Víðförli - 15.12.1989, Page 27

Víðförli - 15.12.1989, Page 27
Frá kirkjuþingi 1989 við samtök og hópa, sem vinna að þessu málefni“. V. flokkur 5. Mál. Réttarstaða presta. Hér er aðallega um að ræða presta, sem stofnanir eða félagssamtök ráða til sérstakra prestsstarfa. Snertir þetta frumvarpið um skipan presta- kalla og prófastsdæma og um starfs'- menn þjóðkirkju Islands, sem kirkjumálaráðherra mun brátt kynna samráðherrum sínum i ríkis- stjórn. Kirkjuþing telur, að það vanti skýrari reglur, þegar slíkir prestar eru ráðnir til starfa. Enn- fremur að athugað verði nánar verk- svið og réttarstaða þessara presta, en hún virðist nokkuð óljós og jafnvel handahófskennd. VI. flokkur 23. Mál. Þorgeirskirkja. Kirkjuþing ályktaði „að bygging kirkju á Ljósavatni í Þingeyjarpró- fastsdæmi skuli vera eitt af verkefn- unum í undirbúningi fyrir kristni- tökuafmælið árið 2000.“ Þá beinir Kirkjuþing því til safnaðar Ljósa- vatnssóknar, að kirkjan verði nefnd Ljósavatnskirkja og verði hún reist til minningar um Þorgeir Ljósvetn- ingagoða. Viðbótartillaga um að reisa minningarkapellu eða kirkju um Síðu-Hall var vísað til Kirkju- ráðs. 33. Mál. Stuðningur við málræktar- átak. Eftirfarandi var samþykkt: 20. Kirkjuþing 1989 fagnar því mál- ræktarátaki sem nú fer fram á vegum Menntamálaráðuneytisins og hvetur eldri sem yngri til að taka höndum saman um að varðveita og rækta móðurmálið. Hér hafa nokkur mál verið nefnd, eitthvað úr hverjum málaflokki. En mér er fyllilega ljóst, að ávallt verður álitamál, hvað taka skal og hverju skal sleppa, enda hefur hér ekki ver- ið lagður nokkur mælikvarði á mik- ilvægi mála. Þeim, sem vilja fræðast frekar um nýafstaðið Kirkjuþing og þau mál, sem þar voru rædd vil ég benda á Gerðir Kirkjuþings, 1989 sem nú er unnið að. Magnús Guðjónsson, ritari Kirkjuþings. Meginmál Kirkjuþingsins að þessu sinni var safnaðaruppbygging næsta áratuginn. Málið var mikið rætt og fór í raun- inni til tveggja nefnda. Ég tel, að skynsamleg niðurstaða hafi fengist í málinu og nú er að láta hendur standa fram úr ermum. Kjarni máls- ins er þessi: Fimm manna nefnd skipuð af biskupi og Kirkjuráði móti heildar- stefnu í safnaðaruppbyggingu, geri áætlanir um helgihald, útvegi og út- búi nauðsynlegt efni, geri tillögur um fræðslu og menntun safnaðar- starfsmanna o.m.fl. Nú ríður á að skipuleggja hlutina vel og virkja jákvætt fólk til átaka. Hér er um að ræða eins konar yfir- skrift alls starfs þjóðkirkjunnar til- einkað 1000 ára afmæli kristnitök- unnar. Það er eigi auðvelt að gera málum Kirkjuþingsins skil í örstuttri grein, enda voru þau 34 skv. málaskrá. Eins og á fyrri þingum var rætt um hjónabandið. Ýmsir álíta, að orsaka hjónaskilnaða sé m.a. að leita í margs konar ytri aðstæðum og órétt- læti í þjóðfélaginu. Má þar nefna skattamál, lán til íbúðakaupa og náms, barnabætur og möguleika til dagvistunar barna. Alltof margir átta sig ekki á hinu flókna þjóðfélagi samtímans. Af- kimar þess eru margir og oft vand- ratað um þá og hið margslungna og oft á tíðum ómennska „kerfi“ verð- ur að lokum að eins konar ófreskju, sem enginn ræður við. Fólk gefst hreinlega upp. Og af- leiðingin nöpur og köld blasir við: Upplausn fjölskyldunnar, sem oft bitnar harðast á þeim sem sist skyldi, þ.e. börnunum. Það er af framangreindum ástæð- um, sem Kirkjuþing hefur oft fjallað um þessi mál og telur, að þau eigi að vera í stöðugri athugun. Þingið fól Kirkjuráði að skipa þriggja manna nefnd til að kanna þessi mál og gera „tillögur um hvern- ig styrkja megi hjónabandið með löggjöf og öðrum stjórnvaldsað- gerðum“ eins og flutningsmenn komast að orði í lok tillögu sinnar. Kirkjan eins og aðrar stofnanir þarf oft að boða til fræðslufunda og efna til námskeiða. En það hefur kostnað í för með sér, sem oft hefur komið óréttlátlega niður á þátttak- endum. Mál þessi voru rædd á þinginu og að tilhlutan fulltrúa Austfirðinga var eftirfarandi tillaga frá fjárhags- nefnd þingsins samþykkt sam- hljóða: „20. Kirkjuþing 1989 telur rétt, að allur kostnaður við námskeið og fundi á vegum þjóðkirkjunnar verði jafnaður þannig að honum verði dreift jafnt niður á þátttakendur, enda verði gætt fyllsiu hagkvæmni í vali á fundarstað hverju sinni.“ Hér gefst ekki kostur á að ræða fleiri mál, þótt freistandi sé. Má þar til nefna söngmál þjóðkirkjunnar, þjóðmálanefnd, kristnidóms- fræðslu í grunnskólum, samstarf fá- mennra sókna o.m.fl. Eftir fjögra ára setu á Kirkjuþingi vakna ýmsar spurningar. Vissulega hefur verið lærdómsríkt að vera þar og taka þátt í umræðum, sem yfirleitt hafa einkennst af ein- lægni og heiðarleika. En stundum finnst mér mörg góð mál ganga seint fyrir sig bæði á þing- inu sjálfu og í Kirkjuráði milli þinga. Spyrja má, hvort mál ættu að vera færri og fá meiri og vandaðri um- fjöllun en oft vill verða. Á það bæði við Kirkjuþing og Kirkjuráð, sem fær fjölmörg mál til athugunar og afgreiðslu, en hefur ekki fram að þessu búið við alltof góðar aðstæð- ur. Mér fyndist það vel viðeigandi að Kirkjuráð og næsta Kirkjuþing tækju þessi mál til opinnar og gagn- rýninnar umræðu með heill og heið- ur þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Guðmundur Magnússon VÍÐFÖRLI — 27

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.