Víðförli - 15.09.1993, Qupperneq 14

Víðförli - 15.09.1993, Qupperneq 14
LIKNARSTARF OG FRÆÐSLA Námsferð til Þýskalands Ragnheiður Sverrisdóttir djákni Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Inngangur Uppbygging heilbrigðis- og félags- málakerfisins í Þýskalandi er með nokkuð öðrum hætti en hér á landi. Hjá okkur sér ríkisvaldið nær alfarið um þessa málaflokka, en í Þýskalandi hefur það náið samstarf við kirkjuna, bæði varðandi skipulag og rekstur þeirra stofnana er þessu starfi tengj- ast. Þetta fyrirkomulag byggir á löngu samstarfi ríkis og kirkju er hófst með siðbótinni. Mikill vöxtur hljóp í þetta samstarf í kjölfar iðnbyltingar- innar, en þá gjörbyltist þjóðskipulag Þýskalands, er fólk streymdi til borga og sveitir tæmdust. Afleiðing þessa var að aðlaga þurfti félagsmála- og heilbrigðiskerfi að borgarsamfélagi nútímans. Kirkjan tók ekki einungis fullan þátt í að móta það kerfi er hent- aði borgaralegu samfélagi heldur ann- aðist hún einnig rekstur viss hluta þess. I dag sinnir kirkjan tæpum fiórð- ungi alls heilbrigðis- og félagsmála- kerfisins. Þýska ríkið fjármagnar þátt kirkjunnar, en hún sinnir rekstrinum. Hann er að litlu leyti frábrugðinn hin- um ríkisbundna rekstri enda lúta báð- ir sömu löggjöf. Das Diakonische Werk er samband allra stofnana kirkjunnar er sinna fé- lags- og heilbrigðismálum. Það hefur á sínum snærum 230.000 starfs- menn, á hinum ýmsu sviðum félags- legrar þjónustu, er starfa að málefn- um aldraðra, þroskaheftra, unglinga, sjúklinga og þeirra sem undir hafa orðið í þjóðfélaginu. Das Diakonische Werk býður ár- lega starfsmönnum sínum upp á námsferðir og á síðasta ári var meðal annars farið til íslands. í lok slíkra ferða er þeim aðilum er tóku á móti þeim í viðkomandi landi boðið til Þýskalands og kynnt starfsemi Das Diakonische Werk. Við undirrituð þáðum þetta boð. Islenska kirkjan mun innan skamms fá fleiri djákna til liðs við líkn- arþjónustu sína og í ljósi þess beindist áhugi okkar að líknarþjónustu og full- orðinsfræðslu Evangefisku Lút- hersku kirkjunnar í Stuttgart en þar er Diakonische Werk með aðalstöðv- ar sínar. Það sem mesta athygli okkar vakti var heimahjúkrunin, aðhlynning þeirra sem orðið hafa undir í þjóðfé- laginu og fullorðinsfræðslan. Heimahjúkrun. I mörgum söfiiuðum starfa djáknar sem hafa að meginstarfi að sinna öldr- uðum. Það gefur að skilja að þetta starf hefur vaxið í hlutfalfi við hækkun meðalaldurs fólks í dag. Þegar ljóst var að þetta starf varð ekki lengur borið uppi af starfsmönnum safnaða var reynt að létta heimilisaðstoð og heimahjúkrun af einstökum söfnuðum með því að færa hana í hendur sér- stakra aðila. Myndaðar voru stærri einingar á grunni prófastsdæmanna og einnig var nágrannaþjónusta stofn- uð. I nágrannaþjónustunni bindast einstaklingar samtökum og taka að sér viðvik og heimilisstörf fyrir eldri borgara með þá tryggingu að þeir fái sambærilega aðstoð er þar að kemur. Heimahjúkrun sem slíkri sinnir ná- grannaþjónustan ekki. Aftur á móti hafa prófastsdæmin ráðið til sín hjúkrunarlærða djákna er sinna beinu hjúkrunarstarfi og sál- gæslu er henni tilheyrir. Þessi starf- semi hefur bætt úr mikilli þörf og vax- ið að sama skapi. Hún myndar sjálf- stæða heild en reynt er að vera í nánu samstarfi við sóknir skjólstæðing- anna. í söfnuðunum starfa djáknar eftir sem áður sem m.a. heimsækja aldraða en miðla einnig tengslum til heimahjúkrunar. í þessu samhengi kynntumst við athygfisverðri starfsemi er felst í heimahjúkrun deyjandi sjúklinga. Konan er við hittum sinnti sérstak- lega krabbameinssjúklingum. Starf hennar fólst í því að auðvelda eða leysa fyrir sjúklinga sína þau „papp- fisvandamál“ er snéru að tryggingar- stofnun, útvegun hjálpartækja og slíkt. Reyndi hún eftir megni að skapa aðstæður er gerðu sjúklingum fært að kveðja sína nánustu og undirbúa 14

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.