Víðförli - 15.12.1989, Síða 13
hef Iært að það er meginmál hver
viðhorf manns eru til starfsins. Ann-
ars vegar má maður ekki verða of
upptekinn af því, en hinsvegar verð-
ur maður að sjá það i eðlilegu sam-
hengi, og skapa sér vinnugleði út frá
forsendum starfsins.
Tökum blaðamennsku sem dæmi.
Greinin sem ég skrifaði í gærblaðið
er gömul og gleymd, maður sér
þannig í raun lítið eftir sig. En um
leið og lokið er þlaði dagsins, er farið
að huga að blaði morgundagsins.
Þetta eru forsendur blaðamennsku
sem við verðum að lifa við og læra að
njóta, það taka alltaf við nýir tindar,
ný blöð, ný sköpun. Þetta er svipað
í íþróttunum. Aðdragandi leiksins
og leikurinn sjálfur fela í sér full-
nægjuna, ekki sigurvíman. Hún var-
ir stutt, strax í búningsklefanum fer
maður að huga að næsta leik.
Hvað með þá sem tapa og eru ekki
í sigurvímu?
Þeir huga líka að næsta leik, þar er
þeirra tækifæri. Það er alltaf einhver
von. Kennir trúin okkur það ekki?
Þú ert nýgiftur öðru sinni og ný-
orðinn afi. Hvernig fer það saman?
Ætli þetta raski ekki ögn mynd-
inni sem við blasir. Nýgiftur maður
sem reynir að vera ungur í hlutverki
afans!
Nú er það fyrst að ég reyni ekki að
halda í æskuna, hún er ekki eftir-
sóknarverð í sjálfu sér, en ég reyni að
vera ekki mjög gamall með því að
halda mér við til líkama og sálar.
Það er afar gaman að vera afi, mað-
ur sér framvindu eigin lífs og hefur
meiri tíma og þroska til að njóta og
sinna fallegu barnabarni sem maður
er stoltur af. Svo geturðu alltaf skil-
að því til foreldranna, þegar barnið
fer að gráta! í því felast forréttindin.
En það er eitt af því besta við að
komast á minn aldur að það er meiri
tími til að sinna því sem manni er ná-
komnast og þykir skemmtilegast.
Fimmtugir menn eiga tuttugu ár í
eftirlaun og mörgum finnst að litlu
að stefna. Hvaða ráð getur þú gefið
þeim af eigin reynslu?
Ég á engin ráð handa öðrum, á
nóg með sjálfan mig. En ég held að
karlar á okkar aldri eigi ekki að láta
nægjusemina drepa sig í dróma.
Flest störf bjóða upp á skemmtileg
verkefni ef maður ber sig eftir því,
þótt það auki ekki mannvirðingar,
eflir það sjálfsvirðinguna, sem er
miklu mikilvægara. Ævintýri lífsins
eru á næsta leiti og fjársjóðir þess
allt í kring. Ég fer stundum inn í
Kringlu og drekk þar morgunkaffið
á laugardagsmorgnum. Þar sé ég
æskuvinina ráfandi um með plast-
poka, fólk sem ég hef ekki séð í ára-
tug, en býr samt í sama hverfi. Það
verða oftast fagnaðarfundir, en
svona erum við einangruð í starfs-
horninu okkar. Það þurfti félaga
gamlan, sem býr nú í Ástralíu, til að
ná okkur saman æskuvinunum. Við
vorum eiginlega steinhissa að hafa
ekki hist fyrr.
Við þurfum að muna eftir því að
við erum til, erum lifandi manneskj-
ur sem þúum við þau forréttindi að
eiga enn einn dag til að lifa. Ég vil
ekki hugsa um að þessi dagur geti
verið minn síðasti, heldur að hér er
um tækifæri, tilboð að ræða sem
ekki má kasta á glæ.
Við eigum rýmri tíma flestir eftir
fimmtugt.
Hvernig væri að nota hann til að
kynnast betur elskunni sinni og
sjálfum sér og lífinu, einmitt nú þeg-
ar áhyggjur af börnum, byggingum
og brauðstriti eru færri.
Hvernig mætir kirkjan þeim sem
eru á þínu reki?
Það góða við kirkjuna er að ég veit
af henni. Hún er til staðar bæði í
gleði og sorg. Hún er ekki uppá-
þrengjandi en alltaf nálæg. Ég kann
betur að meta hana eftir því sem ég
eldist. Ekkert kemur í staðinn fyrir
trúna. Það hefur lífsreynslan kennt
mér.
Hvað færa jólin fimmtugum
manni?
Ég hlakka til jólanna alveg eins og
barnið. Það hefur ekki breyst. Það
sem hefur breyst við jólin er að nú
eru það ekki lengur gjafirnar eða
maturinn sem er tilhlökkunin, held-
ur kyrrðin, hátíðarbragurinn og
boðskapurinn sjálfur.
Áður lék ég aðalhlutverkið á jól-
unum. Nú dreg ég mig í hlé.
Ó, Drottinn, sagði
dagatalið
Hversu scelir eru þeir,
sem hafa auga fyrir
björtu hliðunum á tilverunni,
eins og eigandi minn
sem nú gleðst yfir því
að hálf œvin hans er frarhundan
í stað þess að ergja sig yfir því
að bestu árin séu á bak og burt.
VÍÐFÖRLI — 13