Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 22
Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is SAKAMÁL Þ ann 22. október 2007, eftir aðeins fimm klukkustunda íhugun, lýsti kviðdómur í Bandaríkj- unum Lisu Montgomery seka um morð. Jafnframt mælti hann með dauðarefsingunni. Lisa var tekin af lífi þann 13. janúar, þrátt fyrir að teymi lögmanna sem og systir hennar hefðu barist ötul- lega fyrir því að mál hennar yrði tekið til endurskoðunar. Lisa ætti ekki skilið að deyja. Lisa hefði verið viti sínu fjær eftir hrollvekjandi ævi, sem enginn kæmist óskaddaður í gegnum. Hún var fyrsta konan í tæp 70 ár sem tekin var af lífi af alríkisstjórninni í Bandaríkjunum. Óléttur dýravinur Bobbie Jo Stinnett var ham- ingjusöm 23 ára kona, ný- gift og átti von á sínu fyrsta barni. Árið var 2004. Bobbie var mikill dýravinur og ræktaði hunda. Vegna þessa var hún virk á spjallborði á netinu um áhugamál. Þar kynntist hún konu að nafni Lisa Montgomery. Þær skrif- uðust mikið á, enda elskuðu þær báðar hunda og áttu þar að auki báðar von á barni. Ekkert virtist athugavert við samskiptin. Bobbie var með hvolpa sem þurftu að komast á nýtt heim- ili. Við hana hafði samband Darlene nokkur Fischer, sem hafði áhuga á að fá hjá henni hvolp. Þær mæltu sér því mót svo Darlene gæti hitt hvolp- ana og beinast lá við að hitt- ast á heimili Bobbie Jo. Þetta varð seinasta heimsóknin sem Bobbie fékk í lífinu. Skömmu síðar kom móðir hennar að heimili hennar til kanna stöðuna á dóttur sinni, enda sú síðarnefnda komin átta mánuði á leið og spennan mikil. Við henni tók þó ekki blómleg dóttir með framtíð- ina fyrir sér, heldur blóðugur vettvangur skelfilegs glæps. HROLLVEKJANDI LÍF LISU MONTGOMERY Lisa Montgomery var tekin af lífi þann 13. janúar fyrir hrottalegt morð. En var Lisa í ástandi til að skilja alvarleika brots síns, eða hafði áratuga mis- notkun, ofbeldi og pyntingar gert hana ósakhæfa? Húsið þar sem Bobby Jo var myrt. MYND/GETTY Mótmæli vegna aftökunnar. MYND/GETTY Lisa eyddi rúmum áratug á dauðadeild. MYND/LÖGMENN FYRIR LISU MONTGOMERY 22 FÓKUS 22. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.