Víðförli - 15.12.1989, Síða 15

Víðförli - 15.12.1989, Síða 15
það góða starf sem unnið er á áfeng- isdeildum geðdeildanna á stóru sjúkrahúsunum. Síst skyldi ég gleyma samtökunum Vímulaus æska, sem voru stofnuð 1986 að bandarískri fyrirmynd af fulltrúum SÁÁ og foreldrafélögum skólanna. Markmið þeirra er að ná til foreldra, og þar hefur Lionshreyfingin verið mikill liðsmaður. Þeir hafa gefið út námsefni fyrir skóla um vímuefni, mjög myndarlegt og spennandi verk- efni sem kallað er „Að ná tökum á tilverunni“. Vímulaus æska hefur síðan gefið út námsefni fyrir foreldra þeirra barna sem taka þátt í námsefni Lionsmanna. Það kallast „Árið sem kom á óvart“. Hvernig taka foreldrar þessu? Misjafnlega, mörgum finnst þetta ekki koma sér við meðan allt leikur í lyndi. En foreldrar barna í erfið- leikum spara hins vegar hvorki tíma né fyrirhöfn að fá okkur til hjálpar. Það dapurlega er, að þau hefðu get- að komið í veg fyrir vandann með því að afla sér fræðslu fyrir fram og bregðast við með réttum hætti, þeg- ar vafasöm einkenni koma í ljós hjá börnum þeirra. Okkur hefur oft verið hugsað til kirkjunnar, sem hefur aðgang að nær öllum árgangnum í 7. bekk og foreldrum þeirra við undirbúning fermingarinnar. Nýleg könnun sýnir að nær helmingur þeirra barna sem eru í fermingarundirbúningi hefur neytt áfengis, drykkjan færist æ neð- ar. Er ekki fermingarfræðslan m.a. tilboð safnaðarins til heimilisins að undirbúa í sameiningu unglinginn fyrir líf í mjög flókinni veröld. Hvað segir það okkur að 90°7o nemenda í 9. bekk neytir áfengis. Á að sætta sig við það? Við vildum sjá kirkjuna og kristnar hreyfingar eins og KFUM sem samverkamenn til að bæta líf fólksins, hjálpa því að losna frá vímuefnunum. Það þarf að breyta viðhorfi almennings, og það gerist ekki sízt inni á heimilunum með að- stoð skoðanamótandi aðila eins og kirkjunnar. Nú veit þjóðin um áfengisbölið en fæst hún til að draga úr drykkju? Nei, það virðist henni erfitt. Hún hefur verið fús til að minnka reyk- ingar mjög verulega, en áfengi er í öðrum bás. Þó eru þar bjartar hlið- ar. Fyrir nokkrum árum var nær ómögulegt að fá óáfenga drykki í opinberum móttökum. Fólki var næstum vísað í eldhúsið ef það bað um slíkt. Nú eru fallegir óáfengir drykkir oftast á boðstólum, t.d. hjá Reykjavíkurborg, þar sem þeir eru oftast glæsilegri ásýndum en þeir áfengu. Nú er desemberdrykkjan sí- fellt að færast í aukana, ekki síst með jólaglögginu. Það er nú svo að vinnufélagar vilja gjarnan finna ástæður til að gleðjast saman t.d. á aðventu, en má þá ekki bjóða upp á óáfengt glögg, það ætti að vera sjálf- sögð mannréttindi, sem við tölum oft um. Áfengisvarnarráð gaf einmitt ný- lega út bækling með nokkrum upp- skriftum af fallegum, bragðgóðum óáfengum drykkjum. Má ég ekki klykkja út með nokkrum slíkum til nota á aðventu og jólum,. Það eflir áreiðanlega gleði jóla, að draga úr áfengisneyslu þá. Drukknir foreldrar eru dapurleg andstæða við fagnað- arerindi jólaguðspjallsins. Tvær sögur úr daglegu lífi Á skólaárum var ég dyravörður á Hótel Valborg á Akureyri. Það var i eigu templara og bannað að taka með sér áfengi þangað inn. Mér áskotnuðust því margar áfengis- flöskur, sem ég hellti úr. Eitt sinn lét maður mig hafa svo fallega flösku með sterkum glærum vökva að ég tímdi ekki að farga henni. Félagar mínir sem voru ekki miklir kunn- áttumenn um áfengi leituðu eftir að fá innihaldið, en ég sagðist sjálfur ætla að njóta þess og skyldi bjóða þeim til veislu. Nokkru siðar kallaði ég á þá og sagði að nú væri tappinn tekinn úr þeirri fögru flösku og bauð þeim til drykkju. Það var geysi- skemmtilegt kvöld og mikið fjör. Þegar þeir fóru syngjandi um miðja nótt, spurði ég þá á tröppun- um: „Hvernig fannst ykkur nú vatnið í flöskunni?" Sögumaður sr. Pálmi Matthíasson Það var félagsmiðstöð í Noregi þar sem aðsóknin var afar dauft Það þótti ágætis úrræði að leyfa þar sölu bjórs til að efla starfsemina. Það tókst, alltaf fullt í félagsmiðstöðinni þegar opið var og mikið fjör. Um vorið hélt Æskulýðsráð bæjarins uppskeruhátíð, þakkaði starfsfólki frábær störf og ekki síst fyrir að selja eingöngu óáfengan bjór allan vetur- inn! Oáfengar uppskriftir DRAUMUR HÆNUNNAR 10 sl appelsínusafi 3 sl Grenadine I egg Þeytist saman ÓÁFENG JÓLAGLÖGG 70 sl rauðvín óáfengt KELLER 5 sl sítrónusafi 15 negulnaglar 5 kanelstangir 100 g rúsínur 30 afhýddar möndlur sítrónubörkur af 4 sítrónum Sjóðið við lágan hita í 20 mín. Gott með piparkökum Sögumaður: Ingimar Eydal VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.