Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2021, Qupperneq 38
38 SPORT 433 22. JANÚAR 2021 DV Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is ÆVINTÝRAMAÐUR Á LEIÐ TIL RÚSSLANDS Sara Björk Gunnarsdóttir, besti íþróttamaður Ís- lands árið 2020, hefur séð til þess að Árni Vil- hjálmsson, atvinnumaður í knattspyrnu, hefur haldið sér í sínu besta formi í atvinnuleysi. Árni er ævintýramaður, sem hefur meðal annars leikið í Póllandi, Úkraínu og er nú á leið til Rússlands. Árni sem er 26 ára hefur á stuttum tíma flakkað víða um Evrópu og heldur nú til Rússlands. MYND/GETTY Ævintýramaðurinn, Árni Vilhjálmsson hefur undanfarið hálft ár verið án atvinnu. Eftir vel heppnaða dvöl í Úkraínu ákvað hann að róa á önnur mið, en ekkert beit á til að byrja með. Árni hefur síð­ asta hálfa árið búið í Frakk­ landi þar sem unnusta hans, Sara Björk Gunnarsdóttir, leikur með Lyon. Þessi besti íþróttamaður Íslands hefur haldið Árna við efnið og nú stefnir allt í að hann haldi til Rússlands. Ekki til í að fara hvert sem er Árni hefur verið atvinnu­ maður í knattspyrnu frá árinu 2015, fyrst í Noregi og Svíþjóð en síðan í Póllandi og Úkraínu. Hann gerði vel í Úkraínu og nú síðast með Kol­ os Kovalivka, félagi sem er staðsett rétt utan við Kænu­ garð. „Ég var ekki tilbúinn að fara bara hvert sem er og þess vegna hef ég verið í þeirri stöðu að vera án fé­ lags, ég var búinn að byggja upp góða hluti í Úkraínu og var ekki tilbúinn að fórna þeirri vinnu með því að fara í slakari deild eða eitthvað sem var miklu verra fyrir mig fjárhagslega. Ég endaði á því að sitja og bíða í hálft tímabil,“ sagði Árni, sem mun að öllum líkindum semja við Krylia Sovetov Samara sem leikur í næstefstu deild Rúss­ lands, lið í úrvalsdeild þar í landi hafa þó áhuga. „Þetta kom upp núna í Rúss­ landi. Ég hafði verið í sam­ bandi við þá í fjóra mánuði. Það er nánast allt klárt en á sama tíma er ég með aðra kosti á borðinu sem gætu verið áhugaverðir, það kom allt í einu upp á borð mitt eftir að ég mætti á æfingar hjá Krylia.“ Ekki í boði að sitja heima og grenja Atvinnuleysið fór ekki illa í Árna sem lagði hart að sér í Frakklandi til að halda sér í formi. „Ég held að maður sé ekki alveg eðlilegur í hausnum, maður er með eitt­ hvert markmið. Þegar þú tekur sjálfur ákvörðun um að hafna liðum og bíða aðeins, þá getur þú ekkert setið heima hjá þér og grenjað. Ég hef verið í Frakklandi hjá Söru í sex mánuði og það hafa bara verið æfingabúðir, þú ert með markmið í hausnum um að fara eitthvað og ert bara að vinna í því. Á einhverjum tímapunkti var þetta smá erf­ itt, maður býr í óvissu. Innra með mér þá vissi ég að þetta myndi nú reddast,“ segir Árni um síðustu mánuði. COVID­19 faraldurinn hefur haft veruleg áhrif á fjárhag flestra íþróttafélaga, áhorfendabann og aðrir hlutir hafa verið þeim dýrkeyptir. „Ég vissi það í raun ekki hversu slæmt fjárhagslegt ástand er hjá flestum félögum vegna veirunnar, lið sem eru ekki í Meistaradeild eða Evr­ ópudeild eru flest í vondum málum. Ég hef náð að halda einbeitingu og æfa vel, en maður var orðinn þreyttur á því að vera einn að stilla upp æfingum í tvo tíma á dag.“ Fann sig ekki í Svíþjóð Segja má að dvöl Árna á Norðurlöndunum hafi verið misheppnuð, frá 2015 til 2016 gekk lítið upp hjá Lilleström í Noregi og sömu sögu var að segja ári síðar hjá Jönköp­ ing Södra í Svíþjóð. „Ég fer til Póllands frá Svíþjóð, þá þurfti ég bara eitthvað nýtt. Ég fílaði lífið í Svíþjóð en fékk ekki ánægjuna frá fót­ boltanum þar, ég sem karakt­ er fann mig ekki þar. Ég vildi taka skref þar sem ég þyrfti að berjast fyrir hlutunum, það leit allt vel út á blaði í Póllandi, en síðan var algjört rugl sem kom þar upp sem ég má því miður ekki tala um. Það skref leiddi mig til Úkra­ ínu sem gekk vel.“ Naut þess að búa í Kænugarði Eftir dvölina í Póllandi var Árni í Úkraínu í tvö ár og raðaði inn mörkum, hann segir fótboltann þar mjög öflugan. „Deildin yfir höfuð í Úkraínu er mjög sterk, fót­ boltinn í Svíþjóð var ekki að ganga upp. Kannski vantaði mig þroska en ég kem í miklu sterkari deild og þá fer allt að gerast, það voru margir að setja spurningarmerki við Úkraínu, en svo er okkar besti varnarmaður kannski í sögunni að skrifa undir þar. Við Íslendingar sjáum bara fréttir í sjónvarpi og vitum lítið um þessa deild, hún er virkilega sterk,“ segir Árni, en Ragnar Sigurðsson er nú mættur til Úkraínu. Árni lék síðast með Kolos Kovalivka frá samnefndum bæ, íbúar þar eru aðeins 1.500 og búa allir leikmenn liðsins í Kænugarði. Hálftími er þar á milli. „Ég bjó í Kænugarði, þar búa allir leikmenn liðsins. Það er hálftími yfir í Koval­ ivka en við æfðum oftast bara í Kænugarði,“ segir Árni, sem staddur var í Tyrklandi að semja um kaup og kjör við Rússana. n Þá getur þú ekkert setið heima hjá þér og grenjað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.