Víðförli - 15.11.1987, Qupperneq 16
í fréttum
Héraðsfundur í Ólafsfirði
Um þrjátíu fulltrúar safnaða í
Eyjafirði komu saman til héraðs-
fundar í Ólafsfirði 5. sept. s.l.
Fjallað var um starf innan pró-
fastsdæmisins og kom fram í ræðu
framsögumanns, sr. Péturs Þórar-
inssonar, ósk um miklu margþætt-
ara starf og fjölbreyttari starfshætti
er hæfðu hverjum tíma.
Gestur fundarins, sr. Bragi Frið-
riksson, prófastur Kjalnesinga,
greindi frá starfsháttum þar. Kirkju-
þingsmenn hafa leiðarþing á miðj-
um vetri og fræðslufundir eru með
starfsmönnum safnaða. Fléraðs-
sjóður kostar námskeiðahald innan
fátækari safnaða. Verið er að móta
sameiginlegar aðgerðir í prófasts-
dæmunum í æskulýðsmálum. Unn-
ið er að útgáfu hjálpargagna við
hópstarf safnaða, sérílagi við Biblíu-
lestur.
Greinilegur áhugi kom fram hjá
fundarmönnum að efla samstarf
innan prófastsdæmisins með sem
víðtækustum hætti.
Mjög var rómaður viðgerningur
heimamanna, og luku margir hér-
aðsfundarmenn dvöl sinni þar með
því að fylgjast með leik Leifturs frá
Ólafsfirði og Einherja frá Vopna-
firði í 2. deild, sem Ólafsfirðingar
sigruðu enda nú komnir upp í fyrstu
deild.
Kirkjuhátíðir
Þrjátíu ár eru liðin frá vígslu Hall-
grímskirkju í Saurbæ. Var þess
minnst með hátíðamessu 6. sept. þar
sem Sigurbjörn biskup Einarsson
predikaði. Tekin var og í notkun
flóðlýsing í kirkjunni sem er gjöf
Sigurjóns Hallsteinssonar bónda í
Skorholti.
Búðakirkja á Snæfellsnesi var
vígð 6. sept. s.l. Þar er að kalla ný
bygging, sem fylgir nákvæmlega
gerð kirkjunnar sem byggð var 1848.
Hafa þeir Hörður Ágústsson, mál-
ari, Þór Magnússon, þjóðminja-
vörður og Hjörleifur Stefánsson,
arkitekt annast þá útfærslu.
í söfnuðinum eru um 40 manns.
Kirkjan rúmar 100 manns, en dugði
þó ekki til að húsa þann mikla
Búðarkirkja á Snæfellsnesi í nýrri gerð.
mannfjölda er var við vígslu kirkj-
unnar á einum fegursta degi sumars-
ins að sögn sr. Ólafs Skúlasonar, er
annaðist vígsluna. Hundruð manns
tóku þátt í athöfninni bæði innan
dyra og utan og vakti það athygli að
nær allir gengu til altaris. En þátt-
taka í kvöldmáltíðarsakramentinu
hefur stóraukist upp á síðkastið hér-
lendis.
Safnaðarmenn hafa sýnt eftir-
minnilegan kjark og dugnað við
fjáröflun og byggingu kirkjunnar.
Brottfluttir safnaðarmenn hafa ver-
ið örlátir og fengist hafa opinberir
styrkir. Sr. Rögnvaldur Finnbogason
hefur veitt byggingarstarfinu forystu
og samhæft krafta listafólks sem
safnaðarmanna.
Ný kirkja var vígð að Þóroddstöð-
um í Köldukinn hinn 9. ágúst s.l. Er
hún gerð eftir teikningu Þóris Bald-
vinssonar arkitekts en honum entist
ekki aldur til að fullgera þær og lauk
Einar Fr. Jóhannesson byggingar-
fulltrúi á Húsavík því verki.
Að sögn Sigurðar Guðmundsson-
ar, setts biskups sem vígði kirkjuna,
er hún ákaflega stílhrein og falleg í
einfaldleika sínum. Gamla kirkjan
var rifin 1984 enda um aldargömul
og illa farin. Bygging hins nýja guðs-
húss hófst það sama ár. í söfnuðin-
um eru um 140 manns.
Myndarlegur fjárstuðningur hef-
ur borist til kirkjunnar frá Elliheim-
ilinu Grund í minningu Þóris Bald-
vinssonar. Hafði hann annast teikni-
vinnu fyrir Grund en vildi ekki
þiggja laun fyrir, en gat þess að hann
vildi að þess í stað yrði minnst kirkj-
unnar í heimabyggð hans.
16 — VÍÐFÖRLI