Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Side 37
Bananabrauð 2 stórir, þroskaðir bananar 60 g smjör 2 egg 1 dl sykur 2½ dl hveiti ½ dl mjólk 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. kanill Byrjið á stilla ofninn á 180°C. Hrærið egg og sykur saman, þann- ig að blandan verði létt og ljós. Bætið hveiti, lyftidufti, kanil og vanillusykri saman við og hrærið vel saman. Stappið bananana og blandið saman við mjólkina, hellið svo saman við deigið. Smyrjið vel brauðform að innan, ég nota gjarnan PAM-sprey en einnig má nota smjör eða smjörlíki. Hellið blöndunni í formið, stráið smá höfrum yfir og bakið í 30-40 mínútur. Una í eldhúsinu Bollakökur með After Eight súkkulaðibitum 250 g hveiti 300 g sykur 3 tsk. lyftiduft 1½ tsk. vanilludropar ½ tsk. salt 4 egg 100 g smjör, mjúkt 2½ dl mjólk 200 g After Eight súkkulaði Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveiti, eggjum, sykri, salti, lyftidufti, smjöri, mjólk og vanilludropum, hrærið í hrærivél í nokkrar mínutur. Skerið niður After Eight súkku- laði í grófa bita og blandið varlega saman við deigið með sleikju. Setjið í pappaform og bakið í um 17-20 mínútur. Frönsk súkkulaðikaka 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði með sjávar- salti og karamellu ½ dl hveiti 3 stk. egg Byrjið á því að hita ofninn við 170°C. Þeytið saman sykur og egg. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Leyfið blöndunni að kólna aðeins áður en hún er sett saman við eggin. Blandið hveitinu saman við hrærið vel saman. Hellið í form, mér finnst best að nota smelluform og þar sem deigið er mjög fljótandi er gott ráð að hafa bökunarpappír í botninum. Bakið kökuna í um 35 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Hversu yndislegt er það að vera saman fjölskyldan á köldum vetrardegi og baka gott banana- brauð, franska súkkulaðiköku og bollakökur með After Eight? Mæli með þessu fyrir helgina og allir geta tekið þátt í að baka saman. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 37DV 22. JANÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.