Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 7
Kyrrð — samfélag — uppbygging Kyrrðardagar eru áformaðir að Löngumýri síðar í vetur og gefst mönnum þar tœkifceri „að fara í hvarf“. Margrét Jónsdóttir sem er þar forstöðumaður, veitir nánari upplýsingar (sími 95- 6116). Kyrrðardagar er orð sem hljómar framandi í eyrum okkar fs- lendinga, hvað þá orðið „retreat“ sem almennt er notað í umtali um slíkar samverur erlendis. En þarna er um að ræða daga þar sem fólk kemur saman til að njóta kyrrðar og friðar, til þess að hugleiða Guðs orð og biðja og vera um stund utan við hávaða og dægurþras. Slíkt er, að mínu mati, kristnum manni mjög nauð- synlegt. Við lifum flesta daga í hávaða og kröfugerð og við það hættir okkur til streitu. Tíminn sem við daglega ætlum okkur til uppbyggingar er bæði af skornum skammti og oft skortir okkur þann sjálfsaga sem þarf til þess að við tökum okkur tíma sem skyldi. Jesús fór með læri- sveina sína á óbyggðan stað svo þeir gætu átt saman næðisstund til bæna, samanber Markúsarguð- spjall, 6:31 og víðar er þess getið að hann leitaði hvíldar og kyrrðar. Hvar fæst rósemi hjartans. Þekkt eru orð Ágústínusar kirkju- föður um að hjarta mannsins er órótt uns það hvílist í Guði. Ef krist- inn maður á að hafa einhverju að miðla þarf hann að vera í nánum tengslum við uppsprettu kærleikans, Krist. Þau tengsl eru fyrst og fremst möguleg í lestri og hugleiðingu Guðs orðs, bæninni og samfélaginu við hans borð, altarissakramentinu. Reynsla mín Ég átti því láni að fagna að taka þátt í kyrrðardögum í Noregi á „Sandorn" sem er staður sem ein- göngu er nýttur til slíkra dvala. Sandom er í friðsælum dal og engin umferð framhjá truflar. Þetta „Re- treat“ varði í 5 daga, en oft eru dag- arnir færri. Hver dagur hófst með guðsþjónustu með altarisgöngu. Síðan skiptist dagurinn í bæna og fyrirbænastundir, víxllestur en ekki minnst góðan tíma sem hver og einn átti í einrúmi til þess að hugleiða texta dagsins sem var úthlutað hvern morgun. Með þessum góða tíma og næði öðluðust margar frásögurnar nýja vídd. Þetta var ekki lengur eitt- hvað sem gerðist fyrir hartnær 2000 árum. Boðskapurinn náði inn í sam- tímann og eigið líf. Góður tími var einnig til lestrar á ýmsum góðum og fræðandi bókum. Þögn var ríkjandi mest allan daginn. Þó gátu menn ræðst við á útivistartímanum sem var a.m.k. tveir tímar á dag. En margur kaus að reika í skóginum og líta þar Guðs dýrð í sköpunarverk- inu. Allar máltíðir voru hljóðar og var leikin þægileg tónlist meðan borðað var. Á kvöldin var samvera þar sem menn deildu hugsunum þeim er vaknað höfðu út frá texta Margrét K. Jónsdóttir dagsins. Söngur skapaði nokkurt rúm m.a. í Guðsþjónustunni og í kvöldsamverunum. Hver og einn hafði eigið herbergi og enginn trufl- aði annan. Forstöðumaður var til viðtals hvern dag fyrir þá er vildu ræða við hann í trúnaði eða ganga til skrifta. Lokasamvera var einföld kvöldmáltíð með útdeilingu brauðs og víns sem næst þeirri hugmynd sem menn gera sér um síðustu kvöld- máltíð Jesú. Það var dýrmæt lífs- reynsla að taka þátt í svona samveru. Kyrrðardagar geta verið með eilít- ið ólíku sniði en grundvallaratriðin verða ætíð svipuð. Kyrrð og hvíld er til þess að koma Guði nær í bæn og tilbeiðslu, lestri og fræðslu í Orðinu og síðast en ekki síst í samfélaginu í heilagri kvöldmáltíð. Kyrrðardagar voru haldnir á Löngumýri fyrir nokkru síðan og eru nýafstaðnir í Skálholti. Ég fagna því að kirkjan mín er að vakna til vitundar um mik- ilvægi þessarar þjónustu. Ég hvet alla þá sem vilja finna æ betur ná- Iægð Krists í lífi sínu til þátttöku í slíkum samverustundum. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.