Víðförli - 15.12.1989, Side 25

Víðförli - 15.12.1989, Side 25
Kirkj uþing Kirkjuþing íslensku þjóðkirkj- unnar var haldið í Bústaðakirkju í Reykjavík dagana 17.—26. okt. sl. Þetta var 20. Kirkjuþingið. Það fyrsta var haldið í fundarsal Bind- indishallarinnar við Fríkirkjuveg í Reykjavík og hófst 18. okt. 1958 undir forsæti herra Ásmundar Guð- mundssonar, biskups íslands. En þetta 20. Kirkjuþing var það fyrsta undir forsæti frænda hans herra Ól- afs Skúlasonar, biskups íslands. Allt til 1982 kom Kirkjuþing saman ann- að hvert ár, þá voru þingfulltrúar 15, auk þess biskup og kirkjumálaráð- herra. Frá 1982 hefur Kirkjuþing komið árlega saman, þingfulltrúar eru 20, auk þess biskup og kirkjumálaráð- herra eða fulltrúi hans svo og vígslu- biskupar með málfrelsi og tillögu- rétt, en ekki atkvæðisrétt nema þeir séu jafnframt kjörnir þingfulltrúar. Það sem einkenndi nokkuð það Kirkjuþing, sem nú er nýlokið, er að kjörtímabili þess er að ljúka. Þess vegna var nokkuð um það, að reynt væri að þoka eldri málum áleiðis. Þá lagði Kirkjuráð fram allmörg mál, sum í skýrsluformi. Alls urðu málin 34, þar af ein fyr- irspurn. til biskups. Öll hlutu þau þingræðislega afgreiðslu. Helstu málaflokkar voru þessir og fjöldi mála i hverjum flokki: I. Skýrsla Kirkjuráðs, reikningar og undirskýrslur alls 5. II. Reglugerðir og frumvörp 5. III. Mál er snerta innra starf kirkj- unnar 14. IV. Kirkju og siðfræðileg stefnu- mörkun 4. V. Hagsmunamál starfsmanna kirkjunnar 2. VI. Önnur mál 4. „Það er ekkert smáræði sem hér er til umfjöllunar í árlegu þinghaldi Kirkjuþings, sjálfur grundvöllurinn að andlegri velferð þjóðarinnar og einn snarasti þátturinn í þjóðar- menningu okkar er hér á dagskrá“, sagði Óli Þ. Guðbjartsson, kirkju- málaráðherra m.a. þegar hann ávarp- aði Kirkjuþing. Og vissulega eru það orð að sönnu. Kirkjuþing fjallaði um merk mál, sem vöktu athygli. Mun ég nú reyna að gera grein fyr- ir helstu málum en erfitt er að velja, þó að valið verði að fara fram. Ég mun halda mig við sömu skiptingu málaflokka og áður eru nefndir. I. flokkur 9. Mál. Skýrsla söngmálastjóra. Embætti hans hefur um árin unnið merkilegt starf, sem alþjóð þekkir svo vel. Og nú er bætt einum þætti við, stofnun barnakóra við kirkjurn- ar, mikið uppeldisatriði, að því hefur Glúmur Gylfason settur söngmála- stjóri unnið mjög. En Haukur Guð- laugsson söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar hefur verið i ársleyfi. Það eina, sem skyggir á er skerðing, sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga 1990 varðandi fjárveitingu til emb- ættis söngmálastjóra. Er skorað á Alþingi að hækka þessa fjárveit- ingu. 8. Mál. Greinargerð sálmabókar- nefndar um væntanlegt sálmahefti. Jafnframt lagt fram fylgiskjal þar sem m.a. er getið um hið mikla og merkilega ritverk sr. Sigurjóns Guð- jónssonar, fyrrv. prófasts um kann- anir hans á sálmum í íslenskum sálmabókum, sem hefur lengi legið án þess að það komi fyrir sjónir al- mennings, sem full þörf væri á. II. flokkur 3. Mál. Drög að skipulagsskrá Hjálparstofnunar kirkjunnar. Voru þau að mestu samþykkt þann- ig, að nú er rýmkað svo um starfsemi stofnunarinnar, að hún verður al- gjörlega sjálfstæð og þarf ekki að leita til Kirkjuráðs um ýmislegt í daglegum rekstri sínum. 1989 7. Mál. Drög að reglugerð Jöfnun- arsjóðs sókna. Miklar umræður urðu um drögin enda er Jöfnunarsjóðurinn starfi kirkjunnar mjög mikilvægur. Rætt var um, hvort hlutverk sjóðsins ætti ekki í ríkara mæli að vera að styðja við safnaðaruppbyggingu í hinum einstöku söfnuðum landsins í stað þess að huga mest að byggingu kirkna og safnaðarheimila. Fram kom að sjóðnum er settur afmark- aður tilgangur með lögum og fram- hjá þeim yrði ekki gengið. Samt var niðurstaðan sú, að fullt tillit var tek- ið til þess, að sjóðnum væri og ætlað að styrkja safnaðaruppbyggingu ásamt annarri kirkjulegri félags- og menningarstarfsemi. III. flokkur 6. Mál. Tilraunanámskrá ferming- arstarfanna. Fyrr á árinu samþykkti Prestastefna íslands að námskráin yrði reynd næstu tvö árin. Þau kjarnaatriði sem farið verður í meðan á fermingar- störfunum stendur eru: Kenningin, breytnin og trúarlífið. Þá er námskráin leiðbeinandi um fjölda fermingarbarna í umsjá hvers prests. Kirkjuþing samþykkti álykt- un Prestastefnu íslands um nám- skrána. 14. Mál. Safnaðaruppbygging. Kirkjuþing hefur áður fjallað um hana, 1987 og 1988. Kirkjuþing sam- þykkti nú að safnaðaruppbygging verði meginverkefni íslensku Þjóð- kirkjunnar næsta áratuginn og til- einkuð 1000 ára afmæli kristnitök- unnar. 15. Mál. Þjóðmálanefnd. Einnig það er mál frá fyrri þingum — og hét þá Þjóðmálaráð kirkjunn- ar. Nú samþykkti Kirkjuþing að fela Kirkjuráði að skipa 5 manna Þjóð- málanefnd, sem á að semja ítarlega fjárhagsáætlun og greinargerð, um hugmyndir sínar. Síðan yrði rætt um framtíðarskipan þessara mála á VÍÐFÖRLI — 25

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.