Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 18
Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is H inn 13. júní á næsta ári verður „fagnað“ aldar-afmæli íslensku krón- unnar, en þennan dag 1922 var tekin upp sérstök skráning á gengi íslenskrar krónu. Þetta var nauðvörn stjórnvalda þess tíma vegna djúprar gjaldeyris- kreppu. Umræddur dagur markar upphaf nærri aldar- langs erfiðleikaskeiðs einnar smæstu myntar í heimi. Fyrir veraldarvönum og vel mennt- uðum ráðamönnum hins nýfrjálsa ríkis hafði aldrei vakað annað en að viðhalda jafngengi við skandinavísku krónuna, enda skildu þeir vel mikilvægi þess að landsmenn byggju við alþjóðlegan gjald- miðil eins og sjá má af þing- ræðum þess tíma. Vanþróuð bankastarfsemi Helsti banki landsmanna í byrjun tuttugustu aldar var Ís- landsbanki hf. sem hafði með erlendu hlutafé stuðlað að bylt- ingu á íslenskum atvinnuhátt- um. Afleit stjórn peningamála á þriðja áratugnum varð til þess að Íslandsbanki biðlaði til ríkisvaldsins um aðstoð þegar komið var fram á árið 1930. Alþingi hafnaði beiðni bank- ans um ríkisábyrgð og var afráðið að þjóðnýta hann þess í stað. Kreppan sem fylgdi í kjölfar endaloka Íslandsbanka leiddi til gjaldeyrishafta sem vörðu með einum eða öðrum hætti í 62 ár. Stöðnun ríkti í bankaþjón- ustu hérlendis, Ísland varð „þróað ríki en með vanþróaða fjármálastarfsemi“ eins og Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri hefur orðað það. Hér var bankakerfið að stærstum hluta í höndum ríkisvaldsins. Stjórnmálaflokkarnir skiptu bróðurlega með sér banka- stjórastólum og sætum í bankaráðum. Lánveitingar urðu háðar pólitískum geð- þótta en ekki markaðsfor- sendum. Komið var á skilaskyldu gjaldeyris í byrjun fjórða ára- tugarins og þess var ekki langt að bíða að sett yrðu á víðtæk innflutningshöft. Hafta múr var reistur um íslenskt efna- hagslíf með gegndarlausri sóun verðmæta og spillingu. Höftin voru að miklu leyti afnumin um 1960 en ekki að fullu fyrr en komið var fram á tíunda áratug síðustu aldar. Íslandsbanki varð til við samruna fjögurra banka árið 1990. MYND/HARI SKOÐANAPISTILL ÍSLANDSBANKA TIL ALMENNINGS Ísland var lungann úr síðustu öld þróað ríki með vanþróaða fjármálastarfsemi. Reglur um virka eigendur í bönkum orðnar mjög strangar. Mikill áhugi á hlutabréfakaupum. Banki í fararbroddi Breytingar í átt til aukins frjálsræðis á fjármálamarkaði áttu sér stað á löngum tíma. Einn mikilsverður áfangi í nútímavæðingu fjármála- kerfisins var stofnun Íslands- banka hf. árið 1990 – annars bankans sem fékk þetta nafn – en hinn nýi Íslandsbanki átti rætur í þeim gamla. Hann var vel rekið fyrirtæki og í farar- broddi einkarekinna fjár- málafyrirtækja allan tíunda áratuginn og fram á fyrstu ár nýrrar aldar. Eignarhald hans var mjög dreift, en ýmis miðlungsstór og minni fyrir- tæki voru meðal hluthafa. Þar var í mörgum tilfellum um að ræða fyrirtæki í iðnaði og verslun sem átt höfðu hluta- bréf í Verslunarbanka Íslands og Iðnaðarbankanum, forver- um Íslandsbanka, en bankinn hafði orðið til við samruna þeirra tveggja við Alþýðu- bankann og Útvegsbankann. Þá voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í bankanum og fóru samtals með um 20% hlut. Á nýrri öld komust allir við- skiptabankarnir undir yfirráð kjölfestufjárfesta sem jafn- framt voru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnulífsins og farið var offari við rekstur þeirra með afleiðingum sem allir þekkja. Breyttar aðstæður Nú er þriðji Íslandsbankinn til umræðu vegna áforma ríkis- stjórnar um sölu að minnsta kosti fjórðungshlutar í honum. Talsvert mikið hefur verið karpað um tímasetningu sölu bankans nú, en minna verið rætt um eignarhald ríkisins á bönkum almennt. Íslenska ríkið á tvo þriðju hluta banka- kerfisins en alls staðar á Vesturlöndum er minnihluti bankakerfa í ríkiseigu, enda fjármálastarfsemi talin mun betur komin í höndum spari- sjóða og einkarekinna banka. Þá eru aðstæður líka ger- breyttar frá því fyrir banka- hrun og reglur um virka eig- endur allt aðrar en áður var. Raunar er regluverkið orðið með þeim hætti að fjárfestar hafa að líkindum lítinn áhuga á að verða stórir eigendur banka, þar sem slíkt getur hamlað öðrum viðskiptum þeirra. Þannig er girt fyrir að það ástand sem varð hér í að- draganda bankahrunsins geti endurtekið sig. Við þetta má bæta að síðan þá hefur lögum um fjármálafyrirtæki verið breytt ríflega tuttugu sinnum, ýmsar nýjar Evróputilskip- anir verið settar um mála- flokkinn og þremur nýjum, evrópskum fjármálaeftirlits- stofnunum komið á fót. Lærdómur sögunnar Með sölu á Íslandsbanka fengju almenningur, lífeyris- sjóðir og aðrir fagfjárfestar fleiri kosti á hlutabréfamark- aði. Ætla má að almenningur verði fús að eignast hluti í bankanum, enda skortir álit- lega fjárfestingarkosti. Áhugi almennings á hlutabréfa- kaupum fer vaxandi um þess- ar mundir samanber hluta- fjárútboð Icelandair á síðasta ári þegar níu þúsund manns keyptu hluti. Um þessar mundir er að- eins einn banki á hlutabréfa- markaði og verð hlutabréfa hans með því hæsta sem það hefur verið frá því að hann var skráður á markað. Í því er fólgin vísbending um að nú sé heppilegur tími til bankasölu. Það fjármagn sem ríkis- sjóður fengi fyrir söluna gæti nýst til að greiða niður þær gríðarmiklu skuldir sem hlaðist hafa upp vegna farald- ursins og aðgerða ríkisins til aðstoðar fyrirtækjum í rekstrarvanda. En fjárlaga- hallinn er samt meiri en svo að sala á Íslandsbanka leysi hann. Hér þarf líka að koma til stíft aðhald í opinberum rekstri og sala fleiri ríkis- eigna sem eru betur komnar í höndum borgaranna sjálfra og félaga þeirra heldur en ríkis- sjóðs. Það er einn af stóru lærdómum íslenskrar fjár- málasögu síðastliðna öld. n Íslenska ríkið á tvo þriðju hluta bankakerfisins en alls staðar á Vesturlöndum er minnihluti bankakerfa í ríkiseigu. 18 EYJAN 22. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.