Víðförli - 15.12.1989, Síða 20

Víðförli - 15.12.1989, Síða 20
að við getum frelsað okkur sjálf eða með hugarleikfimi og sérstöku mat- aræði náð að öðlast þann frið, sem hann einn getur gefið. Og þegar við höfum kynnst hon- um persónulega, höfum ræktað trú okkar á hann og lifum í lifandi sam- félagi við hann þá getum við vegið og metið hvort þau sem koma fram og bjóða okkur betra Iíf byggja á kristn- um grunni eður ei. Kristur býður okkur nefnilega besta lífið. Þegar við lifum i sátt við hann, þurfum við ekki betra líf, þá þurfum við ekki að leita í holan stein til að fá fótfestu í lífi okkar. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu slíkra falstrúarbragða þurfum við öll að vera með í því að boða kristna trú. Því berum við öil mikla ábyrgð á boðun Guðs orðs. Ábyrgð okkar beinist gagnvart því að vera vakandi fyrir þeim öflum, sem leiða vilja okkur afvega. Guð hefur kallað okk- ur sem ráðsmenn á þessari jörðu. Öll höfum við okkar hlutverk i lífinu, en lífið eigum við að helga Guði og þjónustan á að vera við Guð í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. Hann hefur gefið okkur lífið og allt það frelsi, sem því fylgir að Iifa með honum. En frelsi lífsins fylgir, ábyrgð, sem hvílir á herðum okkar ábyrgð gagnvart Guði. Ábyrgð á því að þjóna Guði vel í öllum okkar orð- um og gerðum og standa líka við ábyrgð okkar gagnvart systkinum okkar, sem búa þessa jörð með okk- ur. Ábyrgð gagnvart náunga okkar kemur best fram eins og hún birtist okkur í orðum Jesú í Matteusarguð- spjalli, þegar hann talar um hina síð- ustu tíma og endurkomu Mannson- arins. Þá segir hann: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Þessi orð Jesú ættu að vera okkur hvatning og mælikvarði kærleikans í þeim heimi, sem reynir sífellt að leiða okkur afvega, leiðir okkur í þá átt að hugsa fyrst og fremst um okkur sjálf og okkar eigin vellíðan, en ekki um þarfir náunga okkar. Stjörnuspádómur, tarotspil, skyggnilýsingar, orkusteinar, anda- lækningar, allt þetta sem okkur býðst hjá þeim sem auglýsa betra líf, það fjötrar okkur, beinir huga okkar innávið í leit að einhverju fyrir okkur sjálf, sem ekki er til. Það er blekking, sem aðeins bygg- ir á mannlegum mætti. Kirkjan og samfélagið við Jesú Krist býður okk- ur miklu betra líf. Samfélagið við Jesú Krist einan getur frelsað okkur undan fjötrum heiðninnar, alveg eins og ekkert ann- að getur frelsað heiðingja Afríku undan óttanum við galdra, sjúk- dóma og álög. Látum því ekki aftur leggja á okk- ur ánauðarok. Til frelsis frelsaði Kristur oss. Og þessu frelsi höfum við öll aðgang að, aðeins ef við vilj- um þiggja. Solveig Lára Guðmundsdóttir Vandað efni byggir upp Gefum góðar bækur í jólagjöf. Fást í bókaverslunum um land allt. Útgáfan SKÁLHOLT 20 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.