Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Side 21
KYNNING 21DV 22. JANÚAR 2021 B erglind Hilmarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og flutti í sveitina fyrir 30 árum. „Ég starfa nú sem bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum með 250 nautgripi, þar af 65 mjólkurkýr, ásamt eiginmanni, syni og tengdadóttur. Við erum einn- ig með sauðfé og hross og mikið af fallegri náttúru sem ég nota til úti- vistar,“ segir Berglind. Hún segist lifa mjög heilsusam- legu lífi á Núpi og að þau fjölskyldan rækti og framleiði mikið af þeim matvælum sem þau neyti dags- daglega. Þá segist hún algerlega húkkt á kombucha frá Kombucha Iceland. „Kombucha frá Kombucha Iceland er fullkomin viðbót við okkar mataræði og lífsstíl, enda er hann gríðarlega hollur og góður fyrir meltinguna. Góðgerlarnir í drykknum hafa mjög góð áhrif á mig og ég finn strax sérstaka tilfinningu, bæði róandi og líka seðjandi, þegar ég drekk kombucha.“ Ást við fyrsta sopa Berglind kynntist svaladrykknum fyrst fyrir fjórum árum þegar hún starfaði sem verkefnastjóri Land- búnaðarklasans. Landbúnaðarklas- inn var stofnaður í Bændasamtökum Íslands árið 2014 og er nú klasi rúm- lega 30 fyrirtækja og stofnana sem fjármagna starfið. „Sjálf var ég fram til ársins 2019. Klasinn hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í frum- kvöðlastarfi á sviði framleiðslu á landbúnaðarafurðum. Þá hefur hann staðið fyrir og tekið þátt í fjölda ráð- stefna og stuðningi við frumkvöðla- starf, meðal annars með þátttöku í viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“, sem er stjórnað af Icelandic Startups í samvinnu við Sjávar- klasann, Matarauð Íslands og fleiri fyrirtæki.“ Eitt af þeim frumkvöðla- fyrirtækjum sem hafa notið góðs af stuðningi Landbúnaðarklasans er Kombucha Iceland með þeim Rögnu Björku Guðbrandsdóttur og Manuel Plasencia Gutiérrez í fararbroddi. Mörg þúsund ára saga Þegar Berglind tók fyrsta sopann af kombucha árið 2017 hreifst hún sam- stundis af drykknum. „Ég kynntist kombucha og þeim Rögnu og Manuel sem reka Kombucha Iceland í árs- byrjun 2017, eftir sameiginlega kynningu Landbúnaðarklasans og Sjávarklasans. Þá var fyrirhugað að veita stuðning við frumkvöðla með því til dæmis að bjóða þeim aðstöðu í frumkvöðlasetrinu í húsi Sjávar- klasans á Granda. Manuel mætti brosandi út að eyrum með fyrstu prufurnar af kombucha og leyfði okkur að smakka og fylgjast með þróuninni í kjölfarið. Þessi svalandi drykkur vakti strax áhuga, enda var þetta spennandi því við höfðum aldrei bragðað neitt þessu líkt. Því varð úr að Manuel og Ragna þáðu aðsetur í Sjávarklasanum. Kombucha er gífurlega lifandi, braðgmikill og hressandi drykkur sem á sér þar fyrir utan mörg þúsund ára sögu. Svo er þetta einfaldlega bragðgott, svalandi og hollt.“ Þrátt fyrir að Berglind starfi ekki lengur sem verkefnastjóri Land- búnaðarklasans, þá er langt frá því að hún hafi sagt skilið við frum- kvöðlasenuna. „Eftir að ég hætti sem verkefnastjóri klasans hef helgað mér pláss í frumkvöðlasenunni sem grúppía og aðdáandi okkar frábæru frumkvöðla á öllum sviðum. Þá gerðist ég aðili að Samtökum smá- framleiðenda matvæla (SSFM) til að missa ekki af lestinni.“ Það verður að vera kombucha – líka í sveitinni Svaladrykkurinn kombucha frá Kombucha Iceland hefur heillað fólk úr ýmsum kimum þjóðfélagsins og fyrrverandi verk- efnastjóri Landbúnaðarklasans, kúabóndinn og frumkvöðla- „grúppían“ Berglind Hilmarsdóttir er þar engin undantekning. Alger sælustund Berglind segist ekki eiga kost á því að nálgast kombucha að staðaldri og birgir sig því upp þegar hún á leið í bæinn. „Ég bý langt frá höfuðborgar- svæðinu og næsta verslun við okkur sem selur kombucha frá Kombucha Iceland er Krónan á Selfossi, sem er um klukkustundar akstur frá okkur. Í bæjarferðum geri mér alltaf ferð í þær verslanir sem ég veit að selja kombucha og kaupi mér þá góðar Berglindi finnst gott að byrja daginn á einu glasi af engiferdrykknum og ljúka honum síðan með glóaldindrykknum sem virkar eins og svefnlyf á hana. Hún hefur líka prófað að nota glóaldin kombucha í matargerð sem kemur afar skemmtilega á óvart. Berglind segir kombucha frá Kombucha Iceland vera fullkomna viðbót við mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar, enda er drykkurinn gríðarlega hollur og góður fyrir meltinguna. MYND/ERNIR Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni Krónan| Melabúðin| Fjarðarkaup| Heilsu- húsið| Matarbúðin Nándin| Brauð og co. og nú nýlega fáanlegt í Heimkaupum. Einnig fæst Kombucha Iceland í BioBorgara| Kaffihúsi Vesturbæjar| Le Kock| Kaffi Laugalæk| Mr. Joy| Mamá| Te og Kaffi| Systrasamlaginu og á fleiri stöðum. Einnig eru nokkrir sölustaðir úti á landi: Vistvera á Selfossi| Ljómalind í Borgarnesi| Fisk kompaní á Akureyri| Hús handanna á Egilsstöðum og Kaja Organic á Akranesi. birgðir og margar tegundir til að eiga á Núpi þangað til ég á aftur leið á höfuðborgarsvæðið. Eftir langar og strangar borgarferðir þá klikkar ekki að svolgra í sig einni flösku af krækiberja- eða jarðarberjakom- bucha á leiðinni heim í sveitina. Það er alger sælustund! Þá sleppi ég líka við að detta í nammi eða aðra óholl- ustu sem er innan seilingar þegar mann vantar orku. Þegar ég á kombucha heima þá drekk ég hálfa til eina flösku á dag, en ég kaupi alltaf stóru flösk- urnar frá Kombucha Iceland og er með nokkrar bragðtegundir í gangi hverju sinni. Þá er líka gott að byrja daginn á einu glasi af engifer- drykknum og ljúka honum síðan með glóaldindrykknum sem virkar eins og svefnlyf á mig. Ég hef líka prófað að nota glóaldin kombucha í matar- gerð og það kemur afar skemmtilega á óvart.n MYNDIR/DANI GUINDO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.