Víðförli - 15.12.1989, Side 18

Víðförli - 15.12.1989, Side 18
Það verður að sinna vel þeim sem syrgia Nú þegar jólin, hátíð Ijóss og friðar eru framundan, er gleðin og eftirvæntingin okkur flestum efst í huga. Og ósjálfrátt göng- um við eflaust mörg út frá því að þessi gleði nái til allra og megni að bægja burt hvers kyns raunum sem fylgja skammdegi og myrkri. Þegar við hugleiðum þetta nánar, vitum við þó að svo getur aldrei orðið í Iífi allra. Sorgin knýr dyra hjá einhverjum á degi hverjum. Og þau sár sem fylgja ástvinamissi gróa seint. Ólöf Helga Þór hefur kynnst sorg- inni oftar en einu sinni. Hún er 33ja ára gömul og á hún ellefu ára gamlan son. Hún starfar sem skólaráðgjafi í Fellaskóla í Reykjavík. Fyrir mann sinn missti hún fyrir tíu árum síðan og seinni maður hennar Iést fyrir rúmum tveimur ár- um. Faðir hennar lést á sl. ári eftir löng og erfið veikindi. Hvemig skyldu jólin hennar vera? Eftir að fyrri maðurinn minn dó, héldum við mæðginin jól með fjöl- skyldum okkar, foreldrum mínum og tengdaforeldrum en saman höf- um við haft hátíð, við tvö á heimili okkar á Þorláksmessu. Eftir seinna áfallið kaus ég að halda jólin á mínu eigin heimili með syni mínum, þrátt fyrir úrtölur fjölskyldunnar. Ég held þau hafi verið hrædd við þá hugsun að við værum ein á jólum með sorg okkar. Er hægt að gleyma sér í gleði jól- anna, gleyma sorginni og söknuðin- um? Nei, þótt ég hafi reynt að bera harm minn í hljóði þá er aldrei hægt að gleyma sorginni, en jólaboðskap- urinn hjálpaði mér oftast. Það má kannski orða það svo að inn í myrk- ur sorgarinnar kemur ljós vonarinn- ar. Fyrstu jólin okkar einsömul voru erfið. Eins og ég sagði þá vildi ég eiga jólin heima. Þá stóðum við saman og þegar gráturinn sótti að horfði drengurinn á mig og sagði: „Gráttu bara, mamma, það er allt í lagi.“ Gráturinn er útrás fyrir tilfinning- arnar. Hvernig líður þér nú þegar jólin nálgast? Jólin í fyrra voru betri en jólin þar áður og nú finn ég til tilhlökkunar. Það er ekki hægt að horfa fram hjá jólunum. Samt fylla hugann alls konar hugsanir, eins og það hvernig jólaundirbúningurinn væri með manninum mínum. Það er svo margt í umhverfinu sem minnir á hann og þær stundir sem við áttum saman. Jólin eru oft kvíðvænleg vegna þess að þá geta gamalkunnar, sársauka- fullar tilfinningar sagt til sín. Hvað getum við hin gert? Það verður að sinna vel þeim sem syrgja. Tilfinningin að vita ekki hvað eigi að segja við syrgjendur fælir marga frá. En orð eru oft óþörf, faðmlög eða það að vera til staðar er nóg. Lítil jólakveðja, stutt símtal eða heimsókn yfir jólahátíðina gerir mikið. Hver er máttur bænarinnar á sorgarstundu? Máttur bænarinnar er mikill. Að geta snúið sér til Guðs í sorg og ör- vinglan er nauðsynlegt og veitir huggun. Ég starfa í samtökunum um sorg og sorgarviðbrögð. Við komum saman á þriðjudagskvöldum í safn- aðarheimili Laugarneskirkju á svo- kölluðu opnu húsi. Við endum kvöldin í kirkjunni á stuttri bæna- stund fyrir þá sem vilja. Fyrir marga er bænastundin ómissandi. Margir sem sækja þessa fundi hjá samtök- unum um sorg og sorgarviðbrögð nálgast þar kirkjuna í fyrsta sinn eft- ir útför ástvinar. Hvernig birtist þér sorg drengsins þíns? Á brúðkaupsdaginn okkar var hann níu ára gamall. Þá hafði hann á orði að nú væri hann búinn að eignast pabba. Þrem dögum síðar var pabbi hans dáinn. Sorg hans var yfirþyrmandi og kom fram á ýmsan hátt. Honum fannst að Guð vildi ekki að hann ætti pabba, fyrst þeir væru báðir dánir. Það kom upp í honum mikil hræðsta við dauðann og hræðsla við að missa mömmu sína líka. Hann hafnaði Guði og hætti að fara með bænirnar sínar. Þegar afi hans lá banaleguna fékk hann að fylgjast með allri umönnun. Hann sá afa sinn látinn og þá rann upp fyrir honum að Guð gat líka ver- ið góður og mildur. Hann linaði þjáningar afa og tók hann til sín. Hann sættist við Guð og fór aftur með bænirnar sínar við kistu afa sins. Hver er hinn kaldi veruleiki ekkju með barn á framfæri? Það er margt sem mæðir á og er áhyggjuefni sem snýr að samfélaginu öllu. Þegar kona stendur ein uppi með börn eftir fráfall eiginmannsins blasa staðreyndir lífsins við. Ekkjan á rétt á 3ja mánaða laun- um mannsins sins. Síðan tekur vinna við og i flestum tilfellum þarf ekkjan 18 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.