Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Qupperneq 16
Eftir aðeins nokkrar klukkustundir í starfi hófst Biden handa við að snúa við tilskipunum forvera síns í Hvíta húsinu. MYND/GETTY 22. JANÚAR 2021 DV SETUR BIDEN BANDARÍKIN Í TÍMAVÉL? Eftir aðeins örfáar klukkustundir í starfi hafði Biden þegar undið ofan af óvinsælum stefnumálum forvera síns. Viðbúið er að Biden muni á næstu vikum reyna að forða arfleifð sinni frá því að markast um of af Donald Trump. Heimir Hannesson heimir@dv.is Joe Biden varð á miðviku-daginn 46. forseti Banda-ríkjanna er hann sór embættiseið sinn á tröppum þinghússins í Washington, þeim sömu og óeirðaseggir höfðu vanhelgað aðeins tveim- ur vikum fyrr. Innsetningarathöfnin var ólík þeim sem áður hafa sést. Í stað áhorfenda blöktu tvö hundruð þúsund bandarískir fánar á grasblettinum á milli Washington-minnisvarðans og þinghússins á Capitol-hæð. Frægir tónlistarmenn sungu þjóðlega tónlist og fyrrverandi forsetar og varaforsetar, allir nema Donald Trump reyndar, voru viðstaddir þegar Biden og varaforseti hans, Kamala Harris, sóru embættiseiða sína. Innsetningardagur í banda- rískum stjórnmálum markast alla jafna af hefðum sem orðið hafa til í gegnum árin og ald- irnar. Margar hefðirnar voru brotnar á miðvikudag. Sumar vegna fýlu Donalds Trump sem neitaði að vera viðstaddur og flaug á brott úr Washing- ton-borg. CNN sagði frá því að hann hefði gert það vegna þess að hann vildi ekki fara frá borginni sem fyrrverandi forseti og vildi ekki þurfa að biðja nýjan forseta um að fá forsetavélina lánaða. Stílbrot á stílbrot ofan Að athöfn lokinni ók for- setinn að Hvíta húsinu, sem er stílbrot frá því sem áður þekktist, þó Biden hafi gengið síðustu örfáu metrana upp Pennsylvania Avenue að Hvíta húsinu. Um klukkan fjögur að staðartíma var Biden kominn í Hvíta húsið sem Donald Trump hafði yfirgefið aðeins 8 klukkustundum fyrr. Þann tíma nýttu starfsmenn Hvíta hússins í að flytja einkaeigur Trumps úr íbúð forsetans á 2. hæð hússins og forsetaskrif- stofunni í vesturálmunni, þrífa allt, skipta út rúmum og færa til húsgögn samkvæmt breyttum þörfum nýrra íbúa og flytja svo loks eigur Biden- hjónanna inn. Tími annarra starfsmanna Hvíta hússins hefur einnig verið vel nýttur, því á slaginu 12.00 að staðartíma var kom- in ný forsíða á vefsíðu Hvíta hússins, whitehouse.gov, og opinber Twitter-reikningur forsetans var færður yfir á Biden. Á blaðamannafundi síð- degis í Hvíta húsinu mátti sjá Biden sitjandi við Resolute- skrifborðið fræga með per- sónulegar myndir uppstilltar í bakgrunni. Joe Biden hefur verið innanbúðarmaður í að verða hálfa öld og fylgst með hvorki meira né minna en níu forsetum taka við auk þess sem hann var sjálfur vara- forseti í tíð Baracks Obama. Þessi mikla reynsla leyndi sér ekki á fyrstu klukkustundum hans í embætti. ur vestanhafs hafa þó undan- farna daga bent á að fyrstu hundrað dagarnir í embætti marki gjarnan forsetatíð for- seta. Málin sem hann leggur áherslu á á þeim tíma munu fylgja honum næstu fjögur árin. Biden þarf því að fóta sig varlega á næstu vikum og mánuðum ætli hann sér ekki að láta arfleifð síns fyrsta kjörtímabils vera það eitt