Víðförli - 15.12.1989, Page 22

Víðförli - 15.12.1989, Page 22
Úr samnefndri bók eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup Af hverju, afi? Varstu ekki að spyrja um aðvent- una? sagði afi. Þeir voru búnir að drekka og komnir í annað horn á stofunni. — Það er skrýtið orð. — Já, dálítið skrýtið. Þaðerheld- ur ekki íslenska, heldur latína. Það var málið, sem Ágústus keisari talaði og Pílatus. Þú manst eftir þeim? Spurn í augum litla kúts. — Ágústus er nefndur í jólaguð- spjallinu og Pílatus í trúarjátning- unni. Við skulum sleppa þeim núna. Latína var töluð víða um lönd, þegar Jesús fæddist, og lengi eftir það. Rómverjar réðu yfir heiminum í fornöld og þeir töluðu latínu. Þegar fyrstu kristnu mennirnir fóru út í löndin til þess að segja frá Jesú, urðu þeir víða að tala latínu og skrifa bækur á latínu. Og í margar aldir urðu allir lærðir menn að kunna lat- ínu. Eitt og eitt orð úr því gamla máli hefur orðið íslenska. Aðventa er eitt af þeim. Tíminn næst á undan jólun- um heitir aðventa. — Af hverju? — Aðventa þýðir koma. Orðið minnir á, að það er einhver að koma. Hver heldurðu að það sé? — Jólin. Eða Jesús? — Já, Jesús. Og með honum jól- in. Þegar hann kemur verða jól. — En jólin eru ekki nærri komin. — Nei, og við eigum ekki að fara að halda þau strax. En við erum far- in að búa okkur undir þau og hlakka til þeirra. Nú manstu hvað aðventa þýðir? Það þýðir: Jesús er að koma. — Já, en er hann ekki kominn? — Jú, einmitt. Hann er kominn og þess vegna að koma. Nú er kvöld. En á morgun, þegar ég vakna, lít ég út um austurgluggann hér og sé að það er að þirta í austrinu. Þá segi ég: Það er kominn dagur. Og af því að ég sé að dagurinn er kominn, veit ég að hann er að koma. Það á eftir að birta betur, sólin hækkar, þó að ég sjái hana ekki. Þegar Jesús kom, þá varð morgunn, þá var dagurinn kominn, það birti á jörðinni. Síðan er hann að koma með birtuna sína, daginn sinn. Þetta vita þeir, sem trúa á hann. Þess vegna eiga þeir aðventu. Þeir sjá morgunbjarma á glugganum sínum. Jesús er kominn, Jesús er að koma. Það varð þögn. Vinur litli burraði bílnum sínum af stað og tók sér væna skorpu með hann á gólfinu. — Hvað áttu marga bíla? spurði afi. — Ekki eins marga og Lalli. Hann á fullt af bílum. Ég er búinn að biðja pabba að gefa mér trukk í jóla- gjöf. Og traktor. Ég sá líka stóra rútu í búðinni. Kannski fæ ég svoleiðis rútu. Lalli á ekki svo stóran bíl. — Er ekki nóg að eiga einn bíl? — Nei, það á enginn strákur bara einn bíl. 22 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.