Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Síða 36
Matseðill Aldísar Amah Morgunmatur Stór tebolli og vítamín. Fer yfir- leitt seint á fætur svo morgun- verður og hádegisverður slást yfirleitt saman í eina máltíð. Hádegismatur Hafragrautur með epli, banana, kanil og rúsínum í grunninn (bæti svo til dæmis engifer á veturna/ berjum á haustin, vanillupróteini eftir æfingaálagi og svo fram- vegis). Grauturinn er toppaður með hnetusmjöri, jógúrt, möndl- um og súkkulaði á tyllidögum. Aðra daga yfirleitt tófúhræra! Millimál Yfirleit t er ég södd þar til ég borða kvöldmat. En fæ mér kannski ávöxt eða heimabakað hafrabrauð með avókadó, hum- mus eða vegan osti. Stundum smá snakk. Eða orkustykki. Það er augljóslega engin regla á þessu hjá mér. Kvöldmatur Ég hef alla tíð verið mikil brauð- og súpukona. Ég fékk mandólín í jólagjöf og geri oft kúrbítsnúðlur með því og nota í asíska eða ít- alska matargerð. Annars hef ég prófað mig mikið áfram og við mæðgur reynum að elda reglu- lega saman nýja rétti. Oft eitt- hvað indverskt, það klikkar ekki og er mjög vegan-vænt. Eftirréttur Ég elska ís með múslí. En sykur fyrir svefn hefur rosaleg áhrif á mig því miður, svo desert kemur yfirleitt á eftir hádegismat. Svo er misjafnt ef tir dögum hvort ég enda á epli og tei eða dökku súkkulaði.Tófúhræra fyrir tvo 300 g tófú Marínering 1 msk. dijon-sinnep 1 msk. reykt paprika (ég vil meira en minna) 1 msk. túrmerik 1 tsk. karrí ½ tsk. laukduft (eða steikja lauk) 1 msk. vatn til að þynna. 1 msk. sæt tómatsósa (elska Dr. Wills) en má sleppa. Tófú mulið ofan í maríneringu. Blandað og geymt meðan grænmeti er steikt. Ég nota yfirleitt kúrbít, papriku, spín- at/grænkál, tómata, sveppi eða hvað sem ég á inni í ísskáp, sem ég hefði áður notað í ommelettu. Þegar grænmetið er mjúkt set ég tófúið á pönnuna, strái næringargeri yfir, set lok á og hita þetta í 5-10 mín. á meðalhita. Hræri við og við. Ber fram með brauði, avó- kadó og Sriracha-sósu. ALLIR sem hafa smakkað elska þetta. Svo er gaman að prófa sig áfram með kryddin, „go nuts“! Tófúhræra sem allir elska, að hætti Aldísar Amah Aldís Amah Hamilton listakona varð nýlega vegan, en hefur að mestu leyti verið grænmetisæta síðastliðin sjö ár. Hún elskar pítsur og gerir dúndurgóða tófúhræru. A ldís Amah lýsir venju-legum degi í lífi sínu. „Ég er sjálfstætt starf- andi listakona. Sem þýðir að flesta daga ræð ég vinnutím- anum sjálf og vakna bara þeg- ar ég vakna. Það getur verið klukkan sjö á morgnana, oft- ast um níuleytið en stundum alveg klukkan ellefu ef ég er dauðþreytt,“ segir hún. „Það þýðir líka að dagarnir eru óreglulegir. Stundum sakna ég þess að vera 9-5 eða með aðeins meiri rútínu, en svona tarnavinna hefur hentað mér hingað til. Fjöl- skylduhundurinn þarf heldur aldrei að vera einn eða hafa áhyggjur af því að fá ekki nóg af göngutúrum þar sem ég og foreldrar mínir, sem deilum forræði, erum öll heimavinn- andi og búum í 500 metra fjar- lægð.“ Aldís Amah kýs að stunda líkamsrækt seinni part dags til að brjóta daginn upp ef hún er ekki verkefnabundin. „Ég nenni ekki að rífa mig fram úr snemma til þess að hanga uppi í sófa restina af deginum. Því ég get það. Oft hverfa heilu klukkutímarnir í góðum tölvuleik eða góðri þáttaröð. Skammast mín ekkert.“ Vegan Aldís Amah hefur verið græn- keri (e. vegan) síðan í fyrra- haust. „Ég var mestmegnis grænmetisæta frá 2013 en varð alvöru grænkeri haustið 2020 held ég, það var náttúru- leg þróun svo það er engin ákveðin dagsetning. Mataræð- ið mitt er mjög næringarríkt myndi ég segja og ég borða sjaldan mjög „unnar“ vörur. Ég reyni að tikka í flest box fæðuhópanna og þar sem ég elda mikið sjálf hef ég mikla stjórn á því sem fer ofan í mig. Það eru algjör forréttindi að mínu mati og ég er mjög ánægð með það,“ segir hún. „Þegar ég er í vinnu eru 90 prósent tímans frábærir vegan réttir enda eru margir farnir að fylgja kjötlausum lífsstíl finnst mér. Ég er alla- vega ALDREI svöng á setti,“ segir Aldís Amah og hlær. Uppáhaldsmáltíð? „Ég ELSKA pítsur. Saknaði þeirra mjög þegar ég hætti að njóta pítsakvölds hjá for- Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is eldrum mínum. Núna kann ég að gera frábærar sjálf, þó ég nenni því aldrei, en blessunar- lega er æðislegt úrval á pítsu- stöðum landsins. Mér finnst að Íslenska flatbakan eigi inni hrós fyrir metnaðarfullar vegan pitsur, og svo er ég líka ánægð með Blackbox. Ein besta pítsa sem ég fékk nýlega var avókadópítsa á Pure Deli í Kópavógi,“ segir hún. „Sjálf geri ég pítsu með blómkálsbotni, nóg af græn- meti, döðlum, salthnetum og heimagerðum kasjúhnetu- rjómaosti. Það er meira en minna á henni í raun.“ n 36 MATUR 22. JANÚAR 2021 DV Aldís Amah borðar engar dýraafurðir og nýtur þess í botn. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.