að slátra arfleifð Trumps. Biden mun vilja marka sína eigin arfleifð, en hver hún verður er óráðið. Kosningabaráttan undanfarna mánuði snerist minna um málefnin og meira um COVID og persónuna Don ald Trump. Hafa sumir gárungar haft á orði að helsta stefnumál Bidens hafi verið að hann sé ekki Trump. Viðbúið er að allt sem Biden og teymi hans segja og gera fyrstu vikurnar í embætti verði borið saman við það sem Trump hefði sagt eða ekki sagði um sama mál. Þetta sýndi sig einna best á við- brögðum netverja við fyrstu framkomu Jen Psaki, fjöl- miðlafulltrúa Hvíta hússins. Bandaríski fjölmiðilinn The Wrap orðaði það svo að fyrsti fundurinn hefðu verið „eðli- legur“, en ekki „brunaslöngu- úði af lygum“. Ágætis byrjun hjá Psaki, myndi maður segja. En, aftur, ef Biden-stjórnin á að öðlast sjálfstætt líf þarf hún, benda skýrendur á, að slíta sig mjög fljótlega frá samanburðinum við Trump- stjórnina, alveg óháð því hversu vel Biden-stjórnin kann að koma út í þeim samanburði. 100 dagar án Trumps Í stefnuáætlun forsetans fyrir fyrstu 100 dagana í embætti er efling viðbragða alríkisins við COVID-19 faraldrinum í for- grunni. Biden hefur sagst ætla að stórefla viðbrögðin, inn- leiða grímuskyldu, efla bólu- setningaráætlanir alríkisins og stórefla útgjöld alríkisins til að hægja á samdrætti í hag- kerfinu vegna faraldursins. Í ljósi þessa alls er arfleifð Bidens líklegast þegar inn- sigluð í þremur orðum; Ekki Trump og COVID-19. Hvort Biden takist að skapa sér nýja arfleifð á næstu mánuðum verður að koma í ljós. n Vatt sér beint að efninu „Við megum engan tíma missa,“ sagði Biden við fjöl- miðlamenn er hann undir- ritaði fyrstu forsetatilskip- anir sínar, eftir aðeins örfáar klukkustundir í embætti. Á borðinu mátti sjá háan stafla af möppum sem hann spændi í gegnum í beinni útsendingu. Á meðal tilskipana var innganga Bandaríkjanna á ný í Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina, stöðvun framkvæmda við olíu- leiðslur á norðurheimskautinu og byggingar veggs á landa- mærum Bandaríkjanna við Mexíkó, og að afnema ferða- bann til múslimaríkja. Ætlun Bidens hér er hverjum ljós sem vill sjá: Hann ætlar að snúa við eins mörgum ákvörð- unum Trumps og hann kemst upp með. Þá hefur Biden þegar sent sitt fyrsta frumvarp til þingsins til umfjöllunar. Efni frumvarpsins, innflytjenda- mál, er heldur engin tilviljun. Trump lagði mikla áherslu á það að torvelda flutning fólks til landsins. Biden hefur í sjálfu sér ekki dregið dul á ætlun sína. Hann hefur opinberlega sagt marg- oft að hans fyrstu verk verði að vinda ofan af eins mörgum tilskipunum og framkvæmd- um Trumps og hægt er. Óvinsældir Trumps marka framtíð Bidens Trump var og er með eindæm- um óvinsæll forseti. Hann er fyrsti forseti sögunnar sem sá aldrei vinsældatölur sínar fara yfir 50%, og fór úr emb- ætti sem óvinsælasti forseti í sögu Gallupmælinga. Pólitískt séð ætti það því ekki að koma Biden illa að ráðast á stefnur Trumps á fyrstu dögum sínum í embætti. Stjórnmálaskýrend- Kosningabaráttan undanfarna mánuði snerist minna um mál- efnin og meira um COVID og persónuna Donald Trump. 16 EYJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.