“ Fólk fyrir fólk Halla er menntaður sálfræð­ ingur og lauk prófi frá háskól­ anum í Árósum vorið 1998. Hún er gift Baldri Eiríkssyni sem starfar á upplýsinga­ tæknisviði Háskóla Íslands, og saman eiga þau tvö börn – dóttur sem nemur læknis­ fræði í Danmörku og son sem var að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra­ hlíð. Ekki má svo gleyma fjöl­ skylduhundinum Vektori sem er af tegundinni Miniature Schnauzer. Halla hleypur og hjólar, prjónar og les. Hún er alin upp á Hvammstanga en flutti að heiman 16 ára þegar hún byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri. „Í litlu samfélagi eins og Hvammstanga þá venst maður því að ef eitthvað á að gerast þá þurfa allir að taka þátt. Ég er alin upp við það. Krabba­ meinsfélagið er auðvitað fé­ lagasamtök og hafa alla tíð starfað þannig að þau sýna frumkvæði og bregðast við þörf sem er ekki sinnt. Þá fara allar hendur upp á dekk. Hér starfar fólk fyrir fólk.“ Áfallasálfræðin heillaði Þegar Halla var við nám í Danmörku er að komast á skrið umræða um áfallasál­ fræði og áfallahjálp sem vakti mikinn áhuga hennar. „Þarna var verið að tala um heilbrigt fólk sem verður fyrir lífsógn­ andi atburðum og þar undir heyrðu síðan lífsógnandi sjúk­ dómar eins og krabbamein eru. Ég fór í starfsnám hjá danska Krabbameinsfélaginu og fékk þá enn meiri áhuga á málefninu. Á þessum tíma var ekkert krabbamein í minni fjölskyldu en ég átti vini sem höfðu ungir misst foreldra sína og vissi hvaða álag fylgdi þessum veikindum.“ Þegar Halla flutti aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.