Víðförli - 15.12.1989, Síða 2
Útgefandi: Útgáfan Skálholt
Ritstjóri: Biskupsstofa, Suðurgata 22
Sími: 621500
Ritstjóri: Bernharður Guðmundsson
Umsjón: Edda Möller
Setning,
umbrot,
prentun: Filmur og prent
Tveir nýir prestar
Á kristniboðsdaginn 1989 vígði
Biskup íslands, herra Ólafur Skúla-
son tvo guðfræðinga til prestsþjón-
ustu. Þeir eru:
Bragi Ingibergsson, sem kjörinn
hefur verið prestur Siglfirðinga.
Hann Iauk guðfræðiprófi nú i vor.
Faðir hans, sr. Ingiberg J. Hannes-
son prófastur var meðal vígsluvotta.
Eiríkur Jóhannsson, sem lauk
guðfræðiprófi nú í haust og síðan
kjörinn prestur í Skinnastað í Axar-
firði, en sr. Sigurvin Elíasson sem
þar hefur þjónað, hefur látið af emb-
ætti vegna aldurs.
Vígsluvottar auk sr. Ingibergs
voru sr. Birgir Snæbjörnsson, próf-
astur Eyfirðinga, sr. Örn Friðriksson
prófastur Þingeyinga og sr. Vigfús
Þór Árnason fyrrum prestur á Siglu-
firði, nýskipaður prestur Grafar-
vogssafnaðar í Reykjavík.
Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík og þjónaði sr. Jakob Ág.
Hjálmarsson fyrir altari en Marteinn
H. Friðriksson stýrði fjölbreyttri
tónlist.
Kirkjulegir starfsmenn frh. af
bls. 30.
hefur ekki efni á að Iáta krafta þeirra
ónotaða á þessum vettvangi.
Ég minntist í upphafi á, að kirkjan
væri oft kölluð prestakirkja. í raun
er í því fólgin mótsögn. Kirkjan er
hvorki kirkja prestsins né heldur org-
anistans, kórsins, sóknarnefndar-
innar eða annarra hópa einstaklinga.
Hún er kirkja Krists og safnaðar
hans sem eiga samfélag í heilagri
messu í orði og sakramenti. Þangað
sækir öll þjónusta í kirkjunni styrk
sinn og tilgang.
Þröstur Eiríksson.
Biskupinn skrifar:
Hvenær
hefst
aðventan?
Herra Ólafur Skúlason.
Ákveðin mörk tímans eru okkur mjög Ijós. Áramót eru þar ofarlega á blaði. Allir
vita um gamlárskvöld og ekki fer framhjá neinum, að daginn eftir er nýársdagur. Hitt
hefur valdið mörgum erfiðleikum í ár að átta sig á því, hvenær aðventan hefst. Hafa
margir staðið á því fastar en fótunum, að hún hœfist síðasta sunnudag í nóvember, en
alls ekki3ja desember eins og rétt er. Og mér þótti gaman afþví, þegar ég var að kaupa
blóm um daginn, að mér œtlaði alls ekki að ganga alltof vel að sannfœra afgreiðslu-
fólkið um það, að aðfangadagur vœri fjórði sunnudagur í aðventu. Var mérsvarað með
því að benda á það, að jólin hæfust jú á aðfangadag og því væri hann hluti jólanna.
Enginn ber á móti því, að aðfangadagur er upphafsdagur jóíahátíðarinnar og er mikill
dagur, svo hann varpar jafnvel skugga á sjálfan jóladaginn. En hann er engu að síður
AÐFANGAdagur, ogsjálf jólin hefjastekkifyrren kl. 6að kveldihans. Enþá varforð-
um talið, að nýr dagur hœfist en ekki á miðnætti eins og við látum skammta okkur ára-
mót.
Burtséðfrá ruglingi fólks varðandi upphaf aðventu, þá er ég hrœddur um, að helgi-
haldfjórða sunnudags í aðventu gjaldi nálægðar messunnar að kveldi þess dags nú í
ár. Minnist ég þess, að það þótti fásinna, þegar ég efndi til helgihalds klukkan ellefu
að morgni aðfangadags, þegar hann bar upp ásunnudag eins og nú. Allir væru önnum
kafnir, enginn mundi gefa sér tíma til að halda til kirkju. En það var nú öðru nœr.
Kirkjan meira en fylltist, og húsmæður gáfu sér ekkert síður tíma en aðrir til að hefja
fagnaðarsöng vegna vœntanlegrar hátíðar, enda þótt nóg biði þeirra í annríki undir-
búningsins heima fyrir. Heiti ég því nú á presta og forráðamenn helgihalds að bjóða
söfnuðum til guðsþjónustu fyrr en klukkan slœr sex að kveldi aðfangadags, þar sem
þess er nokkur kostur, ogþað ætti að vera mögulegt íþað minnsta íþéttbýli víðast hvar.
Það er ekki lítið fagnaðarefni, hve aðventan hefur fengið mikinn „kirkjusvip“ á síð-
ustu árum. Fyrr minnkaði kirkjusóknin íréttu hlutfalli við nálægð jólanna. Nú flykkist
fólk yfirleitt í kirkju sína flesta sunnudaga aðventu. Orsaka má víða leita, en ekki mun
það síst, að kertin fjögur á kransinum telja með heimilisfólki sunnudagana og tengja
kirkju. Kemur þar til sá hvati, sem virðist skorta á endranœr til að laða fólk til kirkju
sinnar og helgihalds hennar. Hitt skiptir líka máli, að kirkjukórar og organistar veita
ríkulegra tœkifæri en oftast endranœr til að hefjast til hæða á vængjum fagurrar tón-
listar, sem aðkomufólk er oft kallað til að flytja með heimamönnum. En sjálfsagt er
þriðja atriðið um kirkjusvip aðventunnarþýðingarmest. En það eru aðventuhátíðirnar
eða aðventukvöldin. Víðast hvar fyrsta sunnuag í aðventu, en fleiri og fleiri í nálœgð
margra safnaða hafa einnig helgað sér önnur sunnudagskvöld þessa miklu kirkjutíma
í grennd jóla.
Ég bið því söfnuðum öllum blessunar á þessum dýrlega aðventutíma. Vona ég, að
enn sannist, að kirkjur fyllist fyrr en hringt er til jóla. Það þykir að vísu ekki fréttnœmt
yfirleitt, þótt kirkjur séu vel sóttar. En enn meiri ástæða er til að rœkja þær vel núna,
að við vitum, að margir henda á lofti gamla kvörtunartóninn um tómar kirkjur, enda
þótt þeir tali títt hœst um slíkt, sem minnsta hafi reynsluna. En í vel ræktri aðventu
er fólginn lykill sannrar jólagleði og þess friðar, sem allir viðurkenna, að einstaklingar
sem þjóðirþarfnast helst. Það bjarmar víðar fyrir friði en fyrr, stuðlum að eflingu hans
með bœnum okkar og sannri rœktarsemi við fyrirmæli Jesú Krists og fyrirmynd. Að-
ventutíminn höfðar til okkar með kalli sínu um hann, sem kemur, sjálfur friðarhöfð-
inginn.
Olafur Skúlason.
2 — VÍÐFÖRLI