Víðförli - 15.12.1989, Qupperneq 26

Víðförli - 15.12.1989, Qupperneq 26
Þingmenn á Kirkjuþingi 1989. Fremri röð: Margrét K. Jónsdóttir, Kristján Þorgeirsson, Gunnlaugur Finnsson, sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, Herra Ól- afur Skúlason biskup, sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, sr. Jón Einarsson, HaUdóra Jónsdóttir. Aftari röð: Sr. Þórhallur Höskuldsson, Halldór Finnsson, sr. Einar Þór Þorsteinsson, Jón Guðmundsson, Ottó A. Michelsen, sr. Þorbergur Kristjánsson, sr. Jón Bjarman, sr. Árni Sigurðsson, sr. Hreinn Hjartarson, Guðmundur Magnússon, sr. Sigurjón Einars- son, Ingimar Einarsson, sr. Jón Ragnarsson. Kirkjuþingi 1990. Þjóðmálanefnd er ætlað að hafa frumkvæði að um- ræðu um ýmis þjóðmál út frá kristn- um forsendum bæði í söfnuðum landsins sem á opinberum vettvangi. 16. Mál. Könnun á kirkjusókn og óskum um messutíma. Kirkjuráð lagði þessa könnun fram, sem Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands gerði að frumkvæði þess, sam- kvæmt samþykkt Kirkjuþings 1988. Á Kirkjuþingi kom fram, að hér væri aðeins stigið eitt skref í viða- miklu máli og því beint til presta landsins og Kirkjuráðs að nýta sér vísbendingar þær, sem könnunin leiðir í ljós til frekari úrvinnslu. IV. flokkur 4. Mál. Ályktun um líffæraflutning og skilgreiningu dauðastundarinnar. Málinu fylgdu 3 ítarlegar greinar- gerðir eftir sr. Braga Skúlason, sjúkrahúsprest, dr. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprest og sr. Ólaf Odd Jónsson, sóknarprest. í þessu efni samþykkti Kirkjuþing m.a. að láta fara fram athugun á þeim siðfræðilegu sjón- armiðum, sem hér tengjast og samin verði fræðileg álitsgerð um efnið. Hér er bryddað upp á flóknu og vandasömu efni, sem búast má fast- lega við, að fjallað verði um á næstu þingum og raunar í heilbrigðiskerf- inu og meðal almennings enda er um að ræða þær stærstu siðfræðilegu spurningar sem menn standa frammi fyrir um þessar mundir. 22. Mál. Hjónabandið. Hér var hreyft við máli sem hefur komið fram á Kirkjuþingi allt frá 1982. í umræðum kom fram, að helst virtist sem unnið væri leynt og ljóst gegn hjónabandinu t.d. í skatta- málum, dagheimilismálum, lánum til húsnæðiskaupa, námslánum, rétt á barnabótum o.fl. í þessum málum er verið að fara fram á nefnd til þess að kanna ýmsa félagslega þætti er snerta hjóna- bandið og gera tillögur um úrbætur. Kirkjuþing samþykkti slíka nefnda- skipun. 27. Mál. Ofbeldi og eiturlyfja- neyslu. í greinargerð flutningsmanns er get- ið um hversu geigvænlegt vandamál er um að ræða. Hann gat þess, að í sumar hafi verið greint fá því, að í Reykjavík einni hefðu 2200 árásir, þjófnaðir og spjöll verið kærð til lögreglunnar á fyrri hluta þessa árs. Tillagan, sem Kirkjuþing sam- þykkti, „hvetur stjórnvöld, leiðtoga kirkjunnar og þjóðina alla til sam- eiginlegs átaks til að sporna gegn of- beldi, eiturlyfjaneyslu og hvers kon- ar ögrun við líf og hamingju manna“. Ennfremur „að Kirkjuráð beiti sér fyrir samstarfi kirkjunnar 26 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.