Málfríður - 15.05.1996, Síða 16

Málfríður - 15.05.1996, Síða 16
Ótrúlega oft fór nú svo að nemendur sem skrifað höfðu ágætis ritgerðir um fornöfn eða ófullkomnar sagnir náðu ekki nógu vel að nýta sér kunnáttuna þegar skrifa skyldi stílinn. Miklar orðalista- eða glósu- skriftir voru fyrr á árum stund- aðar af nemendum. Þær þóttu bráðnauðsynlegar, m.a. til flýtis- auka, þegar að próflestri kæmi. í þessa iðju fór ómældur tími sem ýmsum þótti illa varið. Glósu- skriftir voru vissulega of tíma- frekar en samt ekki alvondar. Þær juku færni nemenda í enskri stafsetningu sem fæstum verður töm fyrr en eftir miklar skriftir. I þessum samtíningi mínum hef ég eftir bestu getu reynt að gefa örlitla hugmynd um hvernig enskukennsla gekk fyrir sig í miðlungsstórum heimavistar- skóla í sveit upp úr miðri öld- inni. Sagan af því sem á dagana hefur drifið síðan er utan sviðs þessarar greinar, en gaman hef- ur verið að fylgjast með og vera að nokkru marki þátttakandi. Að lokum fæ ég ekki stillt mig um að óska tungumálakennur- um vítt og breitt um landið til hamingju með þá gnægð bún- aðar sem þeim stendur til boða í dag. Okkur sem hófum að kenna upp úr miðri öldinni hefði aldrei grunað að breytingarnar yrðu jafn hraðar og raun varð á. Benedikt Sigvaldason. Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 551 6061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Myndbönd, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið mánudaga til fimmtudaga frá 14.00-18.00 16

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